Kæru félagar.
Nú er lokahófið framundan laugardaginn 3. sept. og uppskera sumarsins 2022 kemur í ljós 🙂
Enn er tími til að skrá sig, hitta félagana eftir alltof langt hlé, gleðjast og eiga góða kvöldstund
Lokahófið fer fram á Grandagarða 18, Höllin – félagsheimili SJÓR
Húsið opnað kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00
Dagskrá kvöldsins:
Verðlaunaafhending. Happdrætti. .Kvöldverður og Lifandi tónlist
Miðaverð: kr. 10.000,-.
Gestir eru hvattir til að koma með þau drykkjarföng sem þau kjósa en hægt verður að versla á barnum, léttvín og bjór. MUNIÐ: Enginn posi á staðnum
Kær kveðja,
Stjórn SJÓL
