Gleðilega hátíð

Kæru félagsmenn og aðstandendur.

Stjórn SJÓL óskar ykkur öllum gleðilega hátíð og
megi friður og kærleikur umliggja ykkur öll.

Bestu kveðjur,
Elín Snorradóttir, Sigfús Karlsson og Sigurjón M. Birgisson

Auglýsingar
Birt í Óflokkað

Umsóknir um veiðidaga 2019

Sjól hefur nú fengið afhent gögn frá sjóstangaveiðifélögum innan Sjól þar sem óskir um veiðidaga fyrir árið 2019 verða lagðar inn til Fiskistofu.

Venjan er að umsóknardagar haldist óbreyttir en stundum geta komið upp breytingar en við ákváðum samt að birta óskalistann með fyrirvara um að allt gangi 100% í gegn og verði samþykkt. Hér er um að ræða Aðalmót sem telur til íslandsmeistara og svo Félagsmót sjóstangaveiðifélaga þar sem fram fer nýliðun og kynning á starfseminni.

Sjóskip: Aðalmót 15-16. mars, Akranes

Félagsmót 23. mars, Akranes

Sjóve: Aðalmót 29-30. mars, Vestmannaeyjar

Félagsmót 27. apríl, Vestmannaeyjar

Sjósnæ: Aðalmót 24-25. maí, Ólafsvík

Félagsmót 27. apríl, Ólafsvík

Sjór: Aðalmót 21-22. júní, Patreksfjörður

Félagsmót 27. apríl, staðsetning óákveðin

Sjónes: Aðalmót 5-6. júlí, Neskaupstaður 30 ára afmælismót

Félagsmót 25. ágúst, Neskaupstaður

Sjóak: Aðalmót 16-17 ágúst, Dalvík

Félagsmót 12/13. júlí, staðsetning óákveðin

Sjósigl: Aðalmót 23-24 ágúst, Siglufjörður 30 ára afmælismót

Félagsmót 20. júlí, Siglufjörður

Sjóís: Aðalmót. keppnishald óákveðið

Félagsmót. Keppnishald óákveðið

Birt í Óflokkað

Íslandsmeistari SJÓL 2018

Lokahóf Landssambands sjóstangaveiðifélaga (SJÓL) var haldið laugardaginn 17. október síðastliðinn þar sem krýndur var íslandsmeistari fyrir veiðiárið 2018 sem og verðlaunaafhending fyrir flestar tegundir og stærsta fisk í tegund frá mótum sumarsins.

Nálgast má ítarlegri upplýsingar á heimasíðunni okkar undir íslandsmeistari en hér eru helstu lykiltölur fyrir veiðisumarið 2018

Íslandsmeistari 2018
1. sæti: 705 stig. Pétur Sigurðsson, Sjóak. (karlaflokkur)
1. sæti: 698 stig. Sigríður Rögnvaldsdóttir, Sjósigl. (kvennaflokkur)

2. sæti: 694 stig. Björg Guðlaugsdóttir, Sjósnæ. (kvennaflokkur)
2. sæti: 686 stig: Jón Sævar Sigurðsson, Sjósigl. (karlaflokkur)

3. sæti: 670 stig: Guðrún Jóhannesdóttir, Sjóak. (kvennaflokkur)
3. sæti: 661 stig: Jóhannes Marian Simonsen, Sjóskip (karlaflokkur)

Aflahæsti veiðimaður 2018
1. sæti: 5.018 kg. Jón Sævar Sigurðsson, Sjósigl.
2. sæti: 4.236 kg. Skúli Már Matthíasson, Sjóskip.
3. sæti: 3.907 kg. Lúther Einarsson, Sjór.

Flestar tegundir 2018
1. sæti: 10 tegundir (meðalþyngd 5,7 kg.) Jón Sævar Sigurðsson, Sjósigl.
2. sæti: 10 tegundir (meðalþyngd 4,8 kg.) Skúli Már Matthíasson, Sjóskip.
3. sæti: 10 tegundir (meðalþyngd 4,5 kg.) Gilbert Ó. Guðjónsson, Sjór.

Ný landsmet á SJÓL mótum 2018
Þorskur 31,500 kg.  Björg Guðlaugsdóttir, Sjósnæ. (Stærsti fiskur sumarsins)

Karfi 5,820 kg.         Smári Jónsson, Sjór.

Skarkoli 2,100 kg.   Jón Sævar Sigurðsson, Sjósigl.

 

Birt í Óflokkað

Lokahof-2018-auglysing.png

Mynd | Birt þann by

Formannafundur Sjól 27. október 2018

Boðað hefur verið til formannafundar sjóstangaveiðifélaga sem standa að Sjól.

Fundarstaður er í Höllin, félagsheimili SJÓR, Grandagarði 18. kl. 10:00 til kl. 13:00

Dagskrá fundarins:

  1. Fundarsetning
  2. Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðalmóta og innanfélagsmóta sumarið 2019
  3. Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2019
  4. Formaður SJÓL fer yfir helstu veiðitölur fyrir sumarið 2018
  5. Fjárhagsstaða SJÓL
  6. Umræður um tillögur til breytinga á lögum SJÓL og eða veiðireglum
  7. Önnur mál
Birt í Óflokkað

Lokahóf SJÓL 27. október 2018

Kæru veiðifélagar,

Nú hefur SJÓL hafið undirbúning fyrir aðalviðburð ársins sem er sjálft lokahófið.
Nánari upplýsingar um dagskrá kvöldsins verða tilkynnt síðar en það sem liggur fyrir á þessari stundu má sjá hér að neðan.

Nú er bara að fjölmenna og hafa þetta enn skemmtilegra en síðast.

Hvenær: Laugardaginn 27. október. Húsið opnar kl. 19:00, borðhald hefst kl. 20:00

Hvar: Grandagarður 18, 101 Rvk. (HÖLLIN, félagsheimili Sjór)

Veitingar: Tveggja rétta matseðill ásamt fordrykk.

Þátttökugjald: kr. 10.000,-

Skráning á lokahófið
Stjórn hvers sjóstangaveiðifélags mun halda utan um þáttökulistann og innheimtu á lokahófið í samvinnu við SJÓL þannig að félagsmenn sjóstangaveiðifélaga eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þáttöku til síns formanns.

Undirbúningsnefnd
Búið að er ná saman félagsmeðlimum frá flestum sjóstangaveiðifélögum og munu Hersir og Ágústa frá Sjór halda utan um helstu atriði og deila verkum milli aðila. Hvetjum félagsmenn til að vera í sambandi við þau ef þið eigið skemmtilegar myndir frá sumrinu eða góða sögu sem átti sér stað á þessu veiðiári.

Kær kveðja,
Sigurjón Már Birgisson

Birt í Óflokkað

Birtum ekki lokatölur frá SjóAk

Kæru félagsmenn.

Tekin var ákvörðun um að birta ekki á vefsvæði SJÓL lokaniðurstöður frá sjóstangaveiðimóti SjóAk til að halda spennunni aðeins lengur fram að lokahófi SJÓL þar sem nýr íslandsmeistari fyrir árið 2018 verður tilkynntur.

Lokahófið sjálft verður haldið í nóvember og ákveðið var að það skyldi vera í Höllinni hjá SJÓR. Nánari dagsetning kemur síðar.

Kær kveðja.
Stjórn SJÓL

Birt í Óflokkað