Helstu uppl. fyrir keppendur á SjóAk mótinu 28.-29.ágúst

Þá að öðrum praktískum hlutum sem venjulega eru sagðir við mótssetningu,
en á þessu móti eru skráðir keppendur 26 talsins

Hverjir eru í mótsstjórn?
Sigfús Karlsson, formaður SjóAk s: 896-3277 Mótsstjóri
Guðmundur Björnsson, varaformaður SjóAk s: 898-1289 Í landi
Einar Ingi Einarsson, bátaumsjón s: 897-7662 Veiðandi
Guðrún Rúnarsdóttir, gjaldkeri SjóAk s: 846-6968 Veiðandi
Vilborg Hreinsdóttir, ritari SjóAk s: 896-5393 Í landi
Ragnar Máni Hafþórsson, meðstj. SjóAk s: 616-6110 Í landi

Hverjir sjá um vigtun og skráningu á aflanum?
Vigtun aflans er í hönd starfsmanna Fiskmarkaðar Norðurlands og er forsvarsmaður
Benedikt Snær Magnússon rekstrarstjóri.
Reiknimeistarar eru Gunnar Örn Rúnarsson og Sigfús Karlsson SjóAk

Hverjir eru í Dómnefnd (kærunefnd)
Elín Snorradóttir formaður Sjól er formaður dómnefndar
Tilkynna skal boðaða kæru í s: 664-3109 og skal kærufundur haldinn á símafundi eða facebookfundi. Aðrir aðilar í kærunefnd eru Lúther Einarsson Sjór, Sigurjón Már Birgisson Sjóskip, Jón Einarsson Sjósnæ, Þórir Sveinsson Sjóís, Gunnar Magnússon Sjósigl og Baldvin S Baldvinsson SjóAk

Hvernig beita verður á mótinu?
Beitan verður Sauri, 1 panna á mann fyrri dag, æskilegt er að beitan sé geymd í ís um
borð þannig að hún nýtist seinni daginn ef hún klárast ekki. Bátar fá allt að eina pönnu á mann seinni daginn en gott er að hafa til viðmiðunar hvað fór mikli beita fyrri daginn.

Hvar verða mótsgögn afhend?
Mótsgögn afhendast á skrifstofu Framtals s/f í Kaupangi Akureyri á fimmtudaginn til
klukkan 20:00

Æskilegt er að það komi einn frá hverju félagi og ná í gögnin fyrir sitt félag.
Síðan á TRÚNAÐARMAÐUR hvers báts að taka gögn fyrir alla þá sem ekki
sóttu á bryggjunni föstudagsmorgun en röðun á báta verður birt fimmtudagskvöldið
fyrir keppnina á http://www.sjol.is

Hver er veiðitíminn?
Föstudagur; Veiðin byrjar kl. 06:00 og lýkur veiðum kl. 14:00
Laugardagur; Veiðin byrjar kl. 06:00 og lýkur veiðum kl. 13:00


Hvernig á að meðhöndla aflann um borð?
Til að auðvelda vigtun og flokkun afla skulu veiðimenn halda til haga sínum stærsta fiski í hverri tegund og seila þá upp á meðfylgjandi vír (eins og hjá Sjór).
Kippunni skal síðan landað með einu af kassamerkjunum sem fylgir með í gögnunum. Flokkun þessi er algerlega á ábyrgð hvers veiðimanns og munu vigtarmenn ekki leita að stærsta fiski í tegund ef hann er ekki seilaður á vírinn, það er því nauðsynlegt að hver veiðimaður skili frá sér kippu báða dagana

Lágmarksstærð á þorski og ufsa er 45 cm.
Engin lágmarksstærð er á öðrum tegundum, þó má hirða einn undirmálsfisk í tegund og telst hann þar með sem tegund og með í heildarafla viðkomandi veiðimanns.
Allan afla skal koma með óslægðan að landi.

Hvað með nesti og drykki fyrir keppendur og skipstjóra?
Ekkert nesti er fyrir keppendur og skipstjóra en drykkir verða fyrir alla, 2 ltr. fyrir hvern keppanda á mótinu. Sódavatn 2 x 0,5 ltr. og kók 2 x 0,5 ltr. Drykkir eru afhentir á bryggjunni á föstudag fyrir báða dagana.

Hvernig getum við haft samband við aðra báta á mótinu?
Bátarnir munu nota Talstöðvarás nr. 10 fyrir almenn samskipti á mótinu

Hver er leyfilegur ganghraði báta á mótinu?
Hámarks ganghraði eru 17 sjómílur. Bátum er heimilt að sigla hraðar í höfn eftir að
veiði er lokið en á meðan veiðitíminn er í gangi gilda 17 sjómílur

Hvenær eiga veiðimenn að færa sig um veiðipláss um borð í bátunum?
Veiðitími fyrir skipti keppanda um borð byrjar að telja frá þeim tíma þegar veiði hefst.
Bryggjuveiði ( tegundaveiði í höfn) telst EKKI sem byrjun á veiðitíma.
Keppendur skiptast á veiðiplássi þegar veiðitíminn er hálfnaður

Ef upp koma bilanir í bátnum mínu, hvað þá?
Þá ber að hafa samband annað hvort við mótsstjóra, sem er Sigfús Karlsson eða
Einar Inga Einarsson sem er veiðandi og í mótstjórn strax og færi hafa verið dregin
úr sjó. Símanúmer báta eru í SKIPSTJÓRAUMSLAGI. Tilkynna þarf allar frátafir frá
veiði í talstöðina þar sem allir eiga að hlusta á sömu rás og nærliggjandi bátar geri
sér grein fyrir að tafir eru á veiðum og geti veitt aðstoð ef nauðsyn krefur. Best er að fá nærliggjandi báta til aðstoðar með því að kippa í viðkomandi bát þannig að hægt sé að klára veiðina þann daginn

Hvaða verðlaun verða í boði á mótinu?
Veitt verða verðlaun fyrir 1. 2. 3 sæti, aflahæsti karl/kona/skipstjóri/sveit og flestar
tegundir. Ein verðlaun fyrir stærsta fisk mótsins og stærstu fiska í hverri tegund. Auk
þess verða veitt verðlaun fyrir aflahæsta SjóAk félaga.

Hvar verður verðlaunaafhendingin/lokahófið?
Verðlaunaafhending verður á veitingahúsinu Vitinn mathús, Strandgötu 53, Akureyri.
Húsið opnar kl. 20:00 og verðlaunaafhending hefst kl. 20:30 og húsið lokar kl. 23:00

Ekki verður um hefðbundið lokahóf að ræða. Boðið verður upp á léttar veitingar og drykkir verða í boði, bjór, rauðvín, hvítvín og gos. ATH. ÞETTA ER EKKI KVÖLDVERÐUR.

Ekki er um borðhald að ræða heldur standandi verðlaunaafhendingu en þó munu borð og stólar vera á staðnum. Ekkert aukagjald er tekið fyrir maka

Niðurstöður frá keppninni verða prentuð út fyrir hvert Sjóstangaveiðifélag og afhent á
verðlaunaafhendingunni, þeir sem óska eftir að fá sent eintak í tölvupósti senda beiðni
á sigfus@framtal.com en einnig er hægt að nálgast og prenta út gögnin á http://www.sjol.is

Að lokum
Höfum hugfast að skipstjórinn er æðsti maður um borð. Sýnum hvert öðru virðingu.
Við reykingarfólk segi ég , sýnum tillitssemi við aðra um borð. Kurteisi kostar ekkert.

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.