Aðalmót Sjósnæ 25.-26.júní 2021

Stjórn Snjósnæ býður ykkur velkomin á opna Sjósnæ mótið 11.-12.júní 2021
Lokaskráning í síðasta lagi sunnudaginn 20. júní fyrir kl. 20:00

Fimmtudagur 24. júní
Kl. 20:00   Mótssetning í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi. Veitingar í boði Sjósnæ

Föstudagur  25.júní
Kl. 05:30   Mæting á smábátabryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar
Kl. 14:30 Kaffi í íþróttahúsinu, Engihlíð 1 þegar komið er í land
Úrslit dagsins birtast á sjol.is og á bryggju daginn eftir

Laugardagur 26. júní
Kl. 05:30   Mæting á smábátabryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar
Kl. 14:30 Kaffi í íþróttahúsinu, Engihlíð 1 þegar komið er í land

Kl. 20:00   Lokahóf í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi. Húsið opnar kl. 19:30

Keppnisgjald kr. 15.000,-  Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-

Innifalið fyrir keppendur í mótsgjaldi
Mótsgögn – Nesti fyrir báða keppnisdaga
Kaffi og léttar veitingar í íþróttahúsinu eftir veiði
Miðar í sund báða dagana – Aðgangur fyriri lokahóf Sjósnæ

Þátttökutilkynningar
Félagar SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi kl. 20:00 sunnud. 20. júní
Formenn tilkynna svo þátttöku félaga sinna til Sigurjóns Helga í síma 8440330 eða
netfang: sigurjon.hjelm@gmail.com

Kær kveðja,
Stjórn Sjósnæ

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót Sjósnæ 25.-26.júní 2021

Aðalmót Sjóís 2.-3. júlí 2021

Aðalmót Sjóís (Sjóstangaveiðifélag Ísfirðinga) verður haldið föstudaginn 2. og
laugardaginn 3. júlí og hefst með mótssetningu fimmtudaginn 1. júlí nk. kl. 20:00

Lokaskráning í síðasta lagi fummtudaginn 24. júní fyrir kl. 20:00

Fimmtudagur 1. júlí
Kl. 20:00   Mótssetning. Samlokur og kafi í boði (Staðsetning tilkynnt síðar)

Föstudagur  2. júlí
Kl. 05:30   Mæting á smábátabryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14:00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar

Kl. 20:00 Súpa og brauð. Farið yfir úrslit dagsins (Staðsetning tilkynnt síðar)

Laugardagur 3. júlí
Kl. 05:30   Mæting á smábátabryggju
Kl. 06:00   Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 13:00   Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar

Kl. 20:00   Verðlaunaafhending og lokahóf (Staðsetning tilkynnt síðar)

Þátttökugjald kr. 15.000,-  Aukamiði á lokahóf kr. 5.000,-

Eins dags veiði
Vakin er athygli á að mögulegt er að skrá sig í eins dags veiði á aðalmótinu.
Tilkynna verður hvorn daginn keppandi ætlar að veiða við skráningu á mótið

Þátttökutilkynningar
Tilkynnið þátttöku í mótið í síðasta lagi fimmtudaginn 24. júní fyrir kl. 20.00 til formanns ykkar. Formenn tilkynna svo þátttöku félaga sinna til Þóris Sveinssonar, sími 896-3157 / netfang: thosve@snerpa.is og cc.: til Sigríðar Jóhannsdóttur, sími 897-6782 / netfang: siggajohanns@gmail.com.

Stjórn Sjóís

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót Sjóís 2.-3. júlí 2021

Sjósnæ mótinu frestað vegna veðurs

Aðalmóti Sjósnæ hefur verið frestað til 25.-26.júní vegna slæmrar veðurspá.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Sjósnæ mótinu frestað vegna veðurs

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við

Aðalmóti Sjóve 14.-15. maí hefur verið frestað

Boðað aðalmót Sjóve sem dagsett var 14. og 15. maí hefur verið slegið á frest vegna óvissu um fjöldatakmarkanir ofl. tengdur Covid-19. Ný dagsetning verður birt þegar hún berst til SJÓL.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmóti Sjóve 14.-15. maí hefur verið frestað

Aðalmóti Sjóskips frestað

Boðað aðalmót Sjóskips sem dagsett var 31.apríl og 01.maí hefur verið slegið á frest vegna Covid-19 óvissu. Ný dagsetning verður birt þegar hún berst til SJÓL

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmóti Sjóskips frestað

Aðalmót Sjóskips 30. Apríl – 01. Maí

Skráning á mótið

Kæru félagsmenn, enn er Covid-19 að hamla okkar íþrótt og ljóst að Sjóskip getur ekki haldið mótið nema samkvæmt neðangreindum forsendum og að ástandið versni ekki á næstu dögum

Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að

Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Tilkynning frá formanni hvers félags þarf að berast formanni Sjóskip fyrir kl. 20:00, 26. apríl

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Sigurjón formann Sjóskips í síma 669-9612 eða senda tölvupóst á sigurjonmarb.@gmail.com

Keppendur og eða sjóstangaveiðifélög eru vinsamlega beðin um að leggja mótsgjald

kr. 15.000,- inná reikning Sjóskips kt. 490894-2099 banki 0552-26-002831

fyrir 18:00 fimmtudaginn 29. apríl. Ef það eru spurningar varðandi greiðslu á mótsgjaldi þá mun Victor gjaldkeri Sjóskips geta aðstoðað ykkur í síma 659-4984 sem og formaður.

Ekki verður boðið uppá nesti en drykkjarvatn verður um borð í bátum fyrir keppendur.

Boðið verður uppá andlitsgrímu og um borð verður handspritt.

Lokahóf og verðlaunaafhending verður frestað um sinn vegna Covid-19

Keppandi mun geta nálgast verðlaun hjá formanni hvers sjóstangaveiðifélags eftir mótið.

DAGSKRÁ

Fimmtudagur 29. apríl

Kl. 18:00 Mótssetning verður rafræn þar sem birtar verða upplýsingar um skipan trúnaðarmanna, röðun niður á báta, skipstjórar og fleira verður birt á heimasíðu Sjól.

Föstudagur 30. apríl

Kl. 05:00 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum.

Mótsgögn afhend trúnaðarmönnum sem koma þeim áleiðis til keppanda.

Kl. 06:00 Siglt á miðin (keppendur hafa ekki aðgang að stýrishúsi)

Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar

Aflatölur fyrri dags verða birtar á heimasíðu Sjól www.sjol.is

Laugardagur 01. maí

Kl. 05:30 Mæting á bryggju

Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný (keppendur hafa ekki aðgang að stýrishúsi)

Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar

Niðurstöður keppenda verða birtar á heimasíðu Sjól www.sjol.is þegar lokið hefur verið við skráningu á afla í keppnisgrunn Sjól.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót Sjóskips 30. Apríl – 01. Maí

Enn óvissa með mótshald vegna Covid-19

Kæru félagsmenn, enn er mikil óvissa varðandi mögulegt mótshald í apríl sökum þeirra takmarka sem okkur eru settar á fjölda og nálægðarmörkum fyrir mótin.

Nú er ljóst að Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja (Sjóve) hefur þurft að fresta boðaðari dagsetningu og ný dagsetning hefur verið gefin upp sem er 14. maí næstkomandi.

Sjóstangaveiðifélag Akraness (Sjóskip) mun fylgjast með næstu aðgerðum sóttvarna sem taka við eftir 15. apríl en mótið hjá þeim er dagsett 30. apríl næstkomandi þannig að niðurstöðu má vænta um framhaldið frá þeim á mánudaginn næsta sem er 19. apríl.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Enn óvissa með mótshald vegna Covid-19

Aðalfundur SJÓL 20.mars 2021

Boðað er til Aðalfundar SJÓL þann 20. mars 2021 kl. 10:00 í Höllinni að Grandagarði 18, Reykjavík samkvæmt rafænu samþykki meirihluta formanna sjóstangaveiðifélaga innan SJÓL. Vegna mögulegra fjöldatakmarka og nándarmörk mun fundurstaður ekki vera opinn fyrir almenning.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að vera búnir að halda aðalfund fyrir þann tíma svo að umboð stjórnarmanna í hverju sjóstangaveiðifélagi sé skýrt fyrir aðalfund SJÓL.

Aðalfundur er æðsta vald landssambandsins. Aðalfund skal halda árlega á tímabilinu mars-apríl. Ákvörðun um tímasetningu aðalfundar og fundarstað skal tekin á formannafundi Sjól. Stjórn Sjól skal boða til aðalfundar með minnst 30 daga fyrirvara með tilgreindri dagskrá í fundarboði.

Aðalfundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað og 2/3 þeirra fulltrúa sem rétt hafa til setu á fundinum séu mættir. Aukaaðalfund skal boða innan 30 daga ef ekki tekst að boða til lögmæts aðalfundar og telst aukaaðalfundurinn lögmætur ef meirihluti fulltrúa mætir. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Aukinn meirihluti eða 2/3 greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar öðlist gildi.

Dagskrá aðalfundar:

A. Kosning fundarstjóra og ritara

B. Skýrsla stjórnar

C. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram

D. Lagabreytingar

E. Kosning stjórnar (formaður, gjaldkeri og ritari)

F. Kosning skoðunarmanna

G. Ákvörðun árgjalds

C. Önnur mál (nánar útlistað í tölvupósti)

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur SJÓL 20.mars 2021

Gleðilega hátíð 2020

Kæru vinir, félagsmenn og aðstandendur.

Nú fer 2020 senn að líða og framundan nýtt ár með nýjum áskorunum.

Veiðiárið 2020 var í heildina mjög gott þó svo að umliggjandi boð og bönn vegna
Covid-19 hafi verið mikil áskorun þá tókst mótshöldurum að aðlaga sig breyttum aðstæðum með framúrskarandi hætti.

Sjól vill þakka öllum þeim sem lögðu til okkar félagsskap, samveru og vinskap á árinu og óskar öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári.

Bestu kveðjur,
Stjórn Sjól

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Gleðilega hátíð 2020