Varðandi röskun á mótdagskrá vegna Covid19

Kæru félagar,

Eins og flestum er velkunnugt um þá hefur Covid19 faraldurinn valdið margskonar röskunum á okkar daglega lífi og hjá sjóstangaveiðifélögum innan SJÓL hafa þau ekki komist undan þeim viðamiklu aðgerðum sem þjóðin hefur þurft að takast á við.

Nú þegar var búið að tilkynna frestun á aðalmóti Sjóstangaveiðifélagi Skipaskaga (Sjóskip) en einnig er ljóst að aðalmót Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja (Sjóve) sem átti að vera haldið 24. – 25. apríl verður einnig frestað. Þessu til viðbótar þá hefur Sjóstangaveiðifélag Snæfellsness (Sjósnæ) einnig þurft að fresta sínu 30 ára afmælismóti sem dagsett var 22. – 23. maí vegna óvissu um losun takmarka og undirbúnings við mótshaldið samhliða því.

Á þessari stundu er því næsta aðalmót sumarsins dagsett 19. – 20. júní hjá Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur (Sjór) á Patreksfirði en einnig hafa félögin Sjóskip og Sjóve gefið út að ef möguleiki opnast í maí þá verði skoðað hvort hægt verði að halda aðalmót þannig að veiðimenn gætu átt von á stuttum fyrirvara ef af verður en tilkynningar verða eins og áður birtar hjá SJÓL sem og frá formönnum hvers félags.

Innanfélagsmót hjá sjóstangaveiðifölgunum hafa einnig raskast og geta jafnvel raskast enn frekar í sumar vegna uppröðunar á nýjum dagsetningum fyrir aðalmót félagana þannig að við hvetjum veiðimenn til að athuga hjá sínu félagi hver staðan sé þegar nær dregur þeim mótsdögum sem gefnar hafa verið upp í sumar.

Með von um að allir séu við góða heilsu og tilbúnir að fjölmenna þegar kallið kemur.

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.