Fundur Sjól með Sjávarútvegsráðherra

Kæru félagsmenn.

Í morgunnsárið sóttum við fund hjá sjávarútvegsráðherra og hans fólki þar sem farið var yfir þau málefni sem við höfum verið að berjast fyrir að leiðrétt verði þegar kemur að þeirri reglugerðabreytingu sem átti sér stað  í lok árs 2016 fyrir áhugamannafélög sem stunda sjóstangaveiðiíþrótt.

Fundur fór vel fram og ekki hægt að segja annað en að hlustað var á okkur og skilningur veittur varðandi óvissuna sem ríkt hefur varðandi mótshald félagana fyrir veiðiárið 2018.  Niðurstaða fundarins var að ráðuneytið mun kynna sér nánar umsóknir félagana,  reglugerðina ofl. með það að leiðarljósi að ná fram sátt milli allra aðila.

Við í stjórn Sjól erum vongóð um farsælan endir á þessu erfiða málefni en ekkert er í hendi á þessari stundu en vitað er að tíminn er knappur og við megum eiga von á svörum fljótlega, þangað til er víst lítið annað að gera en að pússa upp græjurnar þar sem fyrsta sjóstangaveiðimót ársins er áætlað í lok mars.

Bestu kveðjur
Sigurjón

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.