Íslandsmeistari SJÓL 2022

Síðastliðinn laugardag var haldið glæsilegt lokahóf sjóstangaveiðifélaga þar sem Landssambandið krýndi nýja íslandsmeistara sem og önnur afreksverðlaun.

Íslandsmeistarar SJÓL 2022 eru Gunnar Magnússon, SjóSigl og Sigríður Rögnvaldsdóttir, SjóSigl og óskar stjórn SJÓL þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Helstu verðlaunahafar eru þessi en ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu SJÓL.

Íslandsmeistari 2022
1. Sigríður Rögnvaldsdóttir, SjóSigl: 731 stig.
1. Gunnar Magnússon, SjóSigl: 712 stig.

2. Lúther Einarsson, Sjór: 711 stig.
2. Björg Guðlaugsdóttir, SjóSnæ: 707 stig.

3. Beata Makilla, SjóSnæ: 676 stig.
3. Pawel Szalas, SjóSnæ: 665 stig.

Aflahæsti skipstjórinn 2022
1. Jón Einarsson – Glaumur SH-260
2. Rúnar Árnason – Bóndinn BA-058
3. Jóhannes Simonsen – Guðmundur Þór AK-099

Heildarafli 2022
1. Lúther Einarsson, Sjór: 2.741kg.
2. Gunnar Magnússon, SjóSigl: 2.637kg.
3. Jón Einarsson, SjóSnæ: 2.487kg.

Flestar tegundir 2022
Pawel Szalas, SjóSnæ: 11 tegundir.
Beata Makilla, SjóSnæ: 10 tegundir.
Tomasz Michalski, Sjóskip: 9 tegundir.

Landsmet 2022
Georg Eiður Arnarsson, Sjóve: Lýr – 6,15kg.
Beata Makilla, SjóSnæ: Ýsa – 5,73kg.
Pawel Szalas, SjóSnæ: Þykkvalúra – 0,33kg.

SJÓL vill þakka öllum þeim sem komu að mótshaldi sumarsins sem og öllum þeim keppendum sem tóku þátt og þeim styrktaraðilum sem lögðu okkur lið við að gera upp árið með glæsibrag.

Sjáumst hress og kát á nýju veiðiári.

Stjórn SJÓL.

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.