AÐALMÓT SJÓR 2023

Stjórn SJÓR býður ykkur velkomin á aðalmótið okkar á Patreksfirði, 9.–10. júní 2023.

Lokaskráning í síðasta lagi föstudaginn 2. júní, kl. 20:00
Keppnisgjald er 15.000 kr. Stakur miði á lokahófið er 5.000 kr.

Þátttökutilkynningar
Félagar í SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi kl. 20:00 föstudaginn 2. júní og munið að taka fram ef þörf er á aukamiða fyrir gest á lokahóf.

Formenn tilkynna svo þátttöku félaga sinna til Lúthers Einarssonar, í síma 893 4007 eða ljosafl@simnet.is Mælst er til að keppendur millifæri þátttökugjaldið um leið og þeir skrá sig.
515-14-405483, kt. 580269-2149 – ENGINN POSI Á STAÐNUM

Annað
Gos og vatn verður um borð í bátum. Skipstjórar og aðstoðarfólk þeirra fá nesti.

Við gerum ráð fyrir að þeir sem á annað borð hafi ætlað sér að koma á mótið, séu búnir að útvega sér gistingu en ef einhver veit um lausa gistingu, er það Þorgerður. Hún mun glöð veita ykkur allar upplýsingar sem hún getur í síma 691 0554.

DAGSKRÁ
Fimmtudagur 8. júní
Kl. 20:00 Mótssetning í Félagsheimili Patreksfjarðar, Aðalstræti 107

Veitingar í boði SJÓR og formaður fer yfir helstu atriðin.

Föstudagur 9. júní
Kl. 5:00 Mæting á bryggju
Kl. 6:00 Bryggjuveiði í 15 mín.
Kl. 6:15 Haldið til veiða

Veitt verður í 7 klst. frá fyrsta rennsli. Trúnaðarmenn skulu passa uppá veiðitíma. Veiðarfæri dregin upp og haldið til hafnar.

Eftir veiði geta gestir yljað sér á heitu kaffi/kakói og fengið sér smá bita með.
Það  verður á sama stað og undanfarið – fyrir aftan Fiskmarkaðinn.

Kl. 19:00 Súpa og brauð í Félagsheimilinu og farið yfir aflatölur dagsins.
Þær verða síðan birtar á sjol.is

Laugardagur 10. júní
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Bryggjuveiði í 15 mínútur
Kl. 06:15 Haldið til veiða


Veitt í 6 klst frá fyrsta rennsli. Trúnaðarmenn skulu passa uppá veiðitíma.
Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar.

Lokahóf í Félagsheimili Patreksfjarðar, Aðalstræti 107
Kl. 19:30 Húsið opnað

Kl. 20:00 Formleg dagskrá hefst. Boðið verður uppá aðalrétt og eftirrétt, gos og vatn á staðnum. Ef gestir vilja drekka eitthvað sterkara er þeim velkomið að koma með sínar „guðaveigar“ 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Kær kveðja, stjórn SJÓR

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við AÐALMÓT SJÓR 2023

Aðalmót SjóSnæ 12.-13. maí 2023

Stjórn SnjóSnæ býður ykkur velkomin á opna SjóSnæ mótið helgina 12.-13. maí 2023.
Þetta er annað aðalmót sumarsins sem telur til íslandsmeistara SJÓL 2023

Lokaskráning í síðasta lagi sunnudaginn 7. maí fyrir kl. 20:00

Fimmtudagur 11. maí
Kl. 20:00 Mótssetning í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi. Veitingar í boði SjóSnæ
Bryggjuveiði verður útskýrð nánar á mótssetningunni

Föstudagur 12. maí
Kl. 05:00 Mæting á smábátabryggju Ólafsvík
Kl. 06:00 Bryggjuveiði
Kl. 06:15 Haldið til hafs frá Ólafsvík

Veitt í 7 klst. frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar

Kl. 14:30 Kaffi í íþróttahúsinu, Engihlíð 1 þegar komið er í land

Úrslit dagsins birtast á sjol.is og með nesti á laugardeginum

Laugardagur 13. maí
Kl. 05:30 Mæting á smábátabryggju Ólafsvík
Kl. 06:00 Bryggjuveiði
Kl. 06:15 Haldið til hafs frá Ólafsvík

Veitt í 6 klst frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar.

Lokahóf í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi
Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst Kl. 20:00

Keppnisgjald kr. 15.000,- Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-
Hægt er að greiða inná bankareikning 0190-26-007525 kt. 700597-2889
ATHUGIÐ AÐ ENGINN POSI ER TIL AÐ TAKA VIÐ GREIÐSLU

Innifalið fyrir keppendur í mótsgjaldi
Mótsgögn – Nesti fyrir báða keppnisdaga
Kaffi og léttar veitingar í íþróttahúsinu á föstudag eftir veiði
Miðar í sund báða dagana – Aðgangur fyrir lokahóf SjóSnæ.

Þátttökutilkynningar
Félagar í SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi kl. 20:00 sunnudaginn. 7. maí. Formenn tilkynna svo þátttöku félaga sinna til Sigurjóns Helga í síma: 844-0330 eða netfang: sigurjon.hjelm@gmail.com

Kær kveðja,
Stjórn SjóSnæ

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót SjóSnæ 12.-13. maí 2023

Aðalmóti SJÓVE 28.-29. apríl 2023 frestað

Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja hefur tilkynnt Sjól að boðað aðalmót félagsins 27.-28. apríl hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmóti SJÓVE 28.-29. apríl 2023 frestað

Aðalmót Sjóskips 21.-22. apríl 2023

Nú fer allt að fara af stað og Sjóskip boðar nú til fyrsta Aðalmóts sumarsins.

Skráning á mótið.
Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að.
Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Tilkynning frá formanni hvers félags þarf að berast formanni Sjóskip fyrir kl. 20:00
14. apríl á sjoskipaskagi@gmail.com

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Marínó formann Sjóksips í síma 844-1003 eða Skúla gjaldkera Sjóskips í síma 824-1983 eða senda tölvupóst á skuligaur@arnarholt.net

Keppendur og eða sjóstangaveiðifélög eru vinsamlega beðin um að leggja mótsgjald kr. 15.000,- inná reikning Sjóskips kt. 490894-2099 banki 0552-26-002831 fyrir kl. 18:00 fimmtudaginn 21. apríl.

Ekki verður boðið uppá nesti en drykkjarvatn verður um borð í bátum fyrir keppendur.

DAGSKRÁ

Fimmtudagur 20. apríl
Kl. 18:00 Mótssetning verður rafræn þar sem birtar verða upplýsingar um skipan trúnaðarmanna, röðun niður á báta, skipstjórar og fleira á heimasíðu Sjól.

Föstudagur 21. apríl
Kl. 08:00 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum.
Mótsgögn fyrir keppendur afhend á bryggju ásamt öðrum gögnum fyrir trúnaðarmenn.

Kl. 09:00 Brygjuveiði utaf hrygningarstopi megum við ekki byrja að veiða fyr en kl 10:00.
Kl. 16:00 Veiði hætt og haldið til hafnar.
Kl. 17:30 Léttar veitingar verða í boði á Fiskmarkaðnum, Faxabraut 7.

Aflatölur fyrri dags verða birtar á heimasíðu Sjól www.sjol.is

Laugardagur 22. apríl
Kl. 05:30 Mæting á bryggju.
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný það verður brygjuveiði í syrka 20 min svo verður haldið á miðin.
Kl. 13:00 Veiði hætt og haldið til hafnar.

Kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending, Grjótið Bistro Bar, Kirkjubraut 10

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót Sjóskips 21.-22. apríl 2023

Nýtt ár og nýtt veiðitímabil 2023

Heil og sæl kæru félagsmenn.

Það styttist í að allt fari á fullt hjá okkur með hækkandi sól og því upplagt að fara að huga að undirbúning við að dusta rykið af veiðidótinu sem og að huga að gistingu fyrir veiðihelgarnar.

Næst á dagskrá hjá SJÓL er Aðalfundur félagsins sem verður haldinn í Höllinni Grandagarði 18 í Reykjavík þann 4. mars 2023 kl.10:00 á þeim fundi verður meðal annars endanlega staðfest hvernig félögin raða upp keppnishelgum en á síðasta formannafundi skiluðu þau inn sínum tillögum og eru þau allajafna óbreytt og samþykkt á Aðalfundinum þannig að með þeim fyrirvara birtum við núna uppleggið fyrir 2023 veiðitímabilið

Bestu kveðjur,
Stjórn SJÓL

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Nýtt ár og nýtt veiðitímabil 2023

Gleðilega hátíð 2022

Kæru vinir, félagsmenn og aðstandendur.

Nú fer 2022 senn að líða og framundan nýtt og spennandi veiðiár.

Stjórn Sjól vill þakka öllum fyrir einstaklega góðan félagsskap, samveru og vinskap á árinu og óskar öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Gleðilega hátíð 2022

Íslandsmeistari SJÓL 2022

Síðastliðinn laugardag var haldið glæsilegt lokahóf sjóstangaveiðifélaga þar sem Landssambandið krýndi nýja íslandsmeistara sem og önnur afreksverðlaun.

Íslandsmeistarar SJÓL 2022 eru Gunnar Magnússon, SjóSigl og Sigríður Rögnvaldsdóttir, SjóSigl og óskar stjórn SJÓL þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Helstu verðlaunahafar eru þessi en ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu SJÓL.

Íslandsmeistari 2022
1. Sigríður Rögnvaldsdóttir, SjóSigl: 731 stig.
1. Gunnar Magnússon, SjóSigl: 712 stig.

2. Lúther Einarsson, Sjór: 711 stig.
2. Björg Guðlaugsdóttir, SjóSnæ: 707 stig.

3. Beata Makilla, SjóSnæ: 676 stig.
3. Pawel Szalas, SjóSnæ: 665 stig.

Aflahæsti skipstjórinn 2022
1. Jón Einarsson – Glaumur SH-260
2. Rúnar Árnason – Bóndinn BA-058
3. Jóhannes Simonsen – Guðmundur Þór AK-099

Heildarafli 2022
1. Lúther Einarsson, Sjór: 2.741kg.
2. Gunnar Magnússon, SjóSigl: 2.637kg.
3. Jón Einarsson, SjóSnæ: 2.487kg.

Flestar tegundir 2022
Pawel Szalas, SjóSnæ: 11 tegundir.
Beata Makilla, SjóSnæ: 10 tegundir.
Tomasz Michalski, Sjóskip: 9 tegundir.

Landsmet 2022
Georg Eiður Arnarsson, Sjóve: Lýr – 6,15kg.
Beata Makilla, SjóSnæ: Ýsa – 5,73kg.
Pawel Szalas, SjóSnæ: Þykkvalúra – 0,33kg.

SJÓL vill þakka öllum þeim sem komu að mótshaldi sumarsins sem og öllum þeim keppendum sem tóku þátt og þeim styrktaraðilum sem lögðu okkur lið við að gera upp árið með glæsibrag.

Sjáumst hress og kát á nýju veiðiári.

Stjórn SJÓL.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Íslandsmeistari SJÓL 2022

LOKAHÓF SJÓL 3.SEPT. 2022

Kæru félagar.

Nú er lokahófið framundan laugardaginn 3. sept. og uppskera sumarsins 2022 kemur í ljós 🙂
Enn er tími til að skrá sig, hitta félagana eftir alltof langt hlé, gleðjast og eiga góða kvöldstund

Lokahófið fer fram á Grandagarða 18, Höllin – félagsheimili SJÓR
Húsið opnað kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00

Dagskrá kvöldsins:
Verðlaunaafhending. Happdrætti. .Kvöldverður og Lifandi tónlist

Miðaverð: kr. 10.000,-.
Gestir eru hvattir til að koma með þau drykkjarföng sem þau kjósa en hægt verður að versla á barnum, léttvín og bjór. MUNIÐ: Enginn posi á staðnum

Kær kveðja,
Stjórn SJÓL

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við LOKAHÓF SJÓL 3.SEPT. 2022

Aðalmót SjóSigl 19.-20. ágúst 2022

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót SjóSigl 19.-20. ágúst 2022

Aðalmót SjóAk 12.-13. ágúst 2022

Ágæti veiðifélagi

Þá er komið að aðalmóti SjóAk sem gildir í keppninni til Íslandsmeistara 2022.
Þetta mót er næst síðasta mótið í mótaröðinni 2022.
Róið er frá Dalvík báða dagana. Keppt verður í blönduðum sveitum.
Þetta árið verður boðið upp á eins dags veiði ef keppendur kjósa svo.
Taka fram verður hvorn daginn keppandi ætlar að veiða þegar hann skráir sig. 

Mótsskrá

Fimmtudagur 11. ágúst 2022
Kl. 19:30       Húsið opnar, Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju
Kl. 20:00       Gómsæt næring og mótsgögn afhent


Föstudagur 12. ágúst 2022
Kl. 05:30       Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00       Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn – Veitt verður í 6 klst.

Stefnt er að því að hafa bakkelsi á bryggju við heimkomu

Aflatölur dagsins verða birtar á netinu, www.sjol.is og á bryggjunni morguninn eftir ☺


Laugardagur 13. ágúst 2022
Kl. 05:30       Mæting í síðasta lagi á bryggju.
Kl. 06:00       Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn – Veitt verður í 6 klst.

Lokahóf SjóAk á Vitanum, Akureyri.
Kl. 20:00       Húsið opnar.
Kl. 20:30       Hátíðin sett.
Kl. 20:40       Borðhald hefst.

Verðlaunaafhending hjá SjóAk & Heiðursveitingar SjóAk.

Mótsgjald er kr. 15.000,- og innifalinn er einn miði á lokahófið.
Aukamiði á lokahóf kostar kr. 5.000,-.

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags í síðasta lagi miðvikudaginn 3. ágúst 2022.

ATHUGIÐ: Í ár verður ekki boðið upp á rútu á lokahófið.

Ef þið vilduð einnig tilkynna hvort þið komið á lokahóf væri það einnig vel þegið 😉

Keppendur sjá sjálfir um sitt nesti um borð, boðið verður upp á vatn og gos um borð.


Gisting:
Á Akureyri er fjöldinn allur af gistimöguleikum. http://www.visitakureyri.is/is/gisting-og-radstefnur

Gistimöguleikar á Dalvík: http://www.visittrollaskagi.is/is/afthreying#dalvikurbyggd-1

Gistimögueleikar í Hörgásveit: https://www.horgarsveit.is/is/thjonusta/ferdathjonusta 

Við viljum benda sjóstangaveiðifólki á að sum stéttarfélög greiða niður gistingu fyrir félagsmenn sína með svokölluðum gistimiðum. Athugaðu hvort þitt stéttarfélag geri slíkt og þá verður gistingin ennþá ódýrari.


Skráning:
Skráning er hjá Guðrúnu Maríu gudrun.maria1980@gmail.com eða síma  864-4302 og hjá
Vilborgu vilborghreinsdottir@gmail.com  eða í síma. 896-5393.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót SjóAk 12.-13. ágúst 2022