Aðalfundur SJÓL 5. mars 2022

Stjórn Sjól hefur boðað formenn sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga til Aðalfundar SJÓL þann 5. mars 2022 kl. 10:00 í Höllinni að Grandagarði 18, Reykjavík samkvæmt samþykkt formannafundar frá 04.12.2021.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að vera búnir að halda aðalfund fyrir þann tíma svo að umboð stjórnarmanna í hverju sjóstangaveiðifélagi sé skýrt fyrir aðalfund SJÓL.

Dagskrá aðalfundar
A. Kosning fundarstjóra og ritara
B. Skýrsla stjórnar
C. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
D. Lagabreytingar
E. Kosning stjórnar (gjaldkeri og ritari)
F. Kosning skoðunarmanna
G. Ákvörðun árgjalds
C. Önnur mál

Kær kveðja,
Stjórn SJÓL

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.