Aðalmót Sjónes 15.-16. júlí 2022

Kæru veiðifélagar.

Þá er komið að Sjóstangaveiðimóti Sjónes og fimmta mótið sem gefur stig til Íslandsmeistara SJÓL

Fimmtudagur 14. júlí
Kl. 20:00 Mótið sett og mótsgögn afhent á Hótel Hildibrand
Matarmikil súpa og brauð í boði Sjónes

Föstudagur 15. júlí
Kl. 06:00 Lagt úr höfn við vigtarskúrinn og veitt á hafnarsvæðinu í 15 mínútur,
síðan er haldið á miðin og veitt í 7 klst. frá fyrsta rennsli

Kaffi og brauð á bryggjunni við löndun

Kl. 20:30 farið yfir tölur dagsins í Beituskúrnum

Laugardagur 16. júlí
Kl. 06:00 Lagt úr höfn við vigtarskúrinn og veitt á hafnarsvæðinu í 15 mínútur,
síðan haldið á miðin og veitt í 6 tíma frá fyrsta rennsli

Tekið verður á móti keppendum, mökum og skipstjórum með kaffi og brauði á löndunarstað við vigtarskúrinn

Kl. 18:30 opnar Hótel Cliff. Kl 19:00 hefst lokahófið með þriggja rétta veislumáltíð og verðlaunaafhendingu

Í mótinu verða blandaðar sveitir karla og kvenna

Mótsgjald er kr. 15.000,- og innifalið er miði á lokahófið, aukamiði kostar kr. 5.000,-

Frítt er í sund báða daganna fyrir keppendur

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um nestið sitt um borð en boðið verður uppá vatn og gos um borð

Gistimöguleikar

Hótel Cliff: Sími 8655868 – hildibrand@hildibrand.com

Hótel Capitano: Sími 4771800 – Sveinn

Hildibrand Hótel: Sími 8655868 – hildibrand@hildibrand.com

Skorrahestar Norðfjarðarsveit: Sími 4771736 – 848 1990

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna okkur um þátttöku þína í síðasta lagi miðvikudaginn 6. júlí

Bestu kveðjur,

Matthías: Sími 4771663 – 8487259 og Kári: Sími 8607112

Netfang: mattisveins54@gmail.com

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.