Birtum ekki lokatölur frá SjóAk

Kæru félagsmenn.

Tekin var ákvörðun um að birta ekki á vefsvæði SJÓL lokaniðurstöður frá sjóstangaveiðimóti SjóAk til að halda spennunni aðeins lengur fram að lokahófi SJÓL þar sem nýr íslandsmeistari fyrir árið 2018 verður tilkynntur.

Lokahófið sjálft verður haldið í nóvember og ákveðið var að það skyldi vera í Höllinni hjá SJÓR. Nánari dagsetning kemur síðar.

Kær kveðja.
Stjórn SJÓL

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.