ATH. Breyting Aðalmót SJÓR Patreksfirði 20. maí 2022

Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur býður félagsmönnum og aðstandendum velkomið á þriðja aðalmót sumarsins sem telur til íslandsmeistara SJÓL 2022

Vegna slæmrar veðurskilirða fellur keppnin niður á laugardeginum og mótinu því breytt í eins dags mót

Dagskráin

Fimmtudagur, 19. maí
Kl. 19:00 Kvöldverður (plokkfiskur) í Safnaðarheimilinu, Aðalstræti 52 (ská á móti kirkjunni). Afhending mótsgagna og fyrirkomulag mótsins.

Föstudagur, 20. maí
Kl. 05:30 Mæting á bryggju

Kl. 06:00 Byrjað verður á bryggjuveiði og skal hún ekki taka lengri tíma en 15 mínútur og síðan er haldið til veiða og veitt í 7 klst. frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp

Kl. 13:00 Bryggjukaffi verður á sama stað og í fyrra (fyrir aftan Fiskmarkaðinn). Kaffi og kleinur

Kl. 19:30 Lokahóf í Safnaðarheimili þar sem boðið verður uppá þriggja rétta kvöldverð

Kl. 20:00 Dagskrá hefst þar sem veitt verða verðlaun kvöldsins og farið yfir árangur mótsins. Þegar verðlaunaafhendingu er lokið verða úrslit birt á sjol.is og nokkur útprentuð eintök afhend á borðin. ATH.: Ekki verður selt áfengi á staðnum en gestir geta komið með sín eigin drykkjarföng

Ekki verður boðið uppá nesti en drykkjarvatn verður um borð í bátum fyrir keppendur

Skráning á mót
Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að. Formenn senda síðan staðfestingu til SJÓR um fjölda keppenda, sveitaskipan og trúnaðarmenn. Tilkynning frá formanni hvers félags þarf að berast formanni SJÓR sem fyrst eftir að skráningarfrestur rennur út.
Sendist á ljosafl@simnet.is

SJÓR-félagar skrá sig á AÐALMÓT Á PATREKSFIRÐI – SKRÁNING.

Síðasti skráningardagur er 15. maí, kl. 20:00
Vinsamlegast látið vita ef óskað er eftir aukamiða á lokahóf

Mótsgjald kr. 15.000,- og stakur miði á lokahóf: kr. 5.000,-

Greiðsla mótsgjalda
Keppendur og/eða sjóstangaveiðifélög eru vinsamlega beðin um að leggja mótsgjaldið, kr. 15.000,- inná reikning SJÓR, kt. 580269-2149, banki 515-14-405483, fyrir kl. 18:00 fimmtudaginn 19. maí

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Lúther, formann SJÓR í síma 8934007 eða senda tölvupóst á ljosafl@simnet.is

Gistimöguleikar á Patreksfirði
Fosshótel Vestfirðir. sími 456 2004
Stekkaból, Stekkum 19. sími 864 9675 & 456 1334
Hótel Vest, Aðalstræti 62. sími 456 5020 & 892 3414

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.