Formannafundir

Dagsetning:                  03.09.2022 kl. 10:00 – 13:45

Viðfangsefni:                Formannafundur Sjól, Höllinni Grandagarði 18

Fundarritari:                  Pétur Sigurðsson, ritari Sjól.

Fundaraðilar:                 Elín Snorradóttir, formaður Sjól. Pétur Sigurðsson, ritari Sjól. Einar Ingi Einarsson, varaformaður Sjóak. Lúther Einarsson, formaður Sjór. Þiðrik Unason, formaður Sjósigl. Sigurjón Helgi Hjelm, formaður Sjósnæ. Matthías Sveinsson, formaður Sjónes. Guðjón Örn Sigtryggsson, formaður Sjóve og Sigurjón Már Birgisson, formaður Sjóskip.

Fjarverandi:                   Þórir Sveinsson, formaður Sjóís.

Dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og ritara

Mættir fulltrúar sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga (SJÓL) staðfestu Elínu Snorradóttur sem fundarstjóra og Pétur Sigurðsson sem fundarritara.

Elín Snorradóttir setti fundinn kl.10:00 og var honum slitið kl. 13:45.

  • Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðal- og innanfélagsmóta sumarið 2023

Elín lagði fram og kynnti óskir og umsóknir um veiðidaga aðildarfélaga sumarið 2023 (sjá töflu) á töfluna vantar dagsetningar Sjóís þar sem fyrir liggur að Sjóís keppir ekki undir merkjum Sjól næsta sumar, eins og kom fram í tölvupósti frá Þóri Sveinsyni, þar sem fram kom að Sjóís ætlaði að halda sjóstangaveiðimót í Ólafsvík 1. og 2. júlí, keppt yrði samkvæmt veiðireglum EFSA og mótið því ekki innan mótaraðar Sjól.

Þiðrik formaður Sjósigl gerði grein fyrir því að Sjósigl hafi ætlað sér að óska eftir 18. og 19. ágúst fyrir sitt aðalmót sem er sama dagsetning og Sjóak hefur óskað eftir fyrir sitt aðalmót, Einar Ingi frá Sjóak benti á að Sjóak væri að óska eftir sömu helgi og mörg undanfarin ár þ.e.a.s. aðra helgi frá verslunarmannahelgi og ekki væri mögulegt að færa mótið fram um eina helgi þar sem Fiskidagurinn á Dalvík er haldinn fyrstu helgi eftir verslunarmannahelgi og ekki mögulegt að koma móti fyrir á Dalvík á þeirri helgi. Þiðrik benti á að næsta helgi á eftir væri síðasta helgi sumarsins og því ekkert upp á að hlaupa ef veðrið væri ekki nógu gott. Í ljósi þess að Sjóak hefur haldið sitt mót á þessum tíma 12. – 20. ágúst nær undantekningarlaust síðustu 30 ár var óskað eftir því við Þiðrik formann Sjósigl að þau myndu finna nýjan mótstíma. Þiðrik gerði grein fyrir að þau hafi ekki verið búin að skoða aðrar dagsetningar en myndu funda fljótlega og fara yfir stöðuna en honum fyndist líklegast að 25. og 26. ágúst yrðu fyrir valinu og er það fært inn í veiðidagatöflu með fyrirvara um samþykki stjórnar Sjósigl.

Óskir um veiðidaga fyrir veiðisumarið 2023 
 
FélagAðalmótKeppnisstaðurInnanfélagsmótKynningarmótKeppnisstaður 
SJÓSKIP21. og 22. aprílAkranes25.mar Akranes 
SJÓVE28. og 29. aprílVestmannaeyjar12.maí Vestmannaeyjar 
SJÓSNÆ12. og 13. maíÓlafsvík22.apr Ólafsvík 
SJÓR09. og 10. júníPatreksfjörður28.apr Grundarfjörður 
SJÓNES14. og 15. júlíNeskaupsstaður27.ágú Neskaupsstaður 
SJÓAK18. og 19. ágústDalvík10.apr1.maíAkureyri 
SJÓSIGL25. og 26. ágústSiglufjörður22. júlí Siglufjörður 
  • Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2023

Lagt var til að fundurinn verði haldinn í Höllinni Grandagarði 18 í Reykjavík þann 4. mars 2023 kl.10:00. Elín formaður Sjól lagði áherslu á það að öll félögin yrðu búin að halda sinn aðalfund fyrir þann tíma svo að umboð stjórnarmanna í hverju sjóstangaveiðifélagi sé skýrt fyrir aðalfund SJÓL.

  • Formaður SJÓL fer yfir veiðiárið 2022

Formaður SJÓL fór yfir veiðiárið 2022 og rakti í stuttu máli mótshald sumarsins og lagði fram aflatölur á aðal og innanfélagsmótum í máli hennar kom m.a. eftirfarandi fram.

Haldin voru 7 aðalmót eftir lögum og veiðireglum SJÓL, einnig voru 6 innanfélagsmót haldin en Sjóve hélt ekki sitt innanfélagsmót að þessu sinni. Alls veiddust á aðalmótunum aðildarfélaganna 58.144 kg og á innanfélagsmótunum 21.290 kg og var heildarafli 79.434 kg.

Sjór og Sjósigl urðu að fella niður veiði seinni daginn á sínum aðalmótum vegna veðurs. Sjóak bryddaði upp á nýbreytni og hélt 4 klst kynningarmót til kynningar á sportinu og tókst það mjög vel og er það komið til að vera. Heilt yfir gengu mótin mjög vel fyrir sig þó að oft komi upp hnökrar en það er einmitt gott að læra af þeim og taka það til umfjöllunar einmitt hér á þessum fundi

Veiddur afli á mótum 2022
     
FélagVeiddur afli AðalmótsVeiddur afli InnanfélagsmótSamtals veiddur afli félags 
SJÓVE3.244                                                          –                           3.244  Innanfélagsmót ekki haldið
SJÓSNÆ9.4953.74811.771 
SJÓSKIP9.6563.13112.787
SJÓSIGL5.7521.6727.424
SJÓR4.1009.31613.416
SJÓNES8.3128499.161 
SJÓAK19.0572.57421.631 
Samtals58.14421.29079.434 
  • Umræður um tillögur til breytinga á lögum SJÓL og veiðireglum
  1. Ekki lágu fyrir neinar beinar tillögur um breytingar á lögum eða veiðireglum.
  • Talsverðar breytingar voru gerðar á veiðireglum fyrir sumarið 2022 og voru fundarmenn almennt ánægðir með þær og framkvæmdina hjá félögunum. Fram kom að nauðsynlegt væri að lagfæra texta á nokkrum stöðum svo og skýra heimildir félaganna við framkvæmd móta.
  1. Heimild til að færa til veiðidaga innan veiðihelgarinnar með það í huga að ná betra veðri og með því móti að minnka líkur á því að mót endi sem eins dags mót.
  2. Hafnarveiði (allt að 30 mín veiði utan skilgreinds veiðitíma), staðsetning veiðisvæðis og fyrirkomulag. Setja inn heimild til að nota hluta eða allan tímann til að renna á veiðistöðum sem gætu gefið tegundir, getur komið sér mjög vel ef lítil von er á tegundaveiði í höfnum.
  3. Nauðsyn þess að allir veiðimenn setji alltaf sýna stærstu fiska í tegund á kippu fyrir hvern veiðidag. Minnkar líkur á að fiskar týnist og er alveg nauðsynlegt til að geta reiknað út hlutfall við útreikning sæta í tegundakeppni.
  4. Vinnureglu um skráningu fiska sem veiðast og skráðir eru á trúnaðarmannaskýrslu (staðfest af áhöfn og skipstjóra) en skila sér ekki á mótsskýrslu.

Stjórn Sjól falið að skrifa inn þær lagfæringar sem ræddar voru og leggja fram fyrir næsta aðalfund.

  • Önnur málefni
  1. Elín fór yfir tölvupóst frá Sjóís um þá ákvörðun Sjóís að halda sjóstangaveiðimót sumarið 2023 eftir reglum EFSA, málefni Sjóís rædd frá ýmsum hliðum.
  2. Elín fór yfir skil á gögnum aðildarfélaga til Sjól, en á síðasta aðalfundi var farið yfir þau þar sem nokkur vanhöld höfðu verið á skilum. Skil allra aðildarfélaga nema Sjóís frá síðasta aðalfundi hafa verið til mikillar fyrirmyndar og hafa þau öll nema Sjóís skilað ársreikningum, afreikningum og öðrum þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir, afstaða Sjóís rædd frá ýmsum hliðum.
  3. Elín fór yfir samskipti veiðimanna við skipstjóra og nauðsyn þess að brýna veiðimenn í þeim efnum, sérstaklega er nauðsynlegt að kynna nýjum veiðimönnum veiðireglur og gera þeim grein fyrir hverjir ráða um borð.
  4. Elín ræddi um skráningu báta í mótskerfi, þ.e.a.s. að skrá inn varabáta ef þeir væru til staðar þannig að ekki þyrfti að senda inn leiðréttingu til Fiskistofu ef nota þyrfti varabáta.
  5. Umræða var tekin um þóknun til báta fyrir þátttöku þeirra í sjóstangaveiðimótum. Fram kom að greiðslur væru misjafnar eftir félögum og gott væri fyrir stjórnir félaganna að skiptast á upplýsingum um uppgjör til báta.
  6. Á aðalmóti Sjóak veiktist einn veiðimaður alvarlega þannig að skipstjóri taldi nauðsynlegt að koma honum undir læknishendur eins fljótt og hægt væri. Í framhaldi af því kom upp umræða um nauðsyn þess að hlúa að þeim sem í svona aðstæðum lenda með áfallahjálp og upplýsingagjöf.
  7. Tryggingar félaganna voru ræddar, fram kom að sú trygging sem Sjól hefur keypt fyrir aðildarfélögin er ábyrgðatrygging og fyrst og fremst hugsuð til að verja félögin fyrir skaðabótakröfum en er ekki slysatrygging. Matthías hjá Sjónes gerði grein fyrir því að Sjónes hefði keypt slysatryggingu fyrir sína þátttakendur til fjölda ára og væri kostnaðurinn óverulegur. Fundarmenn sammála um að fara yfir tryggingamálin fyrir næsta keppnistímabil.

Dagsetning: 04.12.2021 kl. 10:00 – 13:45

Viðfangsefni: Formannafundur Sjól, Höllinni Grandagarði 18

Fundarritari:                  Pétur Sigurðsson, ritari Sjól.

Fundaraðilar: Elín Snorradóttir, formaður Sjól. Pétur Sigurðsson, ritari Sjól. Guðrún María Jóhannsdóttir, formaður Sjóak. Lúther Einarsson, stjórnarmaður Sjór. Þiðrik Unason, formaður Sjósigl. Sigurjón Helgi Hjelm, formaður Sjósnæ. Matthías Sveinsson, formaður Sjónes. Guðjón Örn Sigtryggsson, formaður Sjóve og Þórir Sveinsson, formaður Sjóís.
Fjarverandi: Sigurjón Már Birgisson, formaður Sjóskip og gjaldkeri Sjól.

Dagskrá

  1. Kosning fundarstjóra og ritara

Mættir fulltrúar sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga (SJÓL) staðfestu Elínu Snorradóttur sem fundarstjóra og Pétur Sigurðsson sem fundarritara.

Elín Snorradóttir setti fundinn kl.10:00 og var honum slitið kl. 13:45.

  • Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðal- og innanfélagsmóta sumarið 2022

Elín lagði fram og kynnti óskir og umsóknir veiðidaga aðildarfélaga um veiðidaga sumarið 2022 (sjá töflu) Engar athugasemdir bárust við veiðidaga að öðru leiti en því að innafélagsmót Sjósnæ er sett á sama dag og aðalmót Sjóskip. Sigurjón Helgi Hjelm formaður Sjósnæ upplýsti að fundin yrði ný dagsetning á innanfélagsmót Sjósnæ.

Óskir um veiðidaga fyrir veiðisumarið 2022
FélagAðalmótKeppnisstaðurInnanfélagsmótKeppnisstaður
SJÓSKIP22. og 23. aprílAkranes26. marsAkranes
SJÓVE29. og 30. aprílVestmannaeyjar7. maíVestmannaeyjar
SJÓSNÆ13. og 14. maíÓlafsvík23. aprílÓlafsvík
SJÓR20. og 21. maíPatreksfjörður28. aprílGrundarfjörður
SJÓÍS1. og 2. júlíÓlafsvík  
SJÓNES15. og 16. júlíNeskaupsstaður28. ágústNeskaupsstaður
SJÓAK12. og 13. ágústDalvík1. maíAkureyri
SJÓSIGL19. og 20. ágústSiglufjörður23. júlíStaðsetning óákv.

Í umræðum um mótsdaga aðildarfélaganna kom fram að aðildarfélög Sjól sóttu um 240.500 kg. til skráningar á sjóstangaveiðimótum sumarið 2022 og Efsa Ísland hafi sótt um 42.000 kg. fyrir alþjóðlegt mót sem haldið verður í Ólafsvík í maí. Samtals er því sótt um 282.500 kg. sem er 82.500 kg. umfram það sem er til skiptanna. Það er því ljóst að úthlutun Fiskistofu verður líklega 30% lægri en umsóknir aðildarfélaga Sjól.

  • Tímasetning aðalfundar SJÓL 2022

Lagt var til að fundurinn verði haldinn í Höllinni Grandagarði 18 í Reykjavík þann 5. mars 2022 kl.10:00. Elín formaður Sjól lagði áherslu á það að öll félögin yrðu búin að halda sinn aðalfund fyrir þann tíma svo að umboð stjórnarmanna í hverju sjóstangaveiðifélagi sé skýrt fyrir aðalfund SJÓL.

  • Formaður SJÓL fer yfir veiðiárið 2021

Formaður SJÓL fór yfir veiðiárið 2021 og rakti í stuttu máli mótshald sumarsins og lagði fram aflatölur á aðal og innanfélagsmótum í máli hennar kom m.a. eftirfarandi fram.

Þrátt fyrir covid þá gengu mótin mjög vel og voru virkilega vel sniðin að þeim sóttvarnarreglum sem í gildi voru á þeim tíma sem þau voru haldin. 2 aðalmót féllu niður en það var aðalmót Sjóve og Sjóskip. Sjór, Sjóve, Sjóís og Sjósigl náðu ekki að halda sín innanfélagsmót. Ekki fengum við MSC vottun á veiðarfærin fyrir veiðisumarið 2021 en hún er komin í gegn núna og verður allur afli sem landað verður 2022 MSC vottaður og því ber að fagna.

Þórir gerði athugasemd um það vantaði innanfélagsmót Sjóís í samantekt formanns, Elín gerði grein fyrir því að það væri ekkert um það inni í veiðigrunni Sjól að Sjóís hafi haldið innanfélagsmót og væri það því eðlilegt að engar upplýsingar væru um mótið.

  • Umræður um tillögur til breytinga á lögum SJÓL og veiðireglum
  1. Elín fór yfir vinnu stjórnar við undirbúning að lagabreytingum sem stjórnin hefur unnið að á undanförnum mánuðum, jafnframt óskaði hún eftir því við Pétur að hann kynnti tillögurnar.

Pétur gerði grein og kynnti drög að lagabreytingum sem dreift hafði verið til fundarmanna, hann gerði einnig grein fyrir því að drögin og greinargerð yrði send fundarmönnum rafrænt í tölvupósti til að auðvelda kynningu til félagsmanna aðildarfélaganna.

Þórir var ekki sáttur við stjórn að hún skyldi gera drög að lagabreytingum án þess að skipa til þess sérstaka nefnd og taldi að stjórnin hefi ekki haft heimild til þess að fara í þessa vinnu. Einnig gerði hann nokkra efnislegar athugasemdir við drögin t.d. nýtt ákvæði um að stjórn skyldi hafa atkvæðisrétt.

Guðjón þakkaði stjórninn það frumkvæði sem hún hefði sýnt með því að leggja í vinnu við að uppfæra lögin, honum sýndist margar breytingar væru til góðs en að hann hefði efasemdir við annað. Einnig kom hann inn á að það væri ekki sjálfgefið að fólk legði á sig svona vinnu til að félagsskapurinn gæti haldið áfram að þróast og fylgt eftir þróun samskipta og öðru því sem stöðugt væri að breytast. Guðjón brýndi fundarmenn til þess að skoða þessi drög efnislega í stað þess að reyna að brjóta fólk niður með neikvæðu tali og skömmum.

Fleiri fundarmenn tóku einnig til máls á sömu nótum og Guðjón.

Umræðum lauk á þeim nótum að fundarmenn voru hvattir til að kynna drögin í sínum félögum og senda inn til stjórnar breytingartillögur eða nýjar hugmyndir sem taka mætti fyrir á aðalfundi.

  • Flestir fundarmanna tóku til máls, almennt gerður góður rómur að drögunum. Farið var yfir flesta liði efnislega og talsverð umræða um þá flesta. Samantekt yfir helstu atriði sem rædd voru.

2. gr. Lagt til að hætt verði að takmarka krókafjölda á hverju krókastæði (spurning um nafn) við einn krók þannig að framvegis verði heimilt að vera með allt að þrjá króka á hverju krókastæði og þau yrðu áfram þrjú eins og hingað til. Almennt talin góð breyting af fundarmönnum.

3. gr. Lagt til að stjórn verði heimilt að ákvarða ákveðinn tíma í upphafi hvers veiðidags til hafnarveiði. Almennt talin góð breyting af fundarmönnum.

Lagðar voru fram hugmyndir um breytingar á veiðireglum til jöfnunar veiðitíma veiðimanna hvort sem þeir lenda á hæggengum bátum eða hraðskreiðum. Þessar tillögur leiða af sér breytingar á nokkrum greinum 3. gr., 7. gr. c lið og 12 gr. Talsverðar umræðu um tillögurnar og fundarmenn sammála um að fara þyrfti vel yfir hvernig þessu væri best fyrir komið og nauðsynlegt að ráðast í breytingar á þessu ákvæði. Að viðbættum tillögum frá stjórn kom tillaga frá Þórir um að einfalda greinina með því að skilgreina veiðitíma á veiðislóð 6 tíma og hámarkstíma á sjó 10 tíma.

Fram kom tillaga um viðbót við 7. gr. e. lið um að leggja þá skildu á keppendur að halda sínum stærstu fiskum sér og landa þeim aðskildum frá öðrum afla við löndun t.d. í poka eða kippuðum saman á vír.

Lögð var til viðbót við 7.gr. g. lið um að veita mótsstjórnum heimild til að áminna veiðimenn vegna ámælisverðra brota og meina þátttöku við ítrekuð brot. Flestir fundarmenn sammála um nauðsyn þess að hafa slíkt ákvæði.

Við 7. gr. h. lið eru gerðar nokkrar textalagfæringar og áherslubreytingar en greinin fjallar um skyldur trúnaðarmanns þegar í land er komið. Í umræðum komu fram viðbætur við drögin, þ.e.a.s. að trúnaðarmaður skuli alltaf fá annan veiðimann með sér upp á bryggju við löndun til aðstoðar við merkingu og skráningu og nauðsin þess að skrá númer á öllum kerjum á trúnaðarmannaskýrslu til að auðvelda rekjanleika við löndun. Einnig kom fram vilji til að auka fræðslu til trúnaðarmanna og mikilvægi þess að virkja þá sem eru að koma nýir inn í sportið sem trúnaðarmenn þegar þeir hafa farið á nokkur mót (3 – 5)

Lagt er til að ný grein um lokahóf Sjól komi inn og verði nr. 18, núverandi 18. gr. og númer þeirra greina sem á eftir koma hækka sem því nemur. Í greininni er stjórn Sjól falið að halda lokahóf á hverju ári þar sem veittar eru viðurkenningar fyrir árangur sumarsins ásamt upptalningu á þeim verðlaunum sem veita á viðurkenningar fyrir. Fram kom að ástæða þess að lagt er til að setja inn grein um þetta efni er sú að ekkert er um það í dag að halda skuli lokahóf. Nokkur umræða var um tillöguna.

Lagt er til að núverandi 19. gr. um tékklista verði breytt lítillega í þá veru að tékklistinn skuli vera mótsstjórnum til stuðnings en ekki að þær skulu vinna samkvæmt honum. Fundarmenn almennt sáttir við þessa breytingu.

Lagt er til að núverandi 20. gr. um dómnefnd verði breytt í þá veru að framvegis fjalli hún um ágreining og það lagt í hendur mótsstjórna að leysa úr þeim ágreiningi sem upp kann að koma á mótum og að úrskurðir mótsstjórna verði kæranlegir til stjórnar Sjól. Nokkur umræða um tillöguna og sýndist sitt hverjum, bæði komu fram sjónarmið í þá veru að breyta ekki nafni greinarinnar og kalla til veiðimenn frá þeim félögum sem eiga veiðimenn á mótinu, einnig að kæra verði að vera skrifleg t.d. í uppgefið netfang eða með öðrum þeim hætti sem mótsstjórn ákveður.

  • Önnur málefni

Guðjón ræddi um möguleika þess að nota skemmtibáta í mótum og hvað það gæti auðveldað bátaöflun fyrir mót t.d. í Vestmannaeyjum. Elín gerði grein fyrir þeirri vinnu sem hún hefði unnið síðastliðin vetur við að fá svör frá opinberum aðilum og að engin svör lægju fyrir að svo stöddu. Erindinu vísað til stjórnar.

Þórir lagði fram auglýsingu frá Efsa Ísland þar sem hann kynnti Evrópumót í Ólafsvík 27. – 28. maí 2022.

Þóri lagði til að félagsmanna sem falla frá á hverju starfsári verði minnst á aðalfundi sambandsins og að aðildarfélögin sjá um að senda stjórn inn tilkynningu fyrir aðalfund.

Þiðrik, ræddi þessi sömu mál hvernig best því væri fyrir komið, fór yfir gott væri að fá tilkynningar frá öðrum félögum til að geta setja inn á Facebook síðu Sjósigl.

Þiðrik ræddi kosti þess að nota flotbryggjur fyrir keppendur til að fara til og frá borði.

Þiðrik ræddi nauðsyn þess að geyma fiska sem erfitt væri að tegundargreina við vigtun, til frekari skoðunar síðar ef þörf er á.

Guðrún María lagði fram fyrirspurn til stjórnar Sjól um ástæður þess að lokahóf Sjól hafi verið frestað.

Elín gerði grein helstu ástæðum frestunar. Fyrir lá þegar dagsetning lokahófs 30. október var ákveðinn að Elín yrði erlendis og hafði hún hugsað sér að taka þátt í formannafundi og lokahófi með fjarfundarbúnaði, þá lá fyrir að Sigurjón og Pétur myndu sjá um þá vinnu og undirbúning sem vinna þyrfti á staðnum og fengju til liðs við sig félagsmenn úr aðildarfélögunum. Í byrjun október kom í ljós að þær aðstæður hefðu skapast í vinnunni hjá Sigurjóni að hann gæti ekki tekið þátt í formannafundi og lokahófi 30. október. Einnig lá það fyrir að sama gæti verið upp á teningnum næstu helgar jafnvel fram í desember. Þegar sú staða var því komin upp að Sigurjón væri væntanlega upptekinn og Elín erlendis út nóvember og Pétur því eini stjórnarmeðlimurinn sem örugglega gæti komist í nóvember var tekin sú ákvörðun að miða við þann tíma sem Elín yrði komin heim og stefna á lokahóf þá. Einnig virtist staðan á Covid vera á niðurleið og við bjartsýn á að ástandið yrði mun betra þegar liði á haustið.

Pétur sagði að hann hefði ekki miklu við þetta að bæta að öðru leiti en því að hann hefði ekki geta séð það fyrir sér að standa einn að framkvæmd formannafundar og lokahófs og hefði hann því lagt mikið upp úr því að ný dagsetning yrði ekki fyrr en Elín yrði komin til landsins.

Varðandi það fyrirkomulag sem varð síðan ofan á varðandi afhendingu verðlauna, þá var því vísað til formanna í tölvupósti og mikill meirihluti fyrir því að klára málið með verðlaunaafhendingu í dag 4. desember og slá lokahóf af í ár.

Nokkrar umræður urðu um málið og voru fundarmenn nokkuð sáttir við þau svör sem fram komu m.a. kom fram hjá Guðjóni að hann vildi hrósa stjórn fyrir að hafa sýnt ábyrgð og þorað að taka ákvörðun um frestun.

Pétur minnti formenn á að uppfæra félagsskrár inn á sjól.is það væri of algengt að þær væru ekki uppfærðar og væru jafnvel dæmi um það látnir félagar væru merktir sem virkir.

Pétur gerði grein fyrir tölvupósti frá Kristni Hjálmarssyni framkvæmdastjóra hjá Icelandic Sustainable Fisheries um að MSC vottun væri komin á þorsk veiddan á sjóstöng.

Guðjón ræddi menninguna innan Sjól og talaði um nauðsyn þess að vinna saman, hann skorði á formenn að benda fólki sem er ósátt væri með stjórn hvort sem það væri innan síns félags eða Sjól að það bjóði sig fram til stjórnarstarfa.

Formannafundur SJÓL 24. Teams fjarfundur, október 2020 kl. 10:00-13:00
Fundarritari: Sigurjón Már Birgisson, Ritari Sjól og formaður Sjóskips
Fundaraðilar: Elín Snorradóttir, formaður Sjól og fundarstjóri. Sigfús Karlsson, formaður Sjóak og gjaldkeri Sjól. Ágústa Þórðardóttir, formaður Sjór. Hallgrímur Skarphéðinsson, formaður Sjósigl. Sigurjón Helgi Hjelm, formaður Sjósnæ. Matthías Sveinsson, formaður Sjónes. Guðjón Sigtryggson, formaður Sjóve.
Fjarverandi: Þórir Sveinsson, formaður Sjóís.

Dagskrá

Kosning fundarstjóra og ritara
Mættir fulltrúar sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga (SJÓL) staðfestu Elínu Snorradóttur sem fundarstjóra og Sigurjón Már Birgisson sem fundarritara Sjól. Elín Snorradóttir setti fundinn kl.10:30 og var honum slitið kl. 13:00.

Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðal- og innanfélagsmóta sumarið 2021
Skarpar umræður voru um dagsetningar aðalmóta Sjósnæ og Sjór þar sem Sjósnær sá ekki ástæðu til að flytja mótið á aðra helgi þannig að 60 ára afmælismót Sjór væri ekki strax helgina á eftir þeim. Sjór óskar enn sem áður eftir að Sjósnær endurskoði ákvörðun sína fyrir aðalfund Sjól.  Einnig var mikil óánægja við að Sjóís skuli ekki reyna að koma á móti í Bolungarvík og samhliða að endurvekja félagið með nýrri stjórn. Formenn bentu á að þeir hafi boðist til við að aðstoða Sjóís.

Félag

Aðalmót

Keppnisstaður

Félagsmót

Keppnisstaður

SJÓSKIP

26.mars

Akranes

20.mars

Akranes

SJÓVE

23.apríl

Vestmannaeyjar

8.maí

Vestmannaeyjar

SJÓSNÆ

11.júní

Ólafsvík

8.maí

Ólafsvík

SJÓR

18.júní

Patreksfjörður

8.maí

Grundarfjörður

SJÓÍS

2.júlí

Ólafsvík

 

Óákveðið

SJÓNES

16.júlí

Neskaupsstaður

29.ágúst

Neskaupsstaður

SJÓAK

13.ágúst

Dalvík

10.júlí

Óákveðið

SJÓSIGL

20.ágúst

Siglufjörður

24.júlí

Siglufjörður

Uppgjör aðildarfélaga á mótum sumarsins 2020
Öll félög hafa greitt auðlindagjald til Fiskistofu og félagsgjald til Sjól fyrir afnot af reiknikerfum og trygginga. Fundarmenn vildu halda áfram við það verklag að fomaður Sjól sjái um að tilkynna veiddan afla til Fiskistofu.

Tímasetning aðalfundar SJÓL 2021
Lagt var til að fundurinn verði haldinn í Höllinni Grandagarði 18 í Reykjavík þann 6 mars 2020 kl. 10:00 með fyrirvara um búið sé að losa um fjöldatakmarkanir vegna Covid-19. Var lögð áhersla á það að öll félögin yrðu búin að halda sinn aðalfund fyrir þann tíma svo að umboð stjórnarmanna í hverju sjóstangaveiðifélagi sé skýrt fyrir aðalfund SJÓL.

Formaður SJÓL fer yfir veiðiárið 2020
Formaður SJÓL fór yfir veiðiárið 2020 og rakti í stuttu máli mótshald sumarsins og lagði fram aflatölur á aðal og innanfélagsmótum. Stærsta áskorun sumarsins var utanumhald og framkvæmd mótana á sama tíma og Covid-19 faraldurinn var alltaf rétt handan við hornið en aðilum var hrósað fyrir að geta haldið mótin. Aðeins eitt aðalmót (Sjósigl) féll niður sem tengdist bæði veðri og Covid-19 fjöldatakmörkunum og þeim tímamörkum sem félögin hafa til að halda mótin. 3 innanfélagsmót féllu niður vegna samskonar tilfella. Formanni barst ein athugasemd varðandi Sjósnæ mótið og varðaði það aðstöðu trúnaðarmanns við löndun en starfsmenn við löndun gættu ekki tillits til þess að trúnaðarmaður gæti merkt kör og komið fyrir stærstu fiskum áður en kör voru fjarlægð. Formaður Sjól biður formenn að tryggja að slíkt gerist ekki og að hafa í huga að hluti af mótinu er að njóta og lifa en ekki skipa og stýra keppendum. Einnig bars inn ein kæra á Sjóak mótinu frá utan aðkomandi aðila sem hafði ekki kærurétt en engu að síður var ferlinu fylgt eftir og atvik skoðað, niðurstaðan var að ekki þótti ástæða til aðgerða eða frekari eftirmála en ljóst að þörf er á endurskoðun kæruheimildar.

Fjárhagstaða SJÓL, okt. 2020
Gjaldkeri Sjól fór yfir helstu fjárhagstölur, en að öðru leiti verður nánar greint frá því á aðalfundi Sjól.

Kostun og fyrirkomulag verðlauna til íslandsmeistara sumarið 2021
Lagt er upp með samskonar fyrirkomulag og fyrir 2020 með einni undantekningu sem er að fyrir 2021 verði veitt verðalun fyrir aflahæsta veiðimann í karla- og kvennaflokki. Núverandi farandsgrip verður þá skilað til Sjór og Sjól útvegar tvo nýja farandsbikara fyrir aflahæsta veiðimann hvers tímabils.

Umræður um tillögur til breytinga á lögum SJÓL og veiðireglum
Samanber vinnu formanns Sjól frá samþykki á aðaldundi félagana hefur verið vinna við að skoða stigagjöf og mótsdaga með þeim hætti að stigagjöf til íslandsmeistara verði framvegis reiknuð pr. veiðidaga í stað þriggja aðalmóta félagana var lögð fram hugmynd að niðurfellingu bátastiga (gögn voru send formönnum fyrir fund til skoðunar). Ekki var samstaða um að hrófla við bátastigum og formönnum var gefinn frestur til frekari skoðunar og skilafrest á tillögum til 15. janúar 2021 sem væri þá dreift til formanna og endurupptekið á aðalfundi Sjól 2021. Tillagan um stigagjöf pr. 5-6 daga frekar en fyrir tveggja daga mót lagðist vel í formenn og gerði enginn athugasemd við það þannig að hún verður lögð fram til samþykktar á næsta aðalfundi og tæki gildi fyrir 2021 veiðiárið.  Umræðan um breytingu á 20.gr. varðandi kæruferli samanber póst til formanna þann 02.10.2020 þá voru aðilar sammála um að 20.gr. þyrfti frekari endurskoðunar. Formaður Sjól mun leggja til textabreytingu fyrir næsta aðalfundi félaga með það að leiðarljósi að ferlið sé skýrara.

Önnur málefni
A. Eitt afmælismót verður 2021 en þá verður Sjór 60 ára.
B. Formaður Sjól vildi fá umsóknir fyrir veiðidaga eigi síðar 23. Nóv. (mánudagur).
C. Einnig var minnt á að mikilvægt sé að skila inn til RSK réttum upplýsingum um stjórnarmeðlimi félaga.
D. Vottun, MSC stuðull á veiðafæri (sjóstöng) varðandi sölu á fisk verður samþykkt á þessu ári.
F. Formaður Sjól mun halda áfram að leita eftir lausn sem heimilar félögum að nota skemmtibáta með haffæraréttindi á sjóstangaveiðimótum félagana.
G. Lokahófið er á áætlun þann 5. desember í Höllinni en lokastaðfesting er samkvæmt fyrri tilkynningu (01.10.2020) 9. nóvember næstkomandi.
H. Gjaldkeri og ritari Sjól tilkynntu að þeir gæfu ekki kost á stjórnarsetu eftir aðalfund 2021.

Formannafundur SJÓL 26. október 2019 kl. 09:00
Samkvæmt 9.gr. laga Sjól, staðsetnging Tröllateig 41, Mosf.

Fundaraðilar: Elín Snorradóttir, formaður Sjól. Sigfús Karlsson, formaður Sjóak og gjaldkeri Sjól. Hersir Gíslason, formaður Sjór. Hallgrímur Skarphéðinsson, formaður Sjósigl. Jón Einarsson f.h. Sjósnæ. Matthías Sveinsson, formaður Sjónes. Þórir Sveinsson, formaður Sjóís. Sigurjón Már Birgisson f.h. Sjóskip. Guðjón Sigtryggson f.h. Sjóve.

Fjarverandi: Jóhannes Símonsen, formaður Sjóskip. Sigtryggur Þrastarson, formaður Sjóve. Sigurjón Helgi Hjelm, formaður Sjósnæ.

Dagskrá

Kosning fundarstjóra og ritara
Mættir fulltrúar sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga (SJÓL) staðfestu Elínu Snorradóttur sem fundarstjóra og Sigurjón Már Birgisson sem fundarritara Sjól. 
Elín Snorradóttir setti fundinn kl.09:00 og var honum slitið kl. 12:00.

Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðal- og innanfélagsmóta sumarið 2020

Sjóskip:
Aðalmót 27/28. mars Akranes. Félagsmót 21. mars Akranes

Sjóve:
24/25. apríl Vestmannaeyjar. Félagsmót 16. maí Vestmannaeyjar

Sjósnæ:
22/23. maí Ólafsvík. Félagsmót 25. apríl Ólafsvík

Sjór:
19/20. júní Patreksfjörður. Félagsmót 25. apríl Reykjavík

Sjónes:
17/18. júlí Neskaupstaður. Félagsmót 30. ágúst Neskaupstaður

Sjóak:
14/15 ágúst Dalvík. Félagsmót 11. júlí Dalvík

Sjósigl:
21/22. ágúst Siglufjörður. Félagsmót 25. júlí Siglufjörður

Sjóís:
Mótshald óákveðið. Sjóís lagði ekki fram tillögu um veiðidaga en formaður Sjól óskaði sérstaklega eftir því að félagið legði inn umsókn til Fiskistofu í von um að með samheldni sjóstangaveiðifélaga væri hægt að halda mót veiðiárið 2020.

Tvö innanfélagsmót stangast á við aðalmót Sjóve og verða endurskoðuð nánar á aðalfundi Sjól 2020.

Uppgjör aðildarfélaga á mótum sumarsins 2019
Öll félög hafa greitt auðlindagjald til Fiskistofu og félagsgjald til Sjól fyrir afnot af reiknikerfum og trygginga. Fundarmenn vildu halda áfram við það verklag að fomaður Sjól sjái um að tilkynna veiddan afla til Fiskistofu.

Tímasetning aðalfundar SJÓL 2020
Lagt var til að fundurinn verði haldinn í Höllinni Grandagarði 18 í Reykjavík þann 7 mars 2020 kl. 10:00. Var lögð áhersla á það að öll félögin yrðu búin að halda sinn aðalfund fyrir þann tíma svo að umboð stjórnarmanna í hverju sjóstangaveiðifélagi sé skýrt fyrir aðalfund SJÓL.

Formaður SJÓL fer yfir veiðiárið 2019
Formaður SJÓL fór yfir veiðiárið 2019 og rakti í stuttu máli mótshald sumarsins og lagði fram aflatölur á aðal og innanfélagsmótum. Helsta málið var að Fiskistofa hafnaði Sjór og Sjónes um veiðheimild og í kjölfarið þurfti Sjól að kæra Fiskistofu enn og aftur sem endaði með því að ráðuneytið felldi niður ákvörðun Fiskistofu en hún snérist um að auðlindagjald var greitt degi eftir eindag þar sem reikningur barst svo seint frá Fiskistofu. Athuga með að skrá „félagsmann sem undirmál“ til að halda sameiginlega utan um magnið frekar en að skrá það á hvern veiðimann. Þessi vinna einfaldar skráningu og hefur engin áhrif á stigagjöf eða annað.

Fjárhagstaða SJÓL 26.10.2019
Fundarritari fór yfir helstu fjárhagstölur og áætlaða stöðu í lok árs.

Umræður um tillögur til breytinga á lögum SJÓL og veiðireglum
Tillaga frá Sjóak, varðar fasta dagsetningu lokahófi að hún sé ávallt síðustu helgina í okt. eða 24 október 2020. Breyting 7gr. veiðireglna, tillaga að skipta, veiðitími 3 gr. skipta á veiðiplássi frá þeim tíma sem veiði byrjar um borð. Skipan í sveitir 16.gr. taka út karlar og konur. 17.gr. stigagjöf íslandsmeistara á bátastigum verði bara 3 í stað 4 eins og þau eru í dag.

Tillaga frá Sjór að endurskoða hraðann á útsiglingu úr 17 mílum í xxx mílur.

Formaður benti á að félög þurfa að senda inn tillögur fyrir breytingar formlega samkv. reglum Sjól

 Önnur málefni
Fara í uppfærslu á grunninum í samráði við forritara og stjórn Sjól.

Þórarinn spurði fyrir um hvort og þá hvernig væri hægt að selja aðgang Sjól grunninum fyrir EFSA. Formaður Sjól tekur við fyrirspurninni og skoðar málefnið fyrir næsta aðalfund.

Cintamani er nýr styrktaraðili hjá Sjól og formaðurinn benti á möguleika fyrir aðildafélögin að fá afslátt fyrir fatnað merkt félögum.

Sjósnæ mun halda uppá 30 ára afmæli félagsins árið 2020.

Formaður Sjól vildi fá umsóknir fyrir veiðidaga eigi síðar 25. Nóv. (mánudagur).
Einnig var minnt á að mikilvægt sé að skila inn til RSK réttum uppllýisingum um stjórnarmeðlimi félaga.

Vottun, BSC stuðull á veiðafæri varðandi sölu á fisk. Pétur Sigurðsson mun skoða málið og við fyrstu sýn ætti þetta ekki að vera vandamál en vottunin gefur aflananum hærri einkunn og því hærra verð.

Rætt varð hversu erfitt væri að manna sumar stjórnir félagana sem og að halda þeim virkum. Spurning um einhverja hvata. Óskað er eftir hugmyndum um hvernig við getum eflt félagsstarfsemina. Stjórnir félaga geta að leita til Sjól eftir aðstoð. Styrkja tengsl við aðstoðarmenn, formaðurinn ætlar að setja upp sérstaskt eyðublað um skipstjóra til að fá sameiginlegar uppl. ásamt því að geta sent þeim hvað sé framundan og hvernig

Formaður Sjól mun halda áfram að leita eftir lausn sem heimilar félögum að nota skemmtibáta með haffæraréttindi á sjóstangaveiðimótum félagana.

Hringbraut og N4 geta tekið að sér að auglýsa og kynna félagsstarfsemina en það kostar töluverðan pening. Spurning hvort við getum tekið þátt í þessu með því að fá kostendur til að auglýsa sínar vörur. Formaður Sjór nefndi einnig að starfsmaður frá RÚV hafi verið á Patreksfirði í sumar og sýndi því mikinn áhuga að gera umfjöllun um mótið á Patreksfirði 2020.

Pétur og Elín hafa sett upp tillögu um tvær leiðir hvernig hægt sé að virkja betur keppni og veiðidaga eins og að geta farið á fimm daga veiði frekar en 3 bestur mótin. Niðurstöður ættu að koma inn í janúar til skoðunar og umræðu á aðalmóti félagana. Breytingar væru þá áætlaðar fyrir veiðiárið 2021.

Formannafundur SJÓL 27. október 2018 kl. 10:00
Samkvæmt 9.gr. laga Sjól, staðsetnging Höllin Grandagarði 18

Fundaraðilar: Elín Snorradóttir, formaður Sjól. Sigfús Karlsson, formaður Sjóak og gjaldkeri Sjól. Hersir Gíslason, formaður Sjór. Hallgrímur Skarphéðinsson, formaður Sjósigl. Jóhannes Símonsen, formaður Sjóskip. Gunnar Jónsson, ritari Sjósnæ. Matthías Sveinsson, formaður Sjónes. Sigtryggur Þrastarson, formaður Sjóve

Fjarverandi: Sigurjón Hjelm, formaður Sjósnæ. Þórir Sveinsson, formaður Sjóís og Sigurjón Már Birgisson, ritari Sjól

Dagskrá

Kosning fundarstjóra og ritara
Mættir fulltrúar sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga (SJÓL) staðfestu Sigfús Karlsson sem fundarstjóra og Elínu Snorradóttur sem fundarritara vegna fjarveru ritara Sjól.
Sigfús Karlsson setti fundinn kl.09:00 og var honum slitið kl. 12:00.

Tillögur félaga um mótsdaga aðal- og innanfélagsmóta 2019

Sjóskip:
Aðalmót 15/16. mars Akranes. Félagsmót 23. mars Akranes

Sjóve:
29/30. mars Vestmannaeyjar. Félagsmót 27. apríl Vestmannaeyjar

Sjósnæ:
24/25. maí Ólafsvík. Félagsmót 27. apríl Ólafsvík

Sjór:
21/22. júní Patreksfjörður. Félagsmót 27. apríl staðsetning óákveðin

Sjónes:
5/6. júlí Neskaupstaður. Félagsmót 25. ágúst Neskaupstaður

Sjóak:
16/17 ágúst Dalvík. Félagsmót 12. júlí staðsetning óákveðin

Sjósigl:
23/24. ágúst Siglufjörður. Félagsmót 20. júlí Siglufjörður

Sjóís:
Engar upplýsingar lagðar fram. mótshald óákveðið

Tímasetning aðalfundar SJÓL 2019
Lagt var til að fundurinn verði haldinn í Höllinni Grandagarði 18 í Reykjavík þann 9 mars 2019 kl. 10. Var lögð áhersla á það að öll félögin yrðu búin að halda sinn aðalfund fyrir þann tíma svo að umboð stjórnarmanna í hverju sjóstangaveiðifélagi sé skýrt fyrir aðalfund SJÓL.

Formaður SJÓL fer yfir veiðiárið 2018
Formaður SJÓL fór yfir veiðiárið 2018 og rakti í stuttu máli mótshald sumarsins og lagði fram aflatölur á aðal og innanfélagsmótum. Veiðileyfin frá Fiskistofu komu seint í hús og hafði það sannarlega áhrif á fjölda keppanda á mótum sumarsins, einnig voru nokkrar breytinga á veiðidögum sem aldrei kann góðri lukku að stýra og kemur það einungis til með að fá færri keppendur inn á mótin og lagði formaður SJÓL áherslu á að félögin myndu halda þeim veiðidögum sem um er sótt og vera ekki að fresta nema í algerri neyð ( veður , bátar ) en svona þvert yfir gengu mótin bara nokkuð vel og alltaf jafn skemmtileg. Allir formenn sögðu síðan frá sinni upplifun af undirbúningi og mótshaldi og var áberandi hversu illa gengur að fá félagsmenn til þess að koma að undirbúningi og framkvæmd móta og því þarf að breyta. Tvö 30 ára afmælismót verða á árinu 2019 SJÓNES og SJÓSIGL og stefna þau að veglega afmælismót. 

Umræður um tillögur til breytinga á lögum SJÓL og veiðireglum
Tillaga barst um hvort skerpa þyrfti á 2 gr. veiðireglna varðandi þyngd á sökkum þar sem áberandi var á s.l. veiðisumri mikill ágreiningur og harkaleg orðaskipti veiðimanna um þyngd sökku. Tillaga barst þess efnis eftir ábendingar veiðimanna að setja inn í veiðireglunar hámarkslengd á undirkrók/letingja og var hugmynd um að lengd hans yrði hámark 40 cm. Tillaga var lögð fram um að breyta keppnisfyrirkomulaginu í þá átt að 5 bestu dagarnir myndu telja til íslandsmeistara en ekki 3 bestu mótin eins og er í dag með það að markmiði að auðvelda keppendum að taka þátt í veiðimótum sem og að vera þáttakendur til íslandsmeistara. Tillaga um starf Trúnaðarmanna var tekið fyrir og nauðsyn þess að skerpa á þeirra störfum og útbúa til dæmis A4 blað yfir hvert hlutverk þeirra svo að allir trúnaðarmenn séu meðvitaðir um ábyrgð sína. Tillaga var lögð fram um að taka út úr veiðireglum 2. gr. „Bannað er að láta veiðistöng hvíla á borðstokki báts meðan veitt er.“ Að lokum var gerð tillaga um að Nestið verði algjörlega valfrjálst og er þá vísað í að drykkjarföng yrðu gerð valfrjáls en búið var að fella út skyldu á matvælum. 

Önnur málefni
Ákveðið var að stjórn SJÓL færi á fund Fiskistofu og ræða við þá um hvort ekki sé hægt að við fáum að sækja um veiðidagana í ágúst þ.a.s. fyrir 1 sept. Þannig að við nýtum allt kvótaárið, þá hafa félögin möguleika á því að halda mót í september sem myndi auðvelda mörgum félögum sérstakleg vegna báta vandamála einnig var hugmynd um að ræða við þá hvort við mættum nota skemmtibáta í mótunum þá báta sem eru með haffærnisskýrteini. Markaðssetning Sjóstangaveiðinnar. Vinna vetrarins í samvinnu með formönnum að finna leiðir til þess að auglýsa félögin með það að markmiði að ná í fleiri nýliða, nýta okkur bæjarhátíðir, sjómannadaga, alla þá fjölmiðla og samfélagsmiðla sem við getum. Einnig væri gaman að ræða við N4 um að koma á Dalvík og Siglufjörð til þessa að fylgjast með hvernig mótin fara fram og svo auðvitað allar aðrar uppá komur sem við getum týnt til á hverjum stað þar sem mótshald er til staðar. Taka skipstjóra með inn í keppnissumarið, veita verðlaun fyrir 3 aflahæstu skipstjóra sumarsins á lokahófinu og fá styrktaraðila til þess að gefa þau verðlaun. Finna þarf út hvernig við útfærum útreikninginn á þessum verðlaunum. Umræða var um Sjóís og áhyggjur af því félagi þar sem mótshald til íslandsmeistara hefur ekki verið haldið síðan í júlí 2013 og engar óskir lagðar fram fyrir 2019 um mótshald.

Formannafundur SJÓL 25. nóvember 2017 kl. 10:00
Samkvæmt 9.gr. laga Sjól, staðsetnging Höllin Grandagarði 18

Fundarritari: Sigurjón Már Birgisson, ritari Sjól.
Fundaraðilar: Elín Snorradóttir, Sjól. Sigfús Karlsson, Sjóak. Hersir Gíslason, Sjór. Guðmundur Skarphéðinsson, Sjósigl. Jóhannes Símonsen, Sjóskip. Gunnar Jónsson, Sjósnæ.
Fjarverandi: Guðrún Rúnarsdóttir, gjaldkeri Sjól. Þórir Sveinsson, Sjóís. Matthías Sveinsson, Sjónes. Sigtryggur Þrastarson, Sjóve.

Dagskrá

Fundarsetning . Elín Snorradóttir formaður Sjól setti fundinn

Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga sumarið 2018
Elín fór yfir óskir formanna um mótsdaga og kom fram að Sjóak hefur ekki staðfestingu fyrir því hvort mögulegt sé að halda innanfélagsmót í Grímsey líkt og fyrri ár þannig að keppnisstaður er óljós að svo stöddu. Að öðru leiti er niðurstaða veiðidaga samkvæmt neðangreindri töflu fyrir árið 2018.

Óskir sjóstangaveiðifélaga innan Sjól um veiðidaga 2018
FélagAðalmótKeppnisstaður FélagInnanfélagsmót Keppnisstaður
SJÓAK17 – 18 ágústDalvík SJÓAK7. – júlíReykjavík
SJÓÍS   SJÓÍS  
SJÓNES13 – 14 JúlíNeskaupstaður SJÓNES26. – ágústNeskaupstaður
SJÓR15 – 16 júníPatreksfjörður SJÓR17. – marsReykjavík
SJÓSIGL24 – 25 ágústSiglufjörður SJÓSIGL21. – júlíSiglufjörður
SJÓSKIP23 – 24 marsAkranes SJÓSKIP28. – aprílAkranes
SJÓSNÆ29 – 30 júníÓlafsvík SJÓSNÆ28. -aprílÓlafsvík
SJÓVE11 – 12 maíVestmannaeyjar SJÓVE31. – marsVestmannaeyjar

Verklag við uppgjör aðildarfélaga á mótum sumarsins 2017
Einungis tvö félög (Sjóís/Sjóve) innan sambands Sjól héldu mót þetta sumar og einungis eitt af þeim (Sjóve) sendi til formanns Sjól uppgjör til að skila inn til Fiskistofu.
Sjóís sá um skil á eigin uppgjöri til Fiskistofu.

Umræðan um hvernig skil hjá þeim sex félögum sem héldu ekki mót var tekin til skoðunar og kom fram að fjögur félög skiluðu inn núll skýrslu, það er enginn kostnaður sem til féll vegna uppgjörs á mótshaldi. Sjóak taldi sig hafa orðið fyrir kostnaði vegna undirbúnings áætlaðs mótshalds samanber lögfræðikostnað, árgjald Sjól, áletranir á verðlaunagripi ofl. sem skilað var inn á uppgjöri sem útlagður kostnaður. Sjóve lagði einnig inn lögfæðikostnað á uppgjörsblaðinu með örðum kostnaði sem til féll við mótshald. Þau félög sem skiluðu núll skýrslu sögðust leggja fram umræddan kostnað í ársskýrslu en ekki beint undir mótshald. Ekki fékkst niðurstaða um hvort væri betra þar sem skilningur aðila á uppgjöri móta var ólíkur sem og að ráðgjöf formanna frá endurskoðendum var ólíkur enda ljóst að við aðstæður sem félögin hafa þurft að standa frammi við fyrir árið 2017 á sér engin fordæmi til að syðja við.

Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2018
Ákveðið að hafa fundinn 3. mars. Formenn voru hvattir til þess að vera búnir að halda aðalfund síns félags vel fyrir þann tíma svo að hægt væri að koma með tillögur og lagabreytingar. Ákveðið var að fundurinn yrði haldinn í Höllinni að Grandagarði 18 og að hann hæfist kl .10:00. Fyrirvari var einnig gerður ef umrædd dagssetning myndi falla niður að fundurinn yrði þá færður á 10. mars á sama stað og tíma.

Rekstur heimasíðu og reiknikerfi SJÓL
Elín vakti athygli á því að fráfarandi formaður Sjól hefur í gegnum árin kostað vistun á gagnagrunni Sjól sem heldur utan um félagatal, veiðiskýrslur ofl. síðustu 11 ár. Mánaðargjaldið er í evrum og í dag um kr. 3.700,- Einnig er annar fastur kostnaður sem aðrir félagsmenn hafa kostað eins og árgjald á léninu www.sjol.is og DNS skráningu fyrir léni og heimasíðu Sjól. Formenn voru einhuga um að koma öllum föstum kostnaði á Sjól og til að auðvelda slíkt var mælt með að gjaldkeri Sjól mundi sækja um fyrirframgreitt kreditkort sem hægt væri að setja inná umrædd gjöld.

Fjárhagstaða SJÓL
Ekki var fyrir hendi upplýsingar um fjárhagsstöðu SJÓL á fundinum en formönnum var kunnugt um að Sjól hafi þurft á árinu að leita í þrígang til félagana eftir fjármögnun til að halda straum af lögfæðikostnaði vegna embættiskæru félagana. Ritari Sjól nálgaðist fjárhagsstöðu félagsins fyrir afhendingu fundargeraðar  þann 27.11.2017 og var sjóðsstaða Sjól kr. 106.038,-

Formenn félaga samþykktu að láta Sjól til greiðslu árgjalds kr. 25.000,- sem væri viðbót við þær innlagnir sem höfðu átt sér stað til Sjól vegna lögfæðikostnaðs. Sjóve hefur þegar lagt fram 4% gjald kr. 6.415,- sem dregst þá frá samþykktu árgjaldi.

Kostun og fyrirkomulag verðlauna til Íslandsmeistara 2018
Formenn samþykktu einróma um að fyrirkomulag verðlauna á vegum Sjól yrði haldið óbreytt milli ára.

Umræður um tillögur til breytinga á lögum SJÓL og veiðireglum fyrir landsfundinn
Engar tillögur voru lagðar fram á fundinum og voru menn sammála um að þróttur og hugur manna að starfsemi sjóstangaveiðinni hafi dalað við að hafa verið má segja tekin úr sambandi við ákvörðun Fiskistofu að synja öllum félögum innan Sjól í upphafi árs og á síðari stigum heimilað þremur félögum veiði.

Verklag vegna umsókna félaga til Fiskistofu fyrir mótshald 2018
Formenn höfðu ýmsar skoðanir á því hvort þörf væri fyrir mjög ítarlegri sundurliðu kostnaðar sem og skráning á sjálfboðavinnnu sem er metin sem kostnaður í uppgjöri líkt og þekkist hjá sambærilegri félags- og íþróttastarfsemi. Elín óskaði eftir aðkomu Sigfúsar formann Sjóak um uppfærslu á því eyðublaði sem stuðst er við í dag og samþykkti hann það en að öðru leiti þá verður stuðst við sama eyðublað og notast var fyrir 2016.
Til að umsóknir gætu endurspeglað umfang kostnaðar og tekna samþykktu formenn að notast við 80% af söluverði 2 Kg þorks sem á fundinum reiknaðist sem kr. 130,-

Önnur mál:
Spurning kom hvort samstaða gagnvart afhendingu á greiðslukvittunum til Fiskistofu haldist ekki örugglega áfram hjá formönnum félaga. Tveir formenn sögðu að ef kæmi til þess að Fiskistofa færi fram á afhendingu kvittana umfram það sem kemur fram í Ársskýrlu þá yrði orðið við því. Ástæðan væri sú að mat þeirra er að félagið þeirra myndi ekki lifa af annað ár þar sem ekki væri hægt að stunda sjóstangaveiðimót, að núverandi tjón sem hlotist hafi 2017 væri ekki hægt að endurtaka.

Einn formaður vildi koma því til skila að samskiptin við Hrannar hjá Fiskistofu hafi verið afar góð og mikill vilji fyrir því að félögin gætu haldið sín mót, sem dæmi þá gaf Fiskistofa Sjóskip heimild til að halda mót um miðjan september eftir að veiðitímabili væri lokið. Einnig að sögn sagði Hrannar að félögunum væri heimilt að halda til eins miklu fjármagni eftir hjá sér, einungis að hámarki 3.000.000,- ár hvert og að Fiskistofa vildi eingöngu fá að sjá kvittanir fyrir útlögðum kostnaði. Aðrir formenn höfðu ekki upplifað samskonar samskipti við Fiskistofu og hvöttu til að fá þetta skriflegt frá honum. Elín bað formenn um að hafa hana upplýsta um öll samskipti sem eiga sér stað við Fiskistofu og ráðuneytið þar sem húna haldi utan um formleg samskipti við umrædda aðila og mikilvægt að hún viti hvað formenn eru að aðhafast sem getur haft áhrif á hennar vinnu

Fyrirspurn kom hvernig kvörtun sem Sjól lagði inn til Umboðsmanns Alþingis þann 20.09.2017 væri orðuð en umboðsmaður Alþingis ákvað að taka málið til skoðunar og skráð nr. 9450/2017 í málaskrá embættisins. Ritari Sjól fór yfir hvað fór fram og samþykkti að sækja eftir innskráningarformi kvörtunar sem lögð var fram á heimasíður Umboðsmanns Alþingis. Sem sjá má nánar hér að neðan en að auki eru formenn með afrit af svari umboðsmanns varðandi málefnið. Þessu til viðbótar var ákveðið að þau félög sem ekki fengu afturköllun synjunar á veiðheimild myndu senda inn kvörtun til Umboðsmanns Alþingis og þá í samræmi við þá ástæðu sem synjunin var byggð á. Umboðsmaður Alþingis hefur tekið fyrir eitt félag svo vitað sé og er það Sjór.

Formaður Sjól benti á að ráðuneytið hafi sagt munnlega að mikilvægt væri að fara yfir reglugerðina og gera hana þannig að allir tengdir aðilar geta unað niðurstöðu hennar. Því miður þá hefur ráðuneytið ekki leitast eftir umsögn Sjól eða annarra aðila um breytingu á reglugerðinni enn sem komið er en leitast verður eftir að fá fund til að taka þetta fyrir eins fljótt og mögulegt er.

Formannafundur SJÓL 1. október 2016 kl. 12:00

Mættir voru eftirfarandi:
Stjórn SJÓL: Formaður: Stefán B. Sigurðsson,
Ritari: Elín Snorradóttir, Gjaldkeri: Sigurjón M. Birgisson.

Mættir formenn aðildarfélaga SJÓL
Sjór: Elín Snorradóttir. Sjóskip: Jóhannes Símonsen.
Sjósnæ: Jón B. Andrésson og Gunnar Jónsson
Sjósigl: Hallgrímur Skarphéðinsson
Sjóak: Sigfús Karlsson
Sjónes: Matthías Sveinsson
Sjóve: Sigtryggur Þrastarson
Sjóís: Fjarverandi

  1. Fundarsetning
    Stefán B. Sigurðsson formaður setti fundinn .
  2. Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga sumarið 2017
    Stefán fór yfir óskir félagana um mótsdaga fyrir veiðisumarið 2017

Sjóskip:          24.-25. mars                         (Innanfélagsmót 13. maí)
Sjóve:             29.-30. apríl                          (Innanfélagsmót 18. mars)
Sjósnæ:          19.-20. maí                            (Innanfélagsmót 22. apríl)
Sjór:                16.-17. júní                            (Innanfélagsmót 22. apríl)
Sjónes:           14.-15. júlí                              (Innanfélagsmót 27. ágúst)
Sjósigl:           25.-26. ágúst                         (Innanfélagsmót 22. júlí)
Sjóak:             18.-19. Ágúst                         (Innanfélagsmót   8. júlí)
Sjóís:              Ekki lögð fram tillaga um aðalmót eða innanfélagsmót

  1. Verklag við uppgjör aðildarfélaga á mótum sumarsins 2016
    Stefán sýndi þau skjöl sem notuð hafa verið í uppgjörsvinnu félaganna og fór yfir hvaða kostunarliði væri best að nota og hvaða liði ætti að taka út til þess að félögin væru að senda uppgjör sem væru eins uppbyggð. Sigfús benti á að 3.000 kr. Pr. tímann vegna sjálfboða vinnu væri ásættanleg tala og vildi að tekinn yrði út texti í skjali (aðstaða – matur – tónlist). Umræða varð um að skila uppgjörunum inn til Stefáns með betri fyrirvara svo að hægt væri að fara betur yfir uppgjörin og hafa tíma til að lagfæra ef þess þyrfti með. Einnig var rætt um að Sjól tæki að sér að athuga með bókhaldskostnað fyrir félögin, 11% vsk. á innkomu mótsgjalda og tryggingar. Einnig var rætt um Skattaskýrslu vegna félagasamtaka og um að fá veflykil. Var Sigfúsi falið að senda öllum formönnum upplýsingar um hvað ætti að setja inn á skattskýrsluna.
  2. Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2017
    Ákveðið að hafa fundinn 11. mars. Formenn voru hvattir til þess að vera búnir að halda aðalfund síns félags vel fyrir þann tíma svo að hægt væri að koma með tillögur og lagabreytingar. Ákveðið var að fundurinn yrði haldinn í Höllinni að Grandagarði 18 og að hann hæfist kl .10:00.
  3. Formaður Sjól flytur yfirlit um gang móta sumarið 2016
    Stefán sýndi samanburð á niðurstöðum móta, heildarafla og kynjahlutfall s.l. 3 ára auk upplýsinga um fjölda keppenda og sýndi exelskjal með upplýsingum um afla á mótum sumarsins sem sent er inn til Fiskistofu.
  4. Formaður Sjól fer yfir samskipti við Fiskistofu sumarið 2016
    Stefán fór yfir samskipti sín við Fiskistofu og áréttaði að við yrðum að halda góðum anda og samstarfi og að halda áfram góðum samskiptum.
  5. Rekstur heimasíðu og reiknikerfi SJÓL
    Sigurjón sagði frá því að hýsing heimasíðunnar væri komin á Amason og útskýrði hann það ferli. Hann sagði að síðan væri hægvirk af því að hýsingin er ókeypis en til þess að frá hraðvirkari vinnslu á síðuna þyrfti að kaupa sérstakan aðgang. Sigurjón ræddi um breytingar á SJÓL grunninum og að hann þyrfti að hafa admin aðgang til þess að geta aðstoðað aðra. Var samþykkt að Sigurjón fengi admin aðgang að kerfinu. Benti hann á að greinilega þyrfti að setja smá pening í kerfið og æskilegast væri að fá hýsingu fyrir það hér á landi. Það þarf að skoða þessi mál vel. Upp kom sú hugmynd um að setja öll félögin inn á sömu síðu og SJÓL er að nota, einnig var rætt um að breyta aðgangi (notendanöfnum) að grunninum og að eingöngu formenn og reiknimeistara félaganna hefðu aðgang. Hallgrímur benti á að á verðlaunablaði í kerfinu hefði áður verið nafn skipstjóra og nafn báts, þetta væri ekki lengur til staðar og kemur ekki fram í útprentun á verðlaunablaði. Þetta þurfi að skoða því klárlega sé þetta eitthvað sem hefur dottið út úr kerfinu.
  6. Fjárhagstaða SJÓL
    Sigurjón gjaldkeri greindi frá fjárhagsstöðu SJÓL. Félögin greiddu 4 % til SJÓL fyrir mótstryggingar, afnot af tölvukerfi SJÓL fyrir mótshald og verðlauna fyrir krýningu íslandsmeistara. Rekstrartekjur voru 837.584 kr. Kostnaður ársins var 798.603 kr og er staða reikningsins 38.981 kr. Farið var í að ljúka við að merkja verðlauna farandgripi sem sem dregist hafði að merkja. Rætt var um að SJÓL myndi leita tilboða í tryggingar fyrir innanfélagsmótin þar sem þau hafa verið ótryggð af hálfu SJÓL (enda ekki á vegum landssambandsins) en þá gengið út frá því að hvert félag hafi sína tryggingu.
  7. Kostun og fyrirkomulag verðlauna til Íslandsmeistara 2017
    Stefán sýndi sundurliðun á verðlaununum sem veitt eru á lokahófi.
  8. Umræður um tillögur til breytinga á lögum SJÓL og veiðireglum:
    a) Tillaga frá SJÓVE tekin til umfjöllunar sem var svo hljóðandi:
    Að fellt verði út úr 10.gr.  „Matarpakka fyrir keppendur og áhöfn“ þannig að 10. gr. verði svohljóðandi. Við mótssetningu skulu keppendur að lágmarki fá eftirfarandi upplýsingar skriflega: Lista með nöfnum keppenda, trúnaðarmanna og báta í mótinu, röðun keppenda á báta, skipan dómnefndar og mótsstjórnar og nafn mótsstjóra. Enn fremur um veiðitíma, ganghraða báta, stærðarmörk fiska og aðrar þær reglur sem mótsstjórn vinnur eftir. Mótsstjórn skal leggja til veiðiílát og merki á þau, mælistiku, ís, lifandi beitu. Lifandi beita er til dæmis: Smokkfiskur, loðna, síld, sandsíli, kúfiskur. Heimilt er að nota hvers konar gervibeitu. Rökstuðningur við þessa breytingu er sá að erfitt er að gera öllum til hæfis í matargerð og allt of miklu af mat er hent og ekki nýttur þar að auki er kostnaður alltof mikill við þennan lið. Það á að vera hverju félagi frjálst hvað þeir gera í sambandi við þetta.Okkur finnst eðlilegra að hver keppandi taki sinn skrínukost með sér sem hann vill.b) Matthías kom með fyrirspurn varðandi 2.gr. veiðireglna vaðandi ávítur um að veiðistöng hvíli ekki á borðstokk og voru ágætis umræðu teknar um það mál lagði hann til að þessi setning yrði tekin til skoðunar og lagði til að þessu orðalagi yrði breytt.

11 . Önnur mál
Sigfús lagi til að mótshaldarar virtu það þegar keppandi er tilnefndur af sínum formanni sem trúnaðarmaður í móti en væru ekki að velja annan keppanda frá viðkomandi félagi sem ekki sem ekki hafi verið tilnefndur. Hann benti á að ef í móti berist 30 tilnefningar um trúnaðarmenn  en fjöldi báta er 15 þá beri að draga einungis úr nöfnum þeirra sem tilnefndir hafa verið. Hann benti einnig á að virkja þyrfti trúnaðarmennina betur og jafnvel að koma á betri kynningu á þeirra starfi um borð. Hann áréttaði einnig að keppendur og skipstjórar ættu að bera virðingu og vera kurteisir hvorn við annan.

Sigfús ræddi einnig um veiðitíma í móti sem eitthvað hefur verið á reiki og þá sérstaklega í sambandi við hrað- og hæggengari báta og taldi að að veiðitími ætti að hefjast þegar veiðarfæri færi í sjó. Bent var á að þá þyrfti að breyta veiðireglum því þar stæði í 3. gr. „Veiðitími telst vera sá tími sem líður frá brottför og þar til veiðarfæri eru dregin úr sjó.„

Umræða varð um undirmál og lágmarksstærð hvort hún ætti að vera 45 eða 50 cm.

Jón B ræddi um stöðu SJÓÍS og hvernig hægt væri að fullvirkja að nýju það félag og með hvaða hætti SJÓL gæti komið þar inn. Stefán sagði að Landsambandið hefði miklar áhyggjur af stöðu félagsins.

Jóhannes ræddi um hvort einhverjar reglur væru til ef sú staða kæmi upp að ekki fengjust nægilega margir bátar í mót, hvernig ætti þá að forgangsraða veiðimönnum.

Sigfús ræddi um að lokahófið væri haldið of snemma og hvort ekki mætti seinka því svo að fleiri ættu möguleika á að koma. Hann lagði til að dagsetning yrði ákveðin á aðalfundinum í vor og kosin lokahófs nefnd í kjölfarið.

Elín ræddi um aðstöðu veiðandi skipstjóra, því það sé ekki ásættanlegt og ekki á jafnréttisgrundvelli við aðra keppendur að lenda á bát með veiðandi skipstjóra og engan aðstoðarmann. Einnig kæmi upp vandamál með hlutverk trúnaðarmanna, þeir þori ekki að malda í móinn við veiðandi skipstjóra því hann sé í raun sá sem ræður um borð, en er um leið einn af keppendum. Er ekki kominn sá tími að við leitum  allra leiða til að virkja skipstjóra, sem ekki eru að veiða, til þess að taka þátt í mótunum.  Þeim fyndist það greinilega ekki nægilega spennandi að vera með og það væri verkefni fyrir Landssambandið og formenn félaganna að finna leið til þess að gera þetta spennandi og skemmtilegt fyrir þá.

Elín lagði til hvort ekki mætti veita t.d. verðlaun á lokahófinu fyrir 3 aflhæstu skipstjóra sumarsins og að þeim yrði einnig boðið að koma á hófið og með þessu yrðu þeir hluti af keppni sumarsins .

Fundi slitið kl 14:45
Elín Snorradóttir ritari SJÓL

Formannafundur SJÓL 18 . 31. Október 2015 kl. 10:00.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar aðildarfélaganna

SJÓR Elín Snorradóttir (ritari Sjól), SJÓAK Sigfús Karlsson, SJÓSNÆ Jón B Andrésson , SJÓSKIP Jóhannes Simonsen , SJÓNES Matthías Sveinsson, SJÓÍS Þórir Sveinsson , SJÓVE Sonja Andrésdóttir , SJÓSIGL Hörður Þór Hjálmarsson, auk Stefáns B Sigurðssonar formanns SJÓL og Páls Pálssonar gjaldkera SJÓL.

1. Fundarsetning .

Stefán formaður setti fundinn og fór yfir dagskrá fundarins .

2. Uppgjör aðildarfélaga á mótum sumarsins .

Stefán fór yfir og útskýrði uppgjörin sem félögin þurfa að vera búin að senda inn fyrir 1 nóv 2015 til Fiskistofu og lagði áherslu á að félögin vönduðu til verka og að hafa veiðigjaldið reiknað með þó svo að Fiskistofa hafi enn ekki rukkað félögin fyrir þau. Sigfús sagði frá hvernig SJÓAK gerði sitt uppgjör og hvernig hann reiknaði út sjálfboðavinnu og fl.

3. Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðalmóta og innanfélagsmóta sumarið 2016.

Farið var yfir veiðidagana 2015 , við umsókn veiðidaga fyrir árið 2016 voru 2 félög sem sóttu um sömu dagsetningu 24–25 júní en það voru SJÓSNÆ og SJÓR en árekstur af þessu tagi hafði ekki komið upp á áður. Skoðað var aftur í tímann hvort félagið hefði oftar verið á þessari dagsetningu og var það SJÓsnæ sem var nær því heldur en SJÓR þannig að SJÓR bakkaði út úr þessari dagsetningu og ætlar að halda sitt mót 17 og 18 júní svo framarlega sem allir hlutir ganga upp varðandi mótshaldið s.s. eins og bátamál og fl. vegna þjóðhátíðadagsins 17 júní. Þórir greindi frá því að SJÓÍS ætlaði ekki að sækja um mótsdaga á vegum landsambandsins og þar með ekki taka þátt í Íslandsmeistarkeppninni heldur halda sérstakt SJÓÍS mót á Patreksfirði . Niðurstaða varðandi mótsdaga var því eftirfarandi:

Félag Aðalmót Staður Innanfélagsmót Staður

Sjóve 6–7 maí Vestmannaeyjar 21.maí Vestmannaeyjar

Sjór 17–18 júní Patreksfjörður 21.maí Grundarfjörður

Sjóskip 27–28 maí Akranes 19.mar Akranes

Sjósnæ 24–25 júní Ólafsvík 30.apr Rif

Sjónes 15–16 júlí Neskaupsstaður 28.ágú Neskaupsstaður

Sjósigl 1–2 júlí Siglufjörður 11.jún Siglufjörður

Sjóak 12–13 ágúst Dalvík 9.júl Grímsey

Sjóís ? ? ? ?

4. Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2016.

Ákveðið var að Aðalfundurinn 2016 yrði haldinn í Höllinni Grandagarði 18, þann 12. mars 2016. Fyrirspurn kom frá Sonju kom um hvort möguleiki væri að færa fundartíma frá kl 10 til kl. 12 þar sem að fólk væri að koma utan af landi og þyrfti líka oftast nær að komast til baka samdægurs. Samþykkt var að fundurinn yrði haldinn kl. 12:00 eftir ágætis rökræður .

5. Yfirlit yfir gang móta sumarið 2015.

Stefán sýndi samantekt yfir gang móta aðal og innanfélagsmótin. Rætt var um skil á undirmáli og afreikningum og hvernig best væri að skila þessu undirmáli inn svo rétt kílóa tala skili sér inn frá félögunum. Þórir lagði fram bréf til allra fundarmanna bréf sem hann hafði sent á alla formenn og fl. í júlí 2015 þar sem hann svarar bréfi frá stjórn SJÓL um þá ákvörðun um að SJÓÍS haldi mótið sitt en ekki á Patreksfirði. Mikil umræða var um þetta mál og var þetta rætt fram og aftur og Þórir krafinn um svör við spurningum frá öðrum formönnum. Sigfús spurði Þóri hvað SJÓAK gæti gert til að hjálpa þeim og bauð fram aðstoð SJÓAK ef það gæti hjálpað til að þeir héldu sín mót eins og önnur félög. Þórir sagði þá frá því að það væri stefna SJÓÍS að efla félagið og gera það að Vestfjarðar félagi og að þeirra aðstaða yrði á Patreksfirði.

6. Samskipti við Fiskistofu sumarið 2015.

Stefán sagði frá samskiptum við Fiskistofu s.l. sumar og greindi frá því að Anna Þormar væri okkar manneskja þar og sæi um okkar mál. Eitt atriði sem helst var kvartað yfir var að skráning báta þyrfti að berast Fiskistofu fyrr og þá vær best að vera með auka báta skráða í mótið þannig að ef bátar detta út þá eru þeir komnir inn í kerfið og ekki þarf að hafa áhyggjur af því. Formenn eru hvattir til að reyna að gera skráninguna tímalega svo hún berist inn til Fiskistofu helst á miðvikudegi fyrir mót sem hefst á föstudegi. Jóhannes stakk upp á að SJÓL sendi fyrirspurn inn til Fiskistofu hvort gera mætti einhverja undanþágu á lúðuveiðum hjá okkur þó ekki væri nema til að mæla lengdina á henni svo hún gæti talist með og tók formaður SJÓL vel í það .

7. Heimasíða og reiknikerfi SJÓL.

Stefán sagði að heimasíða SJÓL væri rekin og í hýsingu hjá fyrirtækinu Stefnu en það fyrirtæki hættir reksatri slíkra heimasíða nú um áramótin 2015–2016 og liggur á að koma síðunni í hýsingu og rekstur hjá öðrum aðila. Vegna þessa breytinga eru líkur á kostnaður við rekstur síðunnar muni hækka töluvert en þess má geta að fyrirtæki Sigfúsar (Framtal) hefur greitt hýsinguna fyrir síðuna í mörg ár .

8. Fjárhagsstaða SJÓL

Páll gjaldkeri SJÓL fór yfir stöðu félagsins og greindi einnig frá því að öll félögin væru búin að gera upp árgjaldið. Ca 600.000 kr væri eftir á reikningnum þegar búið væri að gera lokahófið upp. Hann minnti á að það þyrfti að vera til peningur á reikningnum til að greiða fyrir kostnað á heimasíðunni og svo sagði hann frá því að hann ætlaði að skipt um banka þar sem hann væri búin að gefast upp á MP banka og þeirra þjónustu.

9. Kostun og fyrirkomulag verðlauna til Íslandsmeistara.

Rætt var um að fjölga mætti styrktaraðilum og hafa þá fjölbreyttari. Þórir benti á að verð á sjóstangaveiðvörum væri mjög hátt hér á landi og hvort ekki væri sniðugt að versla veiðivörur á netinu.

10. Umræður um breytingar á lögum SJÓL og veiðreglum.

Sigfús lagði til að lög og veiðireglur SJÓL yrðu endurskoðuð að nýju. Einnig að skoða það betur sem áður hefur verið rætt um að breyta úr 3 bestu mótum sumarsins til ísl meistara yfir í 6 bestu daga sumarsins. það kæmi ætti að koma betur út og gæti mögulega fjölgað konum í keppninni. Stefán las upp hugmynd á breytingu á 16 gr . Hugmyndin er sú að að í stað meðalvigtar í keppni um flestar tegundir er fundin út stuðull sem er hlutfall af landsmeti. Þannig að landsmet í ákveðinni tegund gefur stuðullinn 1,0. Fiskur í sömu tegund sem vegur t.d. 70% af landsmetinu fær stuðulinn 0,7. Stefán las einnig upp hugmynd að breytingu á 17 gr. Fram kom hugmynd um að einungis þeir sem taka þátt í 3 mótum )6 dagar) teljist til stigagjafar til íslandsmeistara. Þegar öllum mótum er lokið þá detti út mótstig og bátastig þeirra keppenda sem keppt hafa á færri mótum en 3 en bónusstigin munu halda sér þetta gæti gert meiri spennu og hvatt fleirir keppendur á mótin.

11. Umsóknir til Fiskistofu .

Skila þarf inn umsóknum um veiðidaga fyrir veiðisumarið 2016 til Fiskistofu fyrir 1. des 2015 og skulu fylgja þeim ársreikningar og lög félaganna sbr reglugerðina. Stefán hvatti alla formenn til þess að ganga frá þessu sem fyrst og skila þessu til sín tímalega þar sem hann færi erlendis og yrði ekki í tölvusamandi síðustu dagana í nóvember.

12. Önnur mál .

Stefán sagði formönnum að allt efni fundarins sem sýnt hafi verið á skjá fundarins yrði sent til formann í tölvupósti. Hörður kom með umræðu um nestismál hvort ekki væri orðið tímabært að hætta að skaffa keppendum nesti og að þeir kæmu með það sjálfir en að félögin sæju samt til þess að vatn færi um borð í bátana. Sigfús lagði til að umræða um mótsgjöldin yrði tekin upp á næsta aðalfundi þar sem það mál hefur ekki verið rætt síðastliðin ár. Þórir var spurður að því hvers vegna SJÓÍS hefði auglýst að frítt væri á mótið þeirra sl. sumar en hann svaraði því að SJÓÍS vildi örva þátttöku og teldi sig hafa efni á því.

Fundi slitið kl. 13:40.
Elín Snorradóttir ritari SJÓL

Formannafundur SJÓL 2014 haldinn í Höllinni (sal SJÓR) þann 26 október 2014 frá kl. 10 til 14:45

1. Fundarsetning. Stefán Formaður Sjól setti fundinn, ekki reyndist mögulegt að tengja tölvu við skjá svo að gögn fundarins voru ekki sýnileg fundarmönnum nema að þeim hluta sem hafði verið ljósritaður og afhentur fundarmönnum.

Mættir voru eftirtaldir fundarmenn:

Mættir: Stefán Sigurðsson formaður Sjól, Elín Snorradóttir gjaldkeri Sjól, fulltrúi Sjór, Páll Pálsson gjaldkeri Sjól, fulltrúi SjóVe, Pétur Sigurðsson Sjóak, Þórir Sveinsson Sjóís, Matthías Sveinsson Sjónes, Hörður Hjálmarsson Sjósigl, Jón Andrésson Sjósnæ, Hjalti Kristófersson Sjóskip og Jóhannes Simonsen verðandi formaður Sjóskip mætti sem áheyrnarfulltrúi.

2. Uppgjör aðildarfélaga á mótum sumarsins til Fiskistofu, farið yfir tillögur nefndar.

Stefán sagði frá því að nefndin sem sett hafði verið á laggirnar til að samræma uppgjörsform félaganna vegna móta sumarsins, sem skila á inn til Fiskistofu, hefði ekki gefist tími til að klára það mál. Talið var að Sigfús hefði tekið að sér að útbúa samræmt uppgjörsform sem nota mætti bæði við uppgjör mótsins en sem jafnframt skilaði upplýsingum inn í ársreikning félagsins. Ekki hefur bólað neitt á þessu skjali enn þannig að Stefán lagði fram eyðublöð sem hann lagði til að yrðu notuð við uppgjör til Fiskistofu. Samþykkt að Stefán sendi félögunum þessi gögn eins fljótt og auðið væri eigi síðar en 26 okt. Félögunum er gert að skila þessum gögnum útfylltum eigi síðar en 29. okt. Stefán fór yfir spurningar sem SJÓL hafði fengið frá félagsmönnum og sent á Fiskistofu varðandi þessa nýju úthlutun á kvóta og las einnig upp svörin frá þeim. Páll las upp bréf frá stjórn SJÓVE varðandi óánægju með þetta nýja kvóta fyrirkomulag og úthlutun á félögin. Umræða var um hvernig við gætum fengið þessari reglugerð breytt þannig að hægt væri að flytja kvótann á milli félaga, þannig að það félag sem ætti óveiddan kvóta gæti ráðstafað til þess félags sem veiddi fram yfir sína kvóta heimild og einnig að finna góða leið til að nýta sem allra best þann kvóta sem sótt er um. Fundarmenn og konur voru sammála um að þessu yrði að breyta og við yrðum að funda með ráðuneyti til að fá þessu breytt.

3. Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðalmóta og innanfélagsmóta sumarið 2015.

Félag Aðalmót Staður Innanfélagsmót Staður

Sjóve 1–2 maí Vestmannaeyjar 23.maí Vestmannaeyjar

Sjór 15–16 maí Patreksfjörður 25.apr Grundarfjörður

Sjóskip 29–30 maí Akranes 18 eða 25. ágú Akranes

Sjósnæ 19–20 júní Ólafsvík 9.maí Rif

Sjónes 17–18 júlí Neskaupsstaður 29.ágú Neskaupsstaður

Sjósigl 24–25 júlí Siglufjörður 29.ágú Siglufjörður

Sjóak 14–15 ágú Dalvík 11.júl Grímsey

Sjóís 21–22 ágú Flateyri 20. eða 23 ágú Flateyri

4. Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2015

Ákveðið var að halda aðalfund SJÓL þann 14 mars n.k. kl 09:00 í Höllinni félagsheimili SJÓR

5. Reglugerð fyrir sjóstangaveiði ? staða mála

Rædd talsvert, stjórn falið að fara í viðræður við ráðuneytið til að reyna að fá þá til að sníða reglugerðina betur að okkar þörfum.

6. Heimasíða og reiknikerfi SJÓL

Hörður Sjósigl kvartaði yfir því að það væri ekki auðvelt að nota kerfið til að raða á báta á innanfélagsmótum. Stefán ræddi um að Bjarni tölvumaður væri ekki auðveldur viðureignar þegar gera þyrfti breytinga s.s. eins og þessi skráning á marhnýtli sem enn hefur ekki farið í gegn. Einnig erfiðleikar með að prenta út einstakar síður og greinar. Margir töluðu einnig um það að gott væri að fá Innanfélagsmótin sýnileg á Sjól síðunni. Stefán sagði frá umræðu stjórnar Sjól um að það þyrfti að setja inn verðlaunablað sem væri að uppfærast allt sumarið eftir að hverju móti fyrir sig væri lokað og birt þannig að þegar tölur í síðasta móti sumarsins eru ljósar þá yrði verðlaunablað Sjól yfir öll þau verðlaun sem Sjól veitir klárt , þetta myndi spara mikla vinnu. Jón Sjósnæ spurði af hverju ekki fylgdi mótsskýrslu síðasta mótsins verðlaunablað Sjól þannig að allir gætu séð það og var því svarað að með þessari breytingu hér fyrir ofan á þessu verðlaunablaði yrði það möguleiki. Pétur vakti athygli fundarmanna á því að það þyrfti einhver annar að hafa þennan aðgang að kerfinu en hafa Bjarna til vara ef eitthvað kæmi upp á og las síðan upp bréf frá Bjarna þar sem hann bendir okkur á að til séu mjög góðar og aðgengilegri síður en sú sem við notum og nefndi hann nokkrar útgáfur.

7. Fjárhagsstaða SJÓL

Páll Pálsson gjaldkeri Sjól gerði grein fyrir stöðu reikninga Sjól og að á reikning Sjól væri um 650.000 kr.

8. Kostun og fyrirkomulag verðlauna til Íslandsmeistara.

Styrktaraðilar með gjafabréf hafa verið 3 frakkar ?Vesturröst og 66°N og var kostnaður Sjól við þau bréf 550–560.000 kr . Ákveðið var að hafa óbreytt fyrirkomulag á þessu áfram en auka mætti vinninga og einnig ath hvort gefa mætti einnig Bensín/olíu kort.

9. Umræður um breytingar á lögum SJÓL og veiðireglum.

Laganefnd hefur ekki skilað af sér en mun vera búin að því fyrir aðalfund og ætlar Stefán að kalla saman nefndina. Veiðireglur, heilmiklar umræður, Pétur lagði fram hugmyndir um að allir gætu óskað eftir eins dags veiði, Palli sagði frá hugmyndum um lagfæringar á útreikningum varðandi meðalvigt sem ræður úrslitum í tegundum. Jóhannes Simonsen taldi að það þyrfti að fara varlega í breytingar, Jón vildi að setti yrði inn ákvæði um að nauðsynlegt sé að blóðga allan afla.

10. Yfirlit yfir gang móta sumarið 2014.

Stefán dreifði blöðum um gang móta 2014, síðan mun hann senda exelskjal með frekari upplýsingum.

11. Upplýsingagjöf til Fiskistofu

Stefán sagði frá samskiptum við Fiskistofu.

12. Önnur mál .

Frestun móta, allt of mikið um frestun móta, samráð við stjórn Sjól ekki nægjanlegt, aðalmót jafnvel færð inn á daga sem búið er að skipuleggja sem innanfélagsmót hjá öðrum félögum.

Ítrekað að allar frestanir verði í samráði við stjórn Sjól eins og veiðireglur kveða á um. Stefán ræddi um Sjóís og bað Þóri að gera grein fyrir því hvernig að mótsákvörðun Sjóís var staðið á síðasta ári, Þórir sagði að félagið væri í mikilli lægð, haldinn hafi verið félagsfundur á síðasta ári þar sem samþykkt var að reyna eitthvað nýtt og var það gert á Flateyri, til að styrkja mótið var ákveðið að bjóða fleiri aðilum að vera með til að fá fleiri veiðimenn.

Sjóve, Sjór og Sjóak lögðu fram tillögur og hugmyndir um sérstaka uppskeruhátíð sjóstangaveiðifólks og verlaunaafhendingu Sjól á sama tíma og formannafundur Sjól fer fram og yrði sú dagsetning valin á aðalfundi Sjól í mars og kynnt fyrir félögum og öllum félagsmönnum allt sumarið þannig að sú dagsetning færi ekkert á milli mála. Þetta yrði mjög glæsilegt kvöld með mat og skemmtun og gæti verið einskonar árshátíð sjóstangaveiðifólks, mjög vel var tekið í þessa tillögu. Stefán vill að stjórn Sjól og stjórn Sjóís fari saman yfir hvernig framkvæmd móts Sjóís verði í ágúst 2015 svo að það geti samræmst reglum Sjól.

Jóhannes Simonssen kom með innlegg um að hvort ekki sé hægt að beina bátum í betri fisk með einhverjum hætti, allt of mikið sé um að bátar séu að liggja í lélegum fiski.

Fundi slitið kl. 14:45.

Elín Snorradóttir Ritari SJÓL

Formannafundur SJÓL 2013 haldinn 9 nóvember í Höllinni í Reykjavík kl. 10:00

Eftirtaldir fundarmenn sátu fundinn : Stefán B Sigurðsson formaður SJÓL, Páll Pálsson gjaldkeri SJÓL, Elín Snorradóttir ritari SJÓL og formaður SJÓR, Pétur Sigurðsson formaður SJÓAK, Matthías Sveinsson formaður SJÓNES, Þórir Sveinsson formaður SJÓÍS, Hörður Hjálmarsson formaður SJÓSIGL, Hjalti Kristófersson formaður SJÓSKIP, Jón B Andrésson formaður SJÓSNÆ og Sonja Andrésdóttir formaður SJÓVE.

Dagskrá:

1. Fundarsetning

2. Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðalmóta og innanfélagsmóta sumarið 2014

3. Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2014

4. Reglugerð fyrir sjóstangaveiði ? staða mála

5. Heimasíða og reiknikerfi SJÓL

6. Fjárhagsstaða SJÓL

7. Kostun og fyrirkomulag verðlauna til Íslandsmeistara.

8. Umræður um veiðireglur/lög SJÓL.

9. Yfirlit yfir gang móta sumarið 2013

10. Upplýsingagjöf til Fiskistofu

11. Önnur mál

1.Stefán formaður setti fundinn og bauð alla velkomna og sérstaklega nýjan formann SJÓVE Sonju Andrésdóttur

2.Tillögur aðildarfélaganna um mótsdaga fyrir veiðisumarið 201

Aðalmót Innanfélagsmót Mótsstaður

SJÓVE 2–3 maí 5 apríl Vestmannaeyjar

SJÓR 16?17 maí 26 apríl Patreksfjörður/Grundarfjörður

SJÓSKIP 23?24 maí 26 apríl Akranes

SJÓNES 30?31 maí 31 ágúst Neskaupstaður

SJÓSNÆ 20?21 júní 10 maí Ólafsvík

SJÓÍS 4?5 júlí 23 ágúst Bolungarvík

SJÓSIGL 25 ? 26 júlí 23 ágúst Siglufjörður

SJÓAK 15 ? 16 ágúst 12 júlí Dalvík.

3.Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2014.

Ákveðið var að halda aðalfund SJÓL laugardaginn 8 mars 2014. K.l. 10:00 í Höllinni Reykjavík(félagsheimili SJÓR )

4.Reglugerð fyrir Sjóstangaveiði 2014 , staða mála.

Stefán útskýrði hvernig samskiptum hans við ráðuneytið hefði verið háttað og las yfir reglugerðina. Pétur sagði frá samskiptum við Sjávarútvegsráðherra vegna reglugerðarinnar og að málið sé í skoðun hjá honum. Mikil umræða var um reglugerðina og var einnig rætt um hvort hún héldi lagalega séð. Stefán lagði áherslu á að allir formenn byrjuðu að vinna að áætlun varðandi afla og kostnað móta n.k. sumars sem þarf að fylgja með umsóknum um veiðidaga. Stefán mun sjá um að senda á formenn drög að eyðublaði sem fylla þarf út. Pétur vildi fá nákvæma dagsetningu hvenær formenn ættu að skila áætluninni og var ákveðið að síðasti skiladagur yrði 24. nóv.2013. Páll kom með spurningu þess efnis hvort keppnisgjöldin væru hluti af tekjum eða ekki.

5.Heimasíða og reiknikerfi SJÓL.

Stefán greindi frá því að ekki hefði gengið að fá skráðan inn Marhnýtilinn sem veiddist á Siglufirði um árið vegna aðgangsheimildar á Reiknikerfinu. Pétur lagði fram athugasemd vegna heimasíðu SJÓL það þyrfti að setja inn netfangaskrá einnig að hægt yrði að skoða félagatal og að gaman gæti verið að einangra sig við einn veiðimann til að sjá afla hans og þ.h. Stefán greindi fundarmönnum frá því að Stefna á Akureyri sem hefur hýst heimasíðu SJÓL(og hefur SJÓL ekki þurft að greiða neitt nema fyrir lénið) stendur frammi fyrir breytinum á kerfinu og þá væri góður tímapunktur að fara í breytingar á síðunni. Umræða var um hvort breyta ætti SJÓL síðunni þannig að betra væri að tengjast öllum félögunum varðandi linka á félögin og þ.h. Pétur sagði frá því að SJÓAK hefði ákveðið að leggja sína síðu niður og að þeir hefðu hug á að nýta SJÓL síðuna til að vísa á allar uppl. varðandi SJÓAK. Hörður lagði til að breyta mætti skráningarkefinu vegna skráningar á Innanfélagsmótin þar sem oft eru sérþarfir keppenda og nýliða um að vera saman á bát og er þá kerfið ill nýtilegt eins og það er uppbyggt núna. Stefán talaði um að gaman væri að setja inn Íslandsmeistara skrá á síðuna svo það sé sýnilegt öllum og gera síðuna þannig að hún sé líka fróðleikur. Einnig var líka rætt um hvort félögin vildu láta kerfið birta úrslit og aflatölur á innanfélagsmótum.

6.Fjarhagsstaða SJÓL

Páll gjaldkeri greindi frá stöðu reiknings SJÓL og var hún 749.000 kr. og að öll félögin væru búin að greiða inn til SJÓL. Þórir benti á að mögulega hefðu einhver félög greitt inn 3,5 % en á síðasta aðalfundi var ákveðið að lækka % félaganna til SJÓL í 3 % og ætlaði Páll að skoða þau mál frekar.

7.Kostun og fyrirkomulag verðlauna til Íslandsmeistara.

Stefán kynnti fyrirkomulag gjafabréfa sem veitt eru á lokahófi SJÓL og hvatti alla formenn ef þeir ættu möguleika á því að fá inn fleiri styrktaraðila að nýta það.

8.Umræður um veiðireglur/Lög SJÓL.

Pétur vildi að skipað yrði í laganefndina sem samþykkt var á síðasta aðalfundi og að hún tæki til starfa og myndi vinna úr þeim reglugerðum og breytingum sem kæmu inn og til að upplýsa alla formenn hvaða reglugerðir væru í vinnslu. Pétur vakti mál á fækkun í sportinu þá einkum kvenna og hafði hann gert könnun á því hvað væri að valda því og var niðurstaða hans sú að mikil fækkun hefði átt sér stað eftir að reglum um aðstoð um borð átti sér stað og vildi að sú regla yrði umorðuð og breytt. Elín talaði um að þá yrðu allir trúnaðarmenn að sjá til þess að öll aðstoð um borð yrði jöfn á meðal keppenda og það væri á þeirra (Trúnaðarmanna) ábyrgð að allir um borð nytu sömu aðstoðar og það væri á ábyrgð formannana að koma því vel til skila á sínum mótum svo ekki verði kærur og leiðindi vegna aðstoðar. Hörður vildi hinsvegar meina að þær konur sem hann hefði talað við (öflugar konur sem voru virkir veiðimenn fyrir nokkrum árum) að þær væru hættar að veiða vegna mikils kostnaðar og að það væri hreinlega bara ekki áhugi.

9.Yfirlit yfir gang móta 2013.

Stefán sýndi formönnum tölur og sundurliðuð skipurt sem hann hafði tekið saman s.s. eins og aflatölur ? afli per. stöng ? heildarveiði og þáttöku í mótum. Pétur tók til máls og las upp fyrir fundarmenn og konur bréf sem hann sendi á sína félagsmenn eftir aðalmótið í Vestmannaeyjum. Jón benti á óánægju sem kom upp vegna 2 manna báts sem notaður var í aðalmótinu á Akranesi vegna bátastiga þar sem keppni er hörð um hvert stig til Íslandsmeistara og ekki jöfn þeim sem lenda á stærri bátum. Stefán benti á að mótsstjórnum bæri eftir fremsta megni hafa bátana sem jafnasta.

10. Upplýsingagjöf til Fiskistofu.

Stefán ítrekaði að félögin skyldu senda inn skráningu sem allra fyrst og að allt samstarf við Fiskistofu hafi gengið vel á árinu og að allt hafi skilað sér og bað svo formenn að skrá inn varabáta strax í upphafi svo ekki þyrfti að senda inn nýjar skráningar.

11.Önnur mál.

Þórir kynnti Evrópumót hjá EFSA sem haldið verður í Ólafsvík þann 29 og 30 maí 2014. Hjalti ræddi um hversu erfitt væri að flytja einstakiliga á milli félaga í félagatali á SJÓL síðunni. Pétur bauð Sonju nýjan formann SJÓVE velkomna til starfa og fagnaði samveru hennar á fundinum. Stefán las upp breytingar á reglugerð um Lúðuveiðar þar sem 2–4 málsgrein fellur niður en það hefur samt engin áhrif á bann við Lúðuveiðar á Sjóstöng. Stefán þakkaði SJÓR kærlega fyrir afnotin af Höllinni. Fleiri mál voru ekki á dagskrá.

Fundislitið kl. 14.00.

Elín Snorradóttir

Ritari SJÓL

Formannafundur SJÓL 2012 haldinn 24 nóvember í Höllinni í Reykjavík

Mættir fundarmenn frá aðildarfélögum SJÓL: Stefán B Sigurðsson formaður SJÓL, Pétur Sigurðsson SJÓAK, Páll Pálsson SJÓVE, Guðni Gíslason SJÓSNÆ, Hörður Hjálmarsson SJÓSIGL, Mattías Sveinsson SJÓNES, Þórir Sveinsson SJÓÍS og Elín Snorradóttir SJÓR.

1. mál á dagskrá.

Fundarsetning: Stefán B Sigurðsson formaður SJÓL setti fundinn.

2. mál á dagskrá.

Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðalmóta og innanfélagsmóta fyrir sumarið 2013:

Aðalmót Innanfélagsmót

SJÓR 24/25 maí Patreksfjörður 27 apríl Grundarfjörður

SJÓVE 18/19 maí Vestmannaeyjar 27 apríl Vestmannaeyjar

SJÓNES 31/5–1/6 Neskaupsstaður 31 ágúst Neskaupsstaður

SJÓSKIP ??? ???

SJÓÍS 5/6 júní Bolungarvík 24 ágúst Bolungarvík

SJÓSNÆ 19/20 júlí Ólafsvík 4 maí Ólafsvík

SJÓSIGL 26/27 júlí Siglufjörður 24 ágúst Siglufjörður

SJÓAK 16/17 ágúst Dalvík 13 júlí Grímsey

3. mál á dagskrá.

Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2013: Ákveðið var að halda aðalfundinn 2 mars 2013 kl. 10:00 ? 14:00 og verður fundarstaður Höllin ( salur SJÓR ) í Reykjavík.

4. mál á dagskrá.

Heimasíða og reiknikerfi SJÓL : Stefán vakti ath, á því að ekki hefði verið skráð inn undirmál á mótunum og hvatti alla til að hirða allt undirmál og skrá inn í kerfið einnig þurfa félögin að samræma sig í stærð fiskjar ( 45/50 cm ) vegna athugasemdar sem gerð var s.l. sumar . Stefán formaður SJÓL ætlar að ræða við Fiskistofu hvernig beri að tækla þessi mál með skráningu á undirmálinu og hvernig skynsamlegast sé að framkvæma það.

5. mál á dagskrá.

Fjárhagsstaða SJÓL : Páll Gjaldkeri SJÓL greindi frá fjárhagsstöðunni og var þetta í fyrsta skipti í mörg ár þar sem öll aðildarfélög SJÓL hafa verið búin að greiða sín gjöld fyrir formannafund , staða reiknings SJÓL var í 820.000 kr en það sem var ógreitt var formannafundurinn og reikningur frá Bjarna sem sér um tölvukerfi SJÓL , SJÓSKIP var búið að gera upp eldri skuld við SJÓL og er staða SJÓL mjög góð.

6. mál á dagskrá.

Kostun og fyrirkomulag verðlauna til Íslandsmeistara : Fallist var á að verlaunin yrðu með sama sniði og 2012 og að stjórn SJÓL leiti fyrir sér með styrktaraðila fyrir veiðisumarið 2013.

7. mál á dagskrá.

Umræður um veiðireglur/lög SJÓL : Upp kom umræða varðandi eins daga báta og voru fundarmenn sammála um að það þyrfti að kynna það betur þar sem virðist að kynning á þeim kosti hafi ekki skilað sér til félagsmanna og að hugsunin á bakvið það sé gerð til þess að allir félagsmenn eigi kost á að vera með í móti.

8. mál á dagskrá.

Yfirlit yfir gang móta sumarið 2012 : Stefán sýndi skýrslur sem hann hafði tekið saman á tölfræðilegan og mjög svo gagnlegan og skemmtilegan hátt sem virkilega var gaman að sjá.

9. mál á dagskrá.

Upplýsingagjöf til Fiskistofu : Upplysingagjöf til Fiskistofu hefur gengið mjög vel en það hefur komið fram ósk um að breyta dálkum og stækka letur á aflaskýrslunum svo þær séu auðlesnari.

10. mál á dagskrá.

Önnur mál : Mattías Sveinsson SJÓNES kom með þá tillögu að senda mótstylkynninguna í tölvupósti í stað póstsendingar þar sem póstburðargjöl eru orðin óheyrilega dýr Tillagan hljóðaði svo : Hvert félag skal safna saman tölvupóstfangi félagsmanna sinna senda svo til þeirra í tölvupósti mótstylkynningar hinna sjóstangaveiðifélaganna sem þeir fá sendar í tölvupósti, félögin setji mótstilkynningarnar á sína heimasíðu.

Pétur lagði til að SJÓL sendi út tilkynningu á breytingum á útsendingum á mótstilkynningu,

Guðni lagði til að inn á síðu SJÓL yrði settur tengill inn á hvert félag þannig að mótstilkynningin og dagskráin yrði sýnileg, Stefán lagði áherslu á að þau félög sem eru með óvirka síðu að virkja hana svo hægt verði að nýta þær.

Stefán las upp 6 gr. Laga Fiskveiðistjórnunnar og las síðan upp bréf sem SJÓL sendi Sjávarútvegsráðherra og sagði frá fundi sem hann,Elín og Pétur áttu með aðstoðarmanni Sjávarútvegsráðherra á haustdögum og var umræða þess fundar yfirvofandi veiðigjald.

Þórir ræddi um skipulag Sjóstangaveiðifélaga og hvort það væri spurning um að fækka félögum og jafnvel sameina vegna aukins kostnaðar og minnkandi veiði hjá sumum félögum og hvort möguleiki væri á að setja upp deildir innan SJÓL s.s. fyrir Strandveiði ( fjöruveiði) og jafnvel dorgveiði.

Stefán þakkaði fundamönnum fyrir góðan fund og SJÓR fyrir afnotin af Höllinni.

Fundi slitið.

Elín Snorradóttir

Formaður SJÓR og ritari SJÓL.

Formannafundur SJÓL 2011

Formannfundur SJÓL, haldinn laugardaginn 3. desember 2011 kl. 10:00

Staður: Höllin, félagsheimili Sjór, Reykjavík.

Mættir voru: Stefán B. Sigurðsson Sjól formaður, Gylfi Sigurðsson Sjól ritari, Páll Pálsson Sjól gjaldkeri, Pétur Sigurðsson Sjóak, Guðrún Gísladóttir Sjósnæ, Hörður Hjálmarsson Sjósigl, Matthías Sveinsson Sjónes, Þórir Sveinsson Sjóís, Elín Snorradóttir Sjór, Pétur Lárusson Sjóskip og Ólafur Hauksson Sjóve

Dagskrá:

1. Fundarsetning

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Þakkaði hann Elínu formanni Sjór fyrir að lána húsið undir fundinn.

2. Tillaga aðildarfélaga um mótsdaga aðalmóta og innanfélagssmóta 2012

Aðalmót 2012

Sjór Patreksfjörður 18.-19. maí

Sjóve Vestmannaeyjar 26.-27. maí

Sjónes Neskaupstaður 1.-2. júní

Sjóskip Akranes 22.-23. júní

Sjóís Bolungarvík 6.-7. júlí

Sjósnæ Ólafsvík 20.-21. júlí

Sjósigl Siglufjörður 27.-28. júlí

Sjóak Dalvík 17.-18. ágúst

Innanfélagsmót 2012

Sjór Grundarfirði 28. apríl

Sjóve Vestmannaeyjar 28. apríl/5. maí

Sjónes Neskaupstaður 1. sept.

Sjóskip Akranes 5. maí

Sjóís Bolungarvík 11. ágúst

Sjósnæ Ólafsvík 5. maí

Sjósigl Siglufjörður 30. júní

Sjóak Grímsey 14. júlí

3. Aðalfundur Sjól

10. mars í Höllinni félagsheimili Sjór Reykjavík

4.Fjármál

Gjaldkeri fór yfir fjárhagsstöðu sambandsins. Á bankabók eru um 400 þús. kr. Eitthvað er eftir að greiða af reikningum. Greiðsla hefur ekki borist frá Sjóskip. Það tók félögin 19–103 daga að skila félagsgjaldinu til Landssambandsins. Rætt var um að gjaldkeri sendi formönnum og gjaldkerum félaganna áminningu að skila árgjaldi tímanlega. Hæðst gjald sem greitt var til sambandsins var 387 þús. kr. en lægsta gjald 35 þús. kr. Sjóskip hefur ekki verið gert upp vegna móts frá 2010.

5.Bátamál

Fundarmenn greindu frá því að misvel gengi að fá báta á hverjum stað fyrir sig. Greiðslur væru mismunandi eftir félögum. Komu fram kvartanir yfir því að sumir veiðimenn væru of afskiptasamir við skipstjóra. Félögin yrðu að brýna fyrir félögum sínum að sýna skipstórum og veiðifélögum kurteisi. Umræða kom upp um lögskráningu og möguleika Sjól á að fá aðgang að Lögskráningarkerfi fyrir þá báta sem eru í mótinu.

6.Veiðireglur

Rædd var hugmynd um að eldri félagar gætu fengið að vera saman á bát og jafnvel veiða aðeins annan daginn. Ábendingar komu um mótsgjald sem þyrfti að vera eitt fyrir alla. Fram kom hugmynd um breytta útfærslu varðandi sveitakeppni kvenna. Tillögur þurfa að koma fram fyrir aðalfund eigi að fjalla um málið formlega.

7.Pokar um borð

Áhersla var lögð á að öll félög sæju til þess að pokar væru um borð fyrir stærstu fiskana og tegundir.

8.Fiskistofa

Formaður greindi frá því að samskipti við Fiskistofu hafa gjörbreyst til batnaðar og hefði hann fengið tölvupóst frá nýjum starfsmanni sem þakkaði fyrir greinargóðar skýrslur.

9.Önnur mál

Umræða kom upp um lögskráningu og möguleika Sjól á að fá aðgang að Lögskráningarkerfi fyrir þá báta sem eru í mótinu. Fram kom að ekki hafi verið greiddur kostnaður vegna hýsingar sjol.is þar sem ekki hafi verið sendur reikningur frá því að síðan var sett í hýsingu hjá Þekkingu 2004. Búið er að uppfæra fiskaskrá kerfisins og eru nú 37 tegundir þar inni. Formaður fór yfir vinnuskjal sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða. Þórir greindi frá því að hann og Anton Örn Kærnested hafa verið að vinna skráningu gagna frá mótum, það sem hann langar til að sjá að hægt sé að koma upp gagnagrunni inn á heimasíðunni frá upphafi Sjól. Þórir sagði frá alþjóðlegu strandveiðimóti í Eyjafirði sem haldið verður í lok September 2012. Ýmis önnur mál voru rædd óformlega.

Formaður þakkaði fundarmönnum fyrir fundinn og óskaði þeim gleðilegra jóla. Þakkaði hann á ný fyrir afnot af húsinu og kaffiveitingar.

Fundi var slitið kl. 12.45

Fundarritari: Gylfi Sigurðsson

Formannafundur SJÓL 2010

Formannfundur SJÓL, haldinn laugardaginn 27. nóvember 2010 kl. 10:00

Staður: SÍM húsið, Hafnarstræti 16 í Reykjavík.

Mættir voru: Stefán B. Sigurðsson formaður SJÓL, Guðmundur Kristinsson SJÓR, Guðbjartur Gizzurarson SJÓR, Páll Pálsson SJÓVE, Þórir Sveinsson SJÓÍS, Ólafur Bjarnason SJÓSIGL, Pétur Sigurðsson SJÓAK, Matthías Sveinsson SJÓNES og Gylfi SJÓSNÆ, Pétur Lárusson SJÓSKIP

Dagskrá:

1. Fundarsetning

Stefán formaður SJÓL bauð alla velkomna, setti fundinn og fór yfir mætingu. Mættir voru formenn 5 félaga og staðgenglar formanna fyrir hin 3.

2. Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðalmóta og innanfélagsmóta sumarið 2011

Farið var yfir dagsetningar móta næsta árs (2011) og eftirtaldir dagar ákveðnir:

Aðalmót 2011

SJÓR Patreksfjörður 20–21 maí.

SJÓNES Neskaupstaður 3–4 júní.

SJÓVE Vestmannaeyjar 11–12 júní.

SJÓSKIP Akranes 24–25 júní.

SJÓÍS Bolungarvík 1–2 júlí.

SJÓSNÆ Ólafsvík 15–16 júlí.

SJÓSIGL Siglufjörður 22–23 júlí.

SJÓAK Dalvík 12–13 ágúst.

Innanfélagsmót 2011

SJÓR Grundarfjörður 30. apríl

SJÓNES Neskaupstaður 3. september

SJÓVE Vestmannaeyjar 9. apríl

SJÓSKIP Akranes 29. apríl

SJÓÍS Bolungarvík 20. ágúst

SJÓSNÆ Ólafsvík 7. maí

SJÓSIGL Siglufjörður 18. júní

SJÓAK Grímsey 9. Júlí

3. Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2011

Ákveðið var að halda aðalfundinn í Reykjavík 5. mars 2011.

Formaður SJÓL mun ákveða fundarstað í borginni.

4. Heimasíða og reiknikerfi SJÓL

Stefán benti á að breytingar á reiknikerfinu kosta töluverða peninga en það hefur verið í góðri þróun undanfarin ár.

Spurt var um hvað lægi bakvið þann kostnað. Pétur Sigurðsson fór yfir hvaða breytingar hefðu verið gerðar á reiknikerfinu og benti m.a. á að kennitölur félagsmanna sjást ekki lengur á heimasíðunni, ýmsar breytingar hefðu verið gerðar varðandi undirbúning móta eins og útprentanir, röðun á báta, skýrslur sitthvorn daginn, skýrslu fyrir fiskistofu, sundirliðun á stigum, límmiðar, kassakvittanir, aðgengi að mótskýrslum fyrir þá sem eru skráðir inn, ekki sé hægt að skrá 2 skipstjóra á sama bát, reiknimeistari getur sjálfur birt niðurstöður móta og þarf ekki að hafa samband við formann Sjól o. fl.

Bent var á að gott væri að hafa aðgengi að aflaskýrslu pr. keppanda, brúttóvigt þurfi að skrá inn og að nafnið á bát kæmi fram en ekki bara keppnisnúmer báts heldur einnig skipaskránúmer. Ekki væri hægt að birta niðurstöður innanfélagsmóta á netinu spurning hvort eigi að breyta því. Athugasemd vegna t.d. innanfélagsmóta ef breyta þarf keppnisdegi vegna veðurs þá er það formaður Sjól sem á að fá þær upplýsingar og hann getur breytt því í kefinu en ekki viðkomandi félag. Formaður er tengiaðili við Fiskstofu og hann einn sér um þau samskipti . Rætt var um að skrá þyrfti undirmál á öllum mótum og útbúa sér reit fyrir það til að samræm sé milli móta. Pétur bað um að menn myndu setja á blað það sem menn vilja breyta og senda það inn fyrir aðalfund.

5. Fjárhagsstaða SJÓL

Guðbjartur fór yfir stöðu Landsambandsins staðan er ágæt eða inneign um 350.000.- en 2 félög eiga enn eftir að greiða sinn hlut frá sumrinu. Einnig á eftir að greiða nokkra reikninga. Síðast var sett út á að rétta skýrslur væru ekki sendar með uppgjöri en staðan í dag er sú að þeir sem hafa greitt hafa sent réttar skýrslur.

6. Kostun og fyrirkomulag verðlauna til Íslandsmeistara 2010.

Fjármögnun hefur gengið vel, áhersla hefur verið á gjafabréf, veiðivörur og útvistavörur.

Alls voru veitt verðlaun að upphæð 620 þús. kr. í formi gjafabréfa og greiddi SJÓL rúmlega 400 þús. kr. fyrir þau en 220 þús. kom frá styrktaraðilum. Menn ræddu um að betur mætti auglýsa styrktaraðilana. Talað um að útbúa skiltarúllu sem færi milli móta , athuga með kostnað við að útbúa þetta fyrir öll félög og að styrktaraðilar komi fram í veiðiskýrslum. Stjórnin mun fara yfir þetta og setja þetta í réttan farveg. Karlabikarinn er orðin gamall og kom fram að Sjóvélar eru tilbúnir að styrkja okkur um nýjan bikar og hafa hann í sama stíl og nýja kvennabikarinn. Það þarf að laga merkingar á farandbikara og setja inn á heimasíðu Sjól hverjir hafa verið handhafar þeirra síðustu árin. Einnig mætti bæta upplýsingum til félagsmanna t.d. á heimasíðuna um fyrir hvað eru veitt verðlaun.

7. Hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi um dreifingu tekna/útgjalda á mótum SJÓL

Engin tillaga kom fram um þennan lið.

8. Tillögur að breytingum á veiðireglum/lögum SJÓL.

Pétur kom með hugmyndir varðandi breytingu á fyrirkomulag á keppni kvenna í sjóstangaveiði.

Hann lagði til að félögin leituðu eftir afstöðu þeirra kvenna sem tekið hafa þátt í mótum á síðustu árum varðandi fyrirkomulagið sem felur í sér eftirfarandi. Kynskipt sveitakeppni í núverandi mynd verði aflögð. Sveitakeppni verði framvegis í blönduðum sveitum. Verðlaun verða fyrir þrjár efstu sveitir.

Mótshaldara er þó heimilt að hafa kynskipta sveitakeppni ef taldar eru líkur á því að þrjár eða fleirri sveitir verði skráðar til keppni.

Einnig að stigakeppni verði breytt þannig að einungis verða reiknuð ein mótsstig sem gilda bæði fyrir karla og konur, líkt og gert er bæði með bátastig og bónusstig.

Rætt var um hvort eigi að breyta gr. 12 í veiðireglum þ.e. hvort að eigi að draga á báta sitthvorn daginn í öllum mótum og samræma þetta eða leyfa mótshaldara að velja eins og nú er.

Rætt var um 9 gr. veiðiregla SJÓL um aðstoðarmenn og boðuð breytingartillaga á aðalfundi. Einnig var rætt um 11 gr. varðandi útdrátt á báta þar gæti líka komið breytingartillaga.

9. Yfirlit yfir gang móta sumarið 2009.

Formaður fór yfir breytingar á niðurstöðum móta milli áranna 2009 og 2010 sem er í raun mjög mikil.

10. Upplýsingagjöf til Fiskistofu 2010

Hugmynd að gera þetta sjálfvirkt og ekki sé hægt að draga á báta fyrr en búið er að senda upplýsingar til Fiskistofu.

11. Notkun tékklista fyrir mót sumarið 2010

Formaður ætlar að senda okkur tékklista sem síðan félög geta aðlaga og þróað til að koma í veg fyrir mistök.

12. Önnur mál

#Opna netið vegna innanfélagsmóta. Gæti líka auðveldað þá vinnu sem formaður þarf að inna af hendi við að senda til Fiskistofu.

#Lögskráning á alla báta, nýjar reglur frá siglingamálastofnun hvernig kemur það við okkur ?

Þarf að ganga í þessu mál og fá alveg skýrar línur frá Siglingamálastofnun skriflega til að fyrirbyggja allan miskilning og þetta sé allt á hreinu.

#Athuga þarf með reglur hvort að strandveiðibátar megi vera með og að þeir missi ekki sín leyfi.

#Boðun á mót hvort eigi að gera eitthvað sameiginlega rafrænt til að spara kostnað við að senda út bréf. Minnt á að senda út bréf tímalega.

#Varðandi tilkynningar á mót þá þarf að færa lokadag tilkynningar fram þannig að hann lendi ekki á helgi þ.e. flýta þessu til að auðvelda undirbúning.

#Spurning um hvort keppendur geti skráð sig í mót beint á netið.

#Stjórn athugi þessi mál fyrir aðalfund og komi með tillögur ef þörf þykir.

#Guðbjartur tilkynnti að síðasta laugardag hefðu verið stofnuð Samtök íslenskra fiskimanna og aðal tilgangur er að leyfa frjálsar handfæraveiðar

#Efsa hélt um 140 manna Evrópumót á Dalvík sl. sumar og tókst það vel og var góð kynning fyrir bæði sjóstöngina og landið.

#Auka þarf áhuga hjá öllum og reyna að koma meiri umræðu í fjölmiðla um sjóstangaveiði.

Fundi slitið kl. 12:45

Páll Pálsson ritari.

Formannafundur SJÓL 2009

Formannfundur SJÓL, laugardaginn 21. nóvember 2009 kl. 10 til 15:30

Staður: Strikið, Skipagötu 14 efstu hæð, Akureyri

Mættir voru: Stefán B. Sigurðsson SJÓL, Guðmundur Kristinsson SJÓR, Páll Pálsson SJÓVE, Þórir Sveinsson SJÓÍS, Hörður Þór Hjálmarsson SJÓSIGL, Pétur Sigurðsson SJÓAK, Matthías Sveinsson SJÓNES og Jón B. Andrésson SJÓSNÆ.

Dagskrá:

1. Fundarsetning

Stefán formaður SJÓL bauð alla velkomna og setti fundinn. Það kom ábending frá Þóri um að það hefði gleymst að senda út fundagerð síðasta formannafundar. Stefán sagði hana vera á heimasíðu Landssambandsins en mun senda hana strax út til formanna í tölvupósti.

2. Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðalmóta og innanfélagsmóta sumarið 2010

Farið var yfir dagsetningar móta næsta árs (2010)

Aðalmót 2010

SJÓR Patreksfjörður 14–15 maí.

SJÓVE Vestmannaeyjar 22–23 maí.

SJÓNES Neskaupstaður 4–5 júní.

SJÓSKIP Akranes 18–19 júní.

SJÓÍS Bolungarvík 2–3 júlí.

SJÓSNÆ Ólafsvík 16–17 júlí.

SJÓSIGL Siglufjörður 23–24 júlí

SJÓAK Dalvík 20–21 Ágúst.

Innanfélagsmót 2010

SJÓR Patreksfjörður 23. apríl

SJÓVE Vestmannaeyjar 8. maí

SJÓNES Neskaupstaður 4. september

SJÓSKIP Akranes 8. maí

SJÓÍS Bolungarvík 14. ágúst

SJÓSNÆ Ólafsvík 1. maí

SJÓSIGL Siglufjörður 12. júní

SJÓAK Dalvík 10. júlí

3. Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2010

Ákveðið var að halda aðalfundinn í Reykjavík 6. mars 2010.

Tilboð liggur frá SJOR um að nota sal þeirra án endurgjalds en formaður SJÓL mun ákveða fundarstað.

4. Heimasíða og reiknikerfi SJÓL

Nokkrar umræður voru um tölvukerfið m.a. ábending um að kennitölur séu aðgengar öllum sem fara inná heimasíðuna. Ákveðið að færa þær inn á lokaða svæðið. Rætt um að bæta inn í kerfið svo hægt sé að draga í stæði á bátum, rætt um betri lausnir á útprentunum t.d. trúnaðarskýrslur og fl. Varðandi heimasíðuna þá voru menn almennt ánægðir með hana, mætti helst bæta oftar fréttum á síðuna, en láta aðra aðila s.s. eins heimasíður félaganna og Sjóstöngin.is sjá um myndir og annað til skemmtunar.

5. Fjárhagsstaða SJÓL

Guðmundur fór yfir stöðu Landsambandsins og er inná reikningum þess um kr. 810 þús. Fram kom að 2 félög eiga enn eftir að greiða sinn hlut frá sumrinu. Einnig kom fram sú ábending til að öll félög verði að skila til gjaldkera SJÓL svokölluðum afreikningi frá Fiskimörkuðum til að hafa allt á hreinu gagnvart Fiskistofu.

6. Kostun og fyrirkomulag verðlauna til Íslandsmeistara 2009.

Alls voru veitt verðlaun að upphæð 620 þús. kr. í formi gjafabréfa og greiddi SJÓL 400 þús. kr. fyrir þau. 220 þús. voru styrkir frá styrktaraðilum. Menn ræddu um að betur mætti auglýsa styrktaraðilana t.d. í formi auglýsingaskilda, plaköt eða eitthvað í þeim dúr og best væri að gera þetta tímalega þannig að allt væri klárt þegar vertíðin hæfist. Einnig mætti bæta upplýsingum til félagsmanna t.d. á heimasíðunni um fyrir hvað eru veitt verðlaun.

7. Hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi um dreifingu tekna/útgjalda á mótum SJÓL

Töluvert var rætt um að breyta þessu þ.e. að ákveðið hlutfall að tekjum færu í samaeiginlegan sjóð og deildist síðan á félögin eftir ákveðnu kerfi. Var sett upp dæmi þar sem 40% færi beint í viðkomandi félag síðan 60 % skipt í milli félaga. Var þessu varpað upp og ýmsir möguleikar skoðaðir og var ákveðið að senda formönnum þetta exelskjal þar sem menn geta skoðað þetta betur og breytt forsendum. Einnig var rætt um hvort fella ætti niður eða lækka þátttökugjald á mótum. Menn vildu að þetta yrði skoðað vel þar sem þátttökugjöldin væru mikilvæg fyrir félög sem stæðu illa. Sum félög eru í basli við að senda keppendur á önnur mót. Rætt um hvað félög er misdugleg við að hvetja félaga sína til að mæta á mót annarra.

8. Tillögur að breytingum á veiðireglum/lögum SJÓL.

Rætt var um 9gr. Veiðiregla SJÓL um hjálparmenn og boðuð breytingartillaga á aðalfundi. Einnig var rætt um 11gr. um útdrátt á báta þar gæti líka komið breytingartillaga.

9. Yfirlit yfir gang móta sumarið 2009.

Alls veiddust 177.081 kg. Þar af 155.733 kg. af þorski. Ein ný tegund veiddist á árinu en það var Marhnýtill. Tvö landsmet voru slegin, steinbítur og makríll. Mótin gengu nokkuð vel hjá öllum, það gekk vel að láta tölvuna draga á bátana, einnig kom fram að verður stöðugt erfiðara að fá báta og er oft að reddast á síðustu mín. Verð sem félögin fá fyrir fisk veiddan á mótunum er mjög misjafnt, allt að 300% munur

10. Upplýsingagjöf til Fiskistofu 2010

Formaður sá um að koma veiðiskýrslum til Fiskistofu frá félögum reyndar vantaði eitt innanfélagsmót en það var skilað beint. Var ítrekað að formaður sjái um öll skil á mótum.

11. Notkun tékklista fyrir mót sumarið 2010

Formaður ætlar að senda tillögu að tékklista á alla og stefnt sé að nota á öllum mótum.

12. Önnur mál

a) Veiðiskýrsla 2004.

SJÓL vantar veiðiskýrslur fyrir 2004 vegna Hafró. Félögin þurfa að senda til formanns gögnin. Helst skönnuð rafrænt.

b) Veiðiskýrslur 2008

Formenn minntir á að senda á hin félögin prentaðar veiðiskýrslur vegna 2009

c) Bréf frá Þóri Sveinssyni.

Rætt bréf frá Þóri þar sem hann lýsir yfir áhyggjum sínum vegna neikvæðrar afstöðu ráðuneytismanna til sjóstangaveiði SJÓL félaga. Formaður SJÓL hefur talað við þá hjá ráðuneytinu m.a. aðstoðarmann ráðherra og skýrt okkar mál og fengið jákvæð viðbrögð. Formaður gerir ráð fyrir að hitta ráðherra til að fara enn betur yfir okkar mál. Það þarf að setja þessa umræðu alla í betri farveg og meira á jákvæðan hátt og menn mega ekki vera að ýta undir það neikvæða. Formaður SJÓL er einn sem talar máli SJÓL. Ekki ráðlegt að blanda saman málefnum SJÓL og EFSA.

Fundi slitið kl. 15:30

Páll Pálsson ritari.

Formannafundur SJÓL 2008

Dagsetning: 8. nóvember 2008 kl. 10

Staður: Turninn, Kópavogi

Mætir: Stefán B. Sigurðsson, formaður Sjól, Gylfi Sigurðsson, ritari Sjól, Guðmundur Kristinsson, gjaldkeri Sjól, Pétur Sigurðsson, Sjóak, Magnús Guðmundsson, Sjósnæ, Ólafur Hauksson, Sjóve, Pétur Lárusson, Sjóskip, Hörður Hjálmarsson, Sjósigl, Matthías Sveinsson, Sjónes og Þórir Sveinsson, Sjóís.

1. Fundarsetning

Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og þakkaði samstarfið á nýliðnu veiðisumri.

2. Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðalmóta og innanfélagsmóta sumarið 2009

Aðalmót:

Sjór 22.-23. maí Patreksfirði

Sjóve 30.-31. maí Vestmannaeyjum

Sjónes 5.-6. júní Neskaupsstað

Sjóskip 19.-20. júní Akranesi

Sjóís 3.-4. júlí Bolungarvík

Sjósnæ 17.-18. júlí Ólafsvík

Sjósigl 24.-25. júlí Siglufirði

Sjóak 14.-15. ágúst Dalvík

Innanfélagsmót:

Sjóve 2. maí Vestmannaeyjum

Sjósnæ 2. maí Ólafsvík

Sjór 2. maí Grundarfirði

Sjónes 2. maí Neskaupsstað

Akranes 2. maí Akranesi

Sjóís 16. maí Bolungarvík

Sjóak 27. júní Grímsey

Sjósigl 27. júní Siglufirði

3. Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2009

Ákveðið var að halda aðalfundinn í Reykjavík 21. mars.

Ákveðið var að halda næsta formannafund í Ólafsvík.

4. Heimasíða og reiknikerfi SJÓL

Formaður upplýsti um vandamál við reiknikerfið vegna uppgjörs hvers veiðidags.

Ákveðið var að fela Pétri Sigurðssyni, Sjóak og Gunnari Rúnarssyni, Sjóak að vinna með hönnuði kerfisins við lagfæringar á því. Formenn félagann hvattir til að senda ábendingar til Péturs fyrir 1. des. nk.

5. Kostun og fyrirkomulag verðlauna til Íslandsmeistara 2008.

Gjaldkeri upplýsti kostnað sambandsins við gjafabréf og verðlauna og að félögin hafi ekki þurft að leggja fé til verðlaunanna.

6. Tillögur að breytingum á veiðireglum Sjól.

Ólafur Pétur Hauksson, Sjóve lagði fram hugmyndir að breytingum á 9. gr. um hjálparmenn.

Páll Pálsson, Sjóve lagði fram hugmyndir að breytingum á 11. gr. um útdrátt á báta.

Hörður Hjálmarsson, Sjósigl lagði fram hugmyndir að breytingum við 9. gr. um hjálparmenn og á 16. gr. um stig og verðlaun og skipan í sveitir.

Lagt fram til kynningar.

7. Fjárhagsstaða Sjól.

Gjaldkeri kynnti fjárhagsstöðu landssambandsins. Inni á reikningi er 514 þús. kr. en tvö félög eiga eftir að greiða og ítrekaði hann að félög sendu afrit af sölunótu frá fiskmarkaði við uppgjör.

8. Yfirlit yfir gang móta sumarið 2008

Mótin gengu flest vel þrátt fyrir hnökra við útreikninga.

9. Fyrirkomulag á upplýsingagjöf til Fiskistofu 2009

Formaður hafði séð um að koma veiðiskýrslu til Fiskistofu frá félögum. Sama fyrirkomulag verði næsta veiðisumar.

10. Tékklistar fyrir mót

Formaður er að vinna tékklista fyrir aðalmótin og verður hann tilbúinn fyrir aðalfund.

11. Þátttökugjöld á aðalmótum 2009

Rætt var um hvort samræma ætti gjöld eða sleppa gjöldum. Niðurstaða var að hvert félag bæri ábyrgð á ákvörðun gjalda á eigin mótum.

12. Önnur mál

a. Fækkun króka

Rætt var um hvort hafa ætti frumkvæði að því að fækka um einn krók vegna samdráttar á veiðiheimildum. Hugmyndum um slíkt var hafnað.

Formaður þakkaði góða fundarsetu og sleit fundi kl. 13.45.

Gylfi Sigurðsson, ritari

Formannafundur SJÓL 2007

Dagsetning: 10. nóvember 2007 kl. 10

Staður: Norræna húsið

Viðstaddir: Stefán B. Sigurðsson, formaður Sjól, Gylfi Sigurðsson, ritari Sjól, Guðmundur Kristinsson, gjaldkeri Sjól, Pétur Sigurðsson, Sjóak, Hörður Hjálmarsson, Sjósigl, Þórir Sveinsson, Sjís, Pétur Lárusson, Sjóskip, Magnús Guðmundsson, Sjósnæ.

Boðuð forföll: Elínborg Bernódusdóttir, Sjóve, Matthías Sveinsson, Sjónes.

Fundarmenn sendu Matthíasi Sveinssyni hlýjar kveðjur í veikindum dóttur hans.

1. Fundarsetning

Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og þakkaði samstarfið á nýliðnu veiðisumri.

2. Mótsdagar aðalmót 2008

Samþykktar voru eftirtaldar dagsetningar:

Sjóve 10.-11. maí Vestmanneyjar

Sjór 23.-24. maí Patreksfjörður

Sjónes 30.-31. maí Neskaupsstaður

Sjóskip 13.-14. júní Akranes

Sjóís 4.-5. júlí Bolungarvík

Sjósnæ 18.-19. júlí Ólafsvík

Sjósigl 1.-2. ágúst Siglufirði

Sjóak 15.-16. ágúst Dalvík

3. Upplýsingar formanna um innanfélagmót

Formenn lögðu fram drög að tímasetningu innanfélagsmóta:

Sjósnæ 3. maí Ólafsvík

Sjóve 5. sept Vestmannaeyjar

Sjóskip 3. maí Akranes

Sjór 3. maí Grundarfjörður

Sjóís 16. maí Bolungarvík

Sjónes 17. maí Neskaupsstaður

Sjósigl 28. júní Siglufjörður

Sjóak 28. júní Grímsey

4. Aðalfundur 2008

Aðalfundur verður haldinn 8. mars 2008 kl. 10

Hörður spurði hvort ekki mætti fara með formannafundinn og aðalfundi út í heimabyggð félaganna. Gylfi gerði það að tillögu sinni að fara með næsta aðalfund á Akranes. Var Pétri Lárussyni falið að kanna möguleika þess.

5. Heimasíða og reiknikerfi

Stefán sagði frá heimasíðunni og möguleikum sem félögin geta nýtt sér, m.a. að í lok hvers móts gæti félögin prentað út skýrslu til Fiskistofu.

Pétur Sigurðsson greindi frá því að Sjól væri búið að greiða upp vinnu við síðuna á árinu.

Formenn voru hvattir til að uppfæra félagatalið hjá sínu félagi.

Rætt var um að aðgengi að úrslitum á heimsíðunni á opnum mótum.

6. Kostun og fyrirkomulag Íslandsmeistaraverðlauna og annarra verðlauna Sjól 2008

Formaður greindi frá fyrirkomulagi á síðasta lokahófi. Félögin greiddu 50.000 kr. verðlaunafé sem nýtt var til að kaupa gjafabréf. Gjaldkeri taldi að ekki þyrfti að rukka meira en 30.000 kr. fyrir næsta ár. Umræður urðu nokkrar um málið en ákvörðun ekki tekin.

7. Tillögur að breytingum og reglum um sjóstangaveiði

Pétur Sigurðsson lagði fram tillögur að breytingum á reglum um sjóstangaveiði, á 10., 11., 15., 16. og 17. grein. Sjá fylgiskjal.

Samþykkt var að senda þetta til félaganna. Félögin skili áliti til stjórnar Sjól fyrir lok janúarmánaðar 2008.

8. Fjárhagsstaða

Gjaldkeri greindi frá fjárhagsstöðu Sjól og taldi hana ásættanlega.

9. Frá Fiskistofu

Formaður Sjól upplýsti að borist hafi ábending frá Fiskistofu um vanhöld á skil á skýrslum til stofnunarinnar. Unnið er að því að skila skýrslu til Fiskistofu.

10. Notkun tékklista við framkvæmd móta

Formaður Sjól upplýsti að hann væri að vinna tékklista við framkvæmd móta. Fundargestir lýsti ánægju sinni með það.

11. Metfiskar

Þórir Sveinsson hefur útbúið lista yfir metfiska veiddir á mótum Sjól frá 1991. Verður hann settur inn á heimasíðuna og óskað eftir athugasemdum.

12. Önnur mál

a. Bréf frá EFSA Ísland

Lagt var fram bréf með hugmyndum að samstarfi Sjól og EFSA. Samþykkt var að senda bréfið til umræðu í félögunum. Félögin skili til stjórnar Sjól áliti fyrir janúarlok 2008. Stjórn Sjól ræði við stjórn EFSA fyrir febrúarlok.

b. Mótsgjöld

Guðmundur Kristinsson lagði fram hugleiðingu um hvort fella eigi niður mótsgjöld á opnum mótum.

Fundi lauk kl. 14

Fundarritari: Gylfi Sigurðsson