Kæru vinir, félagsmenn og aðstandendur.
Nú fer 2021 senn að líða og framundan nýtt ár með nýjum áskorunum.
Veiðiárið 2021 bar keim af eftirsköstum frá Covid-19 og sjáanlegt var að félagsmenn höfðu lagt áherslu á að eiga meiri tíma með fjölskyldu og vinum þetta sumarið. Mótshald færðist einnig mikið til vegna takmarka, veðurs ofl. þannig að mót voru dagsett með viku millibili og því aukið álag fyrir veiðimenn að sækja á mörg mót en að því sögðu þá ber að hrósa öllum þeim sem komu og tóku þátt í okkar frábæru íþrótt og enginn ástæða til annars en að vænta þess að næsta ár verði frábært veiðiár.
Þau gleðitíðndi bárust síðan síðla árs að umsókn Sjól fyrir vottun á Þorskveiðum með sjóstöng var samþykkt en um er að ræða svokallaða MSC vottun frá Icelandic Sustainable Fisheries. Vottunin gefur sjóstangaveiðifélögum staðfestingu og sjálfbærni veiða ofl. sem mikilvæg viðurkenning fyrir okkur.
Önnur gleðitíðindi bárust einnig stjórn Sjól í lok árs en þau voru að umsókn Sjól um að geta notast við frístundabáta hefur fengið jákvæða umsögn og framundan er nú vinna við útfærslu ofl. til að koma þessu áralanga verkefni til samþykktar þannig að sjóstangaveiðifélög geti nýtt sér ennfrekar þá innviði sem þeim bjóðast á heimasvæðum.
Sjól vill þakka öllum þeim sem lögðu til okkar félagsskap, samveru og vinskap á árinu og óskar öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári.
Bestu kveðjur,
Stjórn Sjól