Gistihúsið Hamar býður keppendum á Sjóve frábær kjör

Til margra ára hefur gistihúsið Hamar í Vestmannaeyjum hýst keppendur á sjóstangaveiðimótum í Eyjum og staðsetning frábær fyrir okkar félagsmenn vegna nálægðar við félagsheimili Sjóve sem og nálægð við höfnina.

SJÓL var að berast sérstakt verðtilboð til okkar félagsmanna helgina sem Sjóve mótið verður haldið.

2. manna herbergi á kr. 13.000,- fyrir nóttina

3. manna herbergi á kr. 15.000,- fyrir nóttina

Klefi (svefnhylki) á kr. 5.000,- fyrir nóttina

Hvet alla sem hafa ekki nú þegar bókað gistingu að skoða þetta nánar á heimasíðu Hamars https://guesthousehamar.is/is/heim/ eða hafa beint samband á infohamar@gmail.com fyrir upplýsingar um hvað er í boði eða til að bóka.
Tilboðið gildir ekki fyrir rafrænar bókanir hjá erlendum samskiptamiðlum

Að lokum hvetjum við alla félagsmenn að skrá sig á sjóstangaveiðimótið á http://www.sjove.is

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.