- 11. september 2015 – Lokahóf SJÓL 2015 – Ákveðið hefur verið að lokahóf SJÓL fyrir árið 2015 verði laugardaginn 31. október 2015. Búið er að taka frá Iðusali, Lækjargötu 2 í Reykjavík fyrir hófið. Áætlað miðaverð er kr 9500 pr mann. Unnið er að frekari undirbúningi. Stefán B.
- 11. september 2015 – Ólag á heimasíðu SJÓL- Eins og einhverjir hafa eflaust tekið eftir hafa síðustu tvö mótin og flestar fréttir sumarsins dottið út úr gagnagrunninum. Unnið er að því að lagfæra þetta í samvinnu við Stefnu. Stefán B.
- 20. ágúst 2015 – SJÓAK 2015 – Síðasta aðalmót sumarsins sem reiknast til íslandsmeistara, aðalmót Sjóak, var haldið 14 og 15 ágúst. Þetta var fjölmennasta mót sumarsins með 48 keppendur á 13 bátum. Veðrið var þokkalegt báða dagana. Veiðin var góð og veiddust stórir og góðir fiskar. Friðrik Þór Halldórsson Sjóak sló sitt eigið landsmet frá árinu áður og veiddi Sandkola sem vó 1 kg og 140 grömm og gerast þeir vart stærri. Aflahæsti karlinn var Pétur Sigurðsson frá Sjóak og aflahæsta konan Anna B. Ívarsdóttir einnig frá Sjóak. Stefán B.
- 31. júlí 2015 – Tilkynning frá Sjól – Á fundi stjórnar Sjól þann 30. júlí var tekin sú ákvörðun að aðalmót Sjóís sem auglýst er 21.-22. ágúst teljist ekki með til íslandsmeistara sumarið 2015. Ástæðan er að félagið ákvað nú í júlí að flytja mótið frá Flateyri til Patreksfjarðar, sem hefur verið veiðistaður Sjór undanfarin 10 ár. Það hefur verið stefna landssambandsins og aðildarfélaga þess að hvert félag hafi sinn veiðistað sem samþykktur er á aðalfundi sama ár. Sjóís ákvað að hundsa þessa stefnu. Þess má geta að svipuð uppákoma varð til þess að aðalmót Sjóís taldi ekki heldur með á sl ári. Þetta mál verður tekið upp til umræðu á formannafundi í október og sennilega einnig á aðalfundi næsta árs. Stjórn Sjól þykir mjög leitt að svona hafi farið og mun vinna að því með aðildarfélögunum að slíkar uppákomur komi ekki upp aftur. Stefán B.
- 31. júlí 2015 – Lokahóf SJÓL 2015 – Stefnt er að því að lokahóf vegna sumarsins 2015 fari fram laugardaginn 31. október 2015 í Reykjavík. Formannafundur aðildarfélaganna verður haldinn þennan dag og er stefnt að því að hann verði opinn. Þetta er nýung en hingað til hafa lokahóf Sjól verið hluti af lokahófi síðasta móts sumarsins. Sérstök nefnd sem skipuð er fulltrúum aðildarfélaganna mun vinna að framkvæmd hófsins. Þarna verða veitt verðlaun fyrir íslandsmeistara ársins auk ýmissa annarra uppákoma. Vonast er til að þetta hljóti góðar undirtektir sjóstangaveiðimanna og verði góð skemmtun eftir gott veiðisumar.Nánari fréttir nú í ágúst. Stefán B.
- 31. júlí 2015 – SJÓSIGL 2015 – Aðalmót SJÓSIGL fór fram 24.-25. júlí frá Siglufirði. Þar voru aflahæst þau Einar Þ. Pálsson Sjóak og Guðrún Jóhannesdóttir Sjóak. Þar veiddi Hallgrímur Skarphéðinsson Sjósigl 23,4 kg þorsk sem er stærsti fiskur sumarsins fram að þessu. Þar veiddi Einar Ingi Einarsson Sjóak nýja tegund sem er dílamjóri og vó hann 2,025 kg. Nánari upplýsingar um mótið eru undir tenglinum „Mótin“ hér fyrir ofan. Stefán B.
- 31. júlí 2015 – SJÓNES 2015 – Aðalmót SJÓNES fór fram 17–18 júlí frá Neskaupsstað. Þar voru aflahæst þau Pétur Sigurðsson Sjóak og Inga Rut Pétursdóttir Sjóak. þess má geta að þau eru feðgin. Þar veiddi Arnar Eyþórsson Sjóak 9,6 kg steinbít sem er tæpu kg frá landsmetinu. Nánari upplýsingar um mótið eru undir tenglinum „Mótin“ hér fyrir ofan. Stefán B.
- 31. júlí 2015 – SJÓR 2015 – Aðalmót SJÓR fór fram 26–27 júní frá Patreksfirði. Þar voru aflahæst þau Gunnar Magnússon Sjósigl og Elín Snorradóttir Sjór. Þar veiddi Arnar Eyþórsson Sjóak skarkola sem vó 1990 grömm sem er aðeins 10 grömmum frá landsmetinu. Nánari upplýsingar um mótið eru undir tenglinum „Mótin“ hér fyrir ofan. Stefán B.
- 24. júní 2015 – SJÓSNÆ 2015 – Aðalmót SJÓSNÆ um síðustu helgi gekk vel. Það var góð veiði og veiddust 11 tegundir eða einni fleiri en spáð hafði verið (í kaffibolla). Þar kom á land stærsti fiskur sumarsins fram að þessu sem var rúmlega 20 kg þorskur sem Þiðrik Hrannar Unason SJÓSIGL veiddi og munu eflaust margir reyna að slá það á næstu mótum. Þar veiddi einnig Johannes Marian Simonsen SJÓSKIP ufsa sem var 14,840 kg eða einungis 80 grömmum undir landsmetinu. Ágústa S. Þórðardóttir SJÓR veiddi sandkola sem vó 1020 gr sem er einungis 40 grömmum undir landsmetinu. Nánari upplýsingar um mótið eru undir tenglinum „Mótin“ hér fyrir ofan. Stefán B.
- 23. júní 2015 – SJÓSKIP 2015 – Aðalmót Sjóskip gekk ágætlega nema leiðindaveður gerði seinni daginn og helmingi minni veiði. Það veiddust heilar 12 tegundir í mótinu og þar á með ein ný tegund, Flundra, sem tveir veiðimenn veiddu, þeir Guðjón H. Hlöðversson SJÓR og Jón Einarsson SJÓSNÆ en flundran hans Guðjóns var stærri eða 544 grömm. Nánari upplýsingar um mótið eru undir tenglinum „Mótin“ hér fyrir ofan. Stefán B.
- 28. maí 2015 – SJÓSKIP 2015 – Aðalmót Sjóskip verður haldið samkvæmt áætlun 29.-30. maí frá Akranesi. Það leit ekki vel út með mótahald vegna verkfalla en nú hefur ræst úr því. Stefán B.
- 27. maí 2015 Það hefur gengið á ýmsu varðandi mótahald vegna verkfalla og veðurs. Tveimur innanfélagsmótum hefur verið frestað, hjá Sjósnæ og Sjóve og verða þau bæði haldin 13. júní. Síðan þurfti að fresta Aðalmóti Sjór, vegna ástæðna sem tengdust verkföllum. Verður mótið haldið 26.-27. júní frá Patreksfirði. Stefán B.
- 8. maí 2015 – SJÓR 2015 – Þá er komið að aðalmóti nr 2 á þessu sumri. Það er aðalmót SJÓR sem verður haldið frá Patreksfirði 14–15 maí nk. Því miður getur verkfall haft áhrif á áætlanir SJÓR en vonandi gengur mótahaldið upp. Stefán B.
- 8. maí 2015 – SJÓVE 2015 – Þá er lokið fyrsta aðalmóti sumarsins sem haldið var í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Gott mót í góðu veðri þó aðeins væri kul í lofti. Það voru sett tvö landsmet á mótinu, Halldór Friðrik Alfreðsson SJÓVE veiddi Lýr sem vó 5,8 kg og Hersir Gíslason SJÓR veiddi Skötu (Raja Batis) sem vó 1,45 kg, en það er í fyrsta skipti sem það gerist á móti á vegum Sjól. Nánari upplýsingar um mótið eru undir tenglinum „Mótin“ hér fyrir ofan. Stefán B.
- 15. apríl 2015 – Fyrsta aðalmót sumarsins – SJÓVE 2015 – Nú líður að fyrsta aðalmóti sumarsins sem er mót SJÓVE frá Vestmannaeyjum. Mótið verður haldið 1–2 maí. Auglýsing um mótið er á heimasíðu SJÓVE (sjá linkinn hér að ofan). Auglýsingin verður einnig send til formanna annarra félaga og eru þeir beðnir að dreifa því t.d. rafrænt til sinna félagsmanna. Keppendur geta skráð sig beint á heimasíðu SJÓVE eða í gegnum formann síns félags. Lokaskráningardagur á heimasíðunni er 27. apríl. Stefán B.
- 15. apríl 2015 – Fyrstu sjóstangaveiðimót sumarsins – Fyrstu mót sumarsins, Innanfélagsmót SJÓR og SJÓSKIP fara fram laugardaginn 25 apríl. Stefán B.
- 22. mars 2015 – Aðalfundur Sjól 2015 – Aðalfundur Sjól var haldinn 7. mars 2015. Fundargerðin er komin inn undir aðalfundatengingunni hér fyrir ofan. Á fundinum voru samþykkt endurskoðuð lög Sjól og eru þau einnig komin inn. Ein breyting var gerð á veiðreglum sjól (3. gr.) sem gerir móthöldurum auðveldara að bjóða upp á eins dags veiði ef þeir vilja. Dagsetningar fyrir mót sumarsins eru einnig komnar inn hér fyrir ofan. Nú er bara að fara yfir veiðigræjurnar þannig að þær verði klárar fyrir sumarið. Hver veit nema þetta verði enn meira stórfiskasumar en það síðasta. Með bjartsýnum vorkveðjum. Stefán B.
- 21. ágúst 2014 – Íslandsmeistarar 2014 – Nú liggja fyrir úrslit í Íslandsmeistarakeppni Landssambandsins árið 2014. Keppni var mikil fram að síðasta móti og vori það 7 karlar og 3 konur sem áttu ágætan möguleika á Íslandsmeistaratitli þegar Sjóak mótið hófst. Íslandsmeistarar í sjóstangaveiði ártið 2014 urðu Sigríður Rögnvaldsdóttir Sjósigl og Rúnar H. Andrason Sjóak, Sigríður í annað skipti en Rúnar var að taka við titlinum í fyrsta sinn. Stjórn Sjól óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn. Hlutu þau í verðlaun veglega farand- og eignargripi ásamt gjafabréfum frá styrktaraðilum Sjól. Helstu verðlaunahafar aðrir voru Gunnar Jónsson Sjósnæ sem veiddi stærsta fisk sumarsins, löngu sem vó 28,6 kg. Johannes Marian Simonsen Sjóskip veiddi stærsta þorsk sumarsins, fisk upp á rúm 26 kg sem hefði yfirleitt dugað sem stærsti fiskur, en ekki núna. Arnar Eyþórsson Sjóak veiddi flestar tegundir eða 11 samtals, Elín Snorradóttir Sjór var einnig með 11 tegundir en Arnar var með hærri meðalvigt. Aflahæsti einstaklingurinn yfir sumarið var Rúnar H. Andrason Sjóak. Upplýsingar um stærstu fiska í hverri tegund fyrir sig ásamt frekari upplýsingum um niðurstöðu Íslandsmeistarakeppninnar má sjá undir liðnum Íslandsmeistari hér að ofan. Sex landsmet voru sett þetta árið og má sjá metin undir linknum Metfiskar hér að ofan. Allir verðalaunahafar hlutu verðlaunabikara ásamt gjafabréfum með vöruútektum hjá eftirtöldum fyrirtækjum: 66° Norður, 3 Frakkar og Vesturröst. Stjórn Sjól þakkar þessum velunnurum okkar innilega fyrir veittan stuðning við Íslandsmeistarakeppnina. Stefán B.
- 19. ágúst 2014 – Sjóak 2014 Síðasta aðalmót sumarsins sem reiknast til íslandsmeistara, aðalmót Sjóak, var haldið 15–16 ágúst. Þetta var 50 ára afmælismót Sjóak og lang fjölmennasta mót sumarsins með 88 keppendur á 25 bátum. Veðrið var mjög gott fyrri daginn, sól og blíða en leiðindaveður, hvasst og rigning seinni daginn. Veiðin var góð og veiddust stórir og góðir fiskar og tegundir sem ekki höfðu veiðst áður í sumar. Ólafur Jónsson Sjór veiddi Tindaskötu og Helgi Bergsson Sjósnæ og Elín Snorradóttir Sjór veiddu Skrápflúru. Friðrik Þór Halldórsson Sjóak veiddi Sandkola sem vó 1 kg og 60 grömm og gerast þeir vart stærri. Aflahæsti karlinn var Rúnar H. Andrason frá Sjóak og aflahæsta konan Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir einnig frá Sjóak. Stefán B.
- 29. júlí 2014 – Sjöunda aðalmót sumarsins – SJÓAK 2014 Aðalmót Sjóak verður haldið frá Dalvík 15.-16. ágúst. Þetta er jafnframt 50 ára afmælismót Sjóak. Þú þarft að tilkynna þátttöku til formanns þíns félags fyrir 7. ágúst. Allar upplýsingar um mótið verða á heimasíðu flestra sjóstangaveiðifélaga (sjá tengla hér að ofan). Auglýsing verður einnig send til allra formanna og þeir beðnir að dreifa henni t.d. rafrænt til sinna félagsmanna ef mögulegt væri. Stefán B.
- 29. júlí 2014 – Sjósigl 2014 Aðalmót Sjósigl var haldið helgina 25. – 26. júlí frá Siglufirði. Keppendur voru 36 á 11 bátum. Gott mót og frábært veður báða dagana ásamt góðri veiði. Alls veiddust 8 tegundir í mótinu. Það veiddist 26,015 kg þorskur sem er nýtt landsmet, veiðimaður var Johannes Marian Simonsen Sjóskip. Aflahæsti karl var Rúnar H. Andrason frá Sjóak og aflahæsta konan var Guðrún Jóhannesdóttir frá Sjóak. Enn er mjög óljóst hverjir hljóta Íslandsmeistaratitla í ár og ræðst það á lokamótinu hjá Sjóak. Stefán B.
- 29. júlí 2014 – Sjónes 2014 Aðalmót Sjónes var haldið 18. – 19. júlí frá Neskaupsstað. Keppendur voru 15 á 5 bátum. Veðrið var ágætt báða dagana og þokkaleg veiði. Alls veiddust 8 tegundir í mótinu og þar á meðal skarkoli upp á rúmt kíló og steinbítur sem vó tæp 10 kg. Aflahæsti karl var Pétur Sigurðsson frá Sjóak og aflahæsta konan var Sigríður Rögnvaldsdóttir frá Sjósigl. Stefán B.
- 29. júlí 2014 – Sjóís 2014 Aðalmót Sjóís sem halda átti helgina 4. – 5. júlí var frestað í byrjun júní um óákveðinn tíma. Upplýsingar hafa fengist um að stjórn Sjóís stefni að því að halda aðalmót og innanfélagsmót Sjóís ásamt innafélagsmóti EFSA sem 3. daga mót í lok ágúst. Stjórn Sjól hefur komist að þeirri niðurstöðu að áætluð framkvæmd mótsins samræmist ekki veiðireglum landssambandsins og aðalmót Sjóís geti því ekki til talist Íslandsmeistara þetta árið. Stefán B.
- 29. júlí 2014 – Sjósnæ 2014 Aðalmót Sjósnæ var haldið helgina 20. – 21. júní frá Ólafsvík. Keppendur voru 28 á 8 bátum. Mótið heppnaðist vel og veðrið ágætt. Alls veiddust 10 tegundir í mótinu og þar á meðal ufsi sem vó 14,920 kg sem er nýtt landsmet, veiðimaður Sigurjón Helgi Hjelm, Sjósnæ. Þess má geta að Hallgrímur Skarphéðinsson Sjósigl veiddi nákvæmlega jafnstóran ufsa, en var með lægri meðalvigt. Aflahæsti karl var Einar Ingi Einarsson frá Sjóak og aflahæsta konan var Guðrún Jóhannesdóttir frá Sjóak. Stefán B.
- 29. júlí 2014 – Sjór 2014 Aðalmót Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur var haldið 13. -14. júní frá Patreksfirði. Keppendur voru 34 á 10 bátum. Veðrið var frekar erfitt og þá sérstaklega seinni daginn og því erfitt að komast á hin góðu góð mið þarna fyrir vestan. Fjölmargar tegundir veiddust í mótinu eða alls 10 og þar á meðal voru vel stórir fiskar. Aflahæsti karl var Johannes Marian Simonsen frá Sjóskip og aflahæsta konan Elín Snorradóttir frá Sjór. Stefán B.
- 29. júlí 2014 – Sjóskip 2014 Aðalmót Sjóskip var haldið helgina 23. – 24. maí frá Akranesi. Keppendur voru 35 á 15 bátum. Leiðindaveður var báða dagana og það slæmt þann seinni að sá veiðidagur féll niður. Var því einungis veitt annan daginn. Alls veiddust 8 tegundir í mótinu. Aflahæsti karl var Einar Ingi Einarsson frá Sjóak og aflahæsta konan var Guðrún Jóhannesdóttirfrá Sjóak. Stefán B.
- 29. júlí 2014 – Sjóve 2014 Fyrsta aðalmót sumarsins var haldið 9–10 maí frá Vestmannaeyjum. Keppendur voru 23 á 6 bátum. Veðrið var viðunandi báða dagana og veiðin var ágæt. Alls veiddust 11 tegundir í mótinu og þar á meðal sjaldgæf tegund eins og lýr. Einnig veiddi Gunnar Jónsson Sjósnæ 28,6 kg löngu sem er nýtt landsmet og ekki ólíklegt að langan verði jafnframt stærsti fiskur sumarsins. Sá veiðimaður sem veiddi flestar tegundir eða 10 talsins var Arnar Eyþórsson Sjóak og verður það að teljast góð byrjun í tegundaveiðikeppni sumarsins. Aflahæsti karlinn var Kjartan Már Ívarsson frá Sjóve og aflahæsta konan Elín Snorradæottir frá Sjór. Stefán B.
- 18. apríl 2014 – Fyrsta aðalmót sumarsins – SJÓVE 2014 Nú líður að fyrsta aðalmóti sumarsins sem er mót SJÓVE frá Vestmannaeyjum. Nú er brotið blað í sögu félagsins og mótið ekki haldið um hvítasunnuna, heldur verður það fyrstu helgina í maí. Þá er mun betri veiðivon og vonandi verður veðrið okkur hagstætt Auglýsing um mótið er á nýrri heimasíðu SJÓVE (sjá linkinn að ofan) eða hér. Auglýsingin var einnig send til formanna annarra félaga og eru þeir beðnir að dreifa því t.d. rafrænt til sinna félagsmanna ef mögulegt er. Stefán B.
- 18. apríl 2014 – Fyrsta mót sumarsins – Fyrsta mót sumarsins, Innanfélagsmót SJÓVE átti að fram fara 5. apríl en var frestað vegna óhagstæðs veðurs. Síðan kom veiðibann (hrygningarstopp) þannið að mótinu var frestað um óákveðinn tíma. Stefán B.
- 17. apríl 2014 – Við erum komin með leyfi fyrir sjóstangaveiðimótin okkar í sumar. Þau eru að vísu með öðrum bakgrunni en verið hefur en vonandi verður það ekki til að trufla framkvæmd móatanna. Stjórn Sjól vill hvetja alla, karla og konur, sem áhuga hafa á sjóstangaveiði að skipuleggja veiðisumarið vel og vera virk að taka þátt í mótunum. Þó ánægjan við að vera út á sjó í góðum félagsskap sé aðalatriðið er ekki síður gaman að taka þátt í keppni um að reyna að veiða sem flestar tegundir, sem stærstan fisk í hverri tegund og að veiða vel þannig að það fáist upp í kostnað við að halda mótin. Stefán B.
- 17. apríl 2014 – Nýtt veiðisumar 2014 – Kæra sjóstangaveiðifólk, það er kominn apríl og tími til kominn að vakna úr vetraradvalanum. Ef þið eruð ekki þegar byrjuð, þá er kominn tími til að undirbúa veiðisumarið, hnýta flugur, þrífa og smyrja veiðihjólið, skipt um línur , laga stangir o.fl. Skoðið „sjóstangaveiðimót 2014“ hér að ofan og skoðið fyrirhugaða veiðidaga bæði í aðalmótum og innanfélagsmótum. Stefán B.
- 17. apríl 2014 – Aðalfundur SJÓL 2014 var haldinn laugardaginn 8. mars kl 10–14 á Höllinni í Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum landssambandsins. Fundurinn tókst mjög vel og voru góðar umræður og mikil samstaða meðal aðalfundarfulltrúa um að efla veg sjóstangaveiðiíþróttarinnar. Páll Pálsson var endurkjörinn sem gjaldkeri og Elín Snorradóttir endurkjörinn sem ritari, bæði til eins árs. Fundargerðin birtist fljótlega hér á heimasíðunni. Stefán B.
- *2013
- 22. september 2013 – Frétt Nú er veiðisumrinu okkar lokið. Átta aðalmót og sjö innanfélagsmót voru haldin þetta sumaið. Stjórn Sjól vinnur nú að uppgjöri sumarsins gagnvart Fiskistofu. Nú standa yfir viðræður við ráðuneytið vegna ákvörðunar um setningu reglugerðar varðandi sjóstangaveiðimót. Vonandi verður niðurstaðan þannig að okkur verði gert kleyft að halda mótunum okkar áfram eins gert hefur verið í yfir 50 ár. Stefán B.
- 22. september 2013. Íslandsmeistarar 2013 – Nú liggja fyrir úrslit í Íslandsmeistarakeppni Landssambandsins árið 2013. Keppnin var með harðasta móti og vori það 5 karlar og 3 konur sem áttu ágætan möguleika á Íslandsmeistaratitli fyrir síðasta mót. Íslandsmeistarar í sjóstangaveiði 2012 urðu Guðrún Jóhannesdóttir Sjóak og Baldvin S. Baldvinsson Sjóak, Guðrún í fyrsta sinn en hún hefur vermt annað sætið nokkuð oft. Baldvin er að taka við titlinum í annað sinn. Stjórn Sjól óskar þeim innilegar hamingju með árangurinn. Hlutu þau í verðlaun veglega farand- og eignargripi ásamt gjafabréfum frá styrktaraðilum. Helstu verðlaunahafar aðrir voru Þorsteinn Stígsson Sjór sem veiddi stærsta fisk sumarsins, þorsk sem vó 22 kg. Gilbert Ó Guðjónsson Sjór veiddi flestar tegundir eða 14 samtals og er ekki vitað til að nokkur hafi veitt svo margar tegundir áður í mótum Sjól. Ekkert landsmet var sett þetta árið. Guðrún Jóhannesdóttir Sjóak var aflahæsti veiðimaður sumarsins. Þau ásamt öðrum verðalaunahöfum hlutu gjafir og gjafabréf með vöruútektum hjá eftirtöldum fyrirtækjum: 66° Norður, 3 Frakkar og Vesturröst. Stjórn Sjól þakkar þessum velunnurum okkar innilega fyrir veittan stuðning. Nánari upplýsingar um stöðuna að loknu veiðisumri má sjá undir liðnum Íslandsmeistari hér að ofan. Stefán B.
- 22. september 2013 – Sjóak 2013 Síðasta aðalmót sumarsins, aðalmót Sjóak, var haldið 16–17 ágúst. Þetta var fjölmennasta mót sumarsins með 59 keppendur á 15 bátum. Veðrið var ágætt fyrri daginn, sól og blíða en heldur lakari seinni daginn. ‘ovenju margar tegundir veiddust í mótinu eða alls tólf og þar á meðal fyrstu síldar sumarsins. Aflahæsti karlinn var Einar Þ. Pálsson frá Sjóak og aflahæsta konan Anna B. Ívarsdóttir einnig frá Sjóak. Stefán B.
- 1. ágúst 2013 – Áttunda og síðasta aðalmót sumarsins – SJÓAK 2013 Aðalmót Sjóak verður haldið frá Dalvík 16.-17. ágúst. Þú þarft að tilkynna þátttöku til formanns þíns félags fyrir 8. ágúst. Allar upplýsingar um mótið verða á heimasíðu flestra sjóstangaveiðifélaga (sjá tengla hér að ofan). Auglýsingin verður einnig send til allra formanna og þeir beðnir að dreifa því t.d. rafrænt til sinna félagsmanna ef mögulegt væri. Stefán B.
- 29. júlí 2013 – Sjósigl 2013 Aðalmót Sjósigl var haldið helgina 26. – 27. júlí frá Siglufirði. Keppendur voru 38 á 11 bátum. Mjög gott mót í alla staði, frábært veður báða dagana og góð veiði. Alls veiddust 9 tegundir í mótinu. Það veiddist 22 kg þorskur sem er stærst fiskur sumarsins fram að þessu, veiðimaður var Þorsteinn Stígsson Sjór, einnig veiddi Guðjón H Hlöðversson Sjór 729 gr marhnút sem er nálægt landsmetinu. Aflahæsti karl var Einar Þ. Pálsson frá Sjósak og aflahæsta konan var Svala Júlía Ólafsdóttir frá Sjósigl. Enn er mjög óljóst hverjir hljóta Íslandsmeistaratitla í ár og ræðst það á lokamótinu hjá Sjóak. Stefán B.
- 22. júlí 2013 – Sjósnæ 2013 Aðalmót Sjósnæ var haldið helgina 19. – 20. júlí frá Ólafsvík. Keppendur voru 28 á 9 bátum. Mótið heppnaðist vel og frekar há meðalþyngd bæði þorsks og ufsa einkenndi mótið. Má nefna að Stefán Guðjónsen og Hallgrímur Axelsson frá Sjór veiddu um 70 fiska hvor með um 4 kg meðalþyngd. Alls veiddust 12 tegundir í mótinu og var makríll Guðjóns H. Hlöðverssonar Sjór rétt undir landsmetinu. Aflahæsti karl var Jón Einarsson frá Sjósnæ og aflahæsta konan var Guðrún Jóhannesdóttir frá Sjóak. Nú fer að mótast hverjir eru líklegastir að hljóta Íslandsmeistaratitlana þetta árið en keppnin er jöfn og hörð og tvö síðustu mótin munu ráða úrslitum. Stefán B.
- 14. júlí 2013 – Sjöunda aðalmót sumarsins – SJÓSIGL 2013 Aðalmót Sjósigl verður haldið frá Siglufirði 26.-27. júlí. Þú þarft að tilkynna þátttöku til formanns þíns félags fyrir 16. júlí kl 20. Allar upplýsingar um mótið eru á heimasíðu flestra sjóstangaveiðifélaga (sjá tengla hér að ofan) eða hér. Auglýsingin var einnig send til allra formanna og þeir beðnir að dreifa því t.d. rafrænt til sinna félagsmanna ef mögulegt væri. Stefán B.
- 8. júlí 2013 – Sjötta aðalmót sumarsins – SJÓSNÆ 2013 Aðalmót Sjósnæ verður haldið frá Ólafsvík 19.-20. júlí. Þú þarft að tilkynna þátttöku til formanns þíns félags fyrir 12. júlí. Allar upplýsingar um mótið eru á heimasíðu flestra sjóstangaveiðifélaga (sjá tengla hér að ofan) eða hér. Auglýsingin var einnig send til allra formanna og þeir beðnir að dreifa því t.d. rafrænt til sinna félagsmanna ef mögulegt væri. Stefán B.
- 7. júlí 2013 – Sjóís 2013 Aðalmót Sjóís var haldið helgina 5. – 6. júlí frá Bolungarvík. Keppendur voru 14 á 4 bátum. Ágætt mót en frekar dræm veiði. Alls veiddust 11 tegundir í mótinu og þar af tvær nýjar fyrir sumarið þ.e. makríll og skötuselur. Þiðrik Hrannar Unason Sjósigl veiddi skötuselinn og var hann nálægt því að slá landsmetið og sama má segja um sandkolann sem Baldvin Baldvinsson Sjóak veiddi. Aflahæsti karl var Baldvin Baldvinsson frá Sjóak og aflahæsta konan var Guðrún Jóhannesdóttir einnig frá Sjóak. Stefán B.
- 23. júní 2013 – Fimmta aðalmót sumarsins – SJÓÍS 2013 Aðalmót Sjóís verður haldið frá Bolungarvík 5. -6. júlí. Þú þarft að tilkynna þátttöku til formanns þíns félags fyrir 26. júní. Allar upplýsingar um mótið eru á heimasíðu flestra sjóstangaveiðifélaga (sjá tengla hér að ofan) eða hér. Auglýsingin var einnig send til allra formanna og þeir beðnir að dreifa því t.d. rafrænt til sinna félagsmanna ef mögulegt væri. Stefán B.
- 23. júní 2013 – Sjóskip 2013 Aðalmót Sjóskip var haldið helgina 21. – 22. júní frá Akranesi. Keppendur voru 33 á 11 bátum. Mótið tókst vel og var all góð veiði. Alls veiddust 11 tegundir í mótinu og tókst einum veiðimanni að veiða þær allar, en það var Gilbert Ó Guðjónsson í Sjór. Aflahæsti karl var Arnar Eyþórsson frá Sjóak og aflahæsta konan var Sigríður Rögnvaldsdóttir frá Sjósigl. Stefán B.
- 2. júní 2013 – Fjórða aðalmót sumarsins – SJÓSKIP 2013 Aðalmót Sjóskip verður haldið frá Akranesi 21. – 22. júní. Þú þarft að tilkynna þátttöku til formanns þíns félags fyrir 10. júní. Allar upplýsingar um mótið eru á heimasíðu Sjóskip (sjá tengil hér að ofan) eða hér. Auglýsingin var einnig send til formanna annarra félaga og þeir beðnir að dreifa því t.d. rafrænt til sinna félagsmanna ef mögulegt er. Stefán B.
- 2. júní 2013 – Sjónes 2013 Aðalmót Sjónes var haldið sjómannadagshelgina 31. maí – 1. júní frá Neskaupsstað. Keppendur voru 19 á 6 bátum. Veðrið var mjög gott báða dagana, sól og blíða en veiðin frekar treg. Alls veiddust 6 tegundir í mótinu. Aflahæsti karl var Einar Ingi Einarsson frá Sjóak og aflahæsta konan var Sigríður Rögnvaldsdóttir frá Sjósigl. Stefán B.
- 1. júní 2013 – Sjór 2013 Aðalmót Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur var haldið 24–25 maí frá Patreksfirði. Keppendur voru 36 á 10 bátum. Veðrið var frekar erfitt og þá sérstaklega seinni daginn. Alls veiddust 8 tegundir í mótinu og þar á meðal sjaldgæf tegund eins og stórkjafta. Það veiddist þorskur sem vó rúm 20 kg en hann veiddi Rúnar Andrason Sjóak. Aflahæsti karl var Þiðrik Hrannar Unason frá Sjósigl og aflahæsta konan Elín Snorradóttir frá Sjór. Stefán B.
- 20. maí 2013 – Sjóve 2013 Fyrsta aðalmót sumarsins var haldið 18–19 maí frá Vestmannaeyjum. Keppendur voru 26 á 8 bátum. Veðrið var viðunandi báða dagana og veiðin var mjög góð en lang stærsti hluti aflans var ufsi. Alls veiddust 11 tegundir í mótinu og þar á meðal sjaldgæfar tegundir eins og skarkoli og lýr. Sá veiðimaður sem veiddi flestar tegundir eða 8 talsins var Jón Þór Guðmundsson Sjór. Aflahæsti karlinn var Baldvin Baldvinsson frá Sjóak, sem komst í tonnahópinn, og aflahæsta konan Guðrún Jóhannesdóttir einnig frá Sjóak. Stefán B.
- 20. maí 2013 – Þriðja aðalmót sumarsins – SJÓNES 2013 Aðalmót Sjónes verður haldið frá Neskaupsstað 31. maí – 1. júní. Þú þarft að tilkynna þátttöku til formanns þíns félags fyrir 23. maí. Allar upplýsingar um mótið eru á heimasíðu Sjónes (sjá tengil hér að ofan) eða hér. Auglýsingin var einnig send til formanna annarra félaga og þeir beðnir að dreifa því t.d. rafrænt til sinna félagsmanna ef mögulegt er. Stefán B.
- 9. maí 2013 – Annað aðalmót sumarsins – SJÓR 2013 Aðalmót Sjór verður haldið frá Patreksfirði að venju. Allar upplýsingar um mótið eru á heimasíðu Sjór (sjá tengil hér að ofan) eða hér. Auglýsingin var einnig send til formanna annarra félaga og eru þeir beðnir að dreifa því t.d. rafrænt til sinna félagsmanna ef mögulegt er. Stefán B.
- 5. maí 2013 – Fyrsta aðalmót sumarsins – SJÓVE 2013 Nú líður að fyrsta aðalmóti sumarsins sem er mót Sjóve frá Vestmannaeyjum. Það er haldið um hvítasunnuna að venju. Auglýsing um mótið er á heimasíðu Sjóve (sjá hér að ofan) eðahér. Auglýsingin var einnig send til formanna annarra félaga og eru þeir beðnir að dreifa því t.d. rafrænt til sinna félagsmanna ef mögulegt er. Stefán B.
- 5. maí 2013 – Fyrstu innanfélagsmót sumarsins – Tveimur fyrstu innanfélagsmótum sumarsins er lokið. Annað var mót Sjór frá Grundarfirði og hitt mót Sjóskip frá Akranesi. Bæði mótin heppnuðust vel og var sérstaklega góð þátttaka hjá Sjór eða rúmlega 50 þátttakendur. Veiðin var ágæt á báðum stöðum og var sláandi hvað meðalþyngd var há á akranesi eða um 6 kg hjá nokkrum keppendum sem voru þó með um 50 fiska. Stefán B.
- 16. apríl 2013 – Fyrstu mót sumarsins – Tvö fyrstu mót sumarsins verða innanfélagsmót sem fram fara 27. apríl. Annað er innanfélagsmót Sjór frá Grundarfirði og hitt innanfélagsmót Sjóve í Vestmannaeyjum. Bæði mótin eru auglýst á heimasíðum félaganna. Stefán B.
- 6. apríl 2013 – Leyfi í höfn 2013 – Ráðuneytið hefur nú veitt okkur leyfi fyrir sjóstangaveiðimót sumarsins og verða þau með svipuðu sniði og undanfarin ár. Stjórn Sjól vill hvetja alla, karla og konur, sem áhuga hafa á sjóstangaveiði að skipuleggja veiðisumarið vel og vera virk að taka þátt í mótunum. Þó ánægjan við að vera út á sjó í góðum félagsskap sé aðalatriðið er ekki síður gaman að taka þátt í keppni um að reyna að veiða sem flestar tegundir, sem stærstan fisk í hverri tegund og að veiða vel þannig að það fáist upp í kostnað við að halda mótin. Stefán B.
- 6. apríl 2013 – Nýtt veiðisumar 2013 – Ágætu sjóstangaveiðimenn og konur. Þá er kominn tími til að heimasíða Sjól vakni úr vetrardvalanum. Ef þið eruð ekki þegar byrjuð, þá er kominn tími til að undirbúa veiðisumarið, hnýta flugur, þrífa og smyrja veiðihjólið, skipt um línur , laga stangir o.fl. Eins og fram kemur undir liðnum „sjóstangaveiðimót 2013“ hér að ofan þá hafa veiðidagar verið ákveðnir bæði í aðalmótum og innanfélagsmótum. Stefán B.
- 15. mars 2013 – Aðalfundur SJÓL 2013 var haldinn laugardaginn 4. mars kl 10–14 á Höllinni í Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum landssambandsins. Fundurinn tókst mjög vel og voru góðar umræður og mikil samstaða meðal aðalfundarfulltrúa um að efla veg sjóstangaveiðiíþróttarinnar. Stefán B. Sigurðsson var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Páll Pálsson endurkjörinn sem gjaldkeri og Elín Snorradóttir endurkjörinn sem ritari, bæði til eins árs. Fundargerðin birtist fljótlega hér á heimasíðunni. Stefán B
- 15. janúar 2013 – Formannafundur Sjól var haldinn í Reykjavík 24 nóvember. Þar mættu allir formenn nema frá Sjóskip sem forfallaðist vegna vinnu. Fundargerðin er nú komin á heimasíðuna. Umsókn vegna móta sumarsins 2013 er farin til ráðuneytis og eru áætlaðir mótsdagar komnir á heimasíðuna. Stefán B.
- *2012
- 5. september 2012 – Frétt Nú er veiðisumrinu okkar líklega lokið. Tvö félag sleppa sennilega sínum innanfélagsmótum þetta sumarið þannig að síðasta innanfélagsmótið var mót Sjónes 1. sept. sl. Það var frekar lítið en skemmtilegt mót með 8 keppendum, en þar veiddist þorskur inni á Norðfirði sem vó um 25 kg, ekkert smásmíði. Stefán B.
- 5. september 2012. Íslandsmeistarar 2012 – Nú liggja fyrir úrslit í Íslandsmeistarakeppni Landssambandsins árið 2012. Keppnin var með harðasta móti og vori það 10 karlar og 3 konur sem áttu fræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitli fyrir síðasta mót. Íslandsmeistarar í sjóstangaveiði 2012 urðu Elín Snorradóttir Sjór og Pétur Sigurðsson Sjóak, Elín í fyrsta sinn en Pétur er reyndari í þessum málum. Stjórn Sjól óskar þeim innilegar hamingju með árangurinn. Hlutu þau í verðlaun veglega farand- og eignargripi ásamt gjafabréfum frá styrktaraðilum. Helstu verðlaunahafar aðrir voru Guðmundur Svavarsson Sjór sem veiddi stærsta fisk sumarsins sem vó 21kg og 700 gr. Gunnar Magnússon Sjósigl veiddi flestar tegundir eða 12 samtals. Tvö ný landsmet voru sett, Karfi sem vó 5,505 kg, veiðimaður Hallgrímur Skarphéðinsson og langa sem vó 17,740 kg, veiðimaður Jón Sævar Sigurðsson, báðir frá Sjósigl. Einar Þ. Pálsson Sjóak var aflahæsti veiðimaður sumarsins. Þau ásamt öðrum verðalaunahöfum hlutu gjafir og gjafabréf með vöruútektum hjá eftirtöldum fyrirtækjum: 66° Norður, Olís/Ellingsen og Vesturröst. Stjórn Sjól þakkar þessum velunnurum okkar innilega fyrir veittan stuðning. Nánari upplýsingar um stöðuna að loknu veiðisumri má sjá undir liðnum Íslandsmeistari hér að ofan. Stefán B.
- 5. september 2012 – Sjóak 2012 Síðasta aðalmót sumarsins, aðalmót Sjóak, var haldið 17–18 ágúst. Þetta var fjölmennasta mót sumarsins með 64 keppendur 17 bátum. Veðrið var gott fyrri daginn, sól og blíða en heldur lakari seinni daginn. Átta tegundir veiddust á mótinu og þar á meðal stærsti þorskur sumarsins sem vó 21,700 kg og hann veiddi Guðmundur Svavarsson Sjór. Nokkrir mjög stórir Karfar veiddust og vó sá stærsti 5,505 kg sem er nýtt landsmet. Veiðimaður var Hallgrímur Skarphéðinsson Sjósigl. Aflahæsti karlinn var Pétur Sigurðsson frá Sjóak og aflahæsta konan Elín Snorradóttir Sjór. Stefán B.
- 29. ágúst 2012 – Frétt Nú er öllum aðalmótum lokið en eftir er að halda nokkur innanfélagsmót. Á þeim mótum gerist ýmislegt markvert sem lítið spyrst út enda telja þau mót ekki til íslandsmeistara. Á innanfélagsmóti Sjósigl sem haldið var sl laugardag veiddist m.a. Hlýri sem ekki hefur veiðst á aðalmótum Sjól síðan 1999. Þessi hlýri vó um 3,5 kg. og væri það nýtt landsmet ef hann hefði veiðst á aðalmóti. Þarna veiddist einng þorskur sem vó tæp 23 kg. sem hefði verið stærsti þorskur sumarsins á aðalmóti. Stefán B.
- 9. ágúst 2012 – Sjósigl 2012 Aðalmót Sjósigl var haldið 27–28 júlí. Keppendur voru 33 á 9 bátum. Veðrið var frábært, sól og blíða báða dagana og veiðin var mjög góð. Sjö tegundir veiddust á mótinu og þar á meðal stækkaði enn stærsti þorskur sumarsins fram að þessu en hann vegur nú 21,180 kg og hann veiddi Smári Jónsson Sjór. Aflahæsti karlinn var Pétur Sigurðsson frá Sjóak og aflahæsta konan Guðrún Johannesdóttir einnig frá Sjóak. Stefán B.
- 23. júlí 2012 – Sjósnæ 2012 Aðalmót Sjósnæ var haldið 20–21 júlí. Mótið var vel sótt eða 33 keppendur á 10 bátum. Veiðin var ágæt. Tíu tegundir veiddust á mótinu og þar á meðal stærsti þorskur sumarsins fram að þessu en hann vó 20,570 kg og hann veiddi Jón B. Andrésson Sjósnæ. Aflahæsti karlinn var Einar Ingi Einarsson frá Sjóak og aflahæsta konan Svala Júlía Ólafsdóttir frá Sjósigl. Stefán B.
- 9. júlí 2012 – Sjósigl 2012 Aðalmót Sjósigl 2012 verður haldið 27. og 28. júlí nk og hefst með mótssetningu fimmtudaginn 26. júlí kl. 20.00. Sjósigl sendir póst með dagskrá og upplýsingum á þá sem hafa verið virkir í fyrra og í ár. Dagskráin er einnig birt á heimasíðu Sjósigl (sjá link hér að ofan) og þar koma einnig fram gistimöguleikar á Siglufirði. Minnt er á að allir þurfa að skrá sig hjá sínum formanni. Stefán B.
- 9. júlí 2012 – Sjóís 2012 Aðalmót Sjóís var haldið 6–7 júlí. Mótið var óvenju fámennt eða 13 keppendur á 4 bátum. Veður var þokkalegt en nokkur gjóla. Veiðin í heild hefði getað verið betri. Á mótinu veiddust 12 tegundir sem er frábært. Þar má nefna skötusel sem vó 4,22 kg sem Gunnar Magnússon Sjósigl veiddi. Þarna fengust einnig fyrstu síldar sumarsins og stærsti makríll og marhnútur fram að þessu. Aflahæsti einstaklingurinn var Gunnar Magnússon frá Sjósigl og aflahæsta konan Guðrún Jóhannesdóttir frá Sjóak. Stefán B.
- 28. júní 2012 – Sjóskip 2012 Aðalmót Sjóskip var haldið 22–23 júní og tókst vel. Þátttakendur voru 27 á 8 bátum. Veður var mjög gott, sól og blíða og veiði sæmileg. Það veiddust hvorki meira né minna en 12 tegundir. Þar á meðal var rauðspretta (Skarkoli) sem Jón Sævar Sigurðsson Sjósigl veiddi og vó hún 1,880 kg sem er nálægt því að vera metfiskur. Aflahæsti einstaklingurinn var Kristbjörn Rafnsson frá Sjósnæ og aflahæsta konan Guðrún Jóhannesdóttir frá Sjóak. Stefán B.
- 28. júní 2012 – Andlát – Birkir Þór Gunnarsson, góður sjóstangaveiðifélagi til margra ára lést 9. júní sl. Birkir gat ekki tekið þátt í móti Sjóve en mætti hress og kátur á afmælisfagnaðinn og hélt upp á 50 ára afmæli Sjóve með félögum sínum. Birkir var einn af máttarstólpum Sjór og átti mikinn þátt í endurreisn þess árið 1990. En engin veit sína æfi fyrr en öll er og verður hans saknað af sjóstangaveiðifélögum víða um land. Stefán B.
- 21. júní 2012 – Sjóís 2012 Aðalmót Sjóís 2012 verður haldið frá Bolungarvík dagana 6. og 7. júlí nk.og hefst með mótssetningu fimmtudaginn 5. júlí kl. 20.00. Sjóís hefur þann háttinn á varðandi útsendingu dagskrár mótsins í pósti að hún er einungis send þeim sem tóku þátt í mótum Sjól í fyrra eða hafa tekið þátt í móti í ár. Dagskráin er ennfremur birt á heimasíðu Sjóís: sjá link hér að ofan. Gistimöguleikar koma fram í dagskránni á heimasíðu Sjóís. Varðandi skráningu Sjóís-mótið þá þarf hver að skrá sig hjá sínum formanni. Stefán B.
- 9. júní 2012 – Sjóskip 2012 Aðalmót Sjóskip verður haldið helgina 22–23 júní. Unnið er að undirbúningi mótsins og lítur vel út með báta að sögn Sjóskipsmanna. Munið að hafa samband við ykkar formann sem fyrst til að tilkynna ykkur ef þið ætlið að taka þátt, jafnvel þó ekki hafi borist auglýsing til ykkar. Stefán B.
- 3. júní 2012 – Sjónes 2012 Aðalmót Sjónes var haldið nú um helgina og tókst ágætlega. Þátttakendur voru 19 á 5 bátum. Engin kona tók þátt að þessu sinni. Veður var frekar rysjótt og veiði dræm sérstaklega fyrri daginn en mun skárri þann seinni. Það veiddust 6 tegundir. Aflahæsti einstaklingurinn var Pétur Sigurðsson frá Sjóak. Stefán B.
- 29. maí 2012 – Sjóve 2012 Aðalsmót Sjóve sem jafnframt var 50 ára afmælismót félagsins var haldið um hvítasunnuhelgina 26–27 maí og og tókst vel. Þátttakendur voru 34 á 10 bátum. Veður var sæmilegt en töluverður veltingur. Heildarveiði mótsins var viðunandi. Það veiddust alls 11 tegundir og þar af voru nokkrir aðilar með 9 tegundir. Jón Sævar Sigurðsson Sjósigl veiddi glæsilega 17,74 kg löngu og er það nýtt landsmet. Það veiddust tvær stórar lúður í mótinu, annarri var sleppt eins og reglur kveða á um en veiðimaður var Þórir Sigurðsson Sjóís. Hin lúðan var innbyrt þar eð hún var talin það sköðuð að mati skipstjóra að hún hefði ekki lifað. Sú lúða vó 44 kg og veiðimaður var Ólafur Bjarnason Sjósigl. Því miður var ekki hægt að telja lúðuna með í afla mótsins þar sem í gildi er reglugerð um algert bann við lúðuveiði og að allri lúðu sem veiðist á sjóstöng skuli sleppt. Stærsti Fiskur mótsins taldist því Þorskur sem vó 19,18 kg, veiðimaður Stefán B. Sigurðsson Sjóak. Aflahæstu einstaklingar voru Jón Sævar Sigurðsson frá Sjósigl og Svala Júlía Ólafsdóttir einnig frá Sjósigl. Stefán B.
- 23. maí 2012 – Sjór 2011 Aðalmót Sjór var haldið um síðustu helgi og og tókst mjög vel. Þátttakendur voru 44 á 12 bátum. Veiðin var mjög góð að venju og veður ágætt. Það veiddust 7 tegundir. Nokkrir stórfiskar voru innbyrtir og má þar nefna 9,3 kg steinbít sem Smári Jónsson Sjór veiddi. Aflahæstu einstaklingar voru Einar Þ. Pálsson frá Sjóak og Elín Snorradóttir frá Sjór. Stefán B.
- 11. maí 2012 – Aðalmót SJÓVE 2012 verður haldið hvítasunnuhelgina 26–27 maí í Vestmannaeyjum. Auglýsing var ekki send út en allar upplýsingar eru á heimasíðu Sjóve (klikkið á Sjóve tengil hér fyrir ofan). Tilkynnið þátttöku til formanns ykkar félags í seinasta lagi 16. maí. Stefán B.
- 10. maí 2012 – Aðalmót SJÓR 2012 verður haldið helgina 18–19 maí á Patreksfirði. Auglýsing hefur verið send til allra félagsmanna. Tilkynnið þátttöku til formanns ykkar félags. Stefán B.
- 10. maí 2012 – Innanfélagsmót Tvö fyrstu innanfélagsmótin (Sjór og Sjósnæ) hafa þegar farið fram og innanfélagsmót Sjóskip er nú um helgina. Mótin hafa gengið vel og var innanfélagsmót Sjór sérlega vel heppnað með 52 þátttakendum og góða veiði. Innanfélagsmóti Sjóve var frestað fram í september. Stefán B.
- 4. mars 2012 – Aðalfundur SJÓL 2012 var haldinn laugardaginn 3. mars nk kl 10–14 á Höllinni í Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Fundargerðin birtist fljótlega hér á heimasíðunni. Stefán B.
- 1. mars 2012 – Nýtt veiðisumar 2012 Ágætu sjóstangaveiðimenn og konur. Þá er kominn tími til að heimasíða Sjól vakni úr vetrardvalanum. Ef þið eruð ekki þegar byrjuð, þá er kominn tími til að undirbúa veiðisumarið, hnýta flugur, þrífa og smyrja veiðihjólið, skipt um línur , laga stangir o.fl. Eins og fram kemur undir liðnum „sjóstangaveiðimót 2012“ hér að ofan þá hafa veiðidagar verið ákveðnir bæði í aðalmótum og innanfélagsmótum, Stefán B.
- *2011
- 16. ágúst 2011. Íslandsmeistarar 2011 – Nú liggja fyrir úrslit í Íslandsmeistarakeppni Landssambandsins árið 2011. Keppnin var hörð fram að síðasta móti. Íslandsmeistarar í sjóstangaveiði urðu Eygló Óttarsdóttir Sjósigl og Einar Þ. Pálsson Sjóak, Eygló í fyrsta sinn og Einar í annað sinn. Stjórn Sjól óskar þeim innilegar hamingju með árangurinn. Hlutu þau í verðlaun veglega farand- og eignargripi ásamt gjafabréfum frá styrktaraðilum. Helstu verðlaunahafar aðrir voru Sigtryggur Þrastarson Sjóve sem veiddi stærsta fisk sumarsins sem vó 21kg og 350 gr. Kristinn Grétarsson Sjór, veiddi flestar tegundir eða 12 samtals. Fimm ný landsmet voru sett. Einar Þ. Pálsson Sjóak var aflahæsti veiðimaður sumarsins. Þau ásamt öðrum verðalaunahöfum hlutu gjafir og gjafabréf með vöruútektum hjá eftirtöldum fyrirtækjum: 66° Norður, Olís/Ellingsen og Vesturröst. Stjórn Sjól þakkar þessum velunnurum okkar innilega fyrir veittan stuðning. Nánari upplýsingar um stöðuna að loknu veiðisumri má sjá undir liðnum Íslandsmeistari hér að ofan. Stefán B.
- 16. ágúst 2011 – Sjóak 2011 Aðalmót Sjóak fór fram 12. og 13. ágúst. Mótið fór fram frá Dalvík að venju. Veður var gott og var þátttaka í mótinu góð, 75 keppendur, 58 karlar og 17 konur. 20 bátar fluttu veiðimenn út á miðin. Veiðin var betri en hún hefur verið á flestum mótum fram að þessu. Aflahæsti karl mótsins var Einar Þ. Pálsson frá Sjóak og aflahæsta kona Sigríður Rögnvaldsdóttir frá Sjósigl. 8 tegundir veiddust á mótinu. Stærsta fisk mótsins veiddi Svala Júlía Ólafsdóttir Sjósigl rúmlega 19 kg þorsk. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 8. ágúst 2011 – Sjóskip 2011 Aðalsmót Sjóskip var haldið sl. helgi og gekk vel. Þátttakendur voru 31 á 11 bátum. Heildarveiði var frekar dræm. Það veiddust þó hvorki meira né minna 12 tegundir og þar af var Guðjón H. Hlöðversson Sjór með 11. Sett voru 2 ný landsmet með 960 gramma makríl sem Eygló Óttarsdóttir Sjósigl veiddi og 362 gramma skrápflúru sem Gilbert Ó Guðjónsson Sjór veiddi. Aflahæstu einstaklingar voru Einar Þ. Pálsson frá Sjóak og Eygló Óttarsdóttir frá Sjósigl. Stefán B.
- 29. júlí 2011 – Sjól 2011 Nú eru tvö mót eftir á þessu sumri, Sjóskip 5–6 ágúst og Sjóak 12–13 ágúst. Keppni til Íslandsmeistara er enn galopin og hörð þannig að mikið getur gerst á þessu síðustu mótum. Fjögur ný landsmet hafa nú þegar verið sett í ár og hver veit nema þau verði enn fleiri. Hvatt er til góðrar mætingar á síðustu mótin. Stefán B.
- 28. júlí 2011 – Sjósigl 2011 Aðalsmót Sjósigl var haldið 22–23 júlí og tókst vel. Þátttakendur voru 46 á 12 bátum. Heildarveiði var góð. Það veiddust alls 9 tegundir. Sigtryggur Þrastarson Sjóve landaði rúmlega 21 kg þorski sem er stærsti fiskur sumarsins fram að þessu. Aflahæstu einstaklingar voru Pétur Sigurðsson frá Sjóak og Svala Júlía Ólafsdóttir frá Sjósigl. Stefán B.
- 28. júlí 2011 – Sjósnæ 2011 Aðalsmót Sjósnæ var haldið 15–16 júlí og heppnaðist mjög vel. Þátttakendur voru 50 á 13 bátum. Heildarveiði var sæmileg. Það veiddust alls 12 tegundir og þar á meðal var rauðmagi en hann hefur ekki veiðst á móti í meir en áratug. Rauðmaginn vó rúmlega 1,1 kg og er um nýtt landsmet að ræða, veiðimaður var Kristinn Grétarsson Sjór. Aflahæstu einstaklingar voru Pétur Þór Lárusson frá Sjóskip og Eygló Óttarsdóttir frá Sjósigl. Stefán B.
- 7. júlí 2011 – Sjóskip 2011 Aðalsmót Sjóskip verður haldið helgina 5–6 ágúst frá Akranesi. Mótinu var frestað um miðjan júní sl. vegna þess að ekki tókst að fá báta fyrir alla keppendur. Stefán B.
- 7. júlí 2011 – Sjóís 2011 Aðalsmót Sjóís var haldið um 1–2 júlí og tókst vel. Þátttakendur voru frekar fáir eða 18 á 6 bátum. Heildarveiði var þokkaleg. Það veiddust alls 7 tegundir Engin lúða veiddist á þessu móti. Aflahæstu einstaklingar voru Baldvin S. Baldvinsson frá Sjóak og Eygló Óttarsdóttir frá Sjósigl. Stefán B.
- 23. júní 2011 – Sjóskip 2011 Til stóð að halda aðalmót sjóskip frá Akranesi helgina 24–25 júní. Var undirbúningi nær lokið þegar mótsaðilar misstu hvern bátinn á fætur öðrum úr keppninni. Niðurstaða Sjóskip var að fresta mótinu og voru keppendur látnir vita. Ekki liggur fyrir ákvörðun hvenær mótið verður haldið. Stefán B.
- 13. júní 2011 – Sjóve 2011 Aðalsmót Sjóve var haldið um hvítasunnuhelgina 11–12 júní og og tókst ágætlega. Þátttakendur voru 45 á 12 bátum. Veður var þolanlegt en heildarveiði í dræmara lagi. Það veiddust alls 12 tegundir og þar af var einn aðili, Stefán Guðjónsson Sjór, með 10 tegundir. Kristinn Grétarsson Sjór veiddi glæsilega 12,65 kg lúðu og hefur nú veiðst lúða á öllum þrem aðalmótum sumarsins fram að þessu. Baldvin S. Baldvinsson frá Sjóak veiddi 2,050 kg lýsu sem er nýtt landsmet. Aflahæstu einstaklingar voru Róbert Gils Róbertsson frá Sjóak og Sigríður Rögnvaldsdóttir frá Sjósigl. Stefán B.
- 9. júní 2011 – Sjónes 2011 Aðalmót Sjónes var haldið helgina 3–4 júní og og tókst ágætlega. Þátttakendur voru 21 á 7 bátum. Veður var gott en veiði frekar dræm. Það veiddust 7 tegundir og þar af ein ný sem ekki hefur verið skráð áður en það er tindabikkja sem Þiðrík Hrannar Unason Sjósigl veiddi(sjá http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1558). Óskar Bjarni Birgisson Sjóve veiddi nærri 5 kg lúðu. Aflahæstu einstaklingar voru Tómas Gunnarsson frá Sjóak og Eygló Óttarsdóttir frá Sjósigl. Stefán B.
- 31. maí 2011 – Sjór 2011 Aðal- og 50 ára afmælismót Sjór var haldið um síðustu helgi og og tókst mjög vel og á Sjór hrós skilið. Þátttakendur voru 73 á 22 bátum og var veiði mjög góð og veður þokkalegt. Það veiddust 8 tegundir og þar af ein ný sem ekki hefur verið skráð áður en það er skrápflúra (sjá http://is.wikipedia.org/wiki/Skr%C3%A1pfl%C3%BAra). Þorgerður Einarsdóttir Sjór krækti í tæplega 5 kg lúðu. Aflahæstu einstaklingar voru Einar Þ. Pálsson frá Sjóak og Guðrún Jóhannesdóttir frá Sjóak. Stefán B.
- 22. maí 2011 – Sjóskip 2011 Góðar fréttir eru að berast frá Akranesi. Þar er verið að mynda nýja stjórn Sjóskip og bendir allt til að aðalmót félagsins verði haldið 24.-25. júní eins og áætlað var. Stefán B.
- 18. maí 2011 – Sjór 2011 Veðurguðir setja strik í reikninginn varðandi móthaldið. Vegna mjög slæmrar spár fyrir komandi helgi, kulda og hvassviðri, ákvað stjórn Sjór að fresta aðalmóti Sjór um eina viku og verður það haldið 27.-28. maí á Patreksfirði. Formenn aðildarfélaga Sjól veita félögum sínum nánari upplýsingar. Stefán B.
- 2. maí 2011 – Sjóstangaveiðimót 2011 Innanfélagsmót helgarinnar heppnuðust vel. Veiði var að vísu dræm í Vestmannaeyjum en þar veiddust 9 tegundir og þar á meðal nærri 2 kg Lýr. Veiðin var mun betri á innanfélagsmóti Sjór á Grundarfirði og þar veiddust stórir þorskar og var sá stærsti rétt rúm 20 kg. Þettar lofar góðu fyrir aðalmót sumarsins en það fyrsta er afmælismót Sjór sem haldið verður frá Patreksfirði 20 – 21 maí nk. Stefán B.
- 29. apríl 2011 – Sjóstangaveiðimót 2011 Þá er sjóstangaveiðitímabilið okkar að hefjast og verða fyrstu innanfélagsmótin laugardaginn 30. apríl. Það eru innanfélagsmót Sjóve með um 12 keppendur og innanfélagsmót Sjór, en á þessu afmælisári félagsins ætla 57 Sjór félagar að keppa. Vel lítur út með veður. Fyrsta aðalmótið verður síðan 50 ára afmælismót Sjór sem haldið verður frá Patreksfirði 20 – 21 maí nk. Reikna má með góðri þátttöku þar. Stefán B.
- 26. febrúar 2011 – Aðalfundur SJÓL 2011 verður haldinn laugardaginn 5. mars nk kl 10–14 á Grand hótel í Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.Stefán B.
- 26. febrúar 2011. Nýtt veiðisumar 2011 – Ágætu sjóstangaveiðimenn og konur. Þá er kominn tími til að heimasíða Sjól vakni úr vetrardvalanum. Vonandi hafa veiðimenn nýtt veturinn til að undirbúa veiðisumarið, hnýtt flugur, þrifið og smurt veiðihjól, skipt um línur , lagað stangir o.fl Ef ekki þá er kominn tími til þess. Eins og kemur fram hér að neðan hafa veiðidagar verið ákveðnir bæði í aðalmótum og innanfélagsmótum og er hægt að skoða það undir liðnum „sjóstangaveiðimót 2011“ hér að ofan. Stefán B
- 20. febrúar 2011. Formannafundur 2010 – Formannafundur Landssambandsins var haldinn 27. nóvember sl. í Reykjavík. Þar voru rædd öll helstu mál sem uppi eru varðandi sjóstangaveiðiíþróttina. Samþykktar voru tillögur að dögum fyrir bæði aðalmót og innanfélagsmót félagana á komandi sumri. Samþykkt var að aðalfundur landssambandsins verði í Reykjavík 5. mars nk. Farið var yfir reiknikerfi SJÓL og þær endur bætur sem gerðar hafa verið. Að venju voru veiðireglu SJÓL mikið ræddar og má búast við einhverjum breytingartillögum á aðalfundinum. Einkum er félögunum huglægt að reyna að auka þátttöku kvenna í mótunum. Þeim sem vilja kynnar sér málefni fundarins betur er bent á fundargerð fundarins sem er vistuð undir liðnum „formannfundir“ hér að ofan. Stefán B.
- *2010
- 23. ágúst 2010. Íslandsmeistarar 2010 – Nú liggja fyrir úrslit í Íslandsmeistarakeppni SJÓL árið 2010. Íslandsmeistarar í sjóstangaveiði urðu Svala Júlía Ólafsdóttir SJÓSIGL og Einar Þ. Pálsson SJÓAK, bæði í fyrsta sinn. Stjórn Sjól óskar þeim innilegar hamingju með árangurinn. Hlutu þau í verðlaun veglega farand- og eignargripi ásamt gjafabréfum frá styrktaraðilum. Helstu verðlaunahafar aðrir voru Róbert Gils Róbertsson SJÓAK sem veiddi stærsta fisk sumarsins sem vó 20kg og 940 gr sem var 20 gr þyngra en sá næst stærsti og 120 gr þyngri en sá þriðji stærsti. Keppnin var því geysi hörð. Svala Júlía Ólafsdóttir SJÓSIGL, veiddi flestar tegundir eða 12 samtals og Guðbjartur Gissurarson SJÓR var aflahæsti veiðimaður sumarsins. Þau ásamt öðrum verðalaunahöfum hlutu gjafir og gjafabréf með vöruútektum hjá eftirtöldum fyrirtækjum: Svilar.is, 66° Norður, Cintamani, Ellingsen og Vesturröst. Stjórn Sjól þakkar þessum velunnurum okkar innilega fyrir veittan stuðning. Stefán B.
- 25. ágúst 2010 – SJÓAK 2010 Aðalmót SJÓAK fór fram 20. og 21. ágúst. Mót Akureyringa fór fram frá Dalvík að venju. Keppendur voru 79, 64 karlar og 15 konur. Þátttaka í mótinu var góð og flutti 21 bátur veiðimenn út á miðin. Hérna var veiðin dræm pr stöng líkt og hún hefur verið á flestum mótum fram að þessu. Aflahæsti karl mótsins var Sverrir S. Ólason SJÓSIGL og aflahæsta kona Kristín Þorgeirsdóttir einnig frá SJÓSIGL. 11 tegundir veiddust á mótinu. Stærsta fisk mótsins veiddi Jóhann R. Kjartansson SJÓAK rúmlega 17 kg þorsk. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 25. ágúst 2010 – SJÓSIGL 2010 Aðalmót SJÓSIGL fór fram helgina 23. og 24. júlí. Keppendur voru 41, 33 karlar og 8 konur. 13 bátar fluttu veiðimenn út á miðin. Hérna var veiðin mun betri en hún hefur verið í sumar. Aflahæsti karl mótsins var Guðmundur Svavarsson frá SJÓR og aflahæsta kona Svala Júlía Ólafsdóttir frá SJÓSIGL. 8 tegundir veiddust á mótinu. Stærsta fisk mótsins veiddi Guðbjartur G. Gissurarson SJÓR rúmlega 20 kg þorsk. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 20. júlí 2010 – SJÓSNÆ 2010 Aðalmót SJÓSNÆ fór fram 16. og 17. júlí. Mótið fór fram í þokkalegu afmælisveðri frá Ólafsvík. Keppendur voru 67, 59 karlar og 8 konur. Sautján bátar fluttu veiðimenn út á miðin og var veiðin þolanleg. Aflahæsti karl mótsins var Baldvin S. Baldvinsson frá SJÓAK og aflahæsta kona Svala Júlía Ólafsdóttir frá SJÓSIGL. 10 tegundir veiddust á mótinu. Stærsta fisk mótsins veiddi Matthías Sveinsson SJÓNES 17 kg þorsk upp á gramm. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 8. júlí 2010 – SJÓSNÆ 2010 Aðalmót SJÓSNÆ fer fram frá Ólafsvík 16. og 17. júlí. Þetta er jafnfram 20 ára afmælismót félagsins, en félagið var stofna í júlí árið 1990. Að því tilefni verður lagt sérstaklega mikið í mótið og munu keppendur njóta góðs af því. Ekki sakar að minnast á að Breiðafjarðamiðin hafa löngum verið þekkt fyrir góða og fjölbreytta veiði. Munið að hafa samband við ykkar formann til að tilkynna þátttöku. Stefán B.
- 8. júlí 2010 – SJÓÍS 2010 Aðalmót SJÓÍS fór fram 2. og 3. júlí. Mótið fór fram frá Bolungarvík að venju. Keppendur voru 19, 14 karlar og 5 konur. Sex bátar fluttu veiðimenn út á miðin. Hérna var veiðin frekar dræm eins og hún hefur verið á flestum mótum fram að þessu. Aflahæsti karl mótsins var Einar Þ. Pálsson SJÓAK og aflahæsta kona Guðrún Jóhannesdóttir einnig úr SJÓAK. 11 tegundir veiddust á mótinu. Stærsta fisk mótsins veiddi Einar Þ. Pálsson SJÓAK rúmlega 11 kg þorsk. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 27. júní 2010 – SJÓSKIP 2010 Aðalmót SJÓSKIP fór fram 25. og 26. júní. Mótið fór fram frá Grindavík að þessu sinni, í ágætu veðri. Keppendur voru 24, 20 karlar og 4 konur. Sex bátar fluttu veiðimenn út á miðin. Veiði var mjög dræm en fiskar stórir og má geta þess að af 100 stærstu fiskum sumarsins í fjórum fyrstu mótunum veiddust 55 í þessu móti. Sett voru þrjú ný landsmet, Guðrún Jóhannesdóttir SJÓAK veiddi ufsa sem vó 14,040 kg, Guðjón Hlöðversson SJÓR veiddi sandkola sem vó 1000 gr og Sigríður Rögnvaldsdóttir veiddi keilu sem vó 13,410 kg en sú keila var einungis 10 gr þyngri en sú næst stærsta, þannig að keppnin var mjög hörð. Aflahæsti karl mótsins var Þiðrik Hrannar Unason SJÓSIGL og aflahæsta kona Sigríður Rögnvaldsdóttir einnig úr SJÓSIGL. Stærsta fisk mótsins veiddi Róbert Gils Róbertsson SJÓAK 20,940 kg þorsk sem er jafnframt stærsti fiskur sumarsins fram að þessu. Næst stærsta fisk mótsins veiddi Magnús Guðmundsson SJÓSNÆ, þorsk sem var einungis 120 gr léttari. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 19. júní 2010 – SJÓSKIP 2010 Mót SJÓSKIP verður haldið frá Grindavík dagana 25. og 26. júní. Hafið samband við formann ykkar félags til að tilkynna þátttöku. Stefán B.
- 16. júní 2010 – SJÓSKIP 2010 Nú stefnir allt í að mótið verði haldið frá Grindavík dagana 25. og 26. júní. Nánari fréttir næstu daga. Stefán B.
- 10. júní 2010 – SJÓSKIP 2010 Enn er unnið að því að halda aðalmót SJÓSKIP samkvæmt áætlun þ.e. dagana 18–19 júní. Mögulegt er að mótið verði haldið frá Grindavík. Nánari fréttir næstu daga. Stefán B.
- 10. júní 2010 – SJÓNES 2010 Aðalmót SJÓNES fór fram helgina 4–5 júní 2010. Keppendur voru 32 talsins og veiddu þeir á 10 bátum. Aflahæsti karl var Einar Þ. Pálsson úr SJÓAK og aflahæsta kona Svala Júlía Ólafsdóttir frá SJÓSIGL. Hér veiddust 8 tegundir samtals. Stærsta fisk mótsins veiddi Guðmundur I Grétarsson SJÓNES, þorsk sem vó rétt rúm 10 kg. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum „mótin“ hér að ofan. Stefán B.
- 24. maí 2010 – SJÓVE 2010 Aðalmót SJÓVE fór fram um hvítasunnuna 22. og 23. maí. Mótið fór fram frá Vestmannaeyjum í mjög góðu veðri. Keppendur voru 32, 31 karl en einungis 1 kona. Átta bátar fluttu veiðimenn út á miðin. Veiði var frekar dræm en tegundir margar að venju eða tíu talsins. Aflahæsti karl var Hólmar V. Gunnarsson úr SJÓAK og aflahæsta kona Svala Júlía Ólafsdóttir úr SJÓSIGL. Stærsta fisk mótsins veiddi Þorsteinn Einarsson SJÓR 17,4 kg þorsk en næst stærsti fiskur mótsins veiddi Ólafur Bjarnason SJÓSIGL en það var 15,9 kg Langa sem er einungis um 1,3 kg léttari en landsmetslanga Guðmundar Kristinssonar frá 2006. Einnig veiddist óvenjustór lýsa sem vó 1800 gr sem er 160 gr léttari landsmetslýsa Péturs Arnarssonar frá 1992. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 22. maí 2010 – Stigaútreikningur Ýmsir urðu undrandi á að þeir aðilar sem unnu mót SJÓR skulu ekki jafnframt hafa fengið flest íslandsmeistarastig út úr mótinu. Skýringin liggur í að stigin til íslandsmeistara eru reiknuð sjálfstætt fyrir hvorn dag fyrir sig. Ef einhver keppandi hefur gott forskot eftir fyrri daginn getur það nægt honum til að vinna viðkomandi mót þó honum gangi ver og lendi ekki framarlega í röðinni seinni daginn. En varðandi stig til íslandsmeistara þá fær hann flest stig fyrri daginn en mun færri seinni daginn og þarf því ekki að verða hæstur að stigum samanlagt.
- 20. maí 2010 – SJÓR 2010 Fyrsta aðalmót í Íslandsmeistarakeppni SJÓL 2010 fór fram 14. og 15. maí. Mótið var á vegum SJÓR og fór fram frá Patreksfirði. 50 keppendur, 5 konur og 45 karlar, tóku þátt í mótinu á 15 bátum. Veður var sæmilegt fyrri daginn og þokkaleg veiði en slæmt seinni daginn og lítil veiði. Eru þetta nokkur viðbrigði eftir eindæma góð mót undanfarin tvö ár. Aflahæsti karl mótsins var Baldvin Baldvinsson úr SJÓAK og aflahæsta kona Guðrún Jóhannesdóttir úr SJÓAK. Sjö tegundir veiddust samtals í mótinu, þorskur, ýsa, ufsi, steinbítur, marhnútur, koli og síli. Nýtt landsmet var sett en það var koli (sandkoli)sem vó 940 grömm en hann veiddi Jón Þór Guðmundsson SJÓR. Eldra met frá 2006 átti Pétur Sigurðsson SJÓAK en sá koli vó 800 gr. Stærsta fisk mótsins veiddi Guðjón H. Hlöðversson úr SJÓR 18,6 kg þorsk. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 7. mars 2010 – Aðalfundur SJÓL 2010 Aðalfundur Landsambands Sjóstangaveiðifélaga var haldinn laugardaginn 6. mars kl 10 – 16 á 19. hæð í Turninum í Kópavogi. Þar fóru fram venjubundin aðalfundarstörf. Ekkert formannskjör fór fram í ár þar sem formaður er kjörinn annað hvert ár. Ritari og gjaldkeri eru kjörnir árlega og var Páll Pálsson Sjóve endurkjörinn ritari. Guðmundur Kristinsson gaf ekki kost á sér áfram sem gjaldkeri og var Guðbjartur Gissurarson Sjór kjörinn í hans stað. Nokkrar tillögur komu fram um breytingar á veiðireglum landssambandsins og þær helstu sem samþykktar voru fjölluðu m.a. um að ekki er lengur nauðsynlegt að halda sérstaka fund með trúnaðarmönnum fyrir mót (sbr 6 gr) heldur verði lögð áhersla á að félögin tilnefni reynt fólk og mótshaldarar hafi allar upplýsingar tiltækar fyrir trúnaðarmenn. Sjöundu grein c lið reglnanna var breytt þannig að þegar dregið er rafrænt á bátana kemur fram um leið hvernig menn raðast á borðstokk. Þetta kemur því fram í mótsgögnum og ekki verður lengur dregið úr hatti eftir að allir eru komnir um borð. Níundu grein sem fjallar um aðstoð um borð var breytt þannig að nú er betur skilgreint hvernig aðstoða má veiðimenn. Greinin hljóðar nú svona ?Skipsverji eða annar keppandi má ganga frá afla og skera beitu. Einnig háfa, færa í, innbyrða og losa fiska af önglum þeirra keppenda sem í vandræðum lenda, greiða úr flækjum sem á færin eða hjólin kunna að koma, en annars ber keppanda einum að meðhöndla stöngina og veiðarfærin. Trúnaðarmaður skal sjá til þess að allir veiðimenn hafi sem jafnastan aðgang að aðstoð um borð.? Nokkuð var rætt um fjármál félagana og ójafnt gengi þeirra í mótum sumarsins, sum mót ganga glimrandi vel og félög blómstra meðan að önnur berjast í bökkum. Menn voru sammála að finna yrði leiðir til að jafna þetta en voru ekki sammála um leiðirnar. Formaður mun skipa nefnd sem komi með hugmyndir fyrir næsta aðalfund. Nokkuð snarpar umræður urðu á fundinum en allir skildu sáttir og stefnt er að góðu veiðisumri með stórum fiskum og mörgum tegundum þar sem veiðimenn verða duglegir að heimsækja hver aðra og félögin taka vel á móti gestum. Fundargerð aðalfundarins verur birt hér á síðunni um leið og hún liggur fyrir.
- 3. mars 2010 – Aðalfundur SJÓL 2010 verður haldinn laugardaginn 6. mars nk kl 10–14 í Turninum í Kópavogi. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
- 3. mars 2010. Nýtt veiðisumar 2010 – Ágætu sjóstangaveiðimenn og konur. Þá er kominn tími til að heimasíða Sjól vakni úr vetrardvalanum. Vonandi hafa veiðimenn nýtt veturinn til að undirbúa veiðisumarið, hnýtt flugur, þrifið og smurt veiðihjól, skipt um línur , lagað stangir o.fl Eins og kemur fram hér að ofan hafa veiðidagar verið ákveðnir bæði í aðalmótum og innanfélagsmótum. Reikna má þó með að tímasetning innanfélagsmóta geti breyst t.d. vegna veðurs. Stefán B
Eldri fréttir frá 2009
- 23. ágúst 2009. Íslandsmeistarar 2009 – Nú liggja fyrir úrslit í Íslandsmeistarakeppni SJÓL árið 2009. Íslandsmeistarar í sjóstangaveiði urðu Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir Sjóak og Baldvin S. Baldvinsson Sjóak, Sigfríð í tólfta sinn og Baldvin í fyrsta. Stjórn Sjól óskar þeim innilegar hamingju með árangurinn. Hlutu þau í verðlaun veglega farand- og eignargripi ásamt gjafabréfum frá styrktaraðilum. Helstu verðlaunahafar aðrir voru Bjarni Aðalsteinsson Sjónes sem veiddi stærsta fisk sumarsins, rúmlega 24 kg þorsk, Heimir Sverrisson Sjósigl, sem veiddi flestar tegundir eða 10 samtals og Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir Sjóak sem var aflahæsti veiðimaður sumarsins. Þau ásamt öðrum verðalaunahöfum hlutu gjafabréf með vöruútektum hjá eftirtöldum fyrirtækjum: Sjóstöngin.is, 66° Norður, Cintamani, Ellingsen og Vesturröst. Stjórn Sjól þakkar þessum velunnurum okkar innilega fyrir veittan stuðning. Stefán B.
- 23. ágúst 2009 – Sjósigl 2009 Aðalmót Sjósigl fór fram helgina 21–22 ágúst en þetta var 20 ára afmælismót félagsins. Keppendur voru 50 talsins og veiddu þeir á 14 bátum og var þetta lokamót sumarsins. Aflahæsti karl var Baldvin S. Baldvinsson úr Sjóak en aflahæsta kona Svala Júlía Ólafsdóttir úr Sjósigl. Stærsta fisk mótsins veiddi Jón Einarsson Sjósnæ, þorsk sem vó tæp 20 kg. Það veiddust samtals 8 tegundir og þar af ný tegund, Marhnýtill, sem ekki hefur veiðst á mótum Sjól áður. Veiðimaður var Hallgrímur Skarphéðinsson úr Sjósigl. Marhnýtillinn vó 10 gr. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 18. ágúst 2009 – Sjóak 2009 Aðalmót Sjóak fór fram helgina 14–15 ágúst. Keppendur voru 86 talsins og veiddu þeir á 22 bátum og var þetta stærsta mót sumarsins. Aflahæsti karl var margfaldur íslandsmeistari Árni Halldórsson úr Sjóak en aflahæsta kona var 17 ára nýliði Anna Sif Guðmundsdóttir einnig úr Sjóak. Stærsta fisk mótsins veiddi Baldvin S. Baldvinsson Sjóak, þorsk sem vó rúm 16 kg. Mótið var frekar tegundaríkt og veiddust samtals 10 tegundir. Mikil spenna er um Íslandsmeistaratitlana og þá sérstaklega hjá körlunum þar sem nú munar einungis einu stigi fyrir lokamótið á Siglufirði. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 28. júlí 2009 – Sjósigl 2009 Aðalmóti Sjósigl sem átti að fara fram helgina 24.-25. júlí hefur verið frestað fram til 21.-22. ágúst. Ástæðan var mjög slæm veðurspá fyrir mótsdagana. Sjósigl verður því lokamót sumarsins og verðlaunaafhending Landsambandsins varðandi Íslandsmeistara 2009 mun því fara fram þar. Stefán B.
- 28. júlí 2009 – Sjósnæ 2009 Aðalmót Sjósnæ fór fram helgina 17–18 júlí. Keppendur voru 59 talsins og veiddu þeir á 14 bátum. Aflahæsti karl var Róbert Gils Róbertsson úr Sjóak og aflahæsta kona Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir einnig úr Sjóak. Enn eykst spenningurinn um Íslandsmeistaratitlana og þá sérstaklega hjá körlunum. Stærsta fisk mótsins veiddi Kristín Þorgeirsdóttir Sjósigl, þorsk sem vó rúm 16 kg. Mótið var tegundaríkt að vanda og veiddust nú samtals 14 tegundir og þar á meðal trönusíli, skötuselur og makríll. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 14. júlí 2009 – Sjóís 2009 Aðalmót Sjóís fór fram helgina 3–4 júlí. Keppendur voru 36 talsins og veiddu þeir á 11 bátum. Aflahæsti karl var Baldvin Baldvinsson úr Sjóak og aflahæsta kona Guðrún Jóhannesdóttir einnig úr Sjóak. Keppnin til Íslandsmeistara bæði karla og kvenna er orðin mjög spennandi og er greinilegt að nýtt stigakerfi hefur hleypt aukinni spennu í keppnina. Stærsta fisk mótsins veiddi Gunnar Magnússon Sjósigl, þorsk sem vó rétt tæp 16 kg. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 24. júní 2009 – Sjóskip 2009 Aðalmót Sjóskip fór fram um síðustu helgi og þar með er keppnin til Íslandsmeistara hálfnuð. Keppendur voru 38 talsins og veiddu þeir á 12 bátum. Aflahæsti karl var Heimir Sverrisson úr Sjósigl og aflahæsta kona Svala Júlía Ólafsdóttir einnig úr Sjósigl. Hér veiddust 10 tegundir samtals. Nýtt landsmet var sett á mótinu. Róbert Gils Róbertsson Sjóak veiddi stærsta steinbít sem veiðst hefur á mótum landsambandsins, 10,910 Kg. Stærsta fisk mótsins veiddi Karl Þórðarson Sjóskip, þorsk sem vó rétt rúm 15 kg. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 9. júní 2009 – Sjónes 2009 Aðalmót Sjónes fór fram helgina 5–7 júní 2009 og var það 20 ára afmælismót félagsins. Fyrsta mót Sjónes var haldið 16. júní 1989. Landssambandið sendir Sjónesingum bestu afmæliskveðjur. Keppendur nú voru 45 talsins og veiddu þeir á 14 bátum. Aflahæsti karl var Baldvin S. Baldvinsson úr Sjóak og aflahæsta kona Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir einnig úr Sjóak. Hér veiddust 6 tegundir samtals og þar á meðal fyrsta lúða sumarsins sem Gunnar Magnússon Sjósigl veiddi. Stærsta fisk mótsins sem jafnframt er stærsti fiskur sumarsins fram að þessu veiddi Bjarni Aðalsteinsson Sjónes, þorsk sem vó rétt rúm 24 kg. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 3. júní 2009 – Sjóve 2009 Aðalmót Sjóve fór fram um hvítasunnuna 30. og 31. maí 2009. Mótið fór fram frá Vestmannaeyjum í góðu veðri. Veiði var frekar dræm, gjörólíkt því sem gerðist á Patreksfirði. 32 keppendur tóku þátt á 9 bátum. Aflahæsti karl var Rúnar H. Andrason úr Sjóak og aflahæsta kona Anna S. Jóhannesdóttir einnig úr Sjóak. Hér veiddust 9 tegundir samtals. Stærsta fisk mótsins veiddi Gunnar Þór Friðriksson Sjóve rúmlega 12 kg þorsk. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 3. júní 2009 – Sjór 2009 Fyrsta aðalmót í Íslandsmeistarakeppni SJÓL fór fram 22. og 23. maí 2009. Mótið var á vegum SJÓR og fór fram frá Patreksfirði. 54 keppendur tóku þátt á 13 bátum. Veður var með ágætum og veiði mikil. Hafa menn aldrei kynnst eins mikilli veiði í móti á vegum SJÓL en má búast við að þetta sé einsdæmi. Aflahæsti karl var Jón Einarsson úr Sjósnæ og aflahæsta kona Svala Júlía Ólafsdóttir úr Sjósigl. Einungis 5 tegundir veiddust samtals í mótinu, þorskur, ufsi, steinbítur, marhnútur og koli. Stærsta fisk mótsins veiddi Kristján Vídalín Jónsson rúmlega 8 kg þorsk. Skoða má ítarlegri niðurstöður undir liðnum mótin hér að ofan. Stefán B.
- 3. júní 2009 – Innanfélagsmót 2009 Í maímánuði fóru fram 5 innanfélagsmót. Fyrsta mótið fór fram frá Neskaupstað laugardaginn 2. maí. Róið var á 3 bátum. Veiði var mjög dræm og veiddust aðeins 2 tegundir, þorskur og ýsa. Annað innanfélagsmótið fór fram frá Ólafsvík 3. maí. Þar var mun betri veiði og náðust 4 tegundir. Róið var á 6 bátum og þátttakendur voru 15. Þriðja innanfélagsmótið fór fram frá Reykjavík laugardaginn 9. maí. Þar veiddist lítið en 8 tegundir náðust. Róið var á 9 bátum með 32 þátttakendum. Elín Snorradóttir náði í 16 kg þorsk og Jón Þór Guðmundsson í 8 kg steinbít. Fjórða innanfélagsmótið fór fram frá Vestmannaeyjum daginn eftir eða 10. maí. Þar var álíka lítil veiði og í Reykjavík en 7 tegundir náðust. Róið var á 5 bátum með 16 keppendum. Stærsti fiskurinn var tæplega 10 kg keila sem Gunnar Þór Friðriksson veiddi. Fimmta innanfélagsmótið fór fram frá Akranesi laugardaginn 16. maí. Þar var veiði frekar lítil en 7 tegundir náðust. Róið var á 4 bátum með 14 keppendur. Stærsti fiskurinn var tæplega 15 kg þorskur sem Guðbjarni Jóhannsson veiddi. Þrjú innanfélagsmót eru eftir og fara þau fram síðar í sumar. Stefán B.
- 27. apríl 2009 – Aðalfundur SJÓL 2009 Laugardaginn 21. mars var haldinn aðalfundur Landsambandsins. Þar voru mættir fulltrúar allra aðildarfélaga. Fyrir lágu venjubundinn aðalfundarstörf samkvæmt lögum landssambandsins. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gekk rekstur landssambandsins vel. Reikningar ársins voru lagðir voru fram og er fjárhagsstaðan ágæt. Formaður til næstu tveggja ára var kjörinn Stefán B. Sigurðsson. Til eins ár voru kjörnir Guðmundur Kristinsson gjaldkeri og Páll Pálsson ritari. Gylfi Sigurðsson hætti sem ritari og eru honum þökkuð ritarastörf undanfarin tvö ár. Endurskoðandi var kjörinn Magnús Guðmundsson. Ákveðið var að árgjöld aðildarfélaga til Sjól verði óbreytt. Engar lagabreytingar voru gerðar. Fram komu nokkrar tillögur frá Sjóak og Sjósigl um breytingar á veiðireglum og voru vel flestar þeirra samþykktar. Helstu breytingarnar eru: 9. grein þar sem dregið er úr þeirri aðstoð sem skipshöfn má veita veiðimönnum við venjubundin veiðistörf. Þeir mega þó áfram aðstoða þegar stærri vandamál koma upp s.s. við flækjur, við að innbyrða stórfisk o.fl. 11. grein þar sem veiðigrunnur Sjól verður notaður við útdrátt á báta á aðalmótum. Þetta ætti að eyða allri umræðu um hlutdrægni í niðurröðun veiðimanna á báta og gerir kleyft að bíða með útdrátt þar til rétt fyrir setningu móts þegar allir báta eiga að vera klárir. Einnig var samþykkt heimild að félög geti dregið á báta fyrir hvorn dag fyrir sig. 17. grein þar sem ákveðið var að mótsstig verði reiknuð út fyrir hvorn dag fyrir sig, 75 stig fyrir sigurvegara hvors dags. Inn kom ný grein (19. grein) þar sem segir að aðildafélög skuli nota samræmdan tékklista um framkvæmd móta sem Sjól leggur fram í samvinnu viðaðildarfélögin. Mjög góður og jákvæður andi ríkti á fundinum og voru menn bjartsýnir um skemmtilegt, spennandi og gott veiðisumar.Breyttar veiðireglur verða settar hér inn á heimasíðuna ásamt skýrslu formanns. Stefán B.
- 26. apríl 2009. Nýtt veiðisumar 2009 – Ágætu sjóstangaveiðimenn. Þá er kominn tími til að heimasíða Sjól vakni úr vetrardvalanum. Vonandi hafa veiðimenn nýtt veturinn til að undirbúa veiðisumarið, hnýtt flugur, þrifið og smurt veiðihjól, skipt um línur , lagað stangir o.fl Eins og kemur fram hér að ofan hafa veiðidagar verið ákveðnir bæði í aðalmótum og innanfélagsmótum. Reikna má þó með að tímasetning innanfélagsmóta geti breyst t.d. vegna veðurs. Stefán B
- 24 ágúst 2008. Íslandsmeistarar 2008 – Nú liggja fyrir úrslit í Íslandsmeistarakeppni SJÓL árið 2008. Íslandsmeistarar í sjóstangaveiði urðu Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir Sjóak og Jón Einarsson Sjósnæ, Sigfríð í ellefta sinn og Jón í fyrsta. Stjórn Sjól óskar þeim innilegar hamingju með árangurinn. Hlutu þau í verðlaun veglega farand- og eignargripi ásamt gjafabréfum frá styrktaraðilum. Helstu verðlaunahafar aðrir voru Friðrik J. Hjartar Sjósnæ sem veiddi stærsta fisk sumarsins, Jóhann Ragnar Kjartansson Sjóak, sem veiddi flestar tegundir og Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir Sjóak sem var aflahæsti veiðimaður sumarsins. Þau ásamt öðrum verðalaunahöfum hlutu gjafabréf með vöruútektum hjá eftirtöldum fyrirtækjum: Rafbjörg/Sjóveiði.is, Sjóstöngin.is, 66° Norður, Cintamani, Ellingsen og Vesturröst. Stjórn Sjól þakkar þessum velunnurum okkar innilega fyrir veittan stuðning. Stefán B.
- 19. ágúst 2008 – Íslandsmeistara 2008 Um síðustu helgi urðu Sigfríð Valdimarsdóttir Sjóak og Jón Einarsson Sjósnæ Íslandsmeistarar í sjóstangaveiði, Sigfríð í ellefta sinn og Jón í fyrsta. Sjól færir þeim innilegar hamingjuóskir með árangurinn. Nánari upplýsingar um stig og önnur úrslit má finna hér á síðunni undir flipanum Íslandsmeistari.
- 19. ágúst 2008 – Sjóak 2008 Aðalmóti Sjóak sem var jafnframt síðasta mót sumarsins fór fram um síðustu helgi. 83 keppendur tóku þátt í mótinu á 21 bát. Ágætt veður og ágæt veiði var báða dagana. Að venju var mótið vel skipulagt og flest til fyrirmyndar. Aflahæstu einstaklingar mótsins urðu Árni Halldórsson Sjóak og Björg Guðlaugsdóttir Sjósnæ, en hún vann einnig mótið 2007. Stærsta fisk mótsins, þorsk sem vó slétt 17 kíló, veiddi Kristbjörn Rafnsson Sjósnæ. Flestar tegundir eða 7 talsins veiddi Hólmar V. Gunnarsson Sjóak. Úrslit þessa móts og fyrri móta sumarsins er hægt að skoða undir flipanummótin hérna efst á síðunni. Stefán B.
- 9. ágúst 2008 – Sjóak 2008 Aðalmót Sjóak fer fram frá Dalvík, föstudaginn 15. og laugardaginn 16. ágúst. Það stefnir í að þetta verði stærsta mót sumarsins með yfir 80 þátttakendur. Mikil spenna er um efstu þrjú sæti karla og kvenna til Íslandsmeistara og margt getur breyst í mótinu. Langtímaspáin er með suðlægar áttir fyrir mótshelgina og veiðst hefur ágætlega fyrir norðan að undanförnu. Stefán B.
- 7. ágúst 2008 – Sjósigl 2008 Aðalmót Sjósigl fór fram á Siglufirði 1.-2. ágúst. 60 keppendur tóku þátt. Aflahæsti karl var Árni Halldórsson frá Sjóak. Aflahæsta kona var Una Kristín Árnadóttir frá Sjósigl. Stærsta fisk mótsins, þorsk sem vó 24,5 kg veiddi Pétur Sigurðsson frá Sjóak. Tíu tegundir veiddust alls í mótinu. Tegundamaður mótsins var Smári Jónsson frá Sjór með 6 tegundir. Keppnin um 3 efstu sæti til íslandsmeistara er mjög opin og koma 10 veiðimenn enn til greina í karlaflokki og 5 í kvennaflokki. Frekari upplýsingar um úrslitin fást með því að smella á „Mótin“ hér að ofan. Stefán B.
- 28. júlí 2008 – Sjósigl 2008 Aðalmót Sjósigl fer fram á Siglufirði nú um verslunarmannahelgina, föstudaginn 1. og laugardaginn 2. ágúst. 60 keppendur eru skráður í mótið. Mikil blíðuspá er fyrir helgina og veiðst hefur ágætlega fyrir norðurlandinu að undanförnu. Stefán B.
- 22. júlí 2008 – Sjósnæ 2008 Aðalmót Sjósnæ fór fram í Ólafsvík 18.-19. júlí. 49 keppendur mættu til leiks. Aflahæsta kona mótsins var Sigfríð Ósk Valdimarsdóttir frá Sjóak og var hún jafnframt aflahæsti einstaklingurinn. Aflahæsti karl var Rúnar H. Andrason frá Sjóak og ekki munaði nema 140 grömmum á honum og Jóni Einarssyni frá Sjósnæ sem varð í öðru sæti. Stærsta fisk mótsins, þorsk sem vó 16,0 kg veiddi Guðrún Jóhannesdóttir frá Sjóak. Tólf tegundir veiddust alls í mótinu. Tegundamaður mótsins var Albert Guðmundsson Sjósnæ með 8 tegundir. Nú er keppnin um Íslandsmeistara að verða virkilega spennandi og þá sérstaklega í karlaflokki. Frekari upplýsingar um úrslitin fást með því að smella á „Mótin“ hér að ofan. Stefán B.
- 16. júlí 2008 – Sjóís 2008 Aðalmót Sjóís fór fram 4.-5. júlí. 30 keppendur voru í mótinu í ágætu veðri. Aflahæsti karl var Guðmundur Svavarsson frá Sjó. Aflahæsta kona var Guðrún Jóhannesdóttir frá Sjóak. Stærsta fisk mótsins, þorsk sem vó 24,78 kg veiddi Friðrík J. Hjartar frá Sjósnæ, en þetta er stærsti fiskur sumarsins fram að þessu. Tíu tegundir alls veiddust í mótinu og þar á meðal makríll sem hefur ekki veiðst á mótum Sjóís áður. Tegundamaður mótsins var Guðmundur Ólafsson Sjó með 5 tegundir. Frekari upplýsingar um úrslitin fást með því að smella á „Mótin“ hér að ofan. Stefán B.
- 16. júlí 2008 – Sjóís 2008 Nokkur bið hefur orðið á því að niðurstöður frá móti Sjóís birtust hér á heimasíðu Sjól. Ástæðan er að vikt bilaði á fiskmarkaðnum fyrri daginn og þurfti því að nota brúttóvikt keppenda fyrir þann dag. Einnig komu upp efasemdir varðandi viktartölur nokkurra keppenda seinni daginn. Nokkurn tíma hefur tekið að fara í gegnum öll gögn mótsins og koma þeim málum í höfn. Stefán B.
- 11. júlí 2008 – Sjósnæ 2008 Aðalmót Sjósnæ fer fram í Ólafsvík föstudaginn 18. júlí og laugardaginn 19. júlí. Á Breiðafirði og þar í kringu eru ein bestu fiskimið landsins