Enn óvissa með mótshald vegna Covid-19

Kæru félagsmenn, enn er mikil óvissa varðandi mögulegt mótshald í apríl sökum þeirra takmarka sem okkur eru settar á fjölda og nálægðarmörkum fyrir mótin.

Nú er ljóst að Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja (Sjóve) hefur þurft að fresta boðaðari dagsetningu og ný dagsetning hefur verið gefin upp sem er 14. maí næstkomandi.

Sjóstangaveiðifélag Akraness (Sjóskip) mun fylgjast með næstu aðgerðum sóttvarna sem taka við eftir 15. apríl en mótið hjá þeim er dagsett 30. apríl næstkomandi þannig að niðurstöðu má vænta um framhaldið frá þeim á mánudaginn næsta sem er 19. apríl.

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.