Aðalmót SjóSnæ FRESTAÐ TIL 24.-25. JÚNÍ

Stjórn SjóSnæ hefur tilkynnt að fyrirhuguðu móti hafi verið frestað vegan veðurs.

Stjórn SnjóSnæ býður ykkur velkomin á opna SjóSnæ mótið helgina 13.-14. maí 2022.

Lokaskráning í síðasta lagi sunnudaginn 8. maí fyrir kl. 20:00

Fimmtudagur 12. maí
Kl. 20:00 Mótssetning í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi. Veitingar í boði SjóSnæ
Bryggjuveiði verður útskýrð nánar á mótssetningunni

Föstudagur 13. maí
Kl. 05:00 Mæting á smábátabryggju Ólafsvík
Kl. 06:00 Haldið til veiða frá Ólafsvík

Veitt í 7 klst. frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar

Kl. 14:30 Kaffi í íþróttahúsinu, Engihlíð 1 þegar komið er í land

Úrslit dagsins birtast á sjol.is og með nesti á laugardeginum

Laugardagur 14. maí
Kl. 05:30 Mæting á smábátabryggju Ólafsvík
Kl. 06:00 Haldið til veiða frá Ólafsvík

Veitt í 6 klst frá fyrsta rennsli. Veiðarfæri dregin upp, haldið til hafnar.

Lokahóf í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi
Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst Kl. 20:00

Keppnisgjald kr. 15.000,- Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-
Hægt er að greiða inná bankareikning 0190-26-007525 kt. 700597-2889
ATHUGIÐ AÐ ENGINN POSI ER TIL AÐ TAKA VIÐ GREIÐSLU

Innifalið fyrir keppendur í mótsgjaldi
Mótsgögn – Nesti fyrir báða keppnisdaga
Kaffi og léttar veitingar í íþróttahúsinu á föstudag eftir veiði
Miðar í sund báða dagana – Aðgangur fyrir lokahóf SjóSnæ.

Þátttökutilkynningar
Félagar í SJÓL tilkynni þátttöku sína til síns formanns í síðasta lagi kl. 20:00 sunnudaginn. 8. maí. Formenn tilkynna svo þátttöku félaga sinna til Sigurjóns Helga í síma: 844-0330 eða netfang: sigurjon.hjelm@gmail.com

Kær kveðja,
Stjórn SjóSnæ

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót SjóSnæ FRESTAÐ TIL 24.-25. JÚNÍ

Aðalmót Sjóve 29.-30. apríl 2022

Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja býður félagsmönnum velkomin á opna Sjóve mótið

Fimmudagur 28.apríl
Kl. 20.00 Mótssetning í félagsheimili Sjóve

Föstudagur 29.apríl
Kl. 06.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )
Kl. 07.00 Haldið til veiða frá Smábátabryggju
Kl. 15.00 Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar
Kl. 15.30 Löndun, hressing og fjör
Kl. 20.00 Aflaspjall og afrek dagsins rædd í félagsheimili Sjóve.

Laugardagur 30.apríl
Kl. 05.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )
Kl. 06.00 Haldið til veiða frá Smábátabryggju
Kl. 14.00 Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar
Kl. 14.30 Löndun og ennþá meira fjör
Kl. 20.00 Lokahóf í félagsheimili Sjóve

Mótssgjald er kr 15.000.- Stakur miði á lokahóf er kr. 5.000.-
Hægt er að greiða inná bankareikning 0582-26-002683 kt. 561190-1359

Innifalið í mótsgjaldi fyrir keppendur:
Mótsgögn og gott skap. Kaffi við komuna í land á föstudag og einn miði á lokahóf.

Lokaskráning er á Þriðjudaginn 26. apríl kl :20.00

Skráning
Þátttaka tilkynnist til formanns í þínu félagi og síðan mun ykkar formaður tilkynna
okkur ykkar þátttöku á heimasíðu Sjóve. www.sjove.is

Nánari upplýngar
Formaður. Guðjón Örn Sigtryggsson. Sími: 867-8490
Gjaldkeri. Ævar Þórisson. Sími: 896-8803

Bestu veiðikveðjur og sjáumst sem flest á opna Sjóve mótinu.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót Sjóve 29.-30. apríl 2022

Aðalmót Sjóskips 22.-23. apríl 2022

Skráning á mótið
Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að.
Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.
Tilkynning frá formanni hvers félags þarf að berast formanni Sjóskip fyrir kl. 20:00 –
14. apríl á sjoskipaskagi@gmail.com

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Sigurjón formann Sjóskips í síma 669-9612 eða senda tölvupóst á sigurjonmarb.@gmail.com

Keppendur og eða sjóstangaveiðifélög eru vinsamlega beðin um að leggja mótsgjald
kr. 15.000,- inná reikning Sjóskips kt. 490894-2099 banki 0552-26-002831
fyrir 18:00 fimmtudaginn 21. apríl.

Ef það eru spurningar varðandi greiðslu á mótsgjaldi þá mun Skúli gjaldkeri Sjóskips geta aðstoðað ykkur í síma 824-1983 sem og formaður.

Ekki verður boðið uppá nesti en drykkjarvatn verður um borð í bátum fyrir keppendur.

DAGSKRÁ

Fimmtudagur 21. apríl
Kl. 18:00 Mótssetning verður rafræn þar sem birtar verða upplýsingar um skipan trúnaðarmanna, röðun niður á báta, skipstjórar og fleira á heimasíðu Sjól.

Föstudagur 22. apríl
Kl. 05:00 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum.
Mótsgögn fyrir keppendur afhend á bryggju ásamt öðrum gögnum fyrir trúnaðarmenn.

Kl. 06:00 Siglt á miðin
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar
Kl. 14:30 Léttar veitingar verða í boði á Fiskmarkaðnum, Faxabraut 7

Aflatölur fyrri dags verða birtar á heimasíðu Sjól www.sjol.is

Laugardagur 23. apríl
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný
Kl. 13:00 Veiði hætt og haldið til hafnar

Kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending, Grjótið Bistro Bar, Kirkjubraut 10

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót Sjóskips 22.-23. apríl 2022

Íslandsmeistarakeppni í sjóstangaveiði 2022

Kæru félagsmenn.

Í framhaldi af aðalfundi Sjól 5. mars síðastliðinn liggur það nú fyrir að sjóstangaveiðimót sumarsins 2022 sem eru hluti af Íslandsmeistarakeppninni eru 7 í þessari röð.

SjóSkip 22.- 23. apríl
SjóVe 29. – 30. apríl
SjóSnæ 13. – 14. maí
SjóR 20. – 21. maí
SjóNes 15. – 16. júlí
SjóAk 12. – 13. ágúst
SjóSigl 19. – 20. ágúst

SjóÍs verður ekki með aðalmót í sumar sem hluti af Íslandsmeistarakeppninni.

Kærkveðja,
Stjórn Sjól

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Íslandsmeistarakeppni í sjóstangaveiði 2022

Ný stjórn kosin á aðalfundi SJÓL 2022

Á síðasta aðalfundi Sjól sem haldinn var 5. mars var meðal annars kosið í stjórn félagsins.
Formaður var kosinn til tveggja ára í fyrra og því eingöngu kosið í stjórn fyrir ritara og gjaldkera.
Sigurjón gjaldkeri félagsins bauð ekki kost á endurkjöri en Pétur bauð áfram kost á sér.

Þiðrik bauð sig fram sem gjaldkera félagsins og aðrir félagsmenn buðu ekki fram sína krafta til starfa.
Niðurstaða kosninga var því samþykkt samhljóða og bjóðum við Þiðrik hjartanlega velkominn.

Formaður Elín Snorradóttir. Sjór
Netfang elinsnorra@gmail.com
Sími 858-6153

Ritari Pétur Sigurðsson. Sjóak
Netfang petur@solrun.is
Sími 896-0152

Gjaldkeri Þiðrik Unason. Sjóssigl
Netfang zjoari@gmail.com
Sími 898-55566

Unnið er við að klára fundargerð af aðalfundinum og mun hún eins og aðrar fundagerðir verða birt á heimasíðunni undir flipanum „félagið“ ásamt frétt á forsíðu sjol.is

Kær kveðja,
Stjórn Sjól

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn kosin á aðalfundi SJÓL 2022

Aðalfundur SJÓL 5. mars 2022

Stjórn Sjól hefur boðað formenn sjóstangaveiðifélaga innan Landssambands sjóstangaveiðifélaga til Aðalfundar SJÓL þann 5. mars 2022 kl. 10:00 í Höllinni að Grandagarði 18, Reykjavík samkvæmt samþykkt formannafundar frá 04.12.2021.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að vera búnir að halda aðalfund fyrir þann tíma svo að umboð stjórnarmanna í hverju sjóstangaveiðifélagi sé skýrt fyrir aðalfund SJÓL.

Dagskrá aðalfundar
A. Kosning fundarstjóra og ritara
B. Skýrsla stjórnar
C. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
D. Lagabreytingar
E. Kosning stjórnar (gjaldkeri og ritari)
F. Kosning skoðunarmanna
G. Ákvörðun árgjalds
C. Önnur mál

Kær kveðja,
Stjórn SJÓL

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur SJÓL 5. mars 2022

Gleðilega hátíð 2021

Kæru vinir, félagsmenn og aðstandendur.

Nú fer 2021 senn að líða og framundan nýtt ár með nýjum áskorunum.

Veiðiárið 2021 bar keim af eftirsköstum frá Covid-19 og sjáanlegt var að félagsmenn höfðu lagt áherslu á að eiga meiri tíma með fjölskyldu og vinum þetta sumarið. Mótshald færðist einnig mikið til vegna takmarka, veðurs ofl. þannig að mót voru dagsett með viku millibili og því aukið álag fyrir veiðimenn að sækja á mörg mót en að því sögðu þá ber að hrósa öllum þeim sem komu og tóku þátt í okkar frábæru íþrótt og enginn ástæða til annars en að vænta þess að næsta ár verði frábært veiðiár.

Þau gleðitíðndi bárust síðan síðla árs að umsókn Sjól fyrir vottun á Þorskveiðum með sjóstöng var samþykkt en um er að ræða svokallaða MSC vottun frá Icelandic Sustainable Fisheries. Vottunin gefur sjóstangaveiðifélögum staðfestingu og sjálfbærni veiða ofl. sem mikilvæg viðurkenning fyrir okkur.

Önnur gleðitíðindi bárust einnig stjórn Sjól í lok árs en þau voru að umsókn Sjól um að geta notast við frístundabáta hefur fengið jákvæða umsögn og framundan er nú vinna við útfærslu ofl. til að koma þessu áralanga verkefni til samþykktar þannig að sjóstangaveiðifélög geti nýtt sér ennfrekar þá innviði sem þeim bjóðast á heimasvæðum.

Sjól vill þakka öllum þeim sem lögðu til okkar félagsskap, samveru og vinskap á árinu og óskar öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári.

Bestu kveðjur,
Stjórn Sjól

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Gleðilega hátíð 2021

Sjól kerfinu lokað vegna öryggisráðstöfunar

Ágætu félagsmenn.

Í tengslum við Log4j veikleikan sem fjallað er um í fjölmiðlum varðandi öryggi á gagnagrunnum fyrirtækja og annarra aðila sem hýsa eigin kerfi hefur Sjól gagnagrunninum sem heldur utan um niðurstöður á keppnum, íslandsmet ofl. verið lokað þar til búið er að uppfæra grunninn og loka fyrir þennan kerfisgalla til að verja þær upplýsingar sem við vistum.

Þessi aðgerð getur tekið nokkrar vikur en á sama tíma mun „á ekki“ þetta ekki hafa áhrif á heimasíðuna eða Facebook.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Sjól kerfinu lokað vegna öryggisráðstöfunar

Íslandsmeistarar SJÓL 2021 og aðrir verðlaunahafar

Í dag afhenti formaður SJÓL í félagsheimili Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur (Höllinni) verðlaun og krýndi nýja íslandsmeistara 2021 fyrir Aðalmót sumarsins.

Haldin voru 6 mót af 8 mögulegum. Engin íslandsmet voru sleginn þetta sumarið en hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar í flipanum „íslandsmeistari“ á heimasíðunni okkar eins eru þar upplýsingar um stærstu fiskar pr. tegund ofl.

Breytingar tóku gildi á verðlaunum frá Sjól og eru þær þannig að núna eru veitt verðlaun fyrir aflahæsta veiði- mann og konu, Ísfell lagði til tvo farandsbikara sem taka við þeim sem fyrir var og sendum við þeim kærar þakkir fyrir framlagið. Hin breytingin er að framvegis eru veitt verðlaun fyrir aflahæsta skipstjórann og fær aflahæsti skipstjórinn einnig veglegt úr að gjöf frá Gilberti Ó. Guðjónssyni og sendum við Gilberti sérstakar þakkir fyrir framlagið.

SJÓL sendir þeim Jóni Einarssyni og Beatu Makillu innilegar hamingjuóskir með íslandsmeistaratitilinn sem og þeim sem unnu til annarra verðlauna fyrir frábæran afrakstur sumarið 2021.

Íslandsmeistari Karla
1. Jón Einarsson, SJÓSNÆ
2. Pétur Sigurðsson, SJÓAK
3. Wojciech M. Kwiatkowski, SJÓSNÆ

Íslandsmeistari Kvenna
1. Beata Makilla, SJÓSNÆ
2. Björg Guðlaugsdóttir, SJÓSNÆ
3. Guðrún Jóhannesdóttir, SJÓAK

Aflahæsti karl
1. Jón Einarsson, SJÓSNÆ
2. Pétur Sigurðsson, SJÓAK
3. Kristbjörn Rafnsson, SJÓSNÆ

Aflahæsta kona
1. Björg Guðlaugsdóttir, SJÓSNÆ
2. Dröfn Arnadóttir, SJÓR
3. Sigríður Rögnvaldsdóttir, SJÓSIGL

Aflahæsti skipstjórinn
1. Pétur Sigurðsson, SÆRÚN
2. Viktor Sverrisson, SÆDÍS
3. Leiknir Kristjánsson, PÍLA

Flestar fisktegundir
1. Arnar Eyþórsson, SJÓSKIP
2. Gilbert Guðjónsson, SJÓR
3. Jón Einarsson, SJÓSNÆ

Stærsti Fiskurinn
1. Guðrún Jóhannesdóttir, SJÓAK
2. Smári Jónsson, SJÓR
3. Baldvin S. Baldvinsson, SJÓAK

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Íslandsmeistarar SJÓL 2021 og aðrir verðlaunahafar

Lokahóf SJÓL 2021 fellt niður vegna Covid-19

Kæru félagsmenn og aðstandendur.

Eftir samráð stjórnar SJÓL við formenn sjóstangaveiðifélaga hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður lokahóf SJÓL 2021 sökum þeirra annmarka sem okkur eru settar vegna Covid-19.

Afhending verðlauna verður þess í stað framkvæmd að loknum formannafundi sjóstangaveiðifélaga innan SJÓL sem haldin verður laugardaginn 4. desember. kl. 10:00 – 13:00

Verðlaunahafar eru boðnir velkomnir kl. 14:00 í Höllina, Grandagarði 18 (félagsh. Sjór) til að taka á móti verðlaunum sínum með formönnum félagana.

Með vinsemd og virðingu,
Stjórn SJÓL

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Lokahóf SJÓL 2021 fellt niður vegna Covid-19