Gleðilega hátíð 2020

Kæru vinir, félagsmenn og aðstandendur.

Nú fer 2020 senn að líða og framundan nýtt ár með nýjum áskorunum.

Veiðiárið 2020 var í heildina mjög gott þó svo að umliggjandi boð og bönn vegna
Covid-19 hafi verið mikil áskorun þá tókst mótshöldurum að aðlaga sig breyttum aðstæðum með framúrskarandi hætti.

Sjól vill þakka öllum þeim sem lögðu til okkar félagsskap, samveru og vinskap á árinu og óskar öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári.

Bestu kveðjur,
Stjórn Sjól

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.