Lokahóf Sjól 2021 og framundan í september

Nú fer veiðisumarið 2021 senn að ljúka en sjóstangaveiðifélögin hafa veiðiheimild til
1. október og munu sum þeirra skoða þessar helgar til mótshalds samanber aðalmót Sjóskips og Sjóve ásamt innanfélagsmótum sem ekki hafa náðst fram að þessu.

Stjórn Sjól hefur verið í samskiptum við Sjóskip og Sjóve varðandi Aðalmót í september og eru bæði félögin að leggja kapp á að koma þeim á laggirnar en ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort það sé mögulegt. Aðilum hefur verið gefið svigrúm til mánaðarmóta til að ná settu markmiði og frekari upplýsingar verða kynntar á heimasíðunni þegar þær berast.

Lokahóf 2021
Lokahóf Sjól hefur verið dagsett laugardaginn 30. október og veislan haldin í Höllinni líkt og fyrri ár. nánari dagskrá verður birt síðar en félagsmenn eru hvattir til að upplýsa sína formenn um þáttöku til að Sjól geti haft tilfinningu fyrir fjölda gesta.

Formannafundur 2021
Sama dag og lokahófið er haldið munu formenn félagana halda sinn árlega formannafund þar sem farið er yfir sumarið og ábendingum um betrumbætur eða annað rætt ásamt málefnum sem taka þarf upp á Aðalfundi Sjól 2022.

Kær kveðja,
Sjól

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.