Tilkynning: Sjósigl mótinu frestað vegna Covid-19

Kæru veiðifélagar.

Stjórn Sjósigl hefur sent frá sér tilkynningu um að boðað sjóstangaveiðimót helgina 21.-22. ágúst hefur verið frestað vegna Covid-19 faraldursins og þeim takmörkunum sem okkur öllum hafa verið settar til að ná tökum á útbreiðslunni.

Stjórn Sjól hefur fengið samþykkt leyfi frá Fiskistofu um heimild fyrir mótshald út september 2020 en áður útgefið leyfi til veiða var út ágúst. Með þessu er enn opið á að klára þau tvö sjóstangaveiðimót sem telja til íslandsmeistara sem og þau innanfélagsmót sem eftir eru hjá sumum félögum.

Kv,
Stjórn Sjól

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.