Aðalfundir

Dagsetning: 04.03.2023 kl. 10:00-12:15
Viðfangsefni: Aðalfundur Sjól, Höllinni Grandagarði 18
Fundarritari: Pétur Sigurðsson, ritari Sjól.

Fundaraðilar: Elín Snorradóttir, formaður Sjól og fulltrúi Sjóve. Pétur Sigurðsson ritari Sjól. Friðrik Yngvason, fundarstjóri. Lúther Einarsson, Sjór. Marinó Njálsson, Sjór. Guðrún María Jóhannsdóttir, Sjóak. Vilborg Hreinsdóttir, Sjóak. Skúli Már Matthíasson, Sjóskip. Arnar Eyþórsson, Sjóskip. Þiðrik Unason, Sjósigl. Matthías Sveinsson, Sjónes. Sjöfn Magnúsdóttir, Sjónes. Sigurjón Helgi Hjelm, Sjósnæ. Gunnar Jónsson, Sjósnæ. Afrit sent á Guðjón Örn Sigtryggsson, Sjóve.

Aðalfundur er æðsta vald landssambandsins. Aðalfund skal halda árlega á tímabilinu mars-apríl. Aðalfundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað og 2/3 þeirra fulltrúa sem rétt hafa til setu á fundinum séu mættir. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Aukinn meirihluti eða 2/3 greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar öðlist gildi.

Dagskrá

Kosning fundarstjóra og ritara
Mættir fulltrúar sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga (Sjól) Friðrik Yngvason var kosinn sem fundarstjóri og Pétur Sigurðsson sem fundarritari. Elín Snorradóttir setti fundinn kl.10:00 og var honum slitið kl. 12:15. Friðrik Yngvason tók við fundarstjórn, hann gerði grein fyrir því að hann hefði kynnt sér boðun fundarins og væri hún í samræmi við lög Sjól, einnig gerði hann grein fyrir því að rétt til setu á fundinum ættu 16 fulltrúar frá 8 aðildarfélögum og á fundinn væru mættir 12 fulltrúar með atkvæðisrétt. Fundarstjóri lýsti eftir athugasemdum við lögmæti fulltrúa og fundarboðun, engin athugasemd var gerð. Að því búnu lýsti Friðrik fundinn lögmætan aðalfund Landsambands sjóstangaveiðifélaga.

Skýrsla stjórnar
Elín flutti skýrslu stjórnar, skýrslan er orðrétt hér að neðan.

Skýrsla stjórnar SJÓL fyrir starfsárið 2022 – 2023

Ágætu félagar!

Starfsár SJÓL hófst að afloknum aðalfundi landssambandsins sem haldinn var laugardaginn 5. mars 2022 í Höllinni í Reykjavík.

Formaður á árinu var Elín Snorradóttir  en hún var kjörin á aðalfundi 2021 og situr í 2 ár til 2023. Í stjórn til eins árs voru kosnir: Þiðrik H. Unason SJÓSIGL, gjaldkeri og Pétur Sigurðsson  SJÓAK, ritari. Samskipti stjórnar SJÓL á árinu fór að mestu leyti fram í gegnum tölvupósta og síma og fjarfundi en alls voru 6 formlegir stjórnarfundir haldnir á starfsárinu.

Formannafundur 2022
Formannafundur aðildarfélaga Sjól var haldinn 03.09.2022 í Höllinni Grandagarði 18 í Reykjavík. Viðstaddir voru formenn allra félaga auk þeirra sátu stjórnarfólk  SJÓL þau Elín, Pétur og Þiðrik fundinn. Helstu mál voru veiðidagar næsta sumar, mót sumarsins, afli og framkvæmd o. fl. Að öðru leyti er vísað til fundargerðar formannafundarins.

Mót sumarsins 2022
Veiðileyfin bárust öllum aðildarfélögunum um miðjan janúar. Öll aðildarfélög SJÓL  héldu sitt aðalmót á árinu 2022. SJÓÍS hélt aðalmót sitt en keppti ekki eftir veiðireglum SJÓL og er því ekki talið með. Öll félögin nema SJÓVE héldu innanfélagsmót, ágætlega fiskaðist á þessum mótum og var heildarafli þeirra á aðalmótunum 58.144 kg. og á innanfélagsmótunum 21.290 kg. samtals heildarveiði 79.434 kg. Aðalmót SJÓR og SJÓSIGL voru einungis eins dags mót.

Lokahóf 2022
Lokahófið var haldið 03.09.2022  í Höllinni. Íslandsmeistari í karlaflokki var Gunnar Magnússon SJÓSIGL og í kvennaflokki Sigríður Rögnvaldsdóttir SJÓSIGL .Verðlaun á lokahófi voru vegleg, auk bikara voru gjafabréf frá Vesturröst  og Cintamani auk úrsins sem Gilbert gefur þeim veiðimanni sem veiðir flestar tegundir en að þessu sinni var það Pawel Szalas SJÓSNÆ. Einnig voru veitt verðlaun fyrir aflahæsta skipstjórann og gaf Gilbert einnig skipstjóranum úr en aflahæsti skipstjórinn 2022 var Jón Einarsson.

Umsóknir um veiðidaga
Þann 23. nóvember síðastliðinn var umsóknum um skráningu á afla á opinberum sjóstangaveiðimótum fyrir 7 félög skilað inn til Fiskistofu eins og kveður á um í reglugerðinni. Félögunum bárust svo veiðileyfin þann 13. janúar s.l. og fengu öll 7 félögin leyfi.

Stærstu verkefni SJÓL á árinu .

Samskipti við Fiskistofu . Umsóknir um skráningu á afla/veiðileyfin, skýrslur til Fiskistofu fyrir og eftir öll mót og öll önnur umsýsla er varðar Fiskistofu .

Breytingar á veiðireglum.

Breytingar á lögum .

Útgáfa reikninga á félögin vegna % til SJÓL.

SJÓL grunnurinn/reiknikerfið.

Undirbúiningur Formannafundar og Aðalfundar.

Undirbúiningur vegna verðlaunaafhendingar þ.e.a.s. verðlaunagripir og gjafabréf fyrir afrek sumarsins og síðast en ekki síst ótal tölvupóstar og símtöl .

Ég vil þakka meðstjórnendum mínum í stjórn SJÓL og við í stjórn SJÓL viljum þakka öllum formönnum og öðrum stjórnarfólki sjóstangaveiðifélaganna innan SJÓL fyrir gott samstarf.

Reykjavík . 4. mars 2023

Fyrir hönd stjórnar SJÓL
Elín Snorradóttir. Formaður SJÓL

Fundarstjóri bar skýrsluna undir fundarfólk. Skýrslan var samþykkt samhljóða.

Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
Gjaldkeri Sjól Þiðrik Unason lagði fram ársreikninga fyrir árið 2022 og útskýrði þá.
Fram kom hjá Þiðrik að reikningarnir hefðu verið teknir til skoðunar af Lúther Einarssyni. Lúther staðfesti reikningana. Fram kom hjá fundarfólki að nauðsynlegt væri að sundurliða betur gjöld og tekjur, einnig að hafa samanburð frá fyrra ári. Bent var á ársreikning síðasta árs í því sambandi.
Ársreikningur Sjól 2022 var samþykktur samhljóða og án athugasemda. 

Lagabreytingar
Fyrir fundinum lágu tillögur um breytingar á lögum frá stjórn Sjól sem sendar voru út með aðalfundardagskrá sem send var aðildarfélögum í tölvupósti 15.02.2023. Fundarstjóri kynnti tillögurnar og bar þær upp til atkvæða. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á lögum Sjól.

 Lög Sjól. Gerð var tillaga um að breyta heiti Laga Sjól yfir í Samþykktir Sjól. Breytingin kallar á uppfærslu á texta á nokkrum stöðum í Samþykktunum en engar efnislegar breytingar.

Samþykkt samhljóða.

 1. Grein:
 1. Liður. Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1 að bæta við nýjum lið í 3. grein lið 4 sem er svohljóðandi.

Aðildarfélög skuldbinda sig til að vinna samkvæmt samþykktum og veiðireglum Sjól.

 1. Liður. Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 2 að bæta við nýjum lið í 3. grein lið 5 sem er svohljóðandi.

„. Starfi aðildarfélag ekki eftir samþykktum Sjól eða framkvæmi mót sín án þess að fylgja veiðireglum Sjól er heimilt að vísa viðkomandi félagi úr Sjól. Ákvörðun um brottvísun skal tekin á aðalfundi af einföldum meirihluta fulltrúa á viðkomandi aðalfundi.“ 

 1. Grein: 
 1. Liður. Samþykkt samhljóða að bæta við nýjum lið í 6. grein lið 2 sem er svohljóðandi.

Breytingar á samþykktum og veiðireglum sem samþykktar eru á aðalfundi öðlast strax gildi.“

Kosning formanns
Formaður: Elín Snorradóttir, formaður Sjól gaf áfram kost á sér til formanns.
Elín var kosin formaður til næstu tveggja ára með lófataki.

Kosning stjórnar
Ritari: Pétur Sigurðsson ritari Sjól gaf kost á sér áfram sem ritari og var kjörinn ritari fyrir næsta starfsár.
Gjaldkeri: Þiðrik Unason Sjósigl gaf kost á sér áfram sem gjaldkeri og var hann kjörinn gjaldkeri fyrir næsta starfsár.

Kosning skoðunarmanna
Skoðunarfólk reikninga voru kosnir Lúther Einarsson og Sigurjón Birgisson.

Til vara Guðrún María Jóhannsdóttir og Hallgrímur Skarphéðinsson.

Ákvörðun árgjalds
(rekstur á gagna- og mótskerfi Sjól, slysatryggingu & ísl.meistara krýningu) 

Tillaga frá stjórn, árgjald óbreytt 4 % af afreikningi móts sem telur til íslandsmeistara og 35.000 kr. lágmarksgjald.

Samþykkt samhljóða.

Önnur mál.

Skráning í mót:
Þiðrik formaður Sjósigl vakti athygli á því vandamáli sem mótshaldarar standa oft frammi fyrir, þ.e.a.s. þegar keppendur eru að skrá sig út úr keppni á síðustu dögum fyrir mót. Búið væri að undirbúa allt fyrir komu þessara keppenda svo sem útvega báta, panta mat á lokahóf  o.fl. Hann gerði grein fyrir því að Sjósigl myndi framvegis rukka þá keppendur sem eru að hætta við á síðustu stundu um fullt mótsgjald. Nokkrar umræður urðu um málið og komu fram hugmyndir um t.d. að gera félög ábyrg fyrir keppnisgjöldum keppenda svo og hugmynd um að greiða skyldi mótsgjald áður en dregið er á báta fyrir hvert mót, enda liggi það fyrir í mótsboði hvenær sé dregið.

Útsend gögn til aðildarfélaga: Elín gerði grein fyrir útsendum gögnum til formanna aðildarfélag varðandi úthlutaðan afla og veiðar síðustu ára.

Minnast látinna félaga: Elín minntist látins sjóstangaveiðifélaga. Kristbjörn Rafnsson Sjósnæ lést á árinu.

Gögn í reiknikerfi og vinna við útreikninga: Elín ræddi um nauðsyn þess að brúttóvigta allan afla svo og nauðsyn þess að nota gögn úr reiknigrunni svo sem trúnaðarmannablöðin, brúttóvigtun og fl.

Reiknigrunnur: Pétur gerði grein fyrir samtali sínu við Bjarna reiknimeistara og greindi frá því að hann reiknaði með að allar uppfærslur yrðu klárar fyrir mót sumarsins.

Lokahóf Sjól: Elín fór yfir lokahóf Sjól 2022 sem haldið var strax að loknu keppnistímabilinu laugardaginn 3. september. Almenn ánægja var með að halda mótið svona strax í framhaldi af mótum sumarsins. Elín lagði til að lokhóf Sjól 2023 yrði haldið í Höllinni félagsheimili Sjól í Reykjavík 2. september.

Samþykkt samhljóða.

Aðgengi að úrslitum síðustu móta sumarsins: Elín ræddi möguleikana á því að birta ekki úrslit síðustu eins til tveggja móta sumarsins þar til á lokahófi Sjól til að halda spennu í keppninni til Íslandsmeistara. Fjörlegar umræður um málið. Almennt taldi fundarfólk að það myndi auka spennuna að birta ekki Íslandsmeistaraútreikninga vegna tveggja síðustu mótanna en höfðu hins vegar áhyggjur af þeim veiðimönnum sem langaði til að sjá úrslit mótanna að þurfa að bíða í eina – tvær vikur.

Tillaga frá stjórn Sjól um að svifta Sjóstangaveiðifélag Ísafjarðar (Sjóís) aðild að Landsambandi sjóstangaveiðifélag (Sjól):
Pétur lagði fram eftirfarandi tillögu og greinargerð fyrir hönd stjórnar. 

Sjóstangaveiðifélag Ísafjarðar Sjóís hefur ítrekað brotið ákvæði samþykkta Sjól (laga), með því að leggja ekki fram ársreikninga eins og samþykktir Sjól kveða á um og að hafa ekki haldið sín mót í samræmi við veiðireglur Sjól þrátt fyrir ítrekaðar hvatningar til þess. Af þeim sökum samþykkir aðalfundur Sjól haldinn í Reykjavík 4. mars 2023 að svifta Sjóís aðild sinni að Sjól frá og með deginum í dag að telja.

Greinargerð:
Tillaga sem þessi er ekki sprottin upp í tómarúmi. Við endurskoðun samþykkta (laga) Sjól 2015 var samþykkt ákvæði um að aðildarfélög Sjól skildu skila inn ársreikningum eða uppgjöri sínu til stjórnar Sjól eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.

Sjóís hefur eitt aðildarfélaga Sjól neitað að uppfylla þessa skyldu sína og var vikið úr Íslandsmeistarakeppni 2022 af þeim sökum og taldi því mót félagsins ekki til Íslandsmeistarakeppni síðast liðið sumar, en keppt var samkvæmt EFSA veiðireglum á Sjóís-mótinu.

Nú liggur fyrir að Sjóís ætlar ekki að keppa undir veiðireglum Sjól sumarið 2023 heldur ætlar sér að keppa samkvæmt EFSA veiðireglum og því vandséð hvernig Sjóís getur átt samleið með öðrum aðildarfélögum Sjól.“

Samþykkt með 10 atkvæðum, 1 sat hjá og 1 á móti.

Ekki voru fleiri önnur mál tekin fyrir.

Fundarstjóri þakkaði fundarfólki góða fundarsetu og málefnalegar umræður, að því loknu þakkaði hann fyrir sig og gaf Elínu formanni Sjól orðið.

Elín þakkaði fundarstjóra fyrir góða fundarstjórn og Sjór fyrir afnotin af salnum þeirra. Að lokum þakkað hún fundarfólki fyrir góða fundarsetu. Elín kvaðst hlakka til að vinna áfram að málefnum sjóstangaveiðinnar og þakkaði fyrir það traust sem henni er sýnt.

Að því loknu sleit hún fundi kl. 12.15.

Fundargerð staðfest og undirrituð af fundarstjóra og fundarrita.
Fundarstjóri              Friðrik Yngvason
Fundarritari               Pétur Sigurðsson

Dagsetning: 05.03.2022 kl. 10:00-15:15
Viðfangsefni: Aðalfundur Sjól, Höllinni Grandagarði 18
Fundarritari: Pétur Sigurðsson, ritari Sjól.

Fundaraðilar: Elín Snorradóttir, formaður Sjól. Pétur Sigurðsson ritari Sjól. Lúther Einarsson, Sjór. Marinó Njálsson, Sjór. Guðrún María Jóhannsdóttir, Sjóak. Hafdís Unnsteinsdóttir, Sjóak. Sigurjón Birgisson, Sjóskip. Skúli Már Matthíasson, Sjóskip. Þórir Sveinsson, Sjóís. Sigríður Jóhannsdóttir, Sjóís. Gunnar Magnússon, Sjósigl. Þiðrik Unason, Sjósigl. Matthías Sveinsson, Sjónes. Sigurjón Hjelm, Sjósnæ. Gunnar Jónsson, Sjósnæ. Hreinn Pétursson, Sjóve. Friðrik Yngvason, fundarstjóri.

Afrit sent á Guðjón Örn Sigtryggsson, Sjóve.

Aðalfundur er æðsta vald landssambandsins. Aðalfund skal halda árlega á tímabilinu mars-apríl. Aðalfundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað og 2/3 þeirra fulltrúa sem rétt hafa til setu á fundinum séu mættir. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Aukinn meirihluti eða 2/3 greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar öðlist gildi.

Dagskrá

 1. Kosning fundarstjóra og ritara
  Mættir fulltrúar sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga (Sjól) kusu Friðrik Yngvason sem fundarstjóra og Pétur Sigurðsson sem fundarritara. Elín Snorradóttir setti fundinn kl.10:00 og var honum slitið kl. 15:15.

Friðrik Yngvason tók við fundarstjórn, hann gerði grein fyrir því að hann hefði kynnt sér boðun fundarins og væri hún í samræmi við lög Sjól, einnig gerði hann grein fyrir því að rétt til setu á fundinum ættu 16 fulltrúar frá 8 aðildarfélögum og á fundinn væru mættir 14 fulltrúar með atkvæðisrétt.

Fundarstjóri lýsti eftir athugasemdum við lögmæti fulltrúa og fundarboðun, engin athugasemd var gerð. Að því búnu lýsti Friðrik fundinn lögmætan aðalfund Landsambands sjóstangaveiðifélaga.

 1. Skýrsla stjórnar
  Elín flutti skýrslu stjórnar, skýrslan er orðrétt hér að neðan.

Skýrsla stjórnar SJÓL fyrir starfsárið 2021 – 2022

Ágætu félagar!

Starfsár SJÓL hófst að afloknum aðalfundi landssambandsins sem haldinn var laugardaginn 20. mars 2021 í Höllinni í Reykjavík. Formaður á árinu var Elín Snorradóttir  en hún var kjörin á aðalfundi 2021 og situr í 2 ár til 2023. Í stjórn til eins árs voru kosnir: Sigurjón Már Birgisson, SJÓSKIP, gjaldkeri og Pétur Sigurðsson  SJÓAK, ritari. Samskipti stjórnar SJÓL á árinu fór að mestu leyti fram í gegnum tölvupósta, síma og fjarfundi en alls voru 16 formlegir stjórnarfundir haldnir á starfsárinu.

Formannafundur 2021
Formannafundur aðildarfélaga Sjól var haldinn 04.12.2021 í Höllinni Grandagarði 18 í Reykjavík. Viðstaddir voru formenn allra félaga auk þeirra sátu stjórnarmenn  SJÓL þau Elín og Pétur fundinn en Sigurjón var fjarverandi vegna vinnu. Helstu mál voru breytingar á lögum, veiðireglum  ofl. Að öðru leyti er vísað til fundargerðar formannafundarins.

Mót sumarsins 2021
Veiðileyfin bárust öllum félögum um miðjan janúar. Öll aðildarfélög SJÓL nema SJÓSKIP og SJÓVE héldu sitt aðalmót á árinu 2021 og öll félögin nema SJÓVE–SJÓR- SJÓSIGL og SJÓÍS héldu innanfélagsmót. Ágætlega fiskaðist á þessum mótum og var heildarafli þeirra á aðalmótunum 90.192 kg og á innanfélagsmótunum 12.075 kg samtals heildarveiði 102.266 kg. Þokkaleg þátttaka var á þessum mótum og ágætis afli þrátt fyrir að Covid 19 væri enn þá að hrella okkur en félögin eiga hrós skilið fyrir vel undirbúin mót.

Lokahóf 2021
Lokahófið var með öðru sniði þetta árið. Ekki var unnt að halda hefðbundið lokahóf á tilsettum tíma og var verðlaunahöfum sumarsins veitt sín verðlaun í lok formannafundar sem haldin var í Höllinni þann 4. des 2021. Íslandsmeistari í karlaflokki var Jón Einarsson SJÓSNÆ og í kvennaflokki Beata Makilla SJÓSNÆ . Verðlaun á lokahófi voru vegleg, auk bikara voru gjafabréf frá Vesturröst og Cintamani auk úrsins sem Gilbert gefur þeim veiðimanni sem veiðir flestar tegundir, en að þessu sinni var það Arnar Eyþórsson SJÓSKIP. Einnig voru veitt verðlaun fyrir aflahæsta skipstjórann og gaf Gilbert einnig skipstjóranum úr en aflahæsti skipstjórinn 2021 var Pétur Sigurðsson .

Umsóknir um veiðidaga
Þann 28. nóvember sl. var umsóknum um skráningu á afla á opinberum sjóstangaveiðimótum fyrir 7 félög skilað inn til Fiskistofu eins og kveður á um í reglugerðinni. Félögunum bárust svo veiðileyfin þann 13. janúar sl. og fengu öll 7 félögin leyfi. MSC vottun á veiðafærið sjóstöng var samþykkt á árinu og einnig fékkst heimild frá Samgöngustofu um að nýta svokallaða skemmtibáta eða báta með leyfi til strandsiglinga sem útbúnir eru öllum öryggisbúnaði (björgunarbát og björgunarvestum).

 Stærstu verkefni SJÓL á árinu
Samskipti við Fiskistofu. Umsóknir um skráningu á afla/veiðileyfin, skýrslur til Fiskistofu fyrir og eftir öll mót og öll önnur umsýsla er varðar Fiskistofu.
Samskipti við Samgöngustofu vegna notkunar á skemmtibátum í mótunum.
Breytingar á veiðireglum.
Breytingar á lögum.
Breytingar og umstang í kringum mótin vegna Covid 19.
Útgáfa reikninga á félögin vegna % til SJÓL.
SJÓL grunnurinn/reiknikerfið.
Undirbúningur Formannafundar og Aðalfundar.
Undirbúningur vegna verðlaunaafhendingar þ.e.a.s. verðlaunagripir og gjafabréf fyrir afrek sumarsins og síðast en ekki síst ótal tölvupóstar og símtöl.
Ég vil þakka meðstjórnendum mínum og við viljum þakka öllum formönnum og öðrum stjórnarmönnum sjóstangaveiðifélaganna innan SJÓL fyrir gott samstarf.

Reykjavík 5. Mars .2022

Elín Snorradóttir, Formaður SJÓL

Ein athugasemd kom fram við skýrslu stjórnar frá Þóri Sveinsyni Sjóís þar sem hann benti á að Sjóís hafi haldið sitt innanfélagsmót, en að það væri ekki skráð í gagnagrunn Sjól. Elín gerði þá grein fyrir því að hún notaði gangnagrunn Sjól við að safna saman upplýsingum um mót sumarsins enda gera veiðireglur Sjól ráð fyrir því að öll mót séu skráð þar inn. Þar af leiðandi gæti hún ekki gert grein fyrir mótum sem ekki eru skráð í gagnagrunninn.

Fundarstjóri bar skýrsluna undir fundarmenn. Skýrslan var samþykkt samhljóða.

 1. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
  Gjaldkeri Sjól Sigurjón Birgisson lagði fram ársreikninga fyrir árið 2021 og útskýrði þá.
  Fundarstjóri hrósaði gjaldkera fyrir vel framsetta reikninga.
  Ársreikningur Sjól 2021 var samþykktur samhljóða og án athugasemda. 
 1. Lagabreytingar
  Fyrir fundinum lágu tillögur um breytingar á lögum, bæði frá stjórn Sjól sem kynntar voru sem drög á formannafundi Sjól 4. desember og frá Sjóís dagsettar 23. janúar 2022. Fundarstjóri kynnti tillögurnar og bar þær upp til atkvæða. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á lögum Sjól.

  1.gr. Tillaga um að breyta nafni greinarinnar úr „Nafn“ í
  „Heiti félagsins“ og var það samþykkt með 11 atkvæðum.2.gr. Samþykkt með 12 atkvæðum að breyta síðasta orði 2. liðs greinarinnar úr „sjóstangaveiðimanna“ í „sjóstangaveiðiíþróttarinnar“
 1. Grein
  1.Liður. Samþykkt með 10 atkvæðum að lagfæra orðalag í þriðju setningu í 1. lið og bæta við fjórðu setningu í liðinn. 1. liður verður því eftirfarandi.Aðalfundur er æðsta vald landsambandsins. Aðalfund skal halda árlega á tímabilinu mars-apríl. Ákvörðun um tímasetningu og fundarstað aðalfundar skal tekin á formannafundi Sjól. Sú ákvörðun telst vera lögmætt fundarboð.“

  2. Liður. Samþykkt með 11 atkvæðum að breyta 2. lið. 2. liður eftir breytingar.

  „Stjórn Sjól skal senda aðildarfélögum dagskrá aðalfundar minnst 14 dögum fyrir aðalfund.“

  3. Liður. Samþykkt með 9 atkvæðum að fella niður ákvæði um að 2/3 þeirra fulltrúa sem rétt hafa til setu á fundinum séu mættir. 3. liður eftir breytingar.

  „Aðalfundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað. Aukaaðalfund skal boða innan 30 daga ef ekki tekst að boða til lögmæts aðalfundar.“

  5. Liður. Samþykkt með 10 atkvæðum að setja inn nýjan lið í 4. grein sem verður númer 5 og eftirfarandi.

  „Heimilt er að taka mál til afgreiðslu sem snúa að breytingum á veiðireglum á aðalfundi sem ekki hafa verið kynnt í fundarboði enda sé 2/3 hluta fundarmanna því samþykkir. Aukinn meirihluta, 2/3 þarf til að samþykkja mál sem tekin eru fyrir með þessum hætti á dagskrá aðalfundar.“

  6. Liður. Við samþykkt á nýjum lið breytist röðunarnúmer greinarinnar og Dagskrá aðalfundar sem var númer 5 verður framvegis númer 6.

 1. Grein
  1. Liður: Samþykkt með 12 atkvæðum að bæta inn ítarlegri skilgreiningu á atkvæðirétti fulltrúa á aðalfundi. 1. liður eftir breytingar. „Hvert aðildarfélag á rétt á tveimur fulltrúum á aðalfund og hefur hver þeirra eitt atkvæði. Félög skulu tilkynna fulltrúa sinn og einn til vara til formanns stjórnar Sjól fyrir aðalfund.“

 2. Grein
  Samþykkt með 10 atkvæðum að breyta síðasta orði greinarinnar úr „aðalfundarboði“ í „ aðalfundardagskrá“
 1. Grein
  Samþykkt með 14 atkvæðum að bæta nýrri setningu aftan við textann í 6. lið greinarinnar, 6. liður verður því eftirfarandi. „Sérstakan formannafund skal halda að loknu keppnistímabilinu, í október-nóvember til undirbúnings aðalfundi. Skýrslur starfandi starfshópa skulu liggja fyrir á formannafundi. Almenna reglan skal vera sú að hugmyndir um breytingar á lögum eða veiðireglum sem taka á fyrir á næsta aðalfundi skulu kynntar efnislega á formannafundi.“Samþykkt með 12 atkvæðum að bæta við nýjum lið í 9. grein, lið 8. sem hljóðar eftirfarandi. „Stjórn Sjól skal halda sérstakt lokahóf samhliða formannafundi þar sem veiðimenn og skipstjórar fá viðurkenningar fyrir árangur keppnistímabilsins.“
 1. Kosning formanns
  Formaður: Elín Snorradóttir, formaður Sjól var kjörin á síðasta ári til tveggja ára og er því að hefja sitt seinna ár á kjörtímabilinu.
 1. Kosning stjórnar
  Ritari: Pétur Sigurðsson ritari Sjól gaf kost á sér áfram sem ritari og var kjörinn ritari fyrir næsta starfsár. Gjaldkeri: Þiðrik Unason Sjósigl gaf kost á sér sem gjaldkeri og var hann kjörinn gjaldkeri fyrir næsta starfsár.
 1. Kosning skoðunarmanna
  Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Þórir Sveinsson og Sigurjón Birgisson.
  Til vara Lúther Einarsson og Hallgrímur Skarphéðinsson.
 1. Ákvörðun árgjalds
  (rekstur á gagna- og mótskerfi Sjól, slysatryggingu & ísl.meistara krýningu)Tillaga frá stjórn, árgjald 3,5% af afreikningi móts sem telur til íslandsmeistara og 35.000 kr. lágmarksgjald. Eftir nokkrar umræður kom breytingartillaga um 4% árgjald og 35.000 kr. lágmarksgjald. Samþykkt 9 með 4 á móti.
 1. Önnur mál

Veiðireglur
Farið yfir tillögur að veiðireglum. Fyrir fundinum lágu tillögur stjórnar Sjól um breytingar á veiðireglum, tillögurnar voru kynntar á formannafundi Sjól 4. desember. Tillögurnar voru síðan sendar aðildarfélögum 5 vikum fyrir aðalfund eftir að tekið hafði verið tillit til athugasemda sem fram komu m.a. á formannafundi. Ýmsar nýjungar voru samþykktar, er varða veiðarfæri, veiðitíma, hlutverk trúnaðarmanns, ámælisverða hegðun, vigtun afla, lokahóf, gátlista og ágreiningsmál. Helstu breytingar eru.

 1. Fiskitegundir og veiðibúnaður
  Í fyrri hluta greinarinnar eru samþykktar smávægilegar textabreytingar, aðalbreytingin sem samþykkt var er endurskilgreining á hámarksfjölda króka. Svona lítur greinin út í heild sinni.„Félögin viðurkenna allar fiskitegundir sem  má draga úr sjó. Keppandi keppir með einni stöng,  veiðihjóli og línu. Honum er heimilt að hafa allt að 3 stangir um borð þar af eina varastöng, samsetta með veiðihjóli og línu, en óheimilt er að setja á hana slóða með krókum og sökku fyrr en hin stöngin hefur verið lögð til hliðar og slóði með krókum og sökku tekinn af. Keppanda er óheimilt að víkja frá veiðistað við borðstokk ef veiðafæri eru í sjó. Aðeins má keipa með stöng.

  Hámarksfjöldi veiðarfæra á hverjum slóða  eru þrjú. Þríkrækja, tvíkrækja eða einn krókur jafngildir  einu veiðarfæri  á slóða, hvort sem þau eru á lykkju eða slóða.

  Veiðarfæri er skilgreint sem gervibeita hvers konar eða sakka sem á er fest þríkrækja, tvíkrækja eða einn krókur.

  Slóði er skilgreindur sem línan frá og með efsta öngli að til og með sökku.

  Sakka er skilgreind sem neðsti hluti slóða og telst ekki veiðarfæri ein og sér. Heimilt er að festa þríkrækju, tvíkrækju eða einn krók á sökku hvort sem það er beint á sökku „Pilkur“ eða með stuttum slóða „letingja“ og telst það þá eitt veiðarfæri.

  Tveir eða þrír krókar sem festir eru hver neðan við annan teljast ekki sem tví eða þríkrækja.

  Keppendur á sama báti skulu leitast við að nota sem líkasta þyngd af sökkum. Þeir skulu að jafnaði allir vera á sömu síðu og er óheimilt að veiða nema úr sínu veiðiplássi.“

 1. Mótstími & veiðitími
  Samþykktar breytingar í þessari grein snúa að veiðitíma, annars vegar sérstökum tíma til veiða innan hafna og hins vegar jöfnun veiðitíma út á sjó, með því að úthluta öllum veiðibátum jöfnum veiðitíma. Svona lítur greinin út í heild sinni.Til að mót teljist gilt í stigagjöf til Íslandsmeistara skal það vera að hámarki tveir dagar. Mótsstjórn er heimilt að ákvarða tíma í upphafi hvers veiðidags og svæði til hafnarveiði. Tíminn skal þó aldrei vera meiri en 30 mínútur og svæðið stærra en 1 sjómíla frá höfn.  Mótsstjórn skal tilkynna veiðitíma hvers veiðidags í mótsboði og við setningu móts og skal hann takmarkast við  fimm tíma minnst og  sjö tíma hámarks  veiðitíma.  Veiðitími  telst vera sá tími sem líður frá  því að veiðar byrja á veiðislóð (Á ekki við um hafnarveiði í höfn í byrjun veiðidags) og þar til veiðarfæri eru dregin úr sjó í lok veiðidags. Veiðidegi skal ávallt ljúka út á sjó. Mótsstjórn er heimilt að takmarka stærð veiðisvæðis með tilliti til fjarlægðar frá höfn og vegna annara aðstæðna. Mótsstjórn er heimilt að skipuleggja og auglýsa eins dags veiði innan mótstímans. Veiðimaður sem skráir sig til veiði einn dag, skal gera grein fyrir hvorn daginn hann vill veiða, mótsstjórn úthlutar honum veiðidegi í samræmi við óskir hans ef mögulegt er.“
 1. Brottför úr höfn
  Samþykkt að lagfæra texta í greininni er varðar lok veiðitíma. „Við mótssetningu er skylt að gera skipstjórum og keppendum ljósa grein fyrir veiðitíma, brottför og veiðitíma á sjó.“
 1. Skipan trúnaðarmanna
  Samþykkt að bæta inn ákvæði sem hvetur mótshaldara til að virkja veiðimenn sem eru að byrja í sportinu til trúnaðarmannastarfa. Ákvæði sem bætt er inn er svohljóðandi.Mikilvægt er að virkja þá sem eru að koma nýir inn í íþróttina og gera veiðimönnum sem búnir eru að taka þátt í þremur eða fleiri mótum gert kleift að sinna trúnaðarmannastörfum.“
 1. Hlutverk trúnaðarmannsÞær breytingar sem samþykktar voru hafa það markmið að auka hlutverk og ábyrgð trúnaðarmanns og keppenda. Í c. lið er bætt við setningu þar sem trúnaðarmanni er falið að skrá niður veiðitíma og láta skipstjóra staðfesta með undirritun. „Trúnaðarmaður skal skrá upphaf og lok veiðitíma á trúnaðarmannaskýrslu og láta skipstjóra staðfesta tímaskráningu.“ Í e. lið var nýtt ákvæði samþykkt um skildu keppenda til að halda sínum stærstu fiskum í tegund sér. „einnig skal keppandi sjá um að halda sínum stærstu fiskum í tegund aðskildum frá öðrum afla á veiðum og við löndun.“ Í g. lið var samþykkt að bæta við texta varðandi ámælisverða hegðun og viðbrögð við henni. g. liður er svohljóðandi. „Ef keppandi gerir sig sekan um alvarlega misnotkun áfengis eða annarra vímuefna, fylgir ekki settum reglum eða gerir eitthvað  á hlut annarra keppenda, áhafnar og starfsmanna mótsins sem ámælisvert getur talist, ber  að tilkynna það til mótsstjóra. Mótsstjórn er heimilt að áminna veiðimann vegna ámælisverðra brota og/eða meina honum frekari þátttöku. Mótsstjórn sem áminnir eða meinar veiðimanni þátttöku skal tilkynna viðkomandi það skriflega og senda stjórn Sjól afrit af bréfinu.“  Í h. lið var samþykkt að bæta við ákvæðum um aðstoð við trúnaðarmann á bryggju og skráningar. „Þegar komið er að landi ber trúnaðarmanni að hafa yfirumsjón með löndun aflans  og skal hann kalla til sín annan veiðimann af bátnum til að aðstoða við merkingar og frágang á bryggju. Veiðiílát skal merkt með númeri viðkomandi keppanda; allar aðrar merkingar sem gætu gefið til kynna nafn eða sveitanúmer eru stranglega bönnuð. Skrá skal á  trúnaðarmannaskýrslu heildarfjölda veiðiíláta og karanúmer hvers veiðimanns sem landað er  í á bryggju og hvaða tegundir fiska hver veiðimaður veiddi.“
 1. Gerð báta
  Lítilsháttar breyting var samþykkt á greininn en inn í ákvæði um ganghraða báta var bætt „á veiðitíma“ inn í fjórðu setningu greinarinnar.
 1. Vigtun afla
  Samþykkt að breyta því hvernig röðun í sæti verður ef tveir fiskar sömu tegundar eru jafnstórir. Breytingin er sú að framvegis er það fjöldi veiddra fiska í tegundinni sem ræður sætum en ekki meðalvigt tegundarinnar „Ef tveir fiskar eða fleiri af sömu tegund eru jafnstórir skal  fjöldi fiska tegundarinnar hjá viðkomandi keppendum  ráða sætum.“
 1. Stigagjöf til Íslandsmeistara
  Samþykkt að fella út „síðan/þá“ í málsgrein um útreikning stiga til Íslandsmeistara, hér er málsgreinin eftir breytingu „ Við útreikning stiga til Íslandsmeistara eru sex stigahæstu dagar hvers veiðimanns notuð til að fá stigafjölda viðkomandi veiðimanns. Íslandsmeistari, karl og kona, verður sá veiðimaður sem flest stig fær úr sex bestu veiðidögum sínum.“
 1. Lokahóf Sjól
  Samþykkt að bæta inn nýrri grein sem fjallar um l0kahóf Sjól. Númeraröð greinanna sem á eftir koma hækka sem því nemur.„Stjórn Sjól skal halda sérstakt lokahóf/uppskeruhátíð samhliða formannafundi á hausti þar sem veiðimenn og skipstjórar fá viðurkenningar fyrir árangur keppnistímabilsins. Eftirtaldar viðurkenningar skal veita.
 1. Íslandsmeistara konur og karla, þrjú efstu sæti.
 2. Flestar veiddar tegundir samtals á mótum keppnistímabilsins, þrjú efstu sæti.
 3. Stærsta fisk keppnistímabilsins, þrjú efstu sæti.
 4. Heildarafla keppnistímabilsins konur og karla, þrjú efstu sæti.
 5. Stærsta fisk keppnistímabilsins í hverri tegund, 1. sæti.
 6. Aflhæsta skipstjóra keppnistímabilsins, þrjú efstu sæti. (Reikna skal hlutfall aflahæstu skipstjóra í hverju móti út frá meðalafla báta mótsins.)“

Gátlisti
Samþykkt að breyta nafni greinarinnar um tékklista í gátlista og texta greinarinnar í samræmi við það, einnig var samþykkt að gátlistinn skuli vera mótsstjórnum til stuðnings en ekki að mótsstjórnir skulu vinna eftir honum. „Stjórn Sjól skal leggja mótshöldurum til samræmdan gátlista um framkvæmd móta , gátlistinn skal vera mótsstjórnum til stuðnings við mótahaldið. Gátlistinn skal kynntur aðildarfélögum til umsagnar mánuði fyrir aðalfund hvers árs og samþykktur á aðalfundi Sjól.“

Ágreiningsmál
Samþykkt að breyta nafni greinarinnar um dómnefnd í ágreiningsmál. Greinin er mikið breytt og geri núna ráð fyrir að mótsstjórnir leysi úr þeim ágreiningsmálum sem upp koma á mótum, einnig er keppendum veitt heimild til áfrýjunar til stjórnar Sjól vegna úrskurðar mótsstjórnar.

„Mótsstjórn skal   leysa úr þeim ágreiningsefnum sem upp kunna að koma á mótinu. Mótsstjórn er heimilt að fá aðila með þekkingu á veiðireglum til ráðgjafar ef ágreiningsefni koma upp á mótinu og skal leitast við að þeir séu úr þeim sjóstangaveiðifélögum sem eiga keppendur í mótinu.  Við mótsetningu skal tilkynna símanúmer og netfang hjá mótsstjóra og þau tímamörk sem mótsstjórn setur sér til að taka ágreiningsmál fyrir, beiðni um að ágreiningsmál skulu tekin fyrir skal alltaf vera skrifleg eða í rafrænu formi.  Rita skal fundargerð á fundum mótsstjórnar sem lúta að ágreiningsmálum sem upp kunna að koma á mótinu og skila fundargerðinni til stjórnar Sjól. Keppendum er heimilt að áfrýja úrskurði mótsstjórnar til stjórnar Sjól.

Komi ekki fram kæra skal mótsstjórn við mótsslit tilkynna að engin kæra hafi borist í mótinu og teljist mótið þar með löglegt.

Heimild til notkunar á skemmtibátum: Elín gerði grein fyrir því að heimild væri komin frá Samgöngustofu um notkun á skemmtibátum sem leyfi hafa til strandsiglinga. Nauðsynlegt að uppfæra skráningar í mótskerfi til að koma inn réttum upplýsingum inn. Mjög mikilvægt að vanda sig mjög vel í þessu ferli og tryggja að farið sé að öllum kröfum.

Minnast látinna félaga: Elín minntist látinna sjóstangaveiðifélaga. Jón Þór Guðmundsson Sjór og Magnús Guðmundsson Sjósnæ létust á árinu.

Gunnar Magnússon ræddi um útreikning á hlutfalli, af hverju er 1 hámarkið en ekki hækkun umfram landsmet ef það er sett. Samþykkt að skoða fyrir næsta tímabili.

Tillaga um mót sumarsins: Pétur lagði fram eftirfarandi tillögu.
„Félög sem ekki eru búin að skila ársreikningum vegna fyrri ára inn til stjórnar Sjól er veittur 14 daga frestur til að gera skil til stjórnar Sjól. Mót þeirra félaga sem ekki gera skil á ársreikningi innan 14 daga telja ekki til Íslandsmeistara 2022.“

Samþykkt með 8 atkvæðum gegn 6


Dagsetning: 20.03.2021 kl. 10:00-12:20
Viðfangsefni: Aðalfundur Sjól, Höllinni Grandagarði 18
Fundarritari: Sigurjón Már Birgisson, ritari Sjól.

Fundaraðilar: Elín Snorradóttir, formaður Sjól. Sigfús Karlsson, Sjóak. Ágústa Þórðardóttir, Sjór. Guðrún Rúnarsdóttir, Sjóak. Sigurjón Birgisson, Sjóskip. Þórir Sveinsson, Sjóís. Hallgrímur Skarphéðinsson, Sjósigl. Þiðrik Unarson, Sjósigl. Lúther Einarsson, Sjór. Matthías Sveinsson, Sjónes. Sigurjón Hjelm, Sjósnæ.

Afrit: Guðjón Örn Sigtryggsson, formaður Sjóve. Guðrún María Jóhannsdóttir, formaður Sjóak.

Aðalfundur er æðsta vald landssambandsins. Aðalfund skal halda árlega á tímabilinu mars-apríl. Aðalfundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað og 2/3 þeirra fulltrúa sem rétt hafa til setu á fundinum séu mættir. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Aukinn meirihluti eða 2/3 greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar öðlist gildi.

Dagskrá

 1. Kosning fundarstjóra og ritara
  Mættir fulltrúar sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga (Sjól) kusu Sigfús Karlsson sem fundarstjóra og Sigurjón Már Birgisson sem fundarritara. Elín Snorradóttir setti fundinn kl.10:00 og var honum slitið kl. 12:20.
 1. Skýrsla stjórnar
  Fundarstóri byrjaði fundinn á að óska nýskipuðum formönnum Sjóak og Sjósigl til hamingju og velfarnaðar.  Guðrún María skilaði kveðju til fundargesta og hlakkaði til að vinna með okkur á árinu. Guðjón Örn hafði samband við formann Sjól og tilkynnti að hann myndi forfallast vegna starfa í almannavarnateymi við gosstöðvarnar í Geldingardal.  Formaður Sjól fór yfir helstu málefni stjórnarinnar 2020 sem var þá helst uppfærsla á grunninum og samskipti við Samgöngustofu og Fiskistofu um að heimila skemmtibáta, umræðan á sér enn stað og ekki líklegt að niðurstaða fáist fyrir fyrstu mót ársins. Aflatölur ársins voru með ágætum en heildarveiðin var 120.908 kg. þetta árið og þáttaka sumarsins góð þrátt fyrir hin ýmsu takmörk sem félögunum voru settar vegna Covid 19 en eitt félag þurfti að fella niður aðalmót og þrjú félög innanfélagsmót sökum þess. Öll aðilda félög fengu samþykki frá Fiskistofu um aflaheimild en umsóknir voru aftur þetta veiðiárið umfram heimilaðan heildarafla eða  81 tonn og þurfti Fiskistofa að skerða hverja umsókn um 40,5%, nánar rætt undir önnur mál.  Þá var formannafundur félagana haldin með fjarfundi vegna Covid 19 og gátu öll félög nema Sjóís tekið þátt en vandræði voru í byrjun með að koma á sambandi við nokkur félög og bað formaður formenn um að undirbúa sig betur fyrir slíka fundi sem gætu átt sér stað aftur enda mikið hagræði fyrir félögin þar sem búseta aðila er um allt landið.  Lokahóf 2020 var einnig fellt niður vegna Covid 19 fjöldatakmarka og er það í fyrsta skiptið hjá félaginu sem það gerist. Verðlaun voru afhent engu að síður og mun Sjól heiðra þá félagsmenn formlega síðar meir.  Umsókn fyrir MSC vottun á veiðafæri sjóstangafélaga hefur fengið jákvæða svörun en tímasetning á afgreiðslu hennar liggur ekki fyrir að svo stöddu. Til upprifjunar þá gefur MSC aflanum gæðavottun og þar með hærri söluflokk á Fiskmörkuðum. Formaður Sjól benti á mikilvægi þess að halda sig við boðaða dagsetningu á mótshaldi þar sem keppendur eru oft á tíðum búnir að skipuleggja sumarið og eiga því ekki kost á þátttöku ef mótshald riðlast til. Einnig að kappkosta sig við að mótshald sé ekki samliggjandi við næstu komandi helgi þar sem reynslan er að þáttakan getur orðið minni enda erfitt fyrir suma að fara tvær helgar í röð á mótin. Samkvæmt 9.gr. laga Sjól skal stjórn Sjól úthluta aðildarfélögum veiðidaga og veiðistað að fenginni umsögn formannafundar. Formaður Sjól lagði fram tillöguna sem var samþykkt fyrir árið.
 1. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
  Gjaldkeri Sjól lagði fram árskýrslu fyrir árið 2020 og útskýrði alla liði hans. Ársreikningur Sjól 2020 var samþykktur samhljóða og án athugasemda.  
 1. Lagabreytingar
  Engin tillaga um lagabreytingu var lögð fram fyrir Aðalfund Sjól.
 1. Kosning stjórnar
  Elín Snorradóttir, formaður Sjól bauð sig fram og óskaði eftir endurkjöri til tveggja ára. Ekkert mótframboð átti sér stað og var Elín því endurkjörin til formans Sjól. Þrír félagsmenn sóttu um setu í stjórn Sjól fyrir gjaldkera og ritara félagsins. Þeir voru Pétur Sigurðsson, Sjóak, Þórir Sveinsson, Sjóís og Sigurjón Birgisson, Sjóskip.  Haldin var skrifleg kosning þar sem fundarmenn að formanni undandskyldum kusu í stjórn. Niðurstaða kosningar var að 10 atkvæði Pétur Sigurðsson, ritari, 6 atkvæði Sigurjón Birgisson, gjaldkeri og 4 atkvæði Þórir Sveinsson. Pétur og Sigurjón taka þar með við hlutverki sínu í stjórn Sjól með Elínu Snorradóttur.
 1. Kosning skoðunarmanna
  Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Þórir Sveinsson og Hallgrímur Skarphéðinsson.
 1. Ákvörðun árgjalds
  (rekstur á gagna- og mótskerfi Sjól, slysatryggingu & ísl.meistara krýningu) Þar sem ekki liggja fyrir kostnaðafrek verkefni hjá Sjól fyrir árið 2021 var ákveðið að lækka gjaldið niður í 4% af afreikningi móts sem telur til íslandsmeistara, lágmarksgjald er enn sem áður óbreytt milli ára kr. 25.000,-
 1. Önnur mál.
 1. Aflaumsókn: Formaður Sjól lagði fram samantekt í exel varðandi umsóknir félaganna á aflaheimildum og veiddur afli 2018-2019-2020 var dreift á fundinum samanber þann niðurskurð sem Fiskistofa lagði fram þetta árið. Formaður Sjól lagði mikla áherslu á að félögin myndu taka mið af raunveiði síðustu 3 til 5 ár sem og samanber umræðu á síðasta aðalfundi og formannafundi að umsóknir séu gerðar í samráði við formannninn. Formaður Sjól upplýsti að hann hafi nú þegar athugað hvort Fiskistofa gerði athugasemd við að ef félögin fara yfir úthlutaða aflaheimild en ekki yfir heildarheimild hvort tekið yrði tillit til þess á þann veg að sektum yrði ekki beitt. Svar frá Deildarstjóra upplýsingadeildar Fiskistofu 21.01.2021 var á þessa leið „Hvað gerist er ekki alveg ljóst þar sem ekki hefur reynt á þetta hingað til. Hvert mál sem kæmi upp yrði að skoða sérstaklega. Líklega yrði þetta talið ólöglegur sjávarafli og félli undir 1. gr. laga nr. 37/1992 um sérstakt gjald vegna ólöglegs sjávarafla. Um greiðsluskyldu myndu þá ákvæði 2. gr. sömu laga gilda.“ Formaður Sjóís vildi vekja sérstaka athygli á að betra sé að taka á svona málum eftirá frekar en að neyða Fiskistofu til að koma með lögfræðilegt svar sem gæti komið okkur ílla. Formaður Sjól var ekki á sömu skoðun og taldi mikilvægt að vinna með Fiskistofu um óvissumál frekar en að leysa þau eftirá.
 1. Sjól grunnurinn: Formaður ræddi tillöguna vegna breytinga á reikniformúlum og Sjól grunninum samanber reiknireglu á heimild fyrir 5 daga móti úr 3 mótum til að vera fullgildur til íslandsmeistara. 
 1. Verðlaunir Sjól 2021:. Samþykkt var að aflahæsti veiðimaður verði framvegis tveir bikarar, karl og kona. Núverandi farandsbikar verður skilað til varðveislu hjá Sjór og í hans stað verða útvegaðir tveir farandsbikarar fyrir aflahæsta karl og konu ásamt verðlaunum fyrir 1. 2. og 3 sætið. Einnig verður nýr farandsbikar settur í umferð fyrir aflahæsta skipstjórann (hlutfall af heildarveiði móta og pr. veiðimann, formaður Sjól mun kynna nánar fyrirkomulagið á útreikning)
 1. Breyting á stigagjöf SJÓL: Formaður Sjól fór yfir tillögur sem formenn höfðu fengið sent í tölvupósti varðandi breytingu á stigagjöf Sjól fyrir sjóstangaveiðimótin með það að leiðarljósi að auðvelda félögum og félagsmönnum að taka þátt í eins dags keppni. Kosið var um hvort lágmarksfjöldi daga sem telja á til íslandsmeistara yrðu 5 eða 6. Niðurstaðan var að 7 af 10 atkvæðum féllu að 6 dögum. Tillögum var annars skipt upp í þrjár leiðir og leið 3 var fellt um leið en umræða um leið 1 og leið 2 var tekin og eftir umræður fór fram kosning. Leið 1 hlaut flest atkvæði eða 6 og leið 2 fékk 4 atkvæði, mun stjórn Sjól gera athugun hvort hægt verði að innleiða hana fyrir fyrsta aðalmót ársins.
 1. Skipta núverandi bónusstigum niður á hvern veiðidag í móti eins og gert var við móts og bátastigin 2009, þannig að í staðinn fyrir að gefin séu 5 stig fyrir stærsta fisk í tegund á móti sem þýðir þá 10 stig fyrir stærsta fisk í móti, þá verði gefin 3 stig fyrir stærsta fisk í tegund fyrir hvern veiðidag og þar af leiðir 6 stig fyrir stærsta fisk dagsins. Einnig yrðu veitt 8 stig fyrir flestar tegundir fyrir hvorn dag í stað 15 fyrir mótið í heild. Með þessu móti verður hver veiðidagur algjörlega sjálfstæður og gerir veiðimönnum sem veiða t.d. bara annan veiðidaginn mögulegt að fá sjálfstæða stigagjöf fyrir sinn veiðidag.
 1. EFSA mótið: Þórir formaður Sjóís og EFSA vildi upplýsa fundarmenn um stöðuna varðandi EFSA aflamótið (Þorskur/Ufsi) en sökum Covid19 og fjölda keppenda sem koma venjulega erlendis frá þá hefur EFSA ákveðið að fresta aflamótinu fram á næsta ár, EFSA mun tilkynna Fiskistofu þessa ákvörðun á mánudaginn 22. mars. Formaður Sjól þakkaði Þóri fyrir þessar upplýsingar og lagði til að haft yrði samband við Fiskistofu um vilyrði fyrir endurúthlutun þar sem EFSA mótið fellur niður og 29.893 kg losna í pottinum. Þórir var mótfallinn þessari tillögu þannig að haldin var atkvæðagreiðsla og meirihluti samþykkti að veita formanni Sjól heimild til að ræða við Fiskistofu um endurúthlutun.
 1. Prentun á skýrslum mótslok: Á síðasta aðalfundi var samþykkt að Sjóskip mundi reyna á að takmarka útprentun og notast meira við rafrænar upplýsingar. Formaður Sjóskip sagði að reynslan hafi gefist vel og að 8 eintök hafi verið prentuð fyrir lokahófið en annars var notast við rafrænar upplýsingar. Sótti hann aftur eftir heimild frá fundarmönnum um að gera slíkt hið sama þetta árið og var það samþykkt.
 1. Sameiginleg mótskráning: Á síðasta formannafundi og fyrir aðalfund óskaði Sjósigl eftir því að athuga áhuga félagana um að setja á laggirnar sameiginlegt skráningarsvæði fyrir aðalmót félagana. Tilgangurinn væri að fá meiri fyrirsjáanleika á fjölda keppenda, mæting á mótsetningu, lokahóf og fleira sem fellur undir keppnishaldið. Eftir góða umræðu var samþykkt að Sjól mundi setja upp skráningarsíðu sem prufuð yrði fyrir komandi keppnistímabil og svo yrði það tekið til endurskoðunar á næsta formannafundi með framhaldið en enn sem áður þá er það mótstjórn hvers félags sem fer með ákvörðunarvald um fyrirkomulag móta sem þau halda.
 1. Sjóís staða mála í heimabyggð: Formaður Sjól spurði formann Sjóís um stöðu mála hjá félaginu, hvort félagsstarfsemin væri virk og aðalfundir haldnir. Formaður Sjóís sagði svo vera og að félagið væri virkt með ágætum, ekki væri þó á dagskrá að halda sjóstangamót í heimabyggð þar sem ekki væri unnt að fá báta eða mannskap að auki væri formaðurinn sjálfur ekki búsettur lengur á svæðinu.

Dagsetning: 07.03.2020 kl. 10:00-13:00
Viðfangsefni: Aðalfundur Sjól, Höllinni Grandagarði 18
Fundarritari: Sigurjón Már Birgisson, ritari Sjól.

Fundaraðilar: Elín Snorradóttir, formaður Sjól. Sigfús Karlsson, gjaldkeri Sjól. Ágústa Þórðardóttir, Sjór. Guðrún Rúnarsdóttir, Sjóak. Sigurjón Birgisson, Sjóskip. Gunnar Jónsson, Sjósnæ. Guðjón Örn Sigtryggsson, Sjóve. Þórir Sveinsson, Sjóís. Hallgrímur Skarphéðinsson, Sjósigl. Lúther Einarsson, Sjór. Matthías Sveinsson, Sjónes. Sigurjón Hjelm, Sjósnæ.

Aðalfundur er æðsta vald landssambandsins. Aðalfund skal halda árlega á tímabilinu mars-apríl. Aðalfundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað og 2/3 þeirra fulltrúa sem rétt hafa til setu á fundinum séu mættir. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Aukinn meirihluti eða 2/3 greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar öðlist gildi.

Dagskrá

Kosning fundarstjóra og ritara
Mættir fulltrúar sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga (Sjól) kusu Elínu Snorradóttur sem fundarstjóra og Sigurjón Már Birgisson sem fundarritara. Elín Snorradóttir setti fundinn kl.10:00 og var honum slitið kl. 13:00.

Skýrsla stjórnar
Fundarstóri byrjaði fundinn á að óska nýskipuðum formönnum Sjór, Sjóskip og Sjóve til hamingju og velfarnaðar og minntist á að mikilvægt væri ef kostur sé að stjórnir félagana hrókeri reglulega til að viðhalda þrótti og ferskleika. Formaður Sjól fór yfir helstu málefni stjórnarinnar sem og aflatölur ársins en heildarveiðin var 109.026 kg. Þetta árið sem þykir bara nokkuð gott. Öll aðilda félög fengu samþykki frá Fiskistofu um aflaheimild en umsóknir voru umfram heimilaðan heildarafla og þurfti að skerða hverja umsókn um 18,37%, nánar rætt undir önnur mál. Stjórn Sjól þurfti að kæra aftur niðurstöðu Fiskistofu um höfnun á aflaheimild fyrir Sjór og Sjónes, niðurstaðan varð sú að Fiskistofa veitti félögunum heimild. Farið var yfir lokahófið og helstu mál frá formannafundinum en mikil pressa hefur verið á því að Stjórn Sjól klári þá vinnu að uppfæra keppnisgrunninn. Sótt hefur verið um MSC stuðul á veiðafæri sjóstangafélaga, hann gefur aflanum gæðavottun og þar með hærri söluflokk á Fiskmörkuðum. Umsóknin er í formlegri vinnslu og útgáfa slíkrar vottunar einungis gerð nokkrum sinnum á ári þannig að vænta má samþykkis í vor og ljóst að öll sjóstangaveiðimót þetta árið geta ekki notið góðs af henni en framvegis ættu öll félög að geta notið góðs af vottuninni. Formaður Sjól benti síðan aftur á mikilvægi þess að halda sig við boðaða dagsetningu þar sem keppendur eru oft á tíðum búnir að skipuleggja sumarið og eiga því ekki kost á þáttöku ef mótshald riðlast til. Samkvæmt 9.gr. laga Sjól skal stjórn Sjól úthluta aðildarfélögum veiðidaga og veiðistað að fenginni umsögn formannafundar. Formaður Sjól lagði fram endanlega ákvörðun fyrir árið 2020.

Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
Gjaldkeri Sjól lagði fram árskýrslu fyrir árið 2019 og útskýrði alla liði hans sem voru til dæmis lögfr.kostnaður, bakkelsi fyrir formanna- og aðalfund Sjól, Lénaleyfi og gagnavistun mótskerfis Sjól og lokahóf Sjól þar sem íslandsmeistari er krýndur. Gjaldkeri Sjól þakkaði félögunum fyrir að koma til aðstoðar þegar þess var óskað. Ársreikningur Sjól 2019 var samþykktur samhljóða og án athugasemda.

Lagabreytingar
Engin tillaga um lagabreytingu var lögð fram fyrir Aðalfund Sjól.

Kosning stjórnar
Elín Snorradóttir, formaður Sjól var kosinn 2019 til tveggja ára og því engin kosning þetta árið. Bæði Sigurjón Már og Sigfús voru tilbúnir að fara úr stjórn ef sótt væri eftir því. Sigurjón sem tók við formennsku hjá Sjóskip á fimmtudaginn var vildi fremur að breyting yrði gerð núna þar sem tveir formenn félaga sitja í stjórn Sjól núna og vildi hann sækjast eftir að losna undan skyldu sinni. Skynja mátti mistúlkun eða misskilning á umræðum og eftir ýmsar tillögur vildu fundaraðilar ekki taka fyrir neinar hugmyndir, annað hvort væri núverandi stjórn tilbúin að taka eitt ár til viðbótar eða ekki. Niðurstaðan varð sú að Sigurjón Már gaf aftur kost á sér og var endurkjörinn sem ritari Sjól og Sigfús gaf einnig kost á sér aftur og var endurkjörinn gjaldkeri Sjól fyrir árið 2020. Til bókunar kom að framvegis skuli verða tekin upp dagskráliður á formannafundi Sjól þar sem farið verður yfir áhuga stjórnarmanna að bjóða sig aftur fram og einnig ef einhver mótframboð væru til staðar sem félagsmenn geta rætt innan sinnar félagasamtaka fyrir aðalfund. Með þessu vinnulagi á að reyna að koma í veg fyrir að óvissustig stjórnar.

Kosning skoðunarmanna
Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Þórir Sveinsson og Hallgrímur Skarphéðinsson.

Ákvörðun árgjalds (rekstur á gagna- og mótskerfi Sjól, slysatryggingu & ísl.meistara krýningu). Ákveðið var að halda óbreyttu 5% gjaldi af afreikningi móts sem telur til íslandsmeistara.

Önnur mál

Aflaumsókn: Formaður Sjól lagði fram samantekt í exel varðandi umsókir félaganna á aflaheimildum og veiddur afli 2018-2019-2020 var dreift á fundinum samanber þann niðurskurð sem Fiskistofa lagði fram þetta árið en hann var 18,37% á hvert félag sem sótti um aflaheimild. Lögð var fram tillaga um að þessi umræða yrði sett í dagskrálið á formannafundi til að samræma aflaumsóknir sem afhenda þarf fyrir 1.des. fundaraðilar samþykktu tillöguna.

Skemmtibátar: Formaður hefur verið með á dagskrá að halda fund með Fiskistofu varðandi heimild til að notast við skemmtibáta. Ekki hefur verið klárað að funda um þetta en erindið er komið til Fiskistofu. Einnig verður rætt við Fiskistofu um að fá heimild fyrir veiði í september og október.

Sjól grunnurinn: Formaður ræddi vinnu vegna breytinga á reikniformúlum og Sjól grunninum samanber reiknireglu á heimild fyrir 5 daga móti úr 3 mótum til að vera fullgildur til íslandsmeistara. Tegundirnar verða einnig teknar upp varðandi uppfærslu á grunninum. Einnig að samhæfa grunninn þannig að hægt verði að notast við hann í farsíma. Formaður óskar eftir áframhaldandi stuðningi ásamt því að formenn félaganna samþykki rafræna atkvæðagreiðslu til samþykktar á nýju lausninni, sem og kostnaði við innleiðingu hennar. Formenn munu fá upplýsingar með góðum fyrirvara fram að kosningunni. Þetta var samþykkt.

Skráning undirmálsafla: Sjól þarf að skrá inn Undirmáls veiðimann svo að aflinn komi fram í Nettó skýrslunni en Fisikistofa hefur veitt þessu athygli og þá sérstaklega misræminu á mill Nettó afla og afreiknings. Með þessari breytingu eiga gögn fyrir Brúttó vigt, Nettó vigt og seldan afla samkvæmt afreikning að stemma betur saman.

Skipstjórar: Þörf er á að halda betur utan um alla skipstjóra hjá Sjól og verðlauna þá á lokahófinu. Formaður Sjól lagði fram eyðublað sem hægt væri að notast við fyrir félögin. Formaður Sjól var tilbúinn að senda þeim sem vildu eintak til afnota.

Prentun á skýrslum fyrir mótsetningu og mótslok: Í ljósi nútíma vinnubragða var lagt til að dregið verði úr útprentun gagna og þá sérstaklega við mótslok. Formaður Sjóskip er tilbúinn að prufa breytinguna á fyrsta móti ársins. Keppendur verða hvattir til að taka við mótsgögnum rafrænt frekar en útprentuð gögn og við mótslok verði einungis afhent eitt eintak af útprentun fyrir hvert sjóstangaveiðifélag, að hámarki 8 eintök. Allar upplýsingar um mótið liggja fyrir á heimasíðu Sjól. Formenn félaga tóku vel í að Sjóskip prufaði þetta.

Veiðireglur Sjól: Sjóak óskaði eftir fyrirtöku á tillögum varðandi breytingu á veiðreglum en tillagan náði ekki lágmarks tilkynningu fyrir aðalmót Sjól. Formenn félaga samþykktu einróma beiðnina. Neðangreindar reglur hér að neðan hluti einróma samþykki og hafa því tekið gildi fyrir komandi veiðiár.

3.gr. Mótstími og veiðitími:
Til að mót teljist gilt í stigagjöf til Íslandsmeistara skal það vera að hámarki tveir dagar. Keppni hvers veiðidags takmarkast við sex tíma minnst og tíu tíma hámarks mótstíma á sjó. Mótstími á sjó telst vera sá tími sem líður frá brottför og þar til veiðarfæri eru dregin úr sjó. Veiðidegi skal ávallt ljúka út á sjó. Mótsstjórn er heimilt að skipuleggja og auglýsa eins dags veiði innan mótstímans. Veiðimaður sem skráir sig til veiði einn dag, skal gera grein fyrir hvorn daginn hann vill veiða, mótsstjórn úthlutar honum veiðidegi í samræmi við óskir hans ef mögulegt er. Veiðitími er sá tími sem notaður er til veiða þ.e. frá því að færum er dýpt í sjó (Á ekki við um tegundaveiði í höfn í byrjun veiðidags) þar til færi eru dregin úr sjó er veiðidegi lýkur.

16.gr. Stig og verðlaun. Skipan í sveitir: Við setningu móts ber mótsnefnd skylda til að kynna keppendum hvaða verðlaun eru veitt. Í mótum aðildarfélaga Sjól er keppt um stig til Íslandsmeistara, sbr. 16. 17. gr. Veita skal verðlaun fyrir stærsta fisk móts, stærstu fiska í tegund, flestar tegundir, aflahæstu sveitir svo og þrjá aflahæstu einstaklinga í karla og kvennaflokki. Einnig skal veita verðlaun fyrir þrjá aflahæstu skipstjóra. Að öðru leyti setur hver mótshaldari reglur um verðlaun þau sem keppt er um á mótum aðildarfélaganna. Handhafi farandsverðlauna eða bikars ábyrgist gagnvart mótshaldara að verðlaunin séu á öruggum stað og skili þeim að minnsta kosti mánuði fyrir næstu keppni. Ef flokkaverðlaun eru í boði ber að tilnefna og skrá allar sveitir áður en keppni hefst. Sveit skal skipuð fjórum keppendum. Við útreikning í sveitakeppni skal reikna út meðalafla þriggja aflahæstu keppanda í hverri sveit og skal sá meðalafli ráða sætum í sveitakeppni. Deilitalan við útreikning í sveitakeppni skal ávallt vera þrír.

17.gr. Stigagjöf til Íslandsmeistara: Bátastig: Aflahæsti keppandi á hverjum báti fær 50 stig fyrir hvorn dag sem veitt er,annar aflahæsti 43 stig, og 36 stig þeir sem neðar eru.

Dagsetning: 09.03.2019 kl. 10:00-13:15
Viðfangsefni: Aðalfundur Sjól, Höllinni Grandagarði 18
Fundarritari: Sigurjón Már Birgisson, ritari Sjól.

Fundaraðilar: Elín Snorradóttir, formaður Sjól. Sigfús Karlsson, gjaldkeri Sjól. Hersir Gíslason, Sjór. Einar I. Einarsson, Sjóak. Jóhannes Símonsen, Sjóskip. Gunnar Jónsson, Sjósnæ. Sigtryggur Þrastarson, Sjóve. Þórir Sveinsson, Sjóís. Hallgrímur Skarphéðinsson, Sjósigl. Svavar Svavarsson, Sjór. Björn Júlíusson, Sjór. Kári Hilmarsson, Sjónes

Fjarverandi: Matthías Sveinsson, form. Sjónes. Sigurjón Hjelm, form. Sjósnæ

Aðalfundur er æðsta vald landssambandsins. Aðalfund skal halda árlega á tímabilinu mars-apríl. Aðalfundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað og 2/3 þeirra fulltrúa sem rétt hafa til setu á fundinum séu mættir. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Aukinn meirihluti eða 2/3 greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar öðlist gildi.

Dagskrá

Kosning fundarstjóra og ritara
Mættir fulltrúar sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga (Sjól) kusu Elínu Snorradóttur sem fundarstjóra og Sigurjón Már Birgisson sem fundarritara. Elín Snorradóttir setti fundinn kl.10:10 og var honum slitið kl. 13:15.

Skýrsla stjórnar
Formaður Sjól fór yfir helstu málefni stjórnarinnar sem og aflatölur ofl. fyrir árið 2018. Helst má nefna að enn og aftur hefur stjórn Sjól þurft að leita til lögfræðings vegna aflaumsóknar fyrir veiðiárið 2019 en tvö félög fengu synjun vegna formgalla að mati Sjól og má vænta svars fljótlega til að leysa þann hnút. Annað málefnið var að stjórn Sjól hvetur félögin til að leita allra ráða svo hægt sé að halda boðuð mót en tvö félög héldu ekki félagsmót og þótti formanni það miður að svo hefði farið. Einnig ítrekaði formaður Sjól að mikilvægt sé að félögin haldi sig við boðaðar dagsetningar eins langt og mögulegt er því eins og gerðist á árinu 2018 við miklar færslur á mótshaldi datt þáttakan oft á tíðum vel undir það sem ætlast mátti miðað við fyrri ár. Keppendur eru oft á tíðum búnir að skipuleggja sumarið og eiga því ekki kost á þáttöku ef mótshald riðlast til.

Samkvæmt 9.gr. laga Sjól skal stjórn Sjól úthluta aðildarfélögum veiðidaga og veiðistað að fenginni umsögn formannafundar. Formaður Sjól lagði fram endanlega ákvörðun fyrir árið 2019.

Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
Gjaldkeri Sjól lagði fram árskýrslu fyrir árið 2018 og útskýrði alla liði hans sem voru til dæmis lögfr.kostnaður, bakkelsi fyrir formanna- og aðalfund Sjól, Lénaleyfi og gagnavistun mótskerfis Sjól og lokahóf Sjól þar sem íslandsmeistari er krýndur. Tölurnar sýndu eins og áður var búið að boða að verulega var skorið niður til að geta haldið lokahófið. Gjaldkeri Sjól þakkaði félögunum fyrir að koma til aðstoðar þegar þess var óskað. Ársreikningur Sjól 2018 var samþykktur samhljóða og án athugasemda.

Lagabreytingar
Engin tillaga um lagabreytingu var lögð fram fyrir Aðalfund Sjól.

Breyting á veiðireglum SJÓL
Ein tillaga barst stjórn Sjól um breytingu á veiðireglum félagsins og það var að fella niður ákvæði í 2.gr. „Bannað er að láta veiðistöng hvíla á borðstokki báts meðan veitt er.“  Tillagan var samþykkt á fundinum með breytingartillögu um að fært verði inn í staðin til að falla ekki alfarið frá gildandi reglu að „Keppanda er óheimilt að víkja frá veiðistað við borðstokk ef veiðafæri eru í sjó.“

Kosning stjórnar
Elín Snorradóttir, formaður Sjól var endurkosinn til tveggja ára. Sigurjón Már Birgisson, ritari og Sigfús Karlsson gjaldkeri til eins árs.

Kosning skoðunarmanna
Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Svavar Svavarsson og Hallgrímur Skarphéðinsson.

Ákvörðun árgjalds
(rekstur á gagna- og mótskerfi Sjól, slysatryggingu & ísl.meistara krýningu)
Óbreytt 5% gjald af afreikningi móts sem telur til íslandsmeistara.

Önnur mál.
Mótin 2018: Á fundinum var farið yfir mál frá mótshaldi félagan sem ollu ágreiningi keppanda og vildu menn sjá breytingar á veiðireglum því til betrumbóta. Stjórn Sjól benti á mikilvægi þess að leggja fram formlegar tillögur fyrir Aðalfundinn, engu skiptir þótt umrædd málefni eru tekin fyrir á formannafundi Sjól þau teljast ekki gild nema að þau berist Stjórn Sjól tímalega fyrir Aðalfundinn.

Veiðireglur Sjól: Að þessu sögðu þá hafa hefðir um verklag sem og reglur oftar en ekki dugað og má nefna til dæmis reglu um króka, í reglum eru þrjár einkrækjur leyfðar á slóða með einni undanþágu fyrir eina þríkrækju eina einkrækju á slóða. Varðandi þyngd á sökkum þá er ekki kveðið sérstaklega á um það í veiðireglum en á móti er ákvörðunarvaldið gefið til mótshaldara í reglum Sjól og getur hann því ákvarðað hvernig því skal hagað hverju sinni. Aðilar voru sammála um mikilvægi þess að veiðimenn haldi sig við álíka þyngd þegar veitt er um borð í bátnum, algengt viðmið er að keppendur noti að lágmarki 600gr. sökku ef dýpið er umfram 10 faðma en Sjól mun ekki taka afstöðu til þessa máls og vísar því á formenn félaga að upplýsa keppendur hvað sé æskileg þyngd á þeirra veiðisvæði. Þriðja málefnið sem olli ágreiningi þetta sumar var hvernig letingi skuli vera gerður. „innskot fundarritara“ Í veiðireglum kemur ekki sérstaklega fram að svo kallaður letingi sé leyfður við veiði og því ekki hægt að segja annað en að ekki megi nota hann en mótshaldarar sem og keppendur hafa hingað til horft framhjá þessu og líklega vænlegast að grípa ekki til þess að banna hann á komandi veiðitímabili en á móti áríðandi að bera formlega fram tillögu um breytingu á næsta Aðalfundi Sjól sjái menn þörf á því. Venjan hefur verið að letinginn sé ekki lengri en sem nemur 45-50cm og þá gott að miða útfrá stiku sem er um borð í bátunum og að einungis sé ein einkrækja á letingjanum og er mælst til þess að keppendur virði þessi mörk þar til annað hefur verið ákveðið.

RSK: Formaður Sjól minnti á beiðni til félagana um afrit af lögum og að skráð séð í RSK réttar upplýsingar um stjórnarmeðlimi hvers félags og rétt heimilisfang félaga. Fiskistofa sækir þessi gögn þegar umsókn um aflaheimild berst og ef upplýsingar séu ekki réttar er hægt að hafna umsókn.

Kvótatímabilið: Ákveðið var á síðasta formannafundi að stjórn SJÓL færi á fund Fiskistofu og ræða við þá um hvort ekki sé hægt að við fáum að sækja um veiðidagana í ágúst þ.a.s. fyrir 1 sept. Þannig að við nýtum allt kvótaárið, þá hafa félögin möguleika á því að halda mót í september sem myndi auðvelda mörgum félögum sérstakleg vegna báta vandamála einnig var hugmynd um að ræða við þá hvort við mættum nota skemmtibáta í mótunum þá báta sem eru með haffærnisskýrteini. Í kjölfar þess að lagðar voru fram tvær kærur vegna synjunar á aflaheimild var það metið þannig að von um árangur viðræðna væru erfiðar á meðan að kærurnar liggja inni, þess vegna hafa þessar viðræður ekki farið fram.

Stigagjöf: Formaður Sjól í samvinnu með Pétri Sigurðssyni hafa verið að skoða nýtt form á talningu. Tillaga var lögð fram um mögulegar breytingar á keppnisfyrirkomulaginu í þá átt að 5 bestu dagarnir myndu telja til íslandsmeistara en ekki 3 bestu mótin eins og er í dag með það að markmiði að auðvelda keppendum að taka þátt í veiðimótum sem og að vera þáttakendur til íslandsmeistara. Þegar vinnan hefur verið unnin betur verða eintök send á formenn félaga. Formaður Sjól óskaði eindregið eftir tillögum frá félögunum um hvernig hægt væri að skapa betra keppnisform eins og stigagjöf ofl.

Kynning: Frá formannafundi var óskað eftir skoðun á markaðssetningu sjóstangaveiða, finna leiðir til þess að auglýsa félögin með það að markmiði að ná í fleiri nýliða, nýta okkur bæjarhátíðir, sjómannadaga, alla þá fjölmiðla og samfélagsmiðla sem við getum. Sigfús hefur átt óformlegt spjall við N4 um að koma á til dæmis Neskaupstað og Siglufjörð til þessa að fylgjast með hvernig mótin fara fram, áætlaður kostnaður getur verið allt að 1 milljón þannig að ljóst er ef þetta á að geta gengið upp þarf styrktaraðila og samþykkt var að skoða þetta betur en þó án ábyrgðar. Nefnt var einnig að setja upp GoPro vél á stýrishúsið eða lausa og vatnsheldna og streyma því á netinu Formaður Sjól varpaði hugmynd um að sameina enn frekar upplýsingar um félögin, bæði á Facebook og sjol.is. tekið var vel í tillöguna til að hjálpa við sýnileika þeirra. Frekari vinna ekki ákveðin á fundinum. Önnur hugmynd sem samþykkt var að skoða betur og reyna að koma í verk var að vera með kynningu á sjóstangaveiði á Fiskideginum mikla á Dalvík, Sjól mun hafa samband við þá sem halda hátíðina eins fljótt og kostur er í von um að geta verið með á hátíðinni sumarið 2019

Veiðigrunnurinn: Nú er vinna í gangi við veiðigrunninn sem þarf að greiða og er kostnaður áætlaður um 350-500þ. Gjaldkeri Sjól óskaði eftir kr. 30.000,- framlagi frá sjóstangaveiðifélögum, beiðnin var samþykkt einróma og verður innheimt með þeim hætti að félögin hafa greiðslufrest fram að næsta formannafundi 2019.

Sjóís: Gjaldkeri Sjól spurði formann Sjóís um stöðu félagsins og hann upplýsti um að félagið í dag sé skúffufélag og engin virk stjórn eða félagsstarfsemi í gangi. Gjaldkeri Sjól spurði hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til að endurvekja félagið og formaður Sjóís sagði að næsta skref væra að kjósa nýja stjórn til að endurvekja það og gaf formaður Sjóís stjórn Sjól leyfi til að grípa inní með það að sjónarmiði að endurvekja félagið að nýju.


Dagsetning:
10.03.2018 kl. 11:00-13:00
Viðfangsefni: Aðalfundur Sjól, Höllinni Grandagarði 18
Fundarritari: Sigurjón Már Birgisson, ritari Sjól.

Fundaraðilar: Elín Snorradóttir, formaður Sjól. Guðrún Rúnarsdóttir, gjaldkeri Sjól. Sigfús Karlsson, Sjóak. Hersir Gíslason, Sjór. Hallgrímur Skarphéðinsson, Sjósigl. Guðmundur Skarphéðinsson, Sjósigl. Jóhannes Símonsen, Sjóskip. Gunnar Jónsson, Sjósnæ. Sigurjón Hjelm, Sjósnæ. Matthías Sveinsson, Sjónes. Páll Pálsson, Sjóve. Ólafur Hauksson, Sjóve. Þórir Sveinsson, Sjóís.

Fjarverandi: Sigtryggur Þrastarson, Sjóve. Björn Júlíusson, Sjór.

Dagskrá

Kosning fundarstjóra og ritara
Mættir fulltrúar sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga (Sjól) kusu Elínu Snorradóttur sem fundarstjóra og Sigurjón Már Birgisson sem fundarritara. Elín Snorradóttir setti fundinn kl.11:10 og var honum slitið kl. 14:50.

Skýrsla stjórnar
Formaður Sjól fór yfir helstu málefni stjórnar 2017 og þar bar helst sú viðamikla vinna sem lá fyrir stjórn að fara fram á stjórnsýslukæru samanber ákvörðun félaga innan Sjól ásamt veittu skriflegu umboði félagana að undaskyldu Sjóís um skiliyrðislaust umboð til að framfylgja þeirri ákvörðun eftir. Stjórn Sjól fékk lögfræðistofuna Bonafide til að leggja fram kæru í nafni hvers og eins félags fyrir utan Sjóís sem fékk veiðiheimild en félagið hafði ekki haldið sjóstangaveiðimót í nokkur ár og því engin skilaskylda á gögnum fyrir hendi. Stjórnsýslukærur voru lagðar inn þann 9. maí 2017 og á þeim tímapunkti tilkynnti skrifstofustjóri að ef félögin senda inn kæru þá myndi ráðuneytið standa með sínum mönnum þ.a.s. Fiskistofu og lagði hart að okkur að reyna að ná sáttum og setti á laggirnar sáttanefnd í þeirri nefnd sátu Hinrik Greipsson f.h. ráðuneytis og hafði hann stöðu sáttasemjara , Elín Snorradóttir fyrir hönd SJÓL og Hrannar Hafberg fyrir hönd Fiskistofu þessir fundur báru mjög svo dapran árangur ekkert var hægt að fá staðfest eða skriflegt til að ljúka málinu. Samþ. var að gera tilraun til þess að afgreiða eitt og eitt félag og var byrjað á Vestmannaeyjum og fór það í gegn án vandræða sem vakti von um farsæla lausn en þegar kom að öðrum félögum voru forsendur allt aðrar og mjög svo breyttar áherslur á gögnum að hálfu Fiskistofu og kom það bersýnilega fram að þeir ætluðu ekki að standa við það sem þeir höfðu rætt um á sáttafundinum þessir  fundir voru hreint út sagt tímasóun og niðurlægjandi. Þegar búið var að halda þrjá fundi án nokkurra framfara ákvað formaður Sjól að slíta viðræðum enda virðingarleysið með þeim hætti að ekki var við unað. Við þessa ákvörðun hafði Jóhann ráðuneytisstjóri og Hinrik sáttasemjari aftur samband með ósk um einn fund til viðbótar sem samþykkt var en kröfu um að fá að hafa lögfr. frá Bonafide viðstaddan. Þetta var samþykkt en sá fundur fór í háaloft og var harkalega tekist á. Eftir þetta var ekki fundað aftur og kæruferlið hélt áfram. Þann 28. júní skilaði svo Fiskistofa loks umsögn sinni á kærunni til ráðuneytisins til úrskurðar eftir ítrekaðan frest. Sama dag eða 28. júní afturkallaði Fiskistofa synjun Sjóskips og veitti vilyrði fyrir veiði. Skýringin á afturköllun var meðalhófsregla. Fiskistofa sendi umrætt bréf á rangt heimilisfang og þegar Sjóskip var kunnugt um afturköllunina þá var ljóst að ekki væri hægt að halda Aðalmót með svo stuttum tíma en reynt var að halda innanfélagsmót sem féll niður vegna veðurs.  Ráðuneytið skilaði svo sínum úrskurði þann 12. september og tók afstöðu með Fiskistofu eins og vitað var en það voru engu að síður mikil vonbrigði enda ákvörun tekin án röksemda. Í framhaldi af því eða nánar tiltekið 20. september 2017 var ákveðið að senda inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis og skilaði hann áliti  sínu þann 23. janúar.
24. janúar átti svo stjórn Sjól 30 mín. fund með Sjávarútvegsráðherra, skrifstofustjóra og aðstoðarmanni ráðherra. Ráðherra opnaði fundinn á því að enginn áhugi væri fyrir hendi á hans vakt að leggja niður rúmlega 50 ára gamlan félagsskap og bað fundargesti um að sína ábyrgð í verki svo unnt væri að leysa þá stöðu sem upp sé kominn milli aðila. Fundurinn var mjög innihaldsríkur og í raun fyrsti fundurinn þar sem hlustað var á áhyggjur okkar varðandi þá atlögu sem átti sér stað. Sjól lagði fram gögn sem sýndu það vinnulag sem fyrir var þegar reglugerðabreytingar voru gerðar og staðfestingu fyrir þeirri mistúlkun Fiskistofu og skrifstofustjóra að málið snérist ekki um kvittanir, heldur afturvirkni á nýrri reglugerð sem erfitt ef ekk ómögulegt væri að framfylgja samanber bann félagsmanna að þiggja laun fyrir tengda vinnu, kaup á verðlaunagripum sem hluta af mótshaldi ofl. sem kom fram í kærum félagana. Ráðuneytið tilkynnti formanni Sjól stuttu síðar að vinna væri farin í gang og við gætum verið vongóð um niðurstöðu innan nokkurra vikna. Aðstoðarmaður ráðherra staðfesti síðan 9. mars að málefnið sé langt komið en þó ekki þannig að hægt sé að upplýsa nánar um stöðuna fyrir aðalfund Sjól.

Mótshald 2017
Eitt af átta aðildarfélögum Sjól hélt aðalmót sumarið 2017. Sjóve hélt aðalmót og voru 10 keppendur skráðir til leiks þar sem fyrirvari frá veitingu aflaheimildar var stuttur. Vegna veður var einungis veitt annan daginn og var aflinn 490 kg. Sjóve var einnig eina aðildarfélagið sem hélt innanfélagsmót og þar voru skráðir til leikas 27 keppendur. Afli mótsins var 1.190 kg. Aðildarfélög samþykktu beiðni Sjól um niðurfellingu á tilnefningu íslandsmeistara 2017 enda ljóst að keppnishald gæti ekki átt sér stað á jafnræðisgrundvelli.

Boðað mótshald 2018
Samkvæmt 9.gr. laga Sjól skal stjórn Sjól úthluta aðildarfélögum veiðidaga og veiðistað að fenginni umsögn formannafundar. Hér að neðan gefur að sjá ákvörðun Sjól. Sjóís hefur ekki haldið mót síðan 2013 og engin umsókn hefur borist fyrir mótshaldi 2018 til Sjól. Sjóís hefur engu að síður fengið úthlutaða aflaheimild frá Fiskistofu fyrir mótshald 2018.

Félag Aðalmót 2018 Keppnisstaður Félag Innanfélagsmót 2018  Keppnisstaður
SJÓAK 24 – 25 ágúst Dalvík SJÓAK 7. – júlí Ekki ákveðið
SJÓNES 13 – 14 Júlí Neskaupstaður SJÓNES 26. – ágúst Neskaupstaður
SJÓR 15 – 16 júní Patreksfjörður SJÓR 17. – mars Reykjavík
SJÓSIGL 17 – 18 ágúst Siglufjörður SJÓSIGL 21. – júlí Siglufjörður
SJÓSKIP 23 – 24 mars Akranes SJÓSKIP 28. – apríl Akranes
SJÓSNÆ 29 – 30 júní Ólafsvík SJÓSNÆ 28. -apríl Ólafsvík
SJÓVE 11 – 12 maí Vestmannaeyjar SJÓVE 31. – mars Vestmannaeyjar
SJÓÍS Ekkert mót skráð SJÓÍS Ekkert mót skráð

Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
Gjaldkeri Sjól lagði fram árskýrslu fyrir árið 2017 og fór fundarritari yfir rekstrarreikninga og útskýrði alla liði hans sem voru lögfr.kostnaður, bakkelsi fyrir formanna- og aðalfund Sjól, Lénaleyfi og gagnavistun mótskerfis Sjól. Engin gjöld voru þetta árið fyrir tryggingu á bátum fyrir keppnishald til íslandsmeistara né vegna verðlaunagripa.  Ársreikningur Sjól 2017 var samþykktur samhljóða og án athugasemda.

Lagabreytingar
Engar tillögur um lagabreytingar bárust fyrir aðalfund félaga.

Kosning stjórnar
Elín Snorradóttir, formaður Sjól var kosinn 2017 til tveggja ára og því var einungis kosið um gjaldkera og ritara í stjórn Sjól. Sitjandi ritari Sigurjón Már Birgisson var endurkosinn sem ritari. Sigfús Karlsson var kosinn gjaldkeri.

Kosning skoðunarmanna
Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Svavar Svavarsson og Hallgrímur Skarphéðinsson.

Ákvörðun árgjalds
(rekstur á gagna- og mótskerfi Sjól, slysatryggingu & ísl.meistara krýningu)

Lagðar voru fram tvær tilögur:
A) 4% gjald af afreikningi móts sem telur til íslandsmeistara og kr. 1.000,- pr. stöng í veiði og eða B) 5% gjald af afreikningi móts sem telur til íslandsmeistara

Tillaga A var felld en tillaga B var samþykkt með 6 atkvæðum gegn 5.

Önnur mál
ATH. Í dagskrálið undir önnur mál var farið inná sum málfefni milli boðaðan dagskráfund.

Fulltrúi Sjóís þurfti að fara áður en fundi lauk og milli dagskráliða um kosningu stjórnar og skoðunnarmanna og vildi leggja fram kvörtun um að félagið hafði ekki fengið tilkynningu um frestun aðalfundar Sjól frá 3. mars til 10. Mars (heimild f. frestun veitt á formannafundi). Ritari Sjól fór yfir útsenda pósta og rétt reyndist að ekki var send tilkynning á fulltrúa Sjóís þó svo að upplýsingar voru birtar á heimasíðu Sjól sem og á öðrum miðli. Ritari baðst velvirðingar á þessum mistökum.

Fulltrúar félaganna skiptust á skoðunum um ágæti kærunnar og að félögin hefðu ekki kost á því að fresta mótshaldi enn eitt árið þar sem félögin hafa nú þegar hlotið mikinn skaða og erfitt væri að halda mönnum í stjórnum og öðru félagsstarfi innan hvers félags. Formaður Sjól benti á að ráðuneytið væri á lokametrunum með að skila frá sér sáttartillögu og að Sjól væri eingöngu að framfylgja þeirra ákvörðun sem félögin samþykktu að gera.

Sjóís kom því á framfæri að við yrðum að gera okkur grein fyrir því að til að ná í gegn veiðiheimild þá yrði að ræða við Fiskistofu óformlega og semja þannig því regluverkið væri fyrst og fremst formlegheit og hér dugði bara pólitísk aðferð. Önnur félög töldu það ótækt að áhugamannafélög þyrftu einnig að stunda pólíska leiki enda enginn áhugi fyrir slíkum leikjum en Sjóskip viðurkenndi að mikil pressa var frá Fiskistofu með að félagið myndi að halda mót og því til stuðnings fékk Sjóskip munnlegt leyfi frá til að halda mótið í september ef svo bæri við. Sjól fordæmir með öllu að fara aðrar leiðir en samkvæmt lögum og reglugerð ráðuneytis, hvað formenn hvers félags ákveða að gera er ekki á ábyrgð Sjól nema það stangist á við áður samþykkt verklag eða lög félagsins. Sjósnær tilkynnti fundaraðilum að á stjórnarfundi félagsins hafi verið tekin ákvörðun um að afhenda Fiskistofu öll umbeðin gögn til að fá veiðiheimild. Fiskistofa hefur ekki gefið félaginu svar um hvort um fullnægandi gögn hafi borist né gefið Sjósnæ veiðiheimild. Sjól vildi fá svar frá öðrum félögum um hvort það hafi skilað inn gögnum án samráðs við Sjól og svo var ekki en Sjóve var búið að tilkynna Sjól samskonar vinnubrögð.

Fundarstjóri vildi áður en Sjóís færi af fundi áður en honum væri lokið að fá staðfestingu hvort rétt væri að Sjóís myndi ekki halda innanfélagsmót eða aðalmót sem teldi til íslandsmeistara fimmta árið í röð. Sjóís svaraði því til að félagið væri í samstarfi við EFSA og haldið yrði svokallað undirbúningsmót 26. og 27. maí fyrir þá keppendur sem taka þátt í aflamóti EFSA þar sem veitt verður í fjóra daga (28-31.maí). Sjóve vildi fá svar frá Sjóís hvort félagið ætlaði sér ekki að halda mót þar sem félagsmenn innan Sjól eða aðrir en EFSA meðlimir væru boðið að taka þátt. Sjóís neitaði að svara spurningunni og gekk af fundinum.

Futtrúi Sjóve afhendi Sjól bréf frá stjórn Sjóve sem haldinn var 6. mars síðastliðinn. Bréfið var lesið upp á fundinum. Sjóve vildi árétta aðdraganda samþ. Fiskistofu fyrir veiðiheimild og að sú vinna var gerð í samráði og með samþykki Sjól. Stjórn Sjóve telur ótækt að draga málið enn frekar og hvetur önnur félög til að hafa samband við Fiskistofu og afhenda þau gögn sem þeir fara fram á til að missa ekki niður keppnishald á árinu 2018. Sjól þakkaði bréfið og minnti aftur á að stjórnin vinnur eingöngu eftir samþykktri aðgerð að beiðni meirihluta félaga innan Sjól.

Sjól benti á að í gegnum árin hafi það ekki verið vandamál að skýra kostnaðaliði félagana til Sjól sem árgjald og þrátt fyrir ítrekaðar skýringar til Fiskistofu fyrir hvað það inniheldur þá mun framvegis vera vísað í afnotagjald fyrir mótskerfi Sjól.

Sjóskip vildi vita hvort félagið væri ekki að fá allar upplýsingar frá Sjól varðandi viðræður sem hafa farið fram eftir formannafundinn síðasta og Sjósnær tók undir með að þeim fyndist sem eitthvað væri ekki að skila sér. Sjól svaraði því til að þegar kæruferlið var í gangi þá hefði það gerst oftar en einu sinni að þegar fundað var með Fiskistofu þá báru þeir fram upplýsingar frá ónefndum félögum sem komu sér mjög ílla fyrir Sjól og lögfr. á hennar vegum. Af þessum sökum mat formaður Sjól það svo að of mikið væri í húfi fyrir heildarmyndina að nefna eitthvað sem er ekki formlegt þegar ráðuneytið leitaði til Sjól í febrúar síðastliðinn, það er að segja að fara ítarlegra en þörf er á varðandi munnleg samskipti enda viðræður við ráðuneytið á viðkvæmu stigi. Að þessu sögðu óskaði Sjól eftir skilningi og svigrúmi næstu vikuna áður en félögin ákveða aðrar aðgerðir þar sem mat Sjól er að árangur erfiðisins sé innan seilingar.

Sjól fór inná að sjóður félagsins getur ekki sinnt þeim verkefnum sem honum voru settar. Má þá helst nefna tryggingargjald fyrir báta sem notaðir eru fyrir aðalmótin sem telja til íslandsmeistara og nauðsynlegar aðgerðir til að viðhalda gagnagrunni Sjól, þar með talið mótskerfinu sjálfu. Páll Pálsson starfar við hugbúnaðargerð og bauðst til að skoða grunninn og gera verkplan um endurbætur. Tillagan var samþykkt einróma og mun Páll vinna að málinu með gjaldkera Sjól.

Sértæk bókun varðandi Sjóís
Fulltrúar aðildarfélaga Sjól telja málefni Sjóís innan Sjól vera grafalvarlega eftir að félagið hafi ekki haldið mót fyrir félagsmenn eða aðalmót sem telur til íslandsmeistara Sjól í fjögur ár og samkvæmt þeim upplýsingum sem Þórir formaður Sjóís tilkynnti á aðalfundinum þá stæði ekki til að halda slík mót 2018 og þar með væru fimm ár liðin frá því Sjóís hélt mót sem telur til íslandsmeistara. Sjóís hefur frá upphafi gegnt mikilvægu hlutverki innan Sjól sem fulltrúi vestfjarða og hafa mótin ávallt verið vel sótt. Félög innan Sjól hafa á hverjum aðalafundi boðið aðstoð við að halda mót ofl. sem til þarf en þeirri aðstoð hefur ávallt verið hafnað. Slíkt tómlæti og áhugaleysi hefur valdið miklum áhyggjum. Í lögum Sjól eru ekki ákvæði um ávítun eða brottrekstur en á fundinum var mikið rætt um að boða annan aðalfund til að breyta þeim svo hægt væri að grípa inn í það sem aðilar kölluðu gíslatöku. Ekki náðist meirihluti fyrir þeirri tillögu að svo stöddu en formenn félagana telja að ekki sé hægt að horfa framhjá þeirri stöðu sem Sjóís er komið í.

Samkvæmt lögum Sjól ber aðildarfélögum að hafa haldið aðalfund  og samþykki ársreiknina a.m.k. tveim vikum fyrir aðalfund Sjól ár hvert. Aðildarfélög skulu skila stjórn Sjól ársreikningum eða uppgjöri eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Þess ber að geta að Sjóís hefur ekki fylgt eftir þessu ákvæði laga Sjól.

Tilvísun í umrædd lög Sjól

 1. gr. Aðildarfélög.
 1. Öll sjóstangaveiðifélög geta sótt um aðild að Sjól.
 2. Stjórn Sjól tekur ákvarðanir um inntöku. Sú meginregla skal viðhöfð að viðkomandi félag hafi haldið eitt mót, sem boðað hefur verið út til allra aðildarfélaga Sjól. Inntaka skal rædd og staðfest eða hafnað af einföldum meirihluta fulltrúa á næsta aðalfundi Sjól þar á eftir, enda liggi þá fyrir boðun um annað mót hjá viðkomandi félagi.
 3. Aðildarfélög skulu hafa haldið aðalfund og samþykkt ársreikninga a.m.k. tveim vikum fyrir aðalfund Sjól ár hvert. Aðildarfélög skulu skila stjórn Sjól ársreikningum eða uppgjöri eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.

Samþykkt var tillaga um að formaður Sjól myndi setja sig í samband við stjórnarmeðlimi Sjóís og fá upplýsingar um hvort og þá hvað Sjóís þarf til að koma félaginu aftur á mótskrá eða hvort félagið hafi ekki lengur hug á að vinna með öðrum félögum innan Sjól við opinber sjóstangaveiðimót og vilji yfirgefa félagsaðild að Landssambandi sjóstangaveiðifélaga þar sem félagið sé ekki starfrækt samanber tilgang og hlutverk aðildarfélaga innan Sjól.

Fundi slitið 14:50

Aðalfundur SJÓL 2017
Haldinn í Höllinni Grandagarði 18 þann 13. Maí 2017 kl. 10:00

Mættir voru eftirfarandi

Stjórn SJÓL
Formaður: Stefán B. Sigurðsson
Ritari: Elín Snorradóttir
Gjaldkeri: Sigurjón M. Birgisson

Formenn og fulltrúar eftirfarandi aðildarfélaga SJÓL
SJÓR. Hersir Gíslason og Björn Júlíusson
SJÓSKIP . Jóhannes Símonsen og Sigurjón M. Birgisson
SJÓSNÆ. Jón B Andrésson og Sigurjón Helgi Hjelm
SJÓSIGL. Hallgrímur Skarphéðinsson og Guðmundur Skarphéðinsson
SJÓAK. Sigfús Karlsson
SJÓNES. Matthías Sveinsson
SJÓVE. Sigtryggur Þrastarson og Arnþór Sigurðsson
SJÓÍS. Þórir Sveinsson

 1. Kosning fundarstjóra og ritara
  Stefán B Sigurðsson kosinn fundarstjóri og Elín Snorradóttir kosin ritari.
 2. Skýrsla stjórnar
  Stefán B Sigurðsson las upp skýrslu stjórnar.
 3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram
  Gjaldkeri SJÓL fór yfir rekstrarreikninga og útskýrði vel alla liði hans einnig var farið yfir kostnað vegna lokahófs rætt var um lokahófs nefndina og henni þakkað fyrir vel unnin störf. Reikningarnir samþ. samhljóða.
 4. Engar lagabreytingar lágu fyrir
 5. Kosning Formanns
  Stefán gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu enda búin að gegna því embætti í 10 ár og staðið sig með miklum sóma og kunna fundarmenn og konur honum miklar þakkir fyrir hans góða starf . Stefán mun starfa með stjórn SJÓL áfram alla vega út þetta ár og taka slaginn við Fiskistofu á meðan að á því máli stendur. Elín Snorradóttir var kosin formaður
 6. Kosning stjórnar
  Guðrún Rúnarsdóttir var kosin gjaldkeri SJÓL og Sigurjón M Birgisson kosin ritari
 7. Kosning skoðunarmanna reikninga
  Svavar Svavarsson og Hallgrímur Skarphéðinsson voru kosnir skoðunarmenn reikninga , Sigfús Karlsson var skoðunarmaður áður ásamt Svavari og fannst það ekki vera við hæfi lengur þar sem eiginkona hans Guðrún væri orðin gjaldkeri SJÓL.
 8. Ákvörðun árgjalds
  Stjórn SJÓL lagði til að árgjaldið yrði áfram óbreytt 4% og var það samþykkt samhljóða.
 9. Önnur mál
  Tillaga var lögð fram frá SJÓVE um breytingu á veiðireglum 10 gr. Og lagt til að fellt verði niður úr 10 gr. Matarpakka fyrir keppendur og áhöfn , umræða varð um þessa tillögu og komist að þeirri niðurstöðu að skylda yrði að mótshaldari sæi til þess að vatn/gos yrði um borð fyrir keppendur og áhöfn var tillagan samþ. með 12 atkvæðum á móti 1 atkvæði.Sigtryggur spurði hvort eyjamenn mættu halda Firmamót ef þeir myndu sjálfir skaffa kvótann fyrir veiðinni , Stefán vildi leggja það fyrir lögfræðingana sem vinna í Fiskistofumálinu ( kæruferlinu ) um hvort það myndi hafa einhver áhrif á það ferli .Sigfús þakkaði stjórninni fyrir mikla vinnu við kærumálið sem unnin var af Bonafide lögmönnum þeim Lúðvík Bergvinssyni og Elínu Hrefnu Ólafsdóttur.  Sigfús talaði einnig um að það væri áríðandi á þessum kæru tímum að Stefán fráfarandi formaður SJÓL héldi áfram að vinna með stjórninni í þessu máli og yrði talsmaður SJÓL. Þórir frá Sjóís lagði til að beita pólitískum þrýstingi félögin ættu rétt á sportinu einskonar hefðarrétt.

  Jóhannes var ósáttur við aðferð SJÓL í málinu og lagði til að senda bréf á alla ráðherra og þingmenn til þess að beita þrýstingi. Þórir sagði að þar sem SJÓÍS hefði fengið veiðileyfið sitt afgreitt myndi það líklega halda mót á Snæfellsnesi/ Patreksfirði ef önnur félög fengju ekki sín leyfi afgreidd.

  Sigfús lagði til að fundargerðir frá Formanna og Aðalfundum SJÓL yrðu sýnilegar á síðu SJÓL eigi síðar en 3 – 4 vikum eftir fund.

  Lokahófið var ákveðið að hafa um mánaðarmótin október – nóvember 2017.

  Sigurjón greindi frá kostnaði vegna Lögfræðikostnaðar í kærumálinu og var samþ. að öll félögin greiddu 50.000kr inn á reikning SJÓL til þess að hægt yrði að klára að greiða áfallinn kostnað.

Fundi slitið kl 13:02.

Alaðfundur SJÓL 2016
Haldinn í Höllinni Grandagarði 18 Reykjavík þann 12.mars kl. 12:00

Stefán B Sigurðsson Formaður SJÓL setti fundinn

Mættir voru eftirfarandi fulltrúar frá 8 félögum auk strjórn SJÓL
SJÓR : Pálmar Einarsson og Hresir Gíslason
SJÓSKIP : Jóhannes Simonsen og Sigurjón Birgisson
SJÓSNÆ : Jón B Andrésson og Gunnar Jónsson
SJÓÍS : Sigríður Jóhannsdóttir
SJÓSIGL: Hallgrímur Skarphéðinsson
SJÓAK : Sigfús Karlsson og Guðrún Rúnarsdóttir
SJÓNES : Matthías Sveinsson
SJÓVE: Arnþór Sigurðsson
SJÓL : Stefán B Sigurðsson og Elín Snorradóttir

 1. Kosning fundarstjóra og ritara
  Stefán B. Sigurðsson kosinn fundarstjóri og Elín Snorradóttir ritari.
 2. Skýrsla stjórnar
  Stefán B. Sigurðsson las upp skýrslu stjórnar .
 3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram
  Stefán fór yfir Ársreikning félagsins í fjarveru Páls Pálsonar gjaldkera og var hann samþykktur samhljóða.
 4. Lagabreytingar
  Samkvæmt lögum eiga lagabreytingar að berast 5 vikum fyrir aðalfund og benti Sigfús á fundarsköp og þ.h. einnig ræddi hann um bréfið sem öll félögin fengu frá Fiskistofu og ítrekaði hversu nauðsynlegt væri að landsambandið væri í forsvari fyrir félögin og lagði fram lagabreytingu frá SJÓAK. Óskaði Sigfús eftir því að fá þessa lagabreytingu til umræðu á fundinum og var hún síðan borin upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt samhljóða.
 5. Kosning formans
  Ekki var kosinn formaður í ár þar sem formaður er kosinn til 2ja ára í senn.
 6. Kosning stjórnar
  Páll Pálson gjaldkeri vildi hætta störfum en gæfi kost á sér áfram ef ekki kæmi fram anna frambjóðandi Stefán lagði til að stjórnin segði ekki öll af sér í einu og Sigfús greindi frá starfi gjaldkera. Sigurjón Már Birgisson var kosinn gjaldkeri og Elín Snorradóttir ritari, stjórn SJÓL þakkaði Páli Pálssyni fyrir vel unnin störf og gott samstarf.
 7. Kosning skoðunarmanna
  Kosnir voru skoðunarmenn reikningar þeir Sigfús Karlsson og Svavar Svavarsson.
 8. Ákvörðun árgjalds
  Stjórn SJÓL leggur til að árgjald 2016 til landssambandsins verði 4,0% af heildarsöluverðmæti á aðalmótum aðildarfélaganna, hvort sem um er að ræða afla sem er vigtaður í mótinu, undirmál sem ekki kemur á vigt eða annan afla sem aflað er af bátum sem róa á vegum viðkomandi félags á móta helgum. Lágmarksgreiðsla skal þó vera kr. 25.000,-. Aðildarfélög skulu gera skil á árgjaldi í síðastalagi 4 vikum eftir mótshelgi þó ekki síðar en 1. september. Árgjaldið hækkar í 4,5% dragist uppgjör fram yfir þennan tíma nema óskað sé sérstaklega eftir lengri frest. Við uppgjör skal leggja fram afrit af sölureikningum ( afreikningum )

Önnur mál
Stefán fór yfir mótin sl. sumar og sýndi þar ýmisskonar úttektir á keppendafjölda, tegundum ,stærð fiska og þ.h. Stefán sagði einnig frá Reiknikerfi SJÓL en það er komið inn hjá Amazon (Írlandi) og að Bjarni ætlaði að gera breytingar í kerfinu varðandi sveitakeppnina ( blandaðar sveitir ). Stefán ræddi einnig um kostnað síðunnar sem hýsir mótskerfið en áður var einungis greitt eitt grunngjald en eftir flutninginn greiðir SJÓL ca. 6.000 kr á mánuði. Einnig var talað um að virkja aftur almennu heimasíðu SJÓL sem ekki hefur verið hægt að breyta síðan mótskerfið fór til Amazon. Sigurjón fékk leyfi til að nota gamla mótskerfið sem plan B vegna skráningar á innanfélagsmóti SJÓSKIP.

Sigríður sagði frá því að mót SJÓÍS yrði haldið á Patreksfirði þann 20 maí. Stefán fór yfir lista með nöfnum,símanúmerum og netföngum formanna aðildarfélaganna. Stefán fór yfir niðurstöður á mótunum 2014-2015 +2016 ( hvað var sótt um miklar aflaheimildir og hvað veiddist ) umræða var um umframveiði og hver viðurlög væru við henni , Jóhannes lagði til að sótt yrði um hækkun á 200 tonna markinu sem úthlutað er úr til frístundarveiða. Stefán sýndi yfirlit yfir þáttakendur móta eftir kyni pr. mót. Stefán sagði frá fundi sem hann átti með Hrannari lögfræðing Fiskistofu og Anna Þormar sat þann fund einnig og útskýrði hann félagsskapinn frá A-Ö fyrir Hrannari þar sem hann er nýr starfsmaður Fiskistofu og vissi ekki hvernig íþróttin virkar . Stefán lagði áherslu á að þetta væru áhugamannafélög og lagði fram bréf sem hann sendi þáverandi ráðherra Steingrími J Sigfússyni varðandi tillögu um reglugerð varðandi frístundaveiðar og að SJÓL hefði svo komið að smíði þessarar reglugerðar ásamt Sjávarútvegsráðuneytinu. Stefán benti þeim á að þessi áætlanagerð sem félögunum er skylt að senda inn vegna umsóknar um veiðidaga sé unnin út í loftið þar sem ekkert er til grundvallar nema meðaltal s.l. ára og lagði aftur áherslu á að þetta væri áhugamannafélag og við værum að berjast í bökkum við að eiga fyrir kostnaði mótana og yrðum þar af leiðandi að eiga varasjóð. Stefán útskýrði einnig fyrir honum hvernig stigagjöfin virkar öllum fiskum væri landað og allur afli vigtaður, sjálfboðavinna félagsmanna og stjórna sem reiknuð hefur verið með sem kostnaður var ekki að skila sér til Hrannars og voru menn ekki sammála þar en það þarf að finna einhvern flöt á því máli, síðan ræddu þeir uppgjör félagana og vildi Hrannar meina það að þau væru ekki boðleg og komin út úr gráa svæðinu og þarf það eitthvað að laga. Hrannar sagði að Fiskistofa gerði ekki athugasemdir við uppgjör og umsóknir félagana svo framarlega sem þau vær undirrituð og unnin af löggiltum endurskoðenda eða löggiltum bókara þetta væru jú veiðiheimildir sem væri úthlutað frá ríkinu. Sigfús skaut hér inn að að honum og hans bókhalds fyrirtæki til margra ára væri að vegið þar sem ekki var tekin gild undirskrift hans og það ætlaði hann ekki að gefa eftir. Umræða um veltusjóð hófst í kjölfarið og að hann mætti vera upp að 3 milljónum og gæti ekki farið í mínus. Ræddir voru hagsmunaárekstrar Fiskistofu vegna innskila á hagnaði á mótunum. Fiskistofa vill gera breytingar á 4 gr. Kostnaðar liðir. Stefán lagði til að félögin yrðu með í þeirri umræðu. Varðandi veiðigjaldið þá sagðist Stefán hafa sent inn fyrirspurn til Fiskistofu um hvernig og hvert félögin ættu að greiða þau, ekkert svar hefur borist frá Fiskistofu og er boltinn hjá þeim varðandi það mál og verða félögin bara að bíða eftir hvernig Fiskistofa ætlar að tækla það.

Umræða var um kostnað t.d. á verðlaunum,húsnæði mat og fl. Sigfús spurði hvernig SJÓL ætlaði að tækla bréfin sem öllum félögunum bárust frá Fiskistofu og sagði Stefán að það væri allt í vinnslu. Sigfús sagði einnig frá breytingum á virðisaukaskatti sem átti sér stað um áramót og þá ber félögunum samkvæmt því að greiða 11% vsk af þátttökugjaldi og bátaleigu það þarf að fá skýr svör við þessu fyrir sumarið hvernig þetta á að vera og var Sigfús settur í það mál.

Stefán ræddi um Lúðuveiðibannið og að það væri ekkert í pípunum um það að því yrði aflétt í bráð en rætt var um hvort taka ætti lúðu inn sem tegund en ekki mætti landa henni. Stefán ætlar að ræða þessi mál við Fiskistofu.

Mótsdagarnir voru samþykktir af öllum fundarmönnum. Stefán sýndi samantekt á aðal og innanfélagsmótum sumarsins 2015 með niðurbroti á kyn/stangir/fjöldakeppenda/gesta og þ.h. Jóhannes sagði að gaman væri að fá líka inn í þessa skýrslu  meðalverð á aflanum. Stefán minnti formenn á að skrá inn undirmálið í heildartöluna í gagnagrunninum.

Matthías tók fyrir umræðu um nestismál og spurði hvort ekki ætti að taka út úr veiðireglunum að skaffa ætti nesti um borð í bátana. Aðilar voru sammála um að skoða tillöguna nánar fyrir næsta veiðiár.

Ákveðið var að halda lokahóf SJÓL með sama hætti og gert var 2015 sem heppnaðist mjög vel í alla staði og voru fundarmenn sammála því að lokahófið yrði haldið í Reykjavík 10 október 2016 í Reykjavík .

Stefán lýsti yfir áhyggjum sínum á SJÓÍS og virkni þess og fékk það staðfest að enginn lög boðaður aðalfundur hefði verið haldinn s.l.2-3 ár og að enginn sé að greiða félagsgjöld inn í félagið. Sigfús lýsti einnig sínum áhyggjum af félaginu sem ekki væri að uppfylla lög gagnvart SJÓL og vildi að félagið yrði sett í salt á meða að verið væri að hjálpa þeim að fá inn félagsmenn og aðila sem vildu taka við félaginu.

Elín ræddi um að virkja Trúnaðarmennina um borð s.s. eins og að þeir sæju til þess að farið væri yfir öryggis mál ásamt skipstjóra um borð ( vesti,björgunarbátar , talstöð og þ.h.) við veiðimennina áður en lagt er af stað úr höfn.

Sigfús lýsti yfir áhyggjum sínum af fækkun keppenda í sportinu og hvort ekki mætti bjóða upp á heimagistingar til að lækka kostnaðinn hjá keppendum .

Breytingartillögur frá SJÓR og SJÓVE voru lagðar fram

Tillaga SJÓR
Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur gerir eftirfarandi tillögur um breytingar á veiðireglum SJÓL (sjá hér að neðan).

Markmið tillögunnar er að gera öllum veiðimönnum kleift að taka þátt í mótunum og tekið þátt í íslandsmeistarakeppninni þó svo að þeir geti aðeins veitt annan daginn og er hugsunin á bak við þetta sú að í staðin fyrir að 3 bestu mót veiðimannsins telji til ísl,meistara þá verða það 6 bestu veiðidagarnir sem telja . Allskyns atriði geta komið upp á mótunum s.s. eins og keppandi veiðir fyrri daginn en veikist og kemst ekki á sjó seinni daginn og þá er mótið ónýtt fyrir hann , aftaka veður annan daginn og ekki farið á sjó , það er ekki sanngjarnt að stig tvöfaldist við þær aðstæður . Við teljum að þessar breytingar gætu gert keppnin meira spennandi og einnig fjölgað keppendum á mótum , það er mat Stjórnar SJÓR með því að breyta 17.gr. Stigagjöf til Íslandsmeistara . ( sjá grein hér að neðan með breytingum ) .

 1. gr. Stigagjöf til Íslandsmeistara.

Þrenns konar stig eru gefin til Íslandsmeistara; mótsstig, bátastig og bónusstig.

Mótsstig:
Aflahæsti keppandi í magni, karl og kona, í móti í kílóum talið fær 75 stig fyrir hvorn dag sem veitt er. Annar aflahæsti karlinn og konan fá 70 stig fyrir hvorn dag sem veitt er, þriðji aflahæsti karlinn og konan fá 65 stig fyrir hvorn dag sem veitt er o.s.frv. Frá þriðja sæti og niður skal talið niður í töluna 26 með 2 stiga mun á milli keppenda. Eftir það er eins stiga munur á milli keppenda, þannig að næsti keppandi fær 25 stig og síðan koll af kolli niður í 15 stig sem er lámarksstigagjöf fyrir eins dags veiði og fær enginn lægri tölu en það fyrir daginn. Ef veður hamlar veiðum annan daginn skal tvöfalda stigagjöf, bæði mótsstig og bátastig. Skal mótið einungis telja einn dag

Bátastig:
Aflahæsti keppandi á hverjum báti fær 50 stig fyrir hvorn dag sem veitt er, annar aflahæsti 43 stig, þriðji aflahæsti 36 stig og 29 stig þeir sem neðar eru á fjögurra manna bátum eða stærri.

Bónusstig:
Bónusstig eru veitt með eftirfarandi hætti, fyrir stærsta fisk í tegund 5 stig, fyrir landsmet 5 stig, fyrir stærsta fisk móts 5 stig og fyrir flestar tegundir 15 stig.

Við útreikning stiga til Íslandsmeistara eru þrjú stigahæstu mót  skulu 6 bestu dagar hvers veiðimanns notuð til að fá stigafjölda viðkomandi veiðimanns. Íslandsmeistari, karl og kona, verður síðan/þá sá veiðimaður sem flest stig fær úr þremur bestu 6 bestu dögunum á mótum sínum.

Miklar umræður urðu meðal fundarmann við þessum tillögum þar sem þær hafa kosti og galla en það er gott að fá umræðu um þessi mál þar sem þetta þarf að skoða og kanna hvort það sé möguleiki á því að gera þessar breytingar einnig kom upp sú tillaga hvort taka ætti frekar upp að í staðin fyrir að breyta úr 3 bestu mótum sumarsins í 6 bestu daga sumarsins þá væri kannski einfaldara að keppendur myndu að vori skrá sig í mótaröðina fyrir sumarið og væru þá einnig búnir að skuldbinda sig til að mæta á 3 mót sem teldu til Íslandsmeistara

Tillaga SJÓVE :
Íslandsmeistarastig eru einungis reiknuð á félagsmenn í aðildarfélögum SJÓL og sem keppi undir nafni eigin félags.

Verði tveir veiðimenn jafn stigaháir í verðlaunasætum á keppnistímabilinu gildir sú regla að veiðimaður, sem hefur meira aflamagn talið í kílóum úr sömu þremur mótum og hann fær Íslandsmeistarastig sín úr hlýtur Íslandsmeistaratign.

 1. gr. Vigtun afla.Brúttóvigta skal afla hvers veiðimanns sérstaklega áður en vigtun hefst. Vigta skal allan afla á löggilta vog. Stærstu fiska skal vigta eins nákvæmlega og hægt er en þó aldrei með minna en tveimur aukastöfum. Ef tveir fiskar eða fleiri af sömu tegund eru jafnstórir skal meðalvigt tegundarinnar hjá viðkomandi keppendum reiknuð út og skal hæsta meðalvigt ráða sætum. Ef tveir eða fleiri keppendur eru með jafn margar tegundir og skera þarf úr um verðlaun skal hlutfall af landsmeti stærstu fiska í tegundum ráða, þó aldrei hærra en 1,0. Samanlagt hlutfall viðkomandi keppenda reiknuð út og hæsta samanlagða hlutfall ræður verðlaunum. Allur undirmálsafli í þeim tegundum þar sem stærðarmörk eru í gildi, skal flokkaður frá við vigtun og skráður sérstaklega. Við flokkunina skal nota mælistikur eins og þær sem notaðar eru í viðkomandi móti. Vigtun afla skal standa óbreytt samkvæmt vigtun starfsmanna mótsins, og er mótstjórn ekki heimilt að breyta henni án þess að kalla saman dómnefnd og fram komi óvéfengjanleg gögn sem sanni að mistök hafi átt sér stað við vigtun eða skráningu.

Skýringar á breytingum á 15.gr.Þessar breytingar eru gerðar til að auka jafnavægi fiska. T.d. væri í raun 1,0 kg makríll með vægið 1,0 (íslandsmet 0,960) og þorskur 13.01 með vægið 0,5 (íslandsmet 26,015) Það er merkilegra að veiða 1,0 kg makríll en 13 kg þorsk en eins og er í dag þá er 13 kg þorskur 13 sinnum mikilvægari útreikningi á verðlaunum.

Miklar umræður urðu meðal fundarmann við þessari tillögu þar sem hún hefur kosti og galla en ákveðið var að taka hana til atkvæðagreiðslu og var það samþ. Með 10 atkvæðum 1 var á móti og 1 sat hjá .

Fundi slitið kl. 16:00.

Elín Snorradóttir ritari

Aðalfundur Sjól 2015
Aðalfundur SJÓL haldinn í Höllinni við Geirsgötu 4 laugardaginn þann 7. mars 2015 kl: 10:00

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar aðildarfélaganna: SJÓR Elín Snorradóttir og Pálmar Einarsson, SJÓAK Pétur Sigurðsson og Guðrún Rúnarsdóttir, SJÓSNÆ Jón B Andrésson og Helgi Hjelm, SJÓSKIP Jóhannes Simonsen og Sigurjón Birgisson, SJÓNES Matthías Sveinsson, SJÓÍS Þórir Sveinsson og Sigríður Jóhannsdóttir, SJÓVE Sonja Andrésdóttir og Ólafur Hauksson

Stefán formaður SJÓL setti fundinn og bauð alla viðstadda velkomna og las upp mætingu enginn fulltrúi frá SJÓSIGL gat mætt á þennan fund.

Dagskrá aðalfundar:

A . Kosning fundarstjóra og ritara.

Stefán B Sigurðsson var kosinn fundarstjóri og Elín Snorradóttir ritari.

B. Skýrsla stjórnar.

Stefán formaður las upp skýrslu stjórnar.

C. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.

Páll pálsson fór yfir ársuppgjör félagsins og gerði grein fyrir ýmsum atriðum. Gjaldkeri lagði til að öllum formönnum og gjaldkerum yrði sent fyrirfram útbúið eyðublað sem fylla þarf út og skila inn ásamt afreikningi til SJÓL við uppgjör árgjaldsins. Þetta væri gert til þess að koma í veg fyrir þann rugling sem hefur komið upp um hvernig útreikningur út frá % tölu árgjaldsins er gerður. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða. Samþykkt að útbúa slíkt eyðublað í samstarfi við Sigfús Karlsson SJÓAK.

D. Lagabreytingar.

Stefán sagði frá laganefnd sem var sett á laggirnar 2013 og skipuð þeim Stefáni, Pétri og Þóri. Nefndin hafði unnið sína vinnu vel og komist að niðurstöðu varðandi lagabreytingar. Breyting var gerð á 1. og 2. gr. og fólst sú breyting aðallega í að lagfæra orðalag og gera það ítarlegra og skýrara. Í 3. gr. var sett inn nýr liður og einnig varð breyting á 4. gr. og 8. grein er ný. Þórir útskýrði hvers vegna farið var út í þessar breytingar á lögum félagsins og var það aðallega vegna þess að aðlaga þurfti orðalag að nýjum aðstæðum því margt var orðið frekar gamalt. Pétur útskýrði ástæður vegna 8. gr. (Árgjald), það væri hugsað út frá því að árgjaldsprósenta kæmi fram í fundarboði þá gæfist formönnum tækifæri á því að ræða þá breytingu við sína félagsmenn á fundi. Lagabreytingarnar voru bornar upp í heild sinni og voru samþykktar einróma.

E. Kosning Formanns.

Stefán B Sigurðsson var kosinn formaður, en hann gaf kost á sér í eitt tímabil í viðbót. Hann lagði til að við skyldum nota tímann til að íhuga og undirbúa farveginn fyrir nýjan formann.

F. Kosning stjórnar.

Elín Snorradóttir var kosin ritari og Páll Pálson gjaldkeri.

G . Kosning skoðunarmanna reikninga.

Sigfús Karlsson og Svavar Svavarsson voru endurkjörnir.

H. Ákvörðun árgjalds. Stefán lagði fram eftirfarandi tillögu stjórnar SJÓL:

Stjórn SJÓL leggur til að árgjald 2015 til landssambandsins verði 4% af heildarsöluverðmæti á aðalmótum aðildarfélaganna, hvort sem um er að ræða afla sem vigtaður er í mótinu, undirmál sem ekki kemur á vigt eða annan afla sem aflað er af bátum sem róa á vegum viðkomandi félags á mótshelgum.

Aðildarfélög skulu gera skil á árgjaldi í síðasta lagi 4 vikum eftir mótshelgi.

Árgjaldið hækkar í 4,5 % dragist uppgjör fram yfir þennan tíma nema óskað sé sérstaklega eftir lengri fresti. Við uppgjör skal leggja fram afrit af sölureikningur ( afreikningum).

Stefán rökstuddi tillöguna með þeim skýringum að aukin kostnaður yrði á árinu vegna breytingar á lokahófi og einnig kostnaði vegna heimasíðu. Pétur, Elín og Páll tjáðu sig einnig um að þau væru sammála þessum rökum. Þórir vildi ræða þetta dýpra og benti á að SJÓL ætti ekki að safna peningum. Jóhannes var sammála um að prófa þetta til 1 árs og endurskoða að þeim tíma liðnum. Miklar umræður urðu um þessa 0,5% hækkun á árgjaldinu úr 3,5 % í 4% og að þeim loknum var gengið til atkvæða og var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum en 2 voru á móti.

I. Önnur mál.

Stefán fór yfir hvernig dagsetningar mótana yrði fyrir veiðisumarið 2015, hann lét einnig ganga lista ef einhverjar breytingar hefðu átt sér stað s.s.eins ef uppfæra þyrfti netföng og upplýsingar um formenn aðildarfélagana.

Kynnt var breytingartillaga frá SJÓAK um breytingar á 3. gr. veiðireglna þar sem öllum yrði heimilt að óska eftir því að veiða einn dag ef mótshaldarar byðu upp á slíka veiði á sínu móti, það myndi veita félögunum rýmri reglur um að skipuleggja eins dags veiði með engum aldurstakmörkunum. Pétur rökstuddi þetta einnig með því að væntanlega fengjum við fleiri konur í mótin. Tillagan var rædd ítarlega en síðan borin upp til atkvæðagreiðslu og var hún samþykkt einróma.

Stefán sýndi yfirlitstöflur og hvernig hann sendir inn til Fiskistofu gögn vegna móta og sýndi einnig hvernig félögin sóttu um 2014 og 2015 í tonnum talið.

Pálmar hvatti til þess að öll félögin myndu leggjast á eitt í að vanda betur frágang á afla til þess að losna við leiðinlegan stimpil sem komið hefði á sjóstangaveiðifisk og til þess að fá hærra fiskverð.

Sigurjón sagði frá því að starfsmönnum Fiskmarkaðar Akraness hefði verið sagt upp og ekki væri vitað hvað yrði um markaðinn þar.

Jóhannes benti á að það þyrfti styrkja sókn til verðmæta aukningar á afla.

Stefán minnti svo á að lokahóf SJÓL þyrfti að auglýsast vel og það væri best að á hverju móti yrði minnt á lokahófið. Hann lagði til að það yrði skipaður einn félagsmaður frá hverju félagi í lokahófsnefnd.

Stefán bað formenn um að reyna eftir fremsta megni að fresta ekki móti nema í algerri neyð vegna veðurs og að félögin héldu sig innan reglna varðandi frestun móta.

Palli vildi að opnað yrði fyrir innanfélagsmótin á SJÓL síðunni og að öll mót ættu að skrá inn í SJÓL grunninn svo hvatti hann fundarmenn til að vera duglegir að mæta á mót sumarsins 2015.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:05.

Elín Snorradóttir ritari

Aðalfundur SJÓL 2014

Aðalfundur SJÓL var haldinn í Höllinni 8. mars 2014 kl. 10

Mættir voru

Sjór: Elín Snorradóttir og Pálmar Einarsson

Sjóskip: Hjalti Kristófersson og Karl Þórðarson

Sjósnæ: Jón B. Andrésson og Guðni Gíslason

Sjóís: Þórir Sveinsson og Sigríður Jóhannsdóttir

Sjósigl: Gunnar Magnús. og Hallgrímur Skarphéðins.

Sjóak: Pétur Sigurðsson og Valdimar Valdimarsson

Sjónes: Matthías Sveinsson

Sjóve: Páll Pálsson og Arnþór Sigurðsson

Sjól: Stefán B. Sigurðsson

Dagskrá aðalfundar.

a. Kosning fundarstjóra og ritara.

b. Skýrsla stjórnar.

c. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.

d. Lagabreytingar.

e. Kosning formanns. ( þessi liður datt út þar sem formaður er kosin til tveggja ára í senn )

f. Kosning stjórnar

g. Kosning skoðunarmanna.

h. Ákvörðun árgjalds.

i. Önnur mál.

Stefán B Sigurðsson formaður SJÓL setti fundinn sem einnig sá um fundarstjórn og Elín Snorradóttir var ritari fundarins.

Stefán las upp skýrslu stjórnar SJÓL

Gjaldkeri SJÓL Páll Pálsson las yfir ársreikninga félagsins, umræða varð um heimasíðu félagsins og kostnað vegna hennar. Pétur þakkaði fyrir góða uppsetningu á ársreikningnum og Sigfús Karlsson annar skoðunarmaður reikningana kíkti inn á fundinn og lýsti yfir ánægju sinni með reikninga félagsins.Reikningar bornir upp og samþykktir án athugasemda.

Lagabreytingar

Stefán las upp lagabreytingar sem komu frá SJÓAK en þær voru viðbætur við 4 gr, 5 gr, 6 gr, 7gr og 9 gr lið 5 . Guðni Gíslason talaði um að ræða þyrfti betur þessar breytingatillögur og vísa þeim til laganefndar, Þórir var sáttur við þær breytingar sem SJÓAK lagði fram og ræddi um það laganefnd hefði farið seint af stað með sína vinnu hann ræddi einnig eins og Guðni um slæma tímasetningu á aðalfundum félagsins og að það þurfi að ræða ígrundað. Gunnar Magnússon Sjósigl lagði til að laganefnd myndi breyta eins litlu í lögum Sjól eins og hægt væri. Pétur útskýrði hvers vegna þessara breytinga væri þörf og benti á að laganefnd yrði að fara vel yfir lög félagsins. Stefán taldi að það þyrfti að setja tímamörk á vinnu laganefndar. Pétur taldi einnig brýnt að settur yrði rammi varðandi tímamörk og þau kynnt með ákveðnari hætti en verið hefur. Pétur lagði til að laganefnd sendi inn drög fyrir 15 maí n.k og sendi þau á allar stjórnir félaganna og kynnti þær svo fyrir 15 september. Þetta var samþykkt samhljóða.

Kosning stjórnar

Elín Snorradóotir var kosin ritari og Páll Pálsson gjaldkeri til næsta aðalfundar.

Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Sigfús Karlsson og Svavar Svavarsson

Árgjald félagsins.

Stjórn SJÓL lagði til að árgjald félagsins yrði 3,5 % og hækki í 4% ef greiðsla dregst lengur en í 4 vikur. Árgjald félagsins var samþykkt samhljóða.

Önnur mál.

Pétur kynnti sftirfarandi ályktun: Til að keppendur í sjóstangaveiðimótum hafi sem jafnasta aðstöðu í veiðibátum skal mótstjórn í samráði við skipstjóra sem jafnframt er veiðandi skipstjóri gera ráðstafanir ef mögulegt er til að um borð sé aðstoðarmaður sem sinnir aðstoð við keppendur.

Stefán kynnti breytingartillögu SJÓAK á 9 gr. veiðiregla. Um aðstoð um borð gengið var til atkvæða og var hún samþykkt með 14 atkvæðum en einn á móti.

Stefán fór yfir reglugerðina sem fluttist yfir úr ráðuneytinu og yfir á Fiskistofu, hann útskýrði reglugerðina og fór vel yfir hana hann sagði einnig frá svörum Fiskistofu vegna spurninga sem sendar voru inn.

Miklar umræður fóru af stað varðandi starf félagana næsta sumar og er það ljóst að mikil vinna er fyrir höndum.

Elín og Stefán ræddu einnig um að samræma þyrfti uppgjör félaganna vegna skila og umsóknar til Fiskistofu. Stefán lagði til að stofna nefnd sem tæki að sér að finna einfalda og sniðuga leið til að setja upp form til útfyllingar á þeim skjölum sem senda þarf inn til Fiskistofu svo að öll félögin séu að skila inn sambærilegum uppl. Í þessa nefnd voru eftirtaldir félagsmenn kosnir.

Sigfús Karlsson, Guðni Gíslason, Pálmar Einarsson og Ólafur Jónsson.

Stefán fór yfir reglugerð á Lúðuveiðum sem breytt hefur verið en smá misskilnings hefur gætt þar.

Stefán fór einnig yfir afla félaganna á síðastliðnu sumri.

Guðni ræddi um heimasíðu SJÓL að hana mætti gera nýtilegri varðandi það að sækja gögn s.s. eins og fundargerðir á PDF formi og einnig að hægt væri að setja inn myndir. Guðni vildi einnig að sett yrði upp Facebook síða til tilraunar sem ákveðið var að gera og mun Guðni sjá um hana.

Stefán þakkaði fundarmönnum fyrir góðan fund og sleit fundi kl. 13:45.

Fundarritari

Elín Snorradóttir

Aðalfundur SJÓL 2013

Aðalfundur SJÓL var haldinn í Höllinni í Reykjavík 2. mars 2013 kl. 10:00.

Fulltrúar eftirtalinna félaga sátu fundinn :

SJÓR: Elín Snorradóttir og Ragnar F Valsson

SJÓSKIP: Hjalti Kristófersson og Karl Þórðarson

SJÓSNÆ: Hrafnhildur Skúladóttir

SJÓÍS: Þórir Sveinsson og Sigríður Jóhannsdóttir

SJÓSIGL: Hörður Hjálmarsson og Ólafur Bjarnason

SJÓAK: Gunnar Rúnarsson og Guðrún Rúnarsdóttir

SJÓNES: Matthías Sveinsson

SJÓVE: Páll Pálsson og Ólafur Hauksson

SJÓL: Stefán B Sigurðsson

Fundur settur

1. mál á dagskrá: Kosinn fundarstjóri Stefán B Sigurðsson og ritari Elín Snorradóttir

2. mál á dagskrá: Skýrsla stjórnar, Stefán las upp skýrslu stjórnar og var hún samþykkt.

3. mál á dagskrá: Reikningar félagsins, Páll Pálson gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og var einnig farið yfir reikningana fyrir árið 2011 vegna þess að ekki var hægt að samþykkja þá á sínum tíma vegna fylgiskjala sem vantaði en þeir voru samþykktir á þessum fundi. Páll las yfir ársreikninginn fyrir árið 2012 og útskýrði alla liði hans og var hann samþykktur. Þórir tók til máls og fagnaði hagnaði félagsins (SJÓL) og benti á að greiðsla félagana til SJÓL hefðu verið hækkaðar á sínum tíma til að standa straum af kostnaði vegna reiknikerfis SJÓL og lagði fram þá spurningu hvort ekki ætti að lækka % greiðslu félagana til SJÓL.

4. mál á dagskrá: Lagabreytingar: Stefán las upp tillögur um lagabreytingar sem komu frá SJÓAK á 3. gr., 4. gr., 5. gr., 6. gr. og 7. gr. Þórir tók til máls og harmaði það að aðeins kæmu lagabreytingar frá einu félagi og ræddi um lagasetningar og nauðsyn þess að fleiri félög tækju þátt í þeim. Hann lagði til að sett yrði á fót laganefnd þannig að vandað væri betur til lagabreytinga og vinnubragða. Miklar umræður fóru af stað og tjáðu menn og konur sig um þær. Þórir lagði fram tillögu sem hann las upp varðandi lagabreytingarnar og lagði það til að stofnuð yrði 3 manna laganefnd sem fjallaði um þær fyrir næsta aðalfund Sjól. Einnig að tillögur um lagabreytingar yrðu að berast nefndinni 3 mánuðum fyrir aðalfund SJÓL. Var þessi tillaga borin upp til samþykktar og samþykktu 10 og 5 sátu hjá.

5. mál á dagskrá: Kosning Formanns, Stefán B Sigurðsson gaf kost á sér til áframhaldandi formanns SJÓL og var það einróma samþykkt. 5a. Kosning stjórnar: Elín Snorradóttir var kosin ritari og Páll Pálson gjaldkeri. 5b. Kosnir voru 2 skoðunarmenn reikninga og voru það Sigfús Karlsson og Svavar Svavarsson sem það embætti hlutu.

6. mál: Ákvörðun árgjalds. Þórir kom með tillögu um að lækka árgjaldið þar sem SJÓL stæði ágætlega og ætti ekki að safna peningum og lagði til að lækka úr 3,5 % í 3,0 % var það borið undir fundarmenn og samþykktu 9 og 5 sátu hjá.

7. mál á dagskrá. Önnur mál.

Stefán kynnti tillögur frá SJÓAK um breytingar á veiðireglum þar sem lagt er til að veiðandi skipstjórar hefðu alltaf aðstoðarmenn. Ólafur Hauksson frá SJÓVE taldi að alls ekki væri hægt að setja það inn í veiðireglur þar sem mörg félög ættu nógu erfitt með að manna skipstjóra á bátana og tók Hörður heilshugar undir það. Gengið var til atkvæðagreiðslu og sögðu 2 já 10 voru á móti og 2 sátu hjá. Elín benti á að mótstjórnir skyldu reyna eftir fremsta megni að fá aðstoðarmenn ef það væri hægt.

Stefán las upp hugmyndir frá SJÓVE vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða.

Umsókn til ÍSÍ. Stefán sýndi fundarmönnum hvernig félag kemst inn i ÍSÍ og verður það ferli skoðað nánar frá öllum hliðum kostum og göllum.

Stefán las upp drög að reglugerð frá Sjávarútvegsráðuneytinu varðandi sjóstangaveiðimót og útskýrði þær athugasemdir sem hann sendi Jóhanni aðstoðarmanni ráðherra sem hann var búin að biðja um að kæmu athugasemdir um. Stefán ræddi einnig mikilvægi þess að vinna vel í sátt við ráðuneytið og að reynt yrði að landa þessu máli á sem allra besta veg.

Veiðileyfið hefur ekki borist fyrir veiðisumarið 2013.

Stefán greindi frá því að hann hefði sent inn mótmæli á nýja fiskveiðifrumvarpið á vef Alþingis og sýndi fundarmönnum þau.

Páll og Óli ræddu um möguleika á jöfnunarsjóði sem SJÓL myndi útdeila.

Páll kannaði hljóðið í fundarmönnum varðandi bréf frá SJÓVE varðandi fríaflamark.

Matthías lagði til að það yrði byrjað að senda mótsboðin rafrænt og ræddi svo um veiðireglu 19 gr, varðandi tékklista. Stefán ætlar að senda á alla formenn tékklista sem nota má fyrir mótin.

Hörður spurði um Marhnýtilinn hvort hann væri ekki kominn inn í metfiskaskrá en svo reyndist ekki vera og þarf að skoða það og ganga frá því að hann verði skráður. Sá eini sem getur gert það er Bjarni umsjónarmaður tölvukerfisins.

Einnig fór fram umræða um fækkun keppenda á mótum s.l. sumar og hvað væri að valda því, mögulega kostnaður, gisting og fl.

Vegna tillögu Þóris um laganefndina þarf stjórn SJÓL að skipa 3 aðila í laganefnd.

Fundi slitið

Elín Snorradóttir ritari.

Aðalfundur SJÓL 2012

Aðalfundur SJÓL vegna ársins 2011 var haldinn í Höllinni, Reykjavík 3. mars 2012 og hófst hann kl 10:00

Viðstaddir: Mættir voru fulltrúar frá 7 félögum ásamt stjórn Sjól.

Stefán B. Sigurðsson formaður Sjól, Gylfi Sigurðsson ritari Sjól, Páll Pálsson gjaldkeri Sjól, Pétur Sigurðsson Sjóak, Guðmundur Björnsson Sjóak, Guðrún Gísladóttir Sjósnæ, Magnús Guðmundsson Sjósnæ, Sigrún Jóhannsdóttir Sjóís, Ólafur Hauksson Sjóve, Hörður Hjálmarsson Sjósigl, Ólafur Bjarnason Sjósigl, Pétur Þ. Lárusson Sjóskip, Karl Þórðarson Sjóskip, Elín Snorradóttir Sjór, Pálmar Einarsson Sjór.

Boðuð forföll: Mattías Sveinsson Sjónes, sem gat ekki mætt vegna veðurs og bað um kveðju á fundinn.

1.Fundarsetning

Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og kynnti dagskrá fundarins.

Fundarstjóri var kjörinn Stefán B. Sigurðsson.

Fundarritari var kjörinn Gylfi Sigurðsson.

2.Skýrsla stjórnar

Formaður flutti skýrslu stjórnar þar sem farið var yfir helstu niðurstöður móta sumarsins og samskipti við ráðuneyti og Fiskistofu. Engar athugasemdir voru gerðar við skýrslu stjórnar. Skýrslan var send rafrænt til formanna félaganna.

3.Reikningar

Gjaldkeri lagði fram reikninga SJÓL ásamt athugasemdum skoðunarmanna. Engar athugasemdir voru við reikningana sem slíka en þar eð nokkur fylgiskjöl vantaði var ákveðið að fresta samþykkt.

4.Lagabreytingar

Ekki komu fram neinar tillögur um lagabreytingar.

5.Kosning formanns

Núverandi formaður var kosinn til 2 ára 2011 og situr því til aðalfundar 2013.

6.Kosning stjórnar

Gylfi Sigurðsson, Sjósnæ gaf ekki kost á sér áfram sem ritari.

Tillaga var lögð fram um Elínu Snorradóttur, Sjór sem ritara og var hún samþykkt samhljóma.

Páll Pálsson, Sjóve var endurkjörinn sem gjaldkeri.

7.Kosning skoðunarmanns

Anton Örn Kærnested, Sjór gaf ekki kost á sé áfram sem skoðunarmaður.

Skoðunarmenn voru kjörnir Sigfús Karlsson, Sjóak og Svavar Svavarsson, Sjór.

Stefán formaður þakkaði þeim Antoni Erni og Gylfa fyrir þeirra störf fyrir landsambandið.

8.Ákvörðun árgjalds

Stjórn Sjól lagði fram tillögu óbreytt árgjald 2012, Samþykkt samhljóða að árgjald verði óbreytt eða 3,5% af brúttóaflaverðmæti á aðalmótum Sjól.

9.Önnur mál

A) Tillaga barst frá Sjóak um breytingu á 3. gr. í veiðireglum Sjól.

3. gr. Veiðitími.

Til að mót teljist gilt í stigagjöf til Íslandsmeistara skal það vera að hámarki tveir dagar. Keppni hvers veiðidags takmarkast við sex tíma minnst og tíu tíma hámarks veiðitíma. Veiðitími telst vera sá tími sem líður frá brottför og þar til veiðarfæri eru dregin úr sjó. Veiðidegi skal ávallt ljúka út á sjó. Mótsstjórn er heimilt að skipuleggja eins dags veiði innan veiðitímans sem sérstaklega er ætlað yngri og eldri veiðimönnum, miða skal við 25 ára og yngri annars vegar og hins vegar 60 ára og eldri. Veiðimaður sem skráir sig til veiði einn dag, skal gera grein fyrir hvorn daginn hann vill veiða, mótsstjórn úthlutar honum veiðidegi í samræmi við óskir hans ef mögulegt er. Eins dags veiði skal auglýsa sérstaklega í mótsboði.

Miklar umræður urðu um þessa grein og voru ekki allir fundarmenn á sömu skoðun en hún var samþykkt með 7 atkvæðum og 3 á móti.

11. gr. Útdráttur á báta.

i. Mótsstjórn er heimilt þrátt fyrir ákvæði e. liðar þessarar greinar að raða keppendum sem skrá sig til keppni samkvæmt eins dags ákvæði 3. gr., á sérstaka báta sem einungis sigla með eins dags keppendur.

Rætt var um tillöguna og hún samþykkt samhljóða.

B) Stefán skýrði frá bréfi sem barst frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi beiðni um umsögn á ósk um heimild til að veiða og fénýta afla fyrir opinbert sjóstangaveiðimót á vegum sjóstangaveiðifélag Húsavíkur. Stjórn Sjól svaraði bréfinu og voru afrit beggja bréfa send formönnum félaganna rafrænt.

C) Rætt um hvort félögin megi senda út tölvupóst í stað bréfpósts þegar boðað er til opinna móta hjá félögunum. Um þetta urðu nokkrar umræður en félögunum er heimilt að senda tölvupóst.

D) Það kom fram að menn skráðu sig á opin mót en mættu ekki til leiks, en þá eru félögin búin að leggja í kostnað vegna undirbúnings. Um þetta urðu nokkrar umræður og töldu fundarmenn að félögin gætu lagt á staðfestingargjald við skráningu á mót.

E) Rætt var um gjald fyrir ný félög sem vilja ganga í Sjól. Fundarmenn töldu að það ætti að finna út kostnað sem Sjól hefur lagt í gegnum árin.

F) Formaður þakkað Sjór fyrir lánið á húsinu og atlætið og fundarmönnum fyrir góðan fund.

Fundi slitið kl. 13:50.

Gylfi Sigurðsson fundarritari

Aðalfundur SJÓL 2011

Aðalfundur SJÓL fyrir árið 2010 var haldinn á Grand hótel, Reykjavík 5. mars 2011 og hófst hann kl 10:00

Mættir voru:

Stefán B. Sigurðsson formaður Sjól, Guðbjartur Gissurarson gjaldkeri Sjól, Páll Pálsson ritari Sjól/Sjóve, Ólafur Hauksson Sjóve, Pétur Sigurðsson Sjóak, Guðrún Rúnarsdóttir Sjóak, Mattías Sveinsson Sjónes, Guðmundur Svavarsson Sjór, Elín Snorradóttir Sjór, Þórir Sveinsson Sjóís, Sigríður Jóhannsdóttir Sjóís, Gylfi Sigurðsson Sjósnæ, Guðrún Gísladóttir Sjósnæ, Hörður Hjálmarsson Sjósigl. Ólafur Bjarnason,.Sjósigl. Tveir fulltrúar frá hverju félagi hafa kosningarétt, þannig að á fundinn mættu 13 sem hafa þann rétt.

Stefán bauð alla velkomna og setti fundinn, mættir voru frá öllum félögum utan Sjóskip. Frá Sjónes kom einn fulltrúi.

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum SJÓL

a) Kosning fundarstjóra og ritara

b) Skýrsla stjórnar

c) Endurskoðir reikningar lagðir fram.

d) Lagabreytingar.

e) Kosning formanns.

f) Kosning stjórnar

g) Kosning skoðunarmanna.

h) Ákvörðun árgjalds.

i) Önnur mál.

a) Kosninga fundarstjóra og ritara

Stefán B. Sigurðsson kosinn fundastjóri og Páll Pálsson ritari.

b) Skýrsla stjórnar

Stefán fór yfir skýrslu stjórnar og er hún í fylgiskjal (nr 1) með þessari fundagerð. Stefán ætlar að senda skýrsluna út rafrænt. Fjallaði Stefán m.a. um reiknikerfi Sjól, styrktaraðila, farið var yfir mót ársins 2010 og sí aukna kröfu frá ráðuneytinu um að landssambandið geti veitt upplýsingar um rekstur móta. 171 einstaklingur tók þátt í 8 aðalmótum ársins, þar af 19 konur. Keppendur voru 343 samtals í mótunum átta og veiddu þeir samtals 156 tonn eða að meðaltali 456 kg pr keppanda yfir árið. 16 fiskitegundir veiddust.

Íslandsmeistar á árinu voru Einar Þ. Pálsson og Svala Júlía Ólafsdóttir . 4 fyrirtæki styrku landsambandið þau eru 66º, Olis/ Ellingsen, Vesturröst og Cintamani og þakkaði Stefán fyrir þessa styrki sem notaðir voru til að kosta verðlaun landsambandsins. Öll aðildafélög Sjól héldu innanfélagsmót sín en það kom fyrir að fresta þurfti mótum sökum veðurs. Farið yfir samband við ráðuneytið og nokkur atriði sem koma þurfa fram t.d. varðandi upplýsingar um rekstur móta. Að öðru leyti er vísað í skýrsluna sem fylgir fundargerðinni sem fylgiskjal nr. 1. Skýrslan formanns samþykkt einróma.

c) Endurskoðir reikningar lagðir fram.

Guðbjartur gjaldkeri Sjól fór yfir ársreikninga landsambandsins. Tap varð á rekstri á árinu upp á 229 þúsund. Þórir benti á að það þyrfti að bregðast við tapi og Sjól getur ekki verið rekið með tapi í langan tíma. Pétur benti á að tekjur hafi dregist saman og einnig að miklar breytingar hafa verið á reikningskerfinu sem hafi kostað sitt. Ekki séu áætlaðar fleiri breytingar og þar af leiðandi ætti ekki að koma mikill kostnaður á næstunni. Benti jafnframt á að stjórnin þyrfti að aðlaga kostnað vegna verðlauna að tekjum. Guðbjartur sá fram á að kostnaður við reikninskerfið myndi lækka allverulega á næstu árum. Mattías spurði hvers vegna enginn kostnaður væri vegna trygginga. Stefán sagði að þarna hefðu komið upp misskilningur innan stjórnar varðandi kaup á tryggingum en þetta sé komið í rétt horf núna. Í ljós koma að misfarist hafði að setja inn hlut af styrkjum styrktaraðila (bæði inn og út). Ákveðið var að setja það inn og senda nýja ársreikninga út með leiðréttingu. Þetta breytir þó ekki á neinn hátt niðurstöðu ársreiknings. Reikningar samþykktir samhljóða með tilliti til ofnanefndra leiðréttinga.

d) Lagabreytingar.

Engar tillögur bárust

e) Kosning formanns.

Tillaga var lögð fram um Stefán B. Sigurðsson sem formann og var hann kosinn til 2ja ára. Rúnar Andrason verður varaformaður.

f) Kosning stjórnar

Guðbjartur Gissurarson Sjór lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs sem gjaldkeri Sjól. Tillaga var lögð fram um Pál Pálsson Sjóve sem gjaldkera. Engar aðrar tillögur komu fram og var hann því sjálfkjörinn. Ólafur Hauksson Sjóve verður varamaður. Tvær tillögur komu fram um ritara, Gylfa Sigurðsson Sjósnæ, og Ragnar Valsson Sjór. Ragnar hlaut 5 atkæði og Gylfi hlaut 8 atkvæði og því Gylfi Sigurðsson rétt kjörin ritari Sjól. Guðrún Gísladóttir Sjósnæ verður varamaður hans Stefán notaði tækifærið og þakkaði Guðbjarti Gissurasyni fyrir gott samstarf í stjórn Sjól undafarið ár.

g) Kosning skoðunarmanna.

Núverandi skoðunarmaður Magnús Guðmundsson hafði beðist undan því að vera endurkjörinn. Tillaga var lögð fram um Sigfús Karlsson Sjóak og Anton Örn Kærnested Sjór. Engar aðrar tillögur komu fram og voru þeir því sjálfkjörnir. Stefan notaði tækifærið og þakkaði Magnúsi Guðmundssyni fyrir góð störf undafarið ár sem skoðunarmaður Sjól.

h) Ákvörðun árgjalds.

Samþykkt samhljóða að árgjald verði óbreytt eða 3,5% af brúttóaflaverðmæti á aðalmótum Sjól.

i) Önnur mál.

1) Tillaga frá Sjóak sjá fylgiskjal (nr 2) sem fjallar um sveitakeppni á aðalmótum Sjól (gr. 16 í veiðireglum Sjól). Tillagan felur í sér að sveitakeppni er breytt úr kynskiptum sveitum (karlar og konur sér) í blandaðar (ókynskiptar) sveitir en þó gætu félög haldið kynskiptum sveitum ef næg þátttaka væri í mótinu af báðum kynjum. Málið rætt og kom þá breytingartillaga fram frá Matthíasi Sjónes um að hafa sveitakeppni væri ókynskipt án undantekninga. Þórir fagnaði þessari tillögu og taldi þetta leiða til þess að gera þessa íþrótt fjölskylduvænni þar sem þá gætu t.d. hjón skráð sig saman í sveit. Frekari umræður urðu í þessa vegu. Breytingartillagan var borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum gegn 6.

16. grein veiðireglna Sjól breytist því með tilliti til þessa og falla m.a. út þær undantekningar sem gera mátti ef fáir keppendur voru af öðru kyninu.

16. gr veiðireglna Sjól verður því svohljóðandi:

16. gr. Stig og verðlaun. Skipan í sveitir.

Við setningu móts ber mótsnefnd skylda til að kynna keppendum hvaða verðlaun eru veitt. Í mótum aðildarfélaga Sjól er keppt um stig til Íslandsmeistara, sbr. 16. 17. gr. Veita skal verðlaun fyrir stærsta fisk móts, stærstu fiska í tegund, flestar tegundir, þrjár aflahæstu veitir svo og þrjá aflahæstu einstaklinga í karla og kvennaflokki. Að öðru leyti setur hver mótshaldari reglur um verðlaun þau sem keppt er um á mótum aðildarfélaganna. Handhafi farandsverðlauna eða bikars ábyrgist gagnvart mótshaldara að verðlaunin séu á öruggum stað og skili þeim að minnsta kosti mánuði fyrir næstu keppni. Mótstjórn ber að tilnefna og skrá allar sveitir áður en keppni hefst. Sveit skal skipuð fjórum keppendum. Við útreikning í sveitakeppni skal reikna út meðalafla þriggja aflahæstu keppanda í hverri sveit og skal sá meðalafli ráða sætum í sveitakeppni. Deilitalan við útreikning í sveitakeppni skal ávallt vera þrír.

Ef veður hamlar veiðum annan daginn er mótsnefnd heimilt að veita verðlaun fyrir eins dags veiði og einnig telst mótið gilt til stiga í Íslandsmeistaratitli. Ákvarðanir mótsnefndar eða dómnefndar um afhendingu verðlauna eru endanlegar. Engu aðildarfélagi Sjól er heimilt að veita verðlaun sem á einhvern hátt stangast á við lög og reglur Sjól.

2) Tekin var umræða um að hafa mótstig ókynskipt svipað og er með bónusstig og bátastig. Stefán skorar á að menn skoði vel áhrif slíkra breytinga, hvort þetta yrði til bóta eða ekki. Það kom fram hjá Pétri að þetta hafi verið rætt hjá þeim í Sjóak en niðurstaðan hjá þeim orðið sú að hafa þetta óbreytt.

3) Stefán fór yfir málin varðandi samskipin sín við Fiskistofu og ráðuneytið. Samskipti við ráðuneytið hafa orðið erfiðari síðustu ár og hefur gætt á neikvæðri umræða í garð okkar í sjóstönginni sérstaklega varðandi fjármál. Þar kemur fram aukin krafa á því að landsambandið geti veitt upplýsingar um rekstur móta. Stefán lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur Sjól samþykkir að Sjól fái upplýsingar varðandi rekstur móta aðildarfélaganna til að geta gert ráðuneytinu grein fyrir ráðstöfun tekna vegna mótanna. Tillagan borin undir atkvæði samþykkt samhljóða Stefán benti á að það ný setning sé í leyfinu fyrir sumarið 2011, þar sem við erum háð þeim breytingum sem verið er að vinna í hjá ráðuneytinu á lögum um stjórn fiskveiða. Stefán minnti á að ekki sé óeðlilegt að félög eigi varasjóð til að geta haldið allt að 2 léleg mót án þess að lenda í vandræðum. Minnti hann á að tekjur af mótum séu einu ?styrkir? sem félögin hafi ólíkt öðrum íþróttafélögum sem hljóta styrki t.d. frá sveitarfélögum í formi aðstöðu, Íþrótta mannvirki osfrv. Guðmundur Svavarsson og Ólafur Hauksson spurðu út í hvort við ættum að ganga í ÍSÍ en þá værum við talin sem íþróttafélag.

4) Stefán fór inn á virðisaukaskattinn, hans skilningur er að allur sá virðisauki sem félögin innheimti eigi að skila til ríkissjóðs, þrátt fyrir að við séum ekki framtalsskild. Það væru flóknar reglur í þessum málum en jafnframt benti hann á að ábyrgð á þessum málum væri í höndum hvers félags fyrir sig. Stefán ætlar að kanna það hjá öllum félögum hvort að menn standi ekki skil á sköttum þannig að þetta skaði ekki sjóstöngina í heild sinni. Stefán hvetur til þess að ef félög séu ekki með þessi mál á hreinu að ganga strax í það vinna í þeim málum.

5) Matthías spurði út þátttökutilkynningar í mót eins og um var rætt á formannafundinum þ.e. færa lokadag tilkynninga þannig að hann lendi ekki á helgi til að auðvelda undirbúing. Guðbjartur benti á að veðrið gæti spilað inní þ.e. veðurspá hefur áhrif og því lengri tími sem væri til lokatillkynninga gæti orsakað að menn detti út á síðustu stundu. Stefán leggur til að lokadagur tilkynningar á mót sé á miðvikudegi vikunni á undan móti (ca 10 dagar) á undan móti. Var það samþykkt.

6) Spurt var út í hver bæri ábyrgð á því ef veiðimenn kæmu t.d. mjög ölvaðir hvort það væri skipstjóri eða mótshaldari. Skipstjórinn ber höfuðábyrgð en mótshaldari getur líka tekið ákvörðun en bent var að þetta væri mjög fátítt nú orðið að menn mættu ölvaðir um borð.

7) Stefán fór yfir með hvort strandveiðibátar mættu taka þátt í mótum og hefur hann fengið þá skýringu að þeir bátar sem eru í mótum eru í raun flutningsaðilar (flytji keppendur á veiðisvæði) en eru ekki að stunda veiðar sjálfir. Þannig að mót Sjól hafa ekki áhrif á aflamark viðkomandi báta.

8) Rætt var um 12. lið formannsfundar og er það undir hverju félagi komið hvort að innanfélagsmót séu opin öllum á netinu. Lögskráninga á báta er í vinnslu. Leggja ber áherslu á að Sjól sé með tryggingar. Boðun móta, það er undir hverju félagi hvernig það er gert hvort sem rafrænt eða bréfleiðis.

9) Kynning styrktaraðila Pétur benti á ódýra leið t.d í stað auglýsingu á rúllugardínu þá mætti útbúa skjal á tölvutækt form sem væri hægt að varpa upp á skjá. Þetta þarf að gera tímalega og ganga frá samningum við styrktar aðila og að stjórnin skipti með sér verkum í þetta.

10) Elín bað um að félög færu í það að endurskoða sína félagaskrá. Þar sem kostnaður við boðun móta er orðin mikill og kæmi fyrir alltof oft að félagaskráin væri röng. Guðmundur Svavarsson benti á að olíufélög væru oft með afsláttarkjör og það gæti verið sniðugt að kanna hvort Sjól gæti fengið slíkt fyrir félagsmenn sína.

11) Pétur kom inná hvernig tillögur eru unnar, og leggur til að á formannafundi leggi félög inn tillögur og stjórnin vinnur úr þeim og sendi síðan út þær mánuð fyrir aðalfund. Þarna þarf ekki að breyta lögum heldur frekar vinnuferlinu.

Fleira ekki gert.

Stefán þakkaði góða fundasetu.

Fundi slitið kl: 14:40

Reykjavík 5. mars 2011

Páll Pálsson fundarritari.

Aðalfundur SJÓL 2010

Aðalfundur Sjól fyrir árið 2009 var haldinn 6. mars 2010 í Turninum í Kópavogi og hófst hann kl 10:00

Mættir voru:

Stefán B. Sigurðsson formaður Sjól, Guðmundur Kristinsson gjaldkeri Sjól, Páll Pálsson ritari Sjól, Sjóve Pétur Sigurðsson Sjóak, Sigfús Karlsson Sjóak, Mattías Sveinsson Sjónes, Guðmundur Svavarsson Sjór, Guðbjartur Gissurarson Sjór, Þórir Sveinsson Sjóís, Sigríður Jóhannsdóttir Sjóís, Gylfi Sigurðsson Sjósnæ, Magnús Guðmundsson Sjósnæ, Hörður Hjálmarsson Sjósigl, Gunnar Magnússon Sjósigl Pétur Lárusson Sjóskip.

Tveir fulltrúar frá hverju félagi hafa kosningarétt, þannig að á fundinn mættu 13 sem hafa þann rétt.

Formaður bauð alla velkomna og setti fundinn, mættir voru fulltrúar frá öllum 8 félögunum. Frá Sjónes Sjóskip og Sjóve kom einn fulltrúi frá hverju félagi en tveir frá hinum.

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum SJÓL

a) Kosning fundarstjóra og ritara

b) Skýrsla stjórnar

c) Endurskoðir reikningar lagðir fram.

d) Lagabreytingar.

e) Kosning formanns.

f) Kosning stjórnar

g) Kosning skoðunarmanns.

h) Ákvörðun árgjalds.

i) Önnur mál.

a) Kosninga fundarstjóra og ritara

Stefán B. Sigurðsson kosinn fundastjóri og Páll Pálsson ritari.

b) Skýrsla stjórnar

Stefán fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2009 (sjá fylgiskjal nr 1). Umræður urðu um heimasíðu landsambandsins og vildu menn bæta fleiri upplýsingum þar inn t.d segja frá fundum og setja inn fyrr. Einnig voru rædd samskipti Landsambandsins við ráðuneytið. Eins og kemur fram í árskýrslu stjórnar þá virðist alltaf vera erfiðara og erfiðara að fá veiðileyfi. Nokkrar óformlegar athugasemdir komu frá ráðuneyti m.a hvort það fé sem kæmi inn til félaga væri notað í eitthvað annað en til reksturs móta og einnig fyrirspurn um félög sem halda mót utan síns svæðis. Svaraði formaðurinn skrifalega og útskýrði m.a. að sagan sýndi að félag eins og Sjór, sem er elsta félagið, hefði nær alltaf haldið sín mót utan Reykjavíkur og væri því hefðin sterk í þeim efnum. Guðmundur Kristinsson. benti á að það væru fleiri félög sem halda mót annarsstaðar en sinni heimabyggð t.d. Sjóak sem rær frá Dalvík og Grímsey og Ísfirðingar sem róa frá Bolungarvík. Formaðurinn sagði að nauðsynlegt væri að halda góðu sambandi við ráðuneytið og eyða þyrfti öllum röngum sögusögnum og vinna þetta á faglegum nótum. Að öðru leyti er vísað í skýrsluna sem fylgir fundargerðinni.

c) Endurskoðir reikningar lagðir fram.

Guðmundur fór yfir ársreikninga Landssambandsins fyrir árið 2009. Bent var á að ógreiddur kostnaður kr. 490.000 er vegna reiknikerfisins og er reikningurinn vegna áranna 2007–2008. Hann var ekki greiddur fyrr en í upphafi árs 2009 og má því segja að reksturinn sé mun betri á árinu 2009 ef tekið er tillit til þess. Guðmundur bendir á sum félög greiða mjög seint til Landssambandsins og vill að menn geri bætur á því, jafnvel að setja tímamörk og jafnvel setja vexti eða alla vega einhverjar fastmótaðri reglur. Reikningar Landssambandsins fyrir 2009 voru síðan samþykktir einróma.

d) Lagabreytingar.

Óskað var eftir afbrigði frá lögum Landssambandsins svo hægt væri að leggja fram tillögu um lagabreytingar en gleymst hafði að senda hana sérstaklega út með fundarboði. Gylfi benti á að þessi lagabreyting hafi verið kynnt og rædd á síðasta aðalfundi og telur því að það hafi í raun verið búið að kynna þessa.lagabreytingu. Voru þessi afbrigði samþykkt, en Þórir sat hjá þar eð hann taldi að slík afbrigði séu óæskileg og vanda beri mjög allar lagabreytinga. Í lagabreytingunni er lagt til að kosnir skuli 2 skoðunarmenn reikninga í stað eins áður. Í þessu felst að 4. liður 7. gr. laga Landssambandsins hljóði þannig „Kosnir skulu 2 skoðunarmenn reikninga til eins árs í senn“. Var þessi breyting samþykkt samhljóða en Þórir Sveinsson sat hjá.

e) Kosning formanns.

Engin kosning formanns fór fram í ár þar sem er kosið var síðast til 2 ára.

f) Kosning stjórnar

Tillaga var lögð fram um Pál Pálsson Sjóve sem ritara. Engar aðrar tillögur komu fram og var hann því sjálfkjörinn. Tillaga var lögð fram um Guðbjart Gissurarson Sjór sem gjaldkera. Engar aðrar tillögur komu fram og var hann því sjálfkjörinn. Stefan notaði tækifærið og þakkaði Guðmundi Kristinssyni fráfarandi gjaldkera Landssambandsins fyrir vel unnin gjaldkerastörf undafarin ár.

g) Kosning skoðunarmanns.

Tillaga var lögð fram um Magnús Guðmundson Sjósnæ og Anton Örn Kærnested Sjór Engar aðrar tillögur komu fram og voru þeir því sjálfkjörinir.

h) Ákvörðun árgjalds.

Tillaga kom frá Sjóak um breytingar á árgjaldi Sjól (sjá fylgiskjal nr. 2). Auk þess sem kemur fram í tillögunni á fylgiskali benti Pétur jafnframt á þetta myndi auðvelda skilgrein gagnvart ráðuneytið um hvað er gert við tekjur sem koma á mótin. Stefán sagði það ekki spurning um hvort heldur hvenær að ráðuneytið krefðist ítarlegra greininga á fjármálum. t.d. hvort fjármagn sé fært á milli móta þegar gengur vel hjá einum en verr hjá öðrum. Stefán taldi að þetta ætti að ræða fagmannlega og það sé betra að við séum með frumhvæði. Guðmundur óttast að þessi breyting gæti leitt til þess að frumkvæði og hvatning mótshaldara hverfi og þeim sem gengur vel eigi að fá að njóta þess en ekki halda uppi skussunum. Hörður benti á að fólki hjá sér lítist bara vel á þetta og þarna kæmi meiri jöfnuður. Þórir benti á að þessi tillaga sé ein róttækasta sem hafi komið fram og að hún muni draga verulega úr áhuga heimamanna við að halda mót. Auk þess teldi hann að tillagan eigi ekki heima innan þessa liðar heldur frekar undir lagabreytingar. Hann telji að þetta muni grafa undan félögum. Síðan lagði hann fram frávísunartillögu, svo hljóðandi: Leggjum til að tillögu Sjóak verði vísað frá þar sem engin lagabreyting var lögð fram frá félaginu innan tilskilins frests eins og áskilið er samkvæmt 6. Grein laga Sjól. Var frávísunartillagan borin strax fram og samþykk 6 með 5 á móti og 2 sátu hjá. Þessi tillaga var því ekki rædd frekar undir þessum lið

Tillaga kom frá Sjóak og Sjósnæ um að árgjald verði 3,5% af heildarsöluverðmæti á aðalmótum aðildarfélaganna. Gjalddagi 3 vikum eftir mót hvers félags. Við uppgjör skal leggja fram afrit af sölu og kostnaðarreiknum. Samþykkt samhljóða

i) Önnur mál.

1) Stefán fór yfir þáttöku á mótum sumarsins 2009 og benti jafnframt á að stundum hafi heimamenn þurft að víkja fyrir gestum. En að meðatali eru 65% gestir á mótum og gestir eru að skila frá 40–90% aflaverðmæta eða frá 700 þ. upp í 3.500 þ. Þetta sýnir hve mikilvægir gestir mótanna eru. Heildar aflaverðmæti móta væru frá rúmri 1 milj í rúmar 9 milj. Sýnir greinilega hvað tekjur eru mismunandi á milli félaga.

2) Tillögur frá Sjóak um breytingar á veiðireglum:

6gr. Í stað: ?Við mótssetningu skal mótsstjórn á sérfundi með trúnaðarmönnum kynna þeim hlutverk þeirra? Komi: ?Við mótssetningu skal mótsstjórn kynna trúnaðarmönnum hlutverk þeirra? nokkrar umræður urðu en síðan var tillagan samþykkt einróma.

7gr. C liður: Í stað: „Að sjá um að keppendur dragi stæði við borðstokk þannig að sá veiðimaður sem dregur lægsta númerið verði fremstur (næst stefni) og síðan koll af kolli. Ef auka veiðimaður kemur á bátinn seinni daginn skal trúnaðarmaður útbúa miða með einu númeri hærra en fjöldi keppenda sem fyrir eru á bátnum segir til um og láta aukaveiðimanninn draga númer. Sá taki stæði við borðstokkinn eins og númer hans segir til um en aðrir keppendur færist í stæði samsvarandi.“ Komi: „Að sjá til þess að keppendur raði sér á borðstokk í samræmi við mótsgögn, þannig að sá veiðimaður sem efstur er á bátalista í mótsgögnum verði fremstur (næst stefni) og síðan koll af kolli. Ef veiðimaður sem ekki er á mótsskýrslu kemur á bátinn skal trúnaðarmaður útbúa miða með einu númeri hærra en fjöldi keppenda sem fyrir eru á bátnum segir til um og láta veiðimanninn draga númer. Sá taki stæði við borðstokkinn eins og númer hans segir til um en aðrir keppendur færist í stæði samsvarandi.“

Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu og kom m.a breytinga tillaga frá Sjósnæ sem gekk styttra en tillaga Sjóak. Tillaga Sjóak var borin upp og samþykkt með 6 atk. gegn 5 atk og kom tillaga Sjósnæ því ekki til atkvæðagreiðslu.

9 gr. Miklar umræður urðu um þessa grein m.a. ójafnræði, aðstoðarmenn og skipstjóra sem vilja vera meira með, of stífar reglur geti fælt nýliða frá en tillaga Sjóak er svo hljóðandi: „Skipsverji eða annar keppandi má aðstoða keppendur við að ganga frá afla, skera beitu, beita öngul, háfa eða færa í, innbyrða og losa fiska af önglum keppenda, greiða úr flækjum sem á færin eða hjólin kunna að koma, en annars ber keppanda einum að meðhöndla stöngina og veiðarfærin. Trúnaðar-maður skal sjá til þess að allir veiðimenn hafi sama aðgang að aðstoð um borð.“ Fram kom breytingartillaga frá Guðbjarti og Matthíasi sem gekk heldur styttra en hún hljóðar svo „Skipsverji eða annar keppandi má ganga frá afla og skera beitu. Einnig háfa, færa í, innbyrða og losa fiska af önglum þeirra keppenda sem í vandræðum lenda, greiða úr flækjum sem á færin eða hjólin kunna að koma, en annars ber keppanda einum að meðhöndla stöngina og veiðarfærin. Trúnaðarmaður skal sjá til þess að allir veiðimenn hafi sem jafnastan aðgang að aðstoð um borð“ Fyrst var tillaga Sjóak borin upp en hún var felld með 7 atkv. gegn 6 atkv. Þá var borin upp tillaga Guðbjarts og Matthíasar og var hún samþykkt samhljóða en nokkrir sátu hjá.

3) Tillaga frá Sjósnæ um að á mótum verði hægt að tefla fram blönduðum sveitum karla og kvenna. Ekki var hægt að greiða atkvæði um þessa tillögu þar sem hún var of seint fram komin en umræða leyfð. Þóri lýst vel á tillöguna þar sem oft eru fáar konur og oft ein sveit þannig að þar er ekki að neinu að keppa. Aðrir töldu að þetta þyrfti að skoða vel fyrir næsta fund.

4) Guðmundur Kristinsson tók upp samskipti við ráðuneyti varðandi málefni Landssambandsins. Taldi hann að aðilar sem ekki hefðu með málið að gera væru að því og vildi að fundurinn áminnti þá. Vísaði hann þar m.a. í umræðu á formannafundi í nóvember síðastliðnum. Þóri kvaðst þykja miður að Guðmundur skuli skilja málið þannig og tala með þessum orðum. Hann kvaðst eingöngu bera hag Landssambandsins fyrir brjósti þegar málefni þess bæru á góma í ráðuneytinu. Fundurinn ítrekar að einungis formaður og eða stjórn Sjól tali máli Landsambandsins við ráðuneyti og fleirri aðila. Guðmudur þakkaði Stefáni fyrir hvernig hann hefur haldið á málum fyrir Sjól og vill meina að það hafi bjargað miklu.

5) Þórir sagði frá að EFSA héldi Evrópumót á Dalvík 5 daga mót 9. ? 14. maí nk. Kostar um kr. 100 þús. á mann. Komnir séu um 125 keppendur frá 11 löndum en þeir hafi báta fyrir fleiri keppendur. Er þetta eitt fjölmennasta mót sem hefur verið haldið hér á landi.

6) Magnús tilkynnti flutning á dagsetningu innanfélagsmóts Sjósnæ frá 1. maí til 24. apríl. Verið geti að Sjóve flýti sínu móti líka fram í apríl. Stefan ítrekar að láta sig vita strax um allar breytingar svo hægt sé að láta Fiskistofu vita. Pétur frá Sjóskip sagði frá því að þeir væru í vandræðum með að fá menn til að taka að sér stjórnarstörf og verið gæti að þeir gætu ekki haldið sitt mót í sumar.

7) Pétur lagði fram tillögu vegna ársreikninga. Þ.e. að „formaður Sjól fái aðgang af ársreikningum félaganna“. Ástæða væri til þess að formaður Sjól hafi aðgang að þeim til að geta geti útskýrt fyrir ráðuneytinu hvernig félögin reki mótin.

Nokkrar umræður voru m.a. kom fram hjá Stefáni að formaður Sjól myndi ekki gefa upp upplýsingar úr ársreikningi nema með samþykki viðkomandi félags. Guðmundur og Þórir benda á að þetta standist ekki lög þeirra félaga og þess vegna eru þeir á móti. Auk þess komi ráðuneytinu ekki við hvað standi í ársreikningum félaganna. Tillagan var borin upp og samþykkt með 7 atkv. gegn 6 akv á móti.

8) Mattías bendir á að færa inní reglur hvað gagnagrunnur á að gera.

Einnig vill hann benda félögum á því að sé veiðandi skipstjóri á mótum að þá komi aðstoðarmaður um borð. Þá þurfi að athuga betur með notkun tékklista og birtingu netfanga formanna aðildarfélaga á heimasíðu Sjól.

9) Þórir vill benda á að skoða þurfi vel hvort að senda eigi út tilkynningar um mótin eingöngu rafrænt.

10) Páli fannst leiðinlegt að tillaga frá Sjóak um breytingar á árgjaldi skildi enda með þeim hætti sem raun var og menn gætu ekki rætt og skoðað málin betur. Pétur vill að tillagu þeirra verði skoðuð betur og jafnvel að stjórnin setji nefnd um þessi mál. Þórir benti á að tillagan frá Sjósnæ hefði einmitt gengið út á að þeim félögum sem ættu í erfiðleikum yrði hjálpað.

Fleira ekki gert og þakkaði Stefán fundarmönnum góða fundasetu. Fundi slitið kl: 16:00

Reykjavík 6. mars 2010

Páll Pálsson fundarritari.

Aðalfundur SJÓL 2009

Aðalfundur Sjól fyrir árið 2008 var haldinn laugardaginn 21. mars 2009.

Fundarstaður var Höllin, félagsheimili Sjór, og hófst hann kl.10,00.

Á fundinn mættu: Stjórnarmenn án atkvæðisréttar: Stefán B. Sigurðsson, formaður og Guðmundur Kristinsson, gjaldkeri.

Frá aðildarfélögum Sjól, með atkvæðisrétt: Sigríður Jóhannsdóttir, Sjóís, Þórir Sveinsson, Sjóís, Guðbjartur G. Gissurarson, Sjór, Guðmundur Svavarsson, Sjór, Sigurður M. Jónsson, Sjóskip, Matthías Sveinsson, Sjónes, Páll Pálsson, Sjóve, Ólafur P. Hauksson, Sjóve, Hörður Þ. Hjálmarsson, Sjósigl, Ólafur Bjarnason, Sjósigl, Pétur Sigurðsson, Sjóak, Gunnar Rúnarsson, Sjóak, Sigurður A. Guðmundsson, Sjósnæ, Magnús Guðmundsson, Sjósnæ. Tveir fulltrúar frá hverju félagi hafa kosningarétt, þannig að á fundinn mættu 14 sem þann rétt höfðu.

Boðuð forföll: Gylfi Sigurðsson, ritari Sjól.

Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og kynnti dagkrá fundarins.

1. Kosning fundarstjóra og ritara:

Stungið var upp á Stefáni B. Sigurðssyni sem fundarstjóra og Magnúsi Guðmundssyni sem fundarritara. Fleiri tillögur bárust ekki og voru þeir því sjálfkjörnir.

2. Skýrsla stjórnar:

Formaður flutti skýrslu stjórnar. Ræddi hann um störf stjórnarinnar almennt, mót

sumarsins, samskipti við Fiskistofu og Sjávarútvegsráðuneyti. Taldi hann þau samskipti nú komin í góðan farveg en brýndi fyrir mönnum nauðsyn þess að félögin stæðu við sinn hlut af samkomulagi við Fiskistofu um upplýsingar um mót sumarsins. Ýmsir aðilar eru farnir að hnýta í ráðuneytið vegna veiðileyfi til handa Sjól. Í viðræðum við ráðuneytið lagði formaður áherslu á að eini styrkur sem þessi íþrótt fengi frá hinu opinbera væri þessi heimild til veiða. Taldi hann að þessi röksemd og einnig það, að félögin hafi staðið við sitt á árinu, hafi vegið þungt í því að óbreytt veiðiheimild fékkst fyrir árið 2009. Að öðru leyti er vísað í skýrsluna.

3. Ársreikningur 2008:

Gjaldkeri lagði fram endurskoðaðan ársreikning fyrir árið 2008. Hagnaður ársins nam kr. 419.775,- og óráðstafað eigið fé í árslok kr. 607.698,-.

Orðið var gefið laust um skýrslu stjórnar og ársreikning. Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjórnar og reikninga en að þeim loknum var skýrslan og ársreikningur samþykkt samhljóða.

4. Lagabreytingar:

Engar tillögur um lagabreytingar lágu fyrir fundinum.

5. Kosning formanns til tveggja ára:

Stungið var upp á Stefáni B. Sigurðssyni og var það samþykkt samhljóða.

6. Kosning ritara og gjaldkera til eins árs:

Í embætti ritara komu fram uppástungur um Gylfa Sigurðsson, Sjósnæ og Pál Pálsson, Sjóve. Kosið var milli þeirra og hlaut Páll 11 atkvæði en Gylfi 3. Er Páll því réttkjörinn ritari Sjól, starfsárið 2009–2010.

Í embætti gjaldkera var Guðmundur Kristinsson, Sjór, sjálfkjörinn, þar sem

Fleiri uppástungur bárust ekki.

7. Kosning skoðunarmanna:

Endurkjörnir voru Magnús Guðmundsson, Sjósnæ og Anton Örn Kærnested, Sjór.

8. Ákvörðun árgjalds:

Stefán kynnti hugmynd sem fram hefði komið um að lækka árgjald í 1,75%. Pétur lagði til að árgjald yrði óbreytt 3,5% og færði rök fyrir því. Eftir nokkrar umræður var samþykkt að árgjaldið yrði óbreytt.

9. Önnur mál:

9.1)Tillögur frá Sjóak um breytingar á veiðireglum. Lagt er til að11. grein sé felld út að mestu leiti og ný grein sett í staðin með eftirfarandi hætti. Liðir a. ? e. í núgildandi reglum um útdrátt á báta falli niður og í stað þeirra koma nýir liðir a. ? h. (sjá hér að neðan) Liðir f. og g. í eldri reglum verða óbreyttir en verða númer i. og j. Tillaga Sjóak var svohljóðandi:

Nota skal veiðigrunn Sjól við útdrátt á báta fyrir mót, eftirfarandi reglur skulu gilda:

a. Skrá skal í veiðigrunn nöfn skipstjóra, nöfn, umdæmisnúmer og skipaskrárnúmer báta, einnig fjölda veiðimanna í áhöfn.

b. Skrá skal í veiðigrunn hvaða skipstjórar eru veiðandi.

c. Skrá skal í veiðigrunn nafn og sveitarnúmer keppenda.

d. Skrá skal í veiðigrunn hvaða keppendur hafa verið tilnefndir til trúnaðarstarfa og skulu þeir aldrei vera færri en skráðir bátar í mótinu.

e. Veiðigrunnur skal raða keppendum af handahófi niður á skráða báta í mótinu.

f. Veiðigrunnur skal raða skráðum trúnaðarmönnum niður á skráða báta í mótinu, einum á hvern bát.

g. Veiðigrunnur skal raða veiðandi skipstjórum niður á þá báta sem þeir eru skipstjórar á.

h. Veiðigrunni er óheimilt að raða veiðimönnum í sömu sveit saman á bát.

Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu og tóku eftirtaldir til máls: Guðmundur Kristinson, Stefán B. Sigurðsson, Ólafur Hauksson, Guðmundur Svavarsson, Sigurður, Páll Pálsson, Pétur Sigurðsson, Þórir Sveinsson, Matthías Sveinsson. Þórir lagði fram tillögu um nýjan lið sem yrði nr k) ?Heimilt er að draga veiðimenn á báta fyrir sitt hvorn veiðidag samkvæmt e ? h liðum þessara greinar. Pétur bætti um betur og lagði til að við lið k) yrði bætt ?enda sé þess getið í mótsboði?. Þá tóku til máls Guðbjartur og Pétur. Tillaga Þóris/Péturs var samþykkt með 11 atkv. 2 á móti og einn sat hjá. Þá lagði Páll fram tillögu um nýjan lið sem yrði l liður greinarinnar ?Ef gagnagrunnur liggur niðri við útdrátt á báta skal fara eftir þeim reglum sem voru í gildi fyrir veiðiárið 2008. Þetta skal þó einungis gert í samráði við stjórn Sjól.? Þetta var samþykkt. Samþykkt var einnig að víxla f) og e) lið greinarinnar. Tillaga Sjóak með áorðnum breytingum var síðan samþykkt samhljóða.

16. gr. Stig og verðlaun. Skipan í sveitir.

Í lok annarrar setningar greinarinnar breytt í 17. gr. til samræmis við umfjöllunarefni greinanna. Samþykkt samhljóða.

17. gr. Stigagjöf til Íslandsmeistara.

Kaflanum um mótsstig breytt þannig að gefin eru mótsstig fyrir hvorn veiðidag fyrir sig og eru þau helminguð frá núverandi stigum. Greinin helst óbreytt að öðru leyti og verði þannig:

Mótsstig: Aflahæsti keppandi í magni, karl og kona, í móti í kílóum talið fær 75 stig fyrir hvorn dag sem veitt er. Annar aflahæsti karlinn og konan fá 70 stig fyrir hvorn dag sem veitt er, þriðji aflahæsti karlinn og konan fá 65 stig fyrir hvorn dag sem veitt er o.s.frv. Frá þriðja sæti og niður skal talið niður í töluna 26 með tveggja stiga mun milli keppenda. Eftir það er eins stigs munur milli keppenda, þannig að næsti keppandi fær 25 stig og síðan koll af kolli niður í 15 stig sem er lágmarks stigagjöf fyrir eins dags veiði og fær enginn lægri tölu um það fyrir daginn.

Til máls tóku: Páll, sem spurði um áhrif þess ef annar veiðidagurinn félli niður. Þórir, sem fannst vanta betri rökstuðning fyrir breytingum skv. tillögunni. Pétur, sem gerði grein fyrir hugsuninni að baki fyrirhuguðum breytingum og Guðmundur K. sem spurði um skiptingu á veiðiplássum á bátunum.

Páll lagði fram tillögu um stigagjöf ef veitt er einungis annan daginn þannig að í lok kaflans um mótsstig komi ?Ef veður hamlar veiðum annan daginn skal tvöfalda stigagjöf, bæði mótsstig og bátastig.? Samþykkt.

Tillaga Sjóak með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða.

Ný grein19. gr. Tékklisti.

Hér er lögð til ný grein , sem auðveldað getur mótshöldurum framkvæmd og samræmingu mótshalds. Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu og kom þar m.a. fram að nokkur félög hafa notað tékklista á undanförnum árum. Efasemdir komu fram um réttmæti þess að hafa tékklista í veiðireglum Sjól. Tillagan samþykkt samhljóða.

21. grein. Skil veiðiskýrslna.

Fyrsta setning greinarinnar fellur niður og ný kemur í hennar stað og verður þannig: ? Reiknimeistarar aðildarfélaganna skulu með innskráningu í gagnagrunn Sjól hafa aðgang að veiðiskýrslum aðildarfélaganna?. Að öðru leyti helst 21. gr. óbreytt.

Samþykkt samhljóða.

9.2)Tillögur frá Sjósigl um breytingar á veiðireglum:

Breyting við 9. gr. : Í stað orðsins ?hjálparmenn? komi orðin ?Aðstoð um borð?. Út falli orðin ?beita öngul, háfa eða færa í, innbyrða og losa fisk af önglum keppenda?. Umræður um þessa breytingu urðu þó nokkrar og voru skoðanir um hana skiptar. Páll Pálsson lagði fram breytingartillögu um að við greinina bætist ?Heimilt er þó að innbyrða stórfisk?. Tillaga Sjósigl með áorðnum breytingum samþykkt með 10 atkvæðum gegn 4.

Breyting við 16. gr.: Út falli orðin: ?þriggja aflahæstu keppenda í hverri sveit og skal sá meðalafli ráða sætum í sveitakeppni. Deilitalan við útreikning í sveitakeppni skal ávallt vera þrír?. Í staðinn komi orðin: ?með fjölda þeirra sem í sveitinni eru?.Samhlið þessu er lögð til breyting við 3. gr. heimilaðra undantekninga. Í stað orðanna ?þriggja efstu? komi ?fjölda þeirra sem í sveitinni eru?.

Fellt með 8 atkvæðum gegn 2.

9.3) Þórir vakti athygli á að breyta þyrfti ártali í veiðireglum Sjól úr 2008 í 2009

9.4) Drög að tékklista fyrir undirbúning veiðimóta voru lögð fram til kynningar.

9.5) Ýmsar ábendingar:

 1. Metfiskaskrá: Stefán hvatti menn til að skoða metfiskaskrá á netinu.
 2. Guðmundur Kristinsson óskaði eftir upplýsingum um stofndag félaganna.
 3. Því var beint til forráðamanna félaganna að uppfæra breytingar á heimilisföngum félagsmanna.
 4. Varpað var fram hugmynd um hugsanlegar breytingar á veiðidögum félaganna. s.s. að Sjóve væri ekki alltaf með sitt mót um hvítasunnu, og Sjónes ekki alltaf með sitt mót í tengslum við sjómannadaginn.
 5. Þá var rætt um hvort halda ætti sérstakt lokahóf Sjól í stað þess að tengja það lokahófi þess félags sem heldur síðasta mót sumarsins.
 6. Matthías benti á að breyta þyrfti reglugerð um brottför úr höfn. Er núna 2. gr. en á að vera 3. gr.
 7. Þórir ræddi um breytingar á lögum um stjórnun fiskveiða, sem nú er til meðferðar á alþingi. Þar er gerður munur á sjóstangaveiði og frístundaveiði. Hafði Þórir áhyggjur af reglugerð sem í kjölfarið kæmi.

9.6) Skoðunarmenn reikninga:

 1. Guðmundur Svavarsson minnti á að leggja fyrir næsta aðalfund tillögu til lagabreytingar þess efnis að kjósa skyldi tvo skoðunarmenn í stað eins.
 2. Guðmundur Kristinsson lagði fram eftirfarandi tillögu:? Aðalfundur samþykkir að kosnir verð tveir skoðunarmenn fyrir reikninga félagsins. Samþykkt samhljóða.

9.7) Stefán gerði grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á gagnagrunni reikniforrits og áætluðum kostnaði við það.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15,40.

Aðalfundur Sjól 2008

Dagsetning: 8. mars 2008

Staður: Akranes

Viðstaddir: Stefán B. Sigurðsson, formaður Sjól, Gylfi Sigurðsson, ritari Sjól, Sjósnæ, Guðmundur Kristinsson, gjaldkeri Sjól, Pétur Sigurðsson, Sjóak, Hörður Hjálmarsson, Sjósigl, Þórir Sveinsson, Sjóís, Pétur Lárusson, Sjóskip, Sigfús Karlsson, Sjóak, Páll Pálsson, Sjóve, Ólafur Hauksson, Sjóve, Guðbjartur Gissurarson, Sjór, Guðmundur Svavarsson, Sjór, Sigurður Arnfjörð Guðmundsson, Sjósnæ, Sigurður Jónsson, Sjóskip, Sigríður Kjartansdóttir, Sjóís. Tveir fulltrúar frá hverju félagi hafa kosningarétt.

Boðuð forföll: Fulltrúar Sjónes.

1. Fundarsetning

Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og kynnti dagskrá fundarins.

Fundarstjóri var kjörinn Stefán B. Sigurðsson

Fundarritari var kjörinn Gylfi Sigurðsson.

2. Skýrsla stjórnar

Formaður flutti skýrslu stjórnar og er hún í fylgiriti með þessari fundargerð. Engar athugasemdir voru gerðar við skýrslu stjórnar.

3.Reikningar

Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga SJÓL og voru þeir samþykktir samhljóða.

4.Lagabreytingar

Óskað var eftir afbrigði frá lögum svo hægt væri að leggja fram tillögu um lagabreytingar en tillöguna gleymdist að senda út með fundarboði. Var það samþykkt samhljóða.

Lagt var fram að 3. liður 10. gr. laga Sjól breytist þannig að aftan við hana bætist ?til aðildarfélaganna?

Var þessi breyting samþykkt samhljóða.

5. Kosning ritara og gjaldkera

Tillaga var lögð fram um Gylfa Sigurðsson, Sjósnæ sem ritara. Engar aðrar tillögur komu fram og var hann því sjálfkjörinn.

Tillaga var lögð fram um Guðmund Kristinsson, Sjór sem gjaldkera. Engar aðrar tillögur komu fram og var hann því sjálfkjörinn.

6. Kosning skoðunarmanna

Tillaga var lögð fram um Magnús Guðmundsson, Sjósnæ og Anton Örn Kærnested, Sjór. Engar aðrar tillögur komu fram og voru þeir því sjálfkjörnir.

7. Ákvörðun árgjalds

Tillaga var lögð fram um óbreytt árgjald, 3,5% af aflaverðmæti og var hún samþykkt samhljóða.

8. Önnur mál

a)Pétur Sigurðsson gerði athugasemd um lista yfir metfiska. Rauðspretta sem Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir, Sjóak veiddi skyldi skráð óbreytt skv. upphaflegri vigt og veiðiskýrslu viðkomandi móts og skildi sú regla gilda um alla metfiska. Vað það samþykkt með 10 atkvæðum gegn 2.

b)Þórir Sveinsson, Sjóís kynnti tillögur frá Sjóís um breytingar á veiðireglum Sjól. Tillögurnar snéru að 1. gr. 10. gr. með það í huga að gera opnu mótin fjölskylduvænni og 16. gr til að auka vægi tegundaveiði. Eftir umræður voru tillögurnar varðandi 1. og 10. gr felldar, voru 5 með en 7 voru á móti. Varðandi 16. gr var lagt til að bónusstig hækkuðu úr 5 stigum í 10 fyrir stærstu fiska í tegund og stærsta fisk móts og úr 10 í 15 stig fyrir flestar tegundir. Eftir nokkra umræðu kom fram breytingartillaga frá Páli Pálssyni Sjóve um að bónusstig skyldu verða óbreytt þ.e. 5 stig fyrir stærstu fiska í tegund og stærsta fisk móts en 5 stig bættust við ef stærsti fiskur er jafnframt landsmet og 15 stig yrðu gefin fyrir flestar tegundir. Þessi tillaga var samþykkt með 7 atkvæðum en 5 voru á móti.

c)Pétur Sigurðsson kynnti tillögur Sjóak um breytingar á veiðireglum. Inn komi ný 1. gr. og breytingar á gr. 10, 11, 15, 16, 17.

1. gr. Keppendur. (ný grein)

Allir félagsmenn aðildarfélaga Sjól 18 ára og eldri svo og þeir sem verða 18 ára á keppnisári geta orðið keppendur á mótum aðildarfélaganna. Félagsmenn sem verða 16 ára á keppnisári svo og 17 ára keppendur hafa einnig þátttökurétt með skriflegu samþykki forráðamanna sinna. Aðildarfélögum er heimilt að veita keppendum utan félaga, innlendum eða erlendum þátttökurétt í sínu móti, en eru ekki skuldbundin til þess. Samþykkt með 11 atkvæðum, 2 sátu hjá.

11. gr. Útdráttur á báta. (var 10. gr.)

Við útdrátt á báta fyrir mót skulu gilda eftirfarandi reglur.

a. Nöfn báta, númer báta og keppenda skulu rituð hvert fyrir sig á miða og þeir settir í þrjá potta. Þó skal fyrst taka til hliðar númer keppenda sem valist hafa til trúnaðarmannastarfa og setja í sér pott, einnig skal taka númer veiðandi skipstjóra frá þar sem þeir eru undanþegnir drætti á báta og raðast því sjálfkrafa niður á sína báta. … Samþykkt með 10 atkvæðum, 3 sátu hjá.

12. gr. Gerð báta. (var 11. gr.)

Leitast skal við að nota báta af sömu stærð með sem jafnastan ganghraða. Verði því ekki við komið er mótshaldara heimilt að takmarka ganghraða veiðibáta á eigin móti. Tilkynna skal það á mótssetningu. Ganghraði skal þó aldrei vera hærri en 17 sjómílur. Trúnaðarmenn skulu koma þeim tilmælum til skipstjóra og sjá til þess að þau séu virt. Samþykkt með 9 atkvæðum, 4 sátu hjá.

16. Stig og verðlaun. Skipan í sveitir. (var 15. gr.)

… Frá þessu er þó heimilt að gera eftirfarandi undantekningar.

1. Ef fjöldi keppenda í karla eða kvennaflokki er níu eða færri, hefur mótshaldari heimild til að skipta upp 4 manna sveit sem skráð hefur verið í mótið, til að sveitakeppni geti farið fram og enginn veiðimaður veiði stakur.

Ef sveit er skipt upp, skal það gert með þeim hætti að sá veiðimaður sem skráður er inn númer 4 í sveitinni sem skipt er upp, færist yfir í aðra sveit samkvæmt ákvörðun mótsstjórnar.

2. Ef keppendur eru stakir eða deilitalan gengur ekki upp er mótsstjórn heimilt að raða þeim keppendum sem útaf standa í þriggja manna sveitir, leitast skal við að þriggja manna sveitir séu sem fæstar og aldrei fleiri en þrjár í hverjum flokki.

3. Sömu reiknireglur gilda um þriggja og fjögurra manna sveitir þ.e.a.s. meðalafli þriggja efstu ræður sætum í sveitakeppni. … Samþykkt samhljóða.

17. gr. Stigagjöf til Íslandsmeistara (var 16. gr.)

Þrenns konar stig eru gefin til Íslandsmeistara; mótsstig, bátastig og bónusstig.

Mótsstig: Aflahæsti keppandi í magni, karl og kona, í móti í kílóum talið fær 150 stig. Annar aflahæsti karlinn og konan fá 140 stig, þriðji aflahæsti karlinn og konan fá 130 stig o.s.frv. Frá þriðja sæti og niður skal talið niður í töluna 50 með 5 stiga mun á milli keppenda. Eftir það er tveggja stiga munur á milli keppenda, þannig að næsti keppandi fær 48 stig og síðan koll af kolli niður í 30 stig sem er lámarksstigagjöf og fær enginn lægri tölu en það.

Bátastig: Aflahæsti keppandi á hverjum báti fær 50 stig fyrir hvorn dag sem veitt er, annar aflahæsti 43 stig, þriðji aflahæsti 36 stig og 29 stig þeir sem neðar eru á fjögurra manna bátum eða stærri.

Tillögur um mótsstig voru samþykktar með 11 atkvæðum, 2 sátu hjá. Tillögur um bátastig voru samþykktar samhljóða.

18. gr. Útreikningur bátsafla (var 18. gr.)

a. Ætíð skal deila í dagsafla báts með fjölda stanga veiðimanna um borð.

b. Við útreikning bátsafla og bátastiga skal reikna hvorn dag út sérstaklega.

c. Mæti keppandi ekki til báts skal hann ekki tekinn með í útreikninga bátsins þann dag. Samþykkt samhljóða.

d)Tillaga kom frá Sjór um að fella niður mótsgjöld skv. rökstuðningi. Tillagan var felld. 3 voru með en 8 voru á móti.

e)Þórir kynnti bréf frá Efsa Ísland um samstarf um mót á Norðurlandi árið 2010. Ákveðið var að vísa beiðninni til einstakra félaga.

f)Guðmundur Kristinsson, Sjór varpaði fram hugmynd um að halda sérstakt lokahóf með verðlaunaafhendingu Sjól. Hugmyndin hlaut ekki hljómgrunn og var ekki tekin til atkvæðagreiðslu.

Fundi lauk kl. 14.45

Fundarritari: Gylfi Sigurðsson
Aðalfundur SJÓL 2007

Dagsetning: Laugardaginn 24. mars. 2007, kl. 10.00.

Haldinn: Hótel Óðinsvé Þórsgötu 1 Reykjavík.

Viðstaddir: Elínborg Bernódusdóttir fulltrúi Sjóve, Guðmundur Kristinsson fulltrúi Sjór, Guðmundur Svavarsson fulltrúi Sjór, Hörður Þ. Hjálmarsson fulltrúi Sjósigl, Ólafur Bjarnason fulltrúi Sjósigl, Jón Þór Þorgeirsson fulltrúi Sjóskip, Sigurður M. Jónsson fulltrúi Sjóskip, Magnús Guðmundsson fulltrúi Sjósnæ, Gylfi Sigurðsson fulltrúi Sjósnæ, Matthías Sveinsson fulltrúi Sjónes, Pétur Sigurðsson fulltrúi Sjóak, Stefán Baldvin Sigurðsson fulltrúi Sjóak, Hávarður Bernharðsson fulltrúi Sjóís, og Þórir Sveinsson fulltrúi Sjóís.

Formaður Sjól, Pétur Sigurðsson Sjóak setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Lögð var fram skýrsla stjórnar Sjól fyrir starfsárið 2006–2007, ársreikningar ársins 2006, tillaga að árgjöldum fyrir árið 2007, og tillaga að verðlaunum vegna Íslandsmeistara Sjól fyrir árið 2007

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

a. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

b. Skýrsla stjórnar.

c. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.

d. Lagabreytingar.

e. Kosning formanns.

f. Kostning stjórnar.

g. Kostning skoðunarmanns.

h. Ákvörðun ársgjald.

2. Önnur mál.

a. Tillögur að breytingum á veiðireglur Sjól.

b. Verðlaun til Íslandsmeistara Sjól

c. Annað.

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

a. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Pétur Sigurðsson kosinn fundarstjóri og Guðmundur Kristinsson fundarritari.

b. Skýrsla stjórnar.

Pétur Sigurðsson, formaður Sjól, lagði fram og las upp skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár. Í skýrslunni var m.a. greint frá skipan stjórnar og nefnda, starfi stjórnarinnar og frá formannafundi í Reykjavík þann 8. október 2006, frá heimild til að veiða og skilyrðum sjávarútvegsráðuneytisins fyrir heimildinni, frá félagsstarfinu og mótum sumarsins, frá Íslandsmeisturum Sjól í karla- og kvennaflokki og frá innanfélagsmótum. Fram kom að á síðastliðnu sumri tóku 156 einstaklingar, 28 konur og 128 karlar, þátt í mótum Sjól sumarið 2006 og veiddust rúm 150 tonn (84.944fiska) á móti 162 tonnum (88.244fiska) árið áður. Róið var á 91 bát í átta mótum og tóku 325 keppendur þátt en 393 keppendur árið áður.

Skýrslan var samþykkt samhljóða.

c. Reikningar liðins starfsárs.

Matthías Sveinsson gjaldkeri Sjól, lagði fram og skýrði reikninga ársins 2006. Helstu niðurstöðutölur rekstrarreiknings voru að tekjur námu 777.852.00 kr. en útgjöld 630.615.00 kr. og var því hagnaður upp á kr. 147.237.00 kr. Helstu niðurstöðutölur efnahagsreiknings voru að handbært fé í árslok nam 289.407.00 kr., skuldir -34.284.00 kr., eða samtals 255.123.00 kr. eigið fé. Framlagðir reikningar voru undirritaðir af Matthíasi Sveinssyni gjaldkera og Magnúsi Guðmundssyni skoðunarmanni Sjól. Reikningarnir voru bornir undir atkvæði.

Óskaði þá Gylfi Sigurðsson Sjósnæ upplýsingar um nokkra liði varðandi

Efnahagsreikninginn. Matthías Sveinsson gjaldkeri og Pétur Sigurðsson formaður

Skýrðu út reikninginn og var Gylfi ánægður með þá skýringu.

Voru þá reikningarnir bornir undir atkvæði og samþykktir einróma.

d. Lagabreytingar.

Engar lagabreytingar lágu fyrir.

e. Kosning stjórnar.

Í stjórn voru kosnir:

Stefán B Sigurðsson Sjóak sem formaður og Gylfi Sigurðsson Sjósnæ sem ritari, og Guðmundur Kristinsson Sjór sem gjaldkeri

Tvær tillögur komu fram um ritara, engin kostning fór fram og óskaði Guðmundur Kristinsson Gylfa til hamingju með ritara starfið.

Til vara voru kosnir:

Stjórnir Sjóak, Sjór og Sjósnæ tilnefni varamenn sína.

Skoðunarmaður ársreikninga var kosinn Magnús Guðmundsson Sjósnæ.

f. Ákvörðun árgjalds.

Stjórn Sjól lagði til að árgjald 2007 til landssambandsins verði 3,5% af brúttósöluverðmæti á aðalmótum aðildarfélaganna, hvort sem um er að ræða afla sem er vigtaður í mótinu