Aðalmót Sjósigl 20.-21. ágúst

Sjósigl hefur boðið til sjóstangaveiðimóts á Siglufirði 20. ágúst og er þetta þar með síðasta skipulagða mót ársins en tvö félög hafa ekki tilkynnt mótshald fyrir sumarið og líklegt að ekki verði af þeim þetta árið.

Eins og fram hefur komið á öllum miðlum og víðar þá er Covid-19 aftur komið á flug og því mun mótshaldið verða með breyttu sniði þetta árið hjá Sjósigl nema breyting verði á reglum stjórnvalda til batnaðar frá því sem nú er miðað við.

Keppendur skulu greiða mótsgjald kr. 15.000,- inná reikning sjóstangaveiðifélag Siglufjarðar. Reikningur 118-26-006802 kennitala 680289-2559

Þáttaka tilkynnist til formanns þíns félags í síðasta lagi miðvikudaginn 11. ágúst Keppendur eru beðnir um að uppl. formann ef þeir mæta ekki á setningu eða lokahóf

Keppendur sjá sjálfir um eigið nesti en boðið verður uppá vatn og gos um borð í bátum

Sjósigl býður keppendum og mökum frítt í sund báða dagana

Fimmtudagur 19. ágúst
Kl. 18:00 Mótið sett á Rauðku veitingarstað og boðið verður uppá léttar veitingar samhliða afhendingu mótsgagna. Undirmál f. Þorsk og Ufsa er 50cm. Stærstu fiskar sem þarf að vigta sérstaklega þarf að setja í poka sem keppendur fá afhent

Föstudagur 20. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða
Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið í höfn. Kaffi, Kakó og bakkelsi bíður þín á Harbour Cafe sem staðsett er við hliðina á vigtar húsinu

Aflatölur dagsins verða birtar á http://www.sjol.is og á bryggjunni laugardagsmorgun

Laugardagur 21. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða
Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið í höfn

Lokahóf Sjósigl á Rauðku
Kl. 19:30 Húsið opnað og í framhaldi boðið uppá mat samhliða verðlaunaafhendingu

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á mótinu

Bestu kveðjur,

Stjórn Sjóstangaveiðifélag Siglufjarðar

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.