Nýtt íslandsmet! 31,5 kg. Þorskur

Nýliðið sjóstangaveiðimót hjá Sjósigl var gjöfult fyrir keppendur og ljóst að margir hafi brosað breitt að móti loknu. Nú þegar einungis eitt mót er eftir (Sjóak 24. ágúst) er staða keppanda um íslalandsmeistaratitilinn enn galopin og spennan í hámarki.

Stærsta frétt sumarsins verður væntanlega 31,5 kg þorskurinn sem Björg Guðlaugsdóttir, Sjósnæ landaði en hann er ekki bara stærsti Þorskurinn heldur einnig jafnaði hann þá heildarþyngd sem veiðst hefur á Aðalmótum innan Sjóstangaveiðifélagana, en það er hin fræga Lúða sem Stefán Baldvin Sigurðsson, Sjóak veiddi árið 2006 sem deilir þeim heiðri.

Fyrir hönd Sjól og annarra félagsmanna óskum við Björg innilega til hamingju með að hafa náð að veiða á sjóstöng þetta sæskrímsli en við þekkjum það vel að eitt er að hafa þann stóra á öngli og annað að koma honum um borð 🙂

Kv,
SMB

 

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.