SjóAk mótið 14.-15. ágúst og Covid-19

Kæra stjóstangaveiðifólk.

Nú er Covid aftur að stríða okkur á þessu keppnistímabili og sóttvarnarlæknir búinn að gefa út sín viðmið og reglur.

Við í SjóAk höfum fengið sérfræðilækni í lið með okkur og farið fyrir þessi viðmið og reglur ásamt því hvernig við munum bregðast við með mótið okkar.

Öll þessi viðmið sem sóttvarnarlæknir hefur sett fram og gilda til fimmtudagsins 13. ágúst eru ekki eins harðar og í vor.

Förum yfir þau:

Fjöldi manns sem mega koma saman eru 100. Við getum brugðist við því.

Tveggja metra skyldunni er hægt að bregðast við nema kannski um borð en þar eru veiðimenn þannig klæddir að aldrei verður um beina snertingu að ræða, ekki frekar en á fyrri mótum.

Auk þess sem grímur munu fylgja hverjum keppanda til notkunar ef keppendur telja að ekki sé unnt að virða mannhelgina.

Með grímurnar hefur sérstaklega verið rætt um notkun ef viðkomandi er innilokaður í rými með öðrum aðilum s.s. rútum og inni í ferjum til lengri tíma, en við erum úti.

Þá verður setningin að vera með öðru sniði og erum við að setja það upp.

Ekkert kaffi verður á bryggunni við heimkomu.

Bryggjan verður sett upp í tvö hólf við brottför og heimkomu.

Öll önnur umferð verður bönnuð á bryggjunni við löndun.

Ljóst er að lokahóf verður ekki með hefðbundnu sniði en búið er að fá stærri sal þar sem verðlaunaafhending getur farið fram. Hægt er að bjóða upp á einhverjar veitingar við verðlaunaafhendingu.

Salnum verður skipt upp í svæði þar sem nægt verður um rými fyrir hvern og einn og ekki er heimilt að fara inn á önnur svæði.

Afhending verðlauna verður þannig að allir verðlaunagripir verða sprittaðir og afhentir á borð af aðila sem er með hanska.

Verið er fara yfir það hvernig við munum vigta aflann.

Svo það liggi ljóst fyrir þá er stjórn SjóAk og sérfræðilæknir okkar að koma á sambandi við sóttvarnarlækni og bera þessa aðferðarfræði undir hann og munum við að sjálfsögðu fara eftir hans ráðleggingum og skipunum í einu og öllu.

Ekki verður neitt framkvæmt nem með leyfi sóttvarnarlæknis og verði niðurstaðan sú að hann leifi EKKI þetta mót þá munum við að sjálfsögðu ekki halda það.

Semsagt, við í SjóAk erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að mótið geti orðið en virt þær reglur og viðmið sem sóttvarnarlæknir setur.

Hitt er svo aftur annað, eru veiðimenn og skipstjórar reiðubúnir til að taka þátt í þeim stjóstangaveiðimótum sem eftir eru með slíkri aðferðarfræði, það verður að koma í ljós.

Hins vegar erum við með dagsetningar sem eru 9. ágúst sem er loka dagur til að skrá sig á mótið og síðan 13.ágúst sem þessar reglur gilda til og geta verið hertar nú eða á sömu nótum.

Þetta er staðan í dag kæra sjóstangaveiðifólk.

Með veiðikveðju.

F.h. stjórnar SjóAk.

Sigfús Karlsson, formaður.

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.