Heil og sæl kæru félagsmenn.
Það styttist í að allt fari á fullt hjá okkur með hækkandi sól og því upplagt að fara að huga að undirbúning við að dusta rykið af veiðidótinu sem og að huga að gistingu fyrir veiðihelgarnar.
Næst á dagskrá hjá SJÓL er Aðalfundur félagsins sem verður haldinn í Höllinni Grandagarði 18 í Reykjavík þann 4. mars 2023 kl.10:00 á þeim fundi verður meðal annars endanlega staðfest hvernig félögin raða upp keppnishelgum en á síðasta formannafundi skiluðu þau inn sínum tillögum og eru þau allajafna óbreytt og samþykkt á Aðalfundinum þannig að með þeim fyrirvara birtum við núna uppleggið fyrir 2023 veiðitímabilið

Bestu kveðjur,
Stjórn SJÓL