Lokahof-2018-auglysing.png

Auglýsingar
Mynd | Birt þann by

Formannafundur Sjól 27. október 2018

Boðað hefur verið til formannafundar sjóstangaveiðifélaga sem standa að Sjól.

Fundarstaður er í Höllin, félagsheimili SJÓR, Grandagarði 18. kl. 10:00 til kl. 13:00

Dagskrá fundarins:

  1. Fundarsetning
  2. Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðalmóta og innanfélagsmóta sumarið 2019
  3. Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2019
  4. Formaður SJÓL fer yfir helstu veiðitölur fyrir sumarið 2018
  5. Fjárhagsstaða SJÓL
  6. Umræður um tillögur til breytinga á lögum SJÓL og eða veiðireglum
  7. Önnur mál
Birt í Óflokkað

Lokahóf SJÓL 27. október 2018

Kæru veiðifélagar,

Nú hefur SJÓL hafið undirbúning fyrir aðalviðburð ársins sem er sjálft lokahófið.
Nánari upplýsingar um dagskrá kvöldsins verða tilkynnt síðar en það sem liggur fyrir á þessari stundu má sjá hér að neðan.

Nú er bara að fjölmenna og hafa þetta enn skemmtilegra en síðast.

Hvenær: Laugardaginn 27. október. Húsið opnar kl. 19:00, borðhald hefst kl. 20:00

Hvar: Grandagarður 18, 101 Rvk. (HÖLLIN, félagsheimili Sjór)

Veitingar: Tveggja rétta matseðill ásamt fordrykk.

Þátttökugjald: kr. 10.000,-

Skráning á lokahófið
Stjórn hvers sjóstangaveiðifélags mun halda utan um þáttökulistann og innheimtu á lokahófið í samvinnu við SJÓL þannig að félagsmenn sjóstangaveiðifélaga eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þáttöku til síns formanns.

Undirbúningsnefnd
Búið að er ná saman félagsmeðlimum frá flestum sjóstangaveiðifélögum og munu Hersir og Ágústa frá Sjór halda utan um helstu atriði og deila verkum milli aðila. Hvetjum félagsmenn til að vera í sambandi við þau ef þið eigið skemmtilegar myndir frá sumrinu eða góða sögu sem átti sér stað á þessu veiðiári.

Kær kveðja,
Sigurjón Már Birgisson

Birt í Óflokkað

Birtum ekki lokatölur frá SjóAk

Kæru félagsmenn.

Tekin var ákvörðun um að birta ekki á vefsvæði SJÓL lokaniðurstöður frá sjóstangaveiðimóti SjóAk til að halda spennunni aðeins lengur fram að lokahófi SJÓL þar sem nýr íslandsmeistari fyrir árið 2018 verður tilkynntur.

Lokahófið sjálft verður haldið í nóvember og ákveðið var að það skyldi vera í Höllinni hjá SJÓR. Nánari dagsetning kemur síðar.

Kær kveðja.
Stjórn SJÓL

Birt í Óflokkað

Tilkynning til keppanda á SjóAk

Kæru keppendur og aðstandendur á SjóAk 2018 mótinu.

Lokahófinu hefur verið seinkað um 1. klst. byrjar kl. 21:00 og sama á við um rútuna

Kl. 21:00 Hús opnað fyrir lokahóf í Sjallanum og hátíðin sett kl. 21:30
Kl. 23:00 Mótsslit hjá SjóAk – Kl. 00:00 Ball með Stjórninni

Rúta á lokahóf frá Dalvík kl. 17:55 á Árskógssandi kl. 20:10 (fer 20:20) og á
Hauganesi kl. 20:25 (fer 20:35). Rútan fer til baka frá Sjallanum kl. 00:00

Fh. SjóAk Sigfús Karlsson

Birt í Óflokkað

Nýtt íslandsmet! 31,5 kg. Þorskur

Nýliðið sjóstangaveiðimót hjá Sjósigl var gjöfult fyrir keppendur og ljóst að margir hafi brosað breitt að móti loknu. Nú þegar einungis eitt mót er eftir (Sjóak 24. ágúst) er staða keppanda um íslalandsmeistaratitilinn enn galopin og spennan í hámarki.

Stærsta frétt sumarsins verður væntanlega 31,5 kg þorskurinn sem Björg Guðlaugsdóttir, Sjósnæ landaði en hann er ekki bara stærsti Þorskurinn heldur einnig jafnaði hann þá heildarþyngd sem veiðst hefur á Aðalmótum innan Sjóstangaveiðifélagana, en það er hin fræga Lúða sem Stefán Baldvin Sigurðsson, Sjóak veiddi árið 2006 sem deilir þeim heiðri.

Fyrir hönd Sjól og annarra félagsmanna óskum við Björg innilega til hamingju með að hafa náð að veiða á sjóstöng þetta sæskrímsli en við þekkjum það vel að eitt er að hafa þann stóra á öngli og annað að koma honum um borð 🙂

Kv,
SMB

 

Birt í Óflokkað

AÐALMÓT SJÓAK 23.-24. ÁGÚST

Síðasta Aðalmót sem telur til Íslandsmeistara SJÓL 2018 verður hjá SjóAk að þessu sinni.

Boðið verður upp á eins dags veiði fyrir veiðimenn ef næg þátttaka fæst.
Þeir sem kjósa eins dags veiði verður úthlutað veiðidegi í samræmi við óskir þeirra ef mögulegt er. Veitt verða sérstök verðlaun fyrir eins dags veiðina

Fimmtudagur 23. ágúst
Kl. 20:00 Mótið sett og mótsgögn afhend í Sjallanum, Súpa í boði að hætti Önnu Bjarkar
við setningu mótsins. Athugið að það er ekki posi á staðnum til að taka á móti greiðslu

ATHUGIÐ:
Keppendur sjá sjálfir um nesti í veiðinni, boðið verður uppá vatn og gos um borð

Föstudagur 24. ágúst
Kl. 05:30   Mæting á Dalvíkurhöfn
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Dalvíkurhöfn og veiðum hætt kl. 14:00
Heitt kaffi, kakó og bakkelsi í boði á bryggjunni
Aflatölur dagsins verða birtar á www.sjol.is og á bryggjunni morgunin eftir

Laugardagur 25. ágúst
Kl. 05:30 Mæting á Dalvíkurhöfn
Kl. 06:00 Haldið til veiða frá Dalvíkurhöfn og veiðum hætt kl. 14:00
Heitt kaffi, kakó og bakkelsi í boði á bryggjunni

Kl. 20:00 Hús opnað fyrir lokahóf í Sjallanum og hátíðin sett kl. 20:30
Kl. 23:00 Mótsslit hjá SjóAk – Kl. 00:00 Ball með Stjórninni

Rúta á lokahóf frá Dalvík kl. 18:55 á Árskógssandi kl. 19:10 (fer 19:20) og á
Hauganesi kl. 19:25 (fer 19:35). Rútan fer til baka frá Sjallanum kl. 00:00

Mótsgjald er kr. 15.000,- ásamt miða á lokahófið, aukamiði kr. 5.000,-
Í mótinu verða blandaðar sveitir karla og kvenna.

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur um þátttöku þína, í síðasta lagi sunnudaginn 19. ágúst. Hægt er að nálgast nánari uppl. hjá Sigfúsi í
s: 896-3277 & 461-2842 eða sigfus@framtal.com

Gisting
Á Akureyri er fjöldinn allur af gistimöguleikum
http://www.visitakureyri.is/is/gisting-og-radstefnur

Gistimöguleikar á Dalvík
http://www.visittrollaskagi.is/is/afthreying#dalvikurbyggd-1

Við viljum benda sjóstangaveiðifólki á að sum stéttarfélög greiða niður gistingu fyrir félagsmenn sína með svokölluðum gistimiðum
Athugaðu hvort þitt stéttarfélag geri slíkt og þá verður gistingin ennþá ódýrari

Bestu kveðjur með von um að sjá sem flesta

Stjórn SjóAk

 

Birt í Óflokkað