Dagskrá fyrir Aðalmót SjóAk 28.-19.ágúst

Kæru veiðifélagar

Nú er komið að mótinu okkar, aðalmóti SjóAk sem gildir í keppninni til
Íslandsmeistara 2020. Þetta mót er næst síðasta mótið í mótaröðinni 2020.
Það er ljóst að undirbúningur og framkvæmd þessa móts er með allt öðru sniði
en hefur verið til tugi ára og öll vitum við að þar spilar Covid-19 veiran aðal rulluna

Hér fyrir neðan gefur að líta framkvæmd mótsins
Áður en lengra er haldið skulum við öll hafa hugfast að við erum hér saman
komin af fúsum og frjálsum vilja og hver og ein persóna er sín almannavörn

Mótssetning:
A) Ekki verður nein mótsetning eins og verið hefur

B) Opnað verður fyrir mótið á http://www.sjol.is þar sem keppendur geta séð röðun á báta

C) Mótsgögn eru til afhendingar á skrifstofu Framtals s/f í Kaupangi Akureyri til klukkan 20:00 á fimmtudagskvöldið. Þá er óskað eftir því að einn frá hverju félagi komi og taki mótsgögn allra sinna félagsmanna. Þau mótsgögn sem eftir verða afhendast á
bryggjunni á föstudagsmorgunn og eftir tilmælum stjórnar Sjól skal
TRÚNAÐARMAÐUR sækja þau og koma þeim mótsgögnum til skila um
borð. Einnig skipstjóragögnin

Með mótsgögnum hvers og eins keppanda og skipstjóra fylgir:
Fjórar andlitsgrímur auk 100ml. af handspritti

Greiðsla á mótsgjaldi:
Mótsgjald er 15.000 og óskast það lagt inn á 0566-26-393, kt. 410607-0340

Veiðimaðurinn: Tilmæli frá stjórn Sjól
A) Veiðimaður sem er með kvef, hita eða önnur einkenni er beðinn um að
virða aðra keppendur með því að taka ekki þátt

B) Ábending til veiðimanna er að allur búnaður og klæðnaður hafi verið
þrifinn ef hann var brúkaður nýlega fyrir mótshald.

Bryggja við brottför:
Báða morgna verður bryggjunni skipt í tvö hólf (Kort fylgir með mótsgögnum)

A) Bátar númer 1-4 í öðru hólfinu nær bryggjukrönum
B) Bátar númer 5-9 fyrir austan borðan

Öll önnur umferð en keppenda og starfsfólks er bönnuð báða morgna
EKKI VERÐUR HÆGT AÐ KOMAST Á SALERNI FYRIR BROTTFÖR

Bryggja við löndun:
Löndunarkrönum hefur verið skipt upp í tvö aðskilin hólf.
Lyftari mun sjá um að hella úr löndunarkari í bryggjukar og trúnaðarmaður sér um að körin séu rétt merkt og að löndunarskýrsla sé í poka og hnýtt í eitt karið. Hanskar og spritt verður á hvorum krana. Ef trúnaðarmaður kýs að fylgja afla síns báts í brúttóvigtun má hann ekki fara inn í vigtarskúrinn

Keppendur skulu yfirgefa svæðið þar sem merkt er gönguleið og af bryggjunni EKKI VERÐUR HÆGT AÐ KOMAST Á SALERNI ÞEGAR KOMIÐ ER Í LAND

Bryggjukaffi: Því miður verður ekkert bryggjukaffi þetta árið.

Bátar:
A) Reynt hefur verið eftir fremsta megni að gæta þess við niðurröðun á báta að hæfilegt bil sé á milli keppenda. Ef dekkið er 4 metrar eða lengra eru 3 keppendur. Ef dekkið er 6 metrar eða lengra eru 4 keppendur. Það þýðir að á flestum bátum hefur ferið fækkað um borð en á örfáum halda þeir sér frá fyrri árum.

B) Ekki er ætlast til þess að keppendur fari inn í stýrishús nema með fullkomnu leyfi skipstjóra. Þá gætu keppendur hugsanlega þurft að sjá alfarið um sjálfan sig þ.e. að blóðga og skera beitu.

C) Skipstjóri hvers báts stýrir og ræður sinni áhöfn og trúnaðarmaður verður að vera verki sínu vaxinn.

D) Það sem hér er ritað að ofan á að uppfylla þau skilyrði til að unnt sé að virða mannhelgi hvers og eins keppanda með tilliti til auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins 12. ágúst svo og 25. ágúst að samkvæmt nýju auglýsingunni verða íþróttir almennt leyfðar.
Fram hefur komið í máli sóttvarnalæknis að tveggja metra reglan sé fyrst og
fremst hugsuð varðandi fólk sem þekki ekki hvort annað ( og treystir,innsk.mótsstjóra)

Lokahóf/verðlaunaafhending:
A) Húsið opnar kl.20:00 og lokar 23:00. Verðlaunaafhending verður í veitingahúsinu Vitinn mathús, Strandgötu 53 (þar sem 50 ára afmæli SjóAk var haldið)
Þetta þýðir að ekki verður um hefðbundið lokahóf að ræða. Boði verður upp á léttar veitingar og drykkir verða bjór, rauðvín, hvítvín og gos. (ekki kvöldmatur). Ekki er um borðhald að ræða heldur standandi verðlaunaafhendingu en þó munu stólar vera á svæðinu

B) Ekkert aukagjald verður tekið fyrir maka

C) Verðlaunagripir verða sprittaðir og afhentir á borð af aðila sem er með hanska

ENGIN RÚTA VERÐUR FRÁ DALVÍK ÞETTA ÁRIÐ

Önnur praktísk atriði sem eru öllu jafna rædd á mótsetningu svo sem stærðarmörk, dómnefnd, ganghraða ofl. verða birt á heimasíðu Sjól svo og í mótsgögnum keppenda

Kæru veiðifélagar, saman getum við þetta annars ekki.

F.h. Stjórnar SjóAk,
Sigfús Karlsson formaður, 896-3277

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.