Enginn Íslandsmeistari 2017

Nú er flestum ljóst að ekki verður unnt að halda öll félagsmóts þær helgar sem eftir eru af veiðitímabilinu. Fjögur aðalmót eru fallinn á tíma og þarfnast algjörlega nýs endurskipulags og ekki síður veiðimenn sem hafa nú þegar jafnvel ráðstafað sínu orlofi í annað og þurfa hugsanlega að velja á milli sjóstangaveiðimóta sem geta komið upp sömu helgi hjá félögunum innan SJÓL.

Eftir að hafa borið undir formenn sjóstangaveiðifélaga stöðu mála varðandi keppni um íslandsmeistaratitil hefur komið fram meirihluti fyrir því að falla frá tilnefningu á nýjum íslandsmeistara 2017. þetta gerir það að verkum að SJÓL mun ekki halda verðlaunaafhendingu þetta árið en félögin munu geta nýtt sér gragnagrunn SJÓL fyrir tvö félagsmót. Ef sjóstangaveiðifélag ákveður að halda tveggja daga mót samkvæmt reglum SJÓL þá mun SJÓL samþykkja fisktegund sem teldist til nýs íslandsmets.

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.