Niðurtalning hafin 2019

Ágætu félagsmenn,

Nú fer að styttast í að sjóstangaveiðitímabilið fari í gang og ekki seinna vænna að dusta rykið af græjunum. Mót ársins verða eins og áður víða um landið og því miður hefur Ísafjarðarfélagið ekki lagt inn mótskrá þannig að framundan eru líkt og fyrri ár aðeins 7 félög sem munu standa að mótshaldi þetta árið. Aðalmót eru mót sem telja til íslandsmeistara og dagsetningar þar með nokkuð áreiðanlegar. Síðan eru haldin félagsmót sem ætluð eru meira til að kynna félagsskapinn og hversu skemmtilegt er að stunda sjóstangaveiði við strendur landsins. Tvö afmælismót verða haldin þetta árið og eru það Sjóstangaveiðifélögin Sjónes og Sjósigl en bæði félögin fagna 30 ára félagsstarfsemi og má gera ráð fyrir góðri þáttöku þannig að gott er að undirbúa gististað tímalega. Hér að neðan má sjá dagskrá sumarsins.

Sjóskip: Aðalmót 15-16. mars, Akranes

Félagsmót 23. mars, Akranes

Sjóve: Aðalmót 29-30. mars, Vestmannaeyjar

Félagsmót 27. apríl, Vestmannaeyjar

Sjósnæ: Aðalmót 24-25. maí, Ólafsvík

Félagsmót 27. apríl, Ólafsvík

Sjór: Aðalmót 21-22. júní, Patreksfjörður

Félagsmót 27. apríl, staðsetning óákveðin

Sjónes: Aðalmót 5-6. júlí, Neskaupstaður 30 ára afmælismót

Félagsmót 25. ágúst, Neskaupstaður

Sjóak: Aðalmót 16-17 ágúst, Dalvík

Félagsmót 12/13. júlí, staðsetning óákveðin

Sjósigl: Aðalmót 23-24 ágúst, Siglufjörður 30 ára afmælismót

Félagsmót 20. júlí, Siglufjörður

Sjóís: Aðalmót. keppnishald óákveðið

Félagsmót. Keppnishald óákveðið

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.