Aðalmót SjóAk 14. – 15. ágúst

Þá er komið að sjöunda og næst síðasta aðalmóti ársins á vegum sjóstangaveiðifélags Akureyrar sem haldið verður á Dalvík helgina 14. og 15. ágúst. Staða keppenda til íslandsmeistara er enn galopin og mikið getur breyst á næstu mótum

Skráning keppenda
Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að
Formenn senda síðan staðfestingu til SjóAk um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Ekki verður boðið uppá eins dags veiði þetta árið
Keppendur sjá sjálfir um nesti sitt um borð en boðið verður uppá vatn & gos

Skráningu lýkur sunnudaginn 9. ágúst kl. 20:00

Mótsgjald
Mótsgjaldið er kr. 15.000,- // Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-

ATH. að ekki er hægt að greiða með korti á mótsetningu. Hægt er að greiða mótsgjaldið með því að leggja inná reikning SjóAk kt. 410607-0340 reikn. 0566-26-393

Mótsstjóri
Sigfús Karlsson, formaður SjóAk s: 461-2842 & 896-3277. sigfus@framtal.com


Dagskrá:

Fimmtudagur, 13. ágúst
Kl. 20:00 Lions salurinn, Skipagötu 14, 4.hæð. Súpa í boði SjóAk
Kl. 20:30 Mótssetning og mótsgögn afhent.

Föstudagur, 14. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn
Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið til hafnar. Kaffi/kakó og bakkelsi á bryggjunni

Aflatölur dagsins verða birtar á netinu, http://www.sjol.is og á bryggjunni daginn eftir

Laugardagur, 15. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn
Kl. 13:00 Veiðum hætt og haldið til hafnar. Kaffi/kakó og bakkelsi á bryggjunni

Lokahóf SjóAk
Kl. 20:00 Opnað fyrir gesti í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2
Kl. 20:30 Hátíðin sett og í framhaldi hefst borðhald og verðlaunaafhending
Kl. 23:00 Mótsslit hjá Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar

Langferðabifreið á lokahóf SjóAk
Kl. 18:45 – 18:55 Dalvík (Olís planið)
Kl. 19:10 – 19:20 Árskógasandur
Kl. 19:25 – 19:35 Hauganes
Kl. 23:30 Lagt af stað til baka frá Rauða krossinum, Viðjulundi 2

Gistimöguleikar
Á Akureyri er fjöldinn allur af gistimöguleikum. https://www.visitakureyri.is/is/komdu-iheimsokn/radstefnur/gisting-og-veitingar

Gistimöguleikar á Dalvík eru: http://www.visittrollaskagi.is/is/gisting

Við viljum benda sjóstangaveiðifólki á að sum stéttarfélög greiða niður gistingu fyrir félagsmenn sína með svokölluðum gistimiðum. Athugaðu hvort þitt stéttarfélag geri slíkt og þá verður gistingin ennþá ódýrari. Þá eru fjölmargir gististaðir sem taka ferðagjöfina sem greiðslu.

Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Stjórn SjóAk

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.