Aðalmót Sjósigl 18.-19. september

Núna er komið að lokamóti ársins sem telur til íslandsmeistara, spennan í hámarki og ekkert skemmtilegra en að klára tímabilið á Siglufirði í september 🙂

Eins og fram hefur komið þá verður dagskráin með breyttu sniði vegna Covid-19 og þó við vonum að yfirvöld létti ennfrekar á þeim reglum sem okkur eru settar þá getum við ekki annað en skipulagt mótið eins og staðan er í dag

Fimmtudagur 17. september
Kl. 18:00 Mótið sett með rafrænum hætti þannig að röðun keppenda á báta ofl. mun birtast á heimasíðu Sjól. Keppnisgögn verða síðan afhend á bryggju daginn eftir merkt pr. bát ásamt drykkjarföngum ofl. Undirmál fyrir Þorsk og Ufsa eru 50 cm.
Stærstu fiskar sem þarf að vigta sér eru settir í poka sem keppendur fá

Borga þarf mótsgjald kr. 15.000,- með innlögn á reikning Sjósigl þar sem mótsetning er rafræn. reikningsnúmerið er 1187-26-006802 kt. 680289-2559

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um að taka með sér nesti borð en boðið verður uppá vatn og gos um borð í bátunum.

Föstudagur 18. september
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Lagt úr höfn til veiða
Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið til hafnar

Slysavarnarfélagið Von mun taka á móti keppendum og mökum með kaffi björgunarsveitahúsinu að Tjarnargötu 18

Aflatölur dagsins verða birtar á http://www.sjol.is

Laugardagur 19. september
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Lagt úr höfn til veiða
Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið til hafnar

Slysavarnarfélagið Von mun taka á móti keppendum og mökum með kaffi björgunarsveitahúsinu að Tjarnargötu 18

Lokahóf Sjósigl: Segull 67, Vetrabraut 8-10
Kl. 20:00 verður húsið opnað og í framhaldi boðið uppá pinnamat og drykki samhliða verðlaunaafhendingu. Um er að ræða standandi veisluboð og makar eru velkomnir án endurgjalds

Sjósigl mun einnig bjóða keppendum og mökum í sund báða dagana

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna Sjósigl um þátttöku þína síðasta lagi fimmtudaginn 11. september fyrir kl. 20:00

Fyrir Sjósigl félagsmenn er skráningin hjá Hallgrími Smára Skarphéðinssyni
Sími 699-6604 eða halli@securitas.is

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á lokamót ársins

Bestu kveðjur,
Stjórn Sjósigl

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.