Enn óvissa með mótshald vegna Covid-19

Kæru félagsmenn, enn er mikil óvissa varðandi mögulegt mótshald í apríl sökum þeirra takmarka sem okkur eru settar á fjölda og nálægðarmörkum fyrir mótin.

Nú er ljóst að Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja (Sjóve) hefur þurft að fresta boðaðari dagsetningu og ný dagsetning hefur verið gefin upp sem er 14. maí næstkomandi.

Sjóstangaveiðifélag Akraness (Sjóskip) mun fylgjast með næstu aðgerðum sóttvarna sem taka við eftir 15. apríl en mótið hjá þeim er dagsett 30. apríl næstkomandi þannig að niðurstöðu má vænta um framhaldið frá þeim á mánudaginn næsta sem er 19. apríl.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Enn óvissa með mótshald vegna Covid-19

Aðalfundur SJÓL 20.mars 2021

Boðað er til Aðalfundar SJÓL þann 20. mars 2021 kl. 10:00 í Höllinni að Grandagarði 18, Reykjavík samkvæmt rafænu samþykki meirihluta formanna sjóstangaveiðifélaga innan SJÓL. Vegna mögulegra fjöldatakmarka og nándarmörk mun fundurstaður ekki vera opinn fyrir almenning.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að vera búnir að halda aðalfund fyrir þann tíma svo að umboð stjórnarmanna í hverju sjóstangaveiðifélagi sé skýrt fyrir aðalfund SJÓL.

Aðalfundur er æðsta vald landssambandsins. Aðalfund skal halda árlega á tímabilinu mars-apríl. Ákvörðun um tímasetningu aðalfundar og fundarstað skal tekin á formannafundi Sjól. Stjórn Sjól skal boða til aðalfundar með minnst 30 daga fyrirvara með tilgreindri dagskrá í fundarboði.

Aðalfundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað og 2/3 þeirra fulltrúa sem rétt hafa til setu á fundinum séu mættir. Aukaaðalfund skal boða innan 30 daga ef ekki tekst að boða til lögmæts aðalfundar og telst aukaaðalfundurinn lögmætur ef meirihluti fulltrúa mætir. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Aukinn meirihluti eða 2/3 greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar öðlist gildi.

Dagskrá aðalfundar:

A. Kosning fundarstjóra og ritara

B. Skýrsla stjórnar

C. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram

D. Lagabreytingar

E. Kosning stjórnar (formaður, gjaldkeri og ritari)

F. Kosning skoðunarmanna

G. Ákvörðun árgjalds

C. Önnur mál (nánar útlistað í tölvupósti)

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur SJÓL 20.mars 2021

Gleðilega hátíð 2020

Kæru vinir, félagsmenn og aðstandendur.

Nú fer 2020 senn að líða og framundan nýtt ár með nýjum áskorunum.

Veiðiárið 2020 var í heildina mjög gott þó svo að umliggjandi boð og bönn vegna
Covid-19 hafi verið mikil áskorun þá tókst mótshöldurum að aðlaga sig breyttum aðstæðum með framúrskarandi hætti.

Sjól vill þakka öllum þeim sem lögðu til okkar félagsskap, samveru og vinskap á árinu og óskar öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári.

Bestu kveðjur,
Stjórn Sjól

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Gleðilega hátíð 2020

Íslandsmeistarar SJÓL 2020 og aðrir verðlaunahafar

Þó svo að lokahófið sjálft hafi ekki getað farið fram þetta árið eru engu að síður margir sigrar sem unnist hafa á veiðitímabilinu 2020 og hér að neðan má sjá okkar bestu veiðimenn þetta sumarið. Hægt er að nálgast ítarlegri uppl. í flipanum „íslandsmeistari“ á heimasíðunni okkar eins og stærstu fiskar pr. tegund ofl.

SJÓL óskar þeim Marinó og Beata innilega til hamingju með íslandsmeistaratitilinn sem og þeim sem unnu til annarra verðlauna þetta árið

Íslandsmeistari Karla
1. Marinó Freyr Jóhannesson, SJÓSKIP
2. Jón Einarsson, SJÓSNÆ
3. Pétur Sigurðsson, SJÓAK

Íslandsmeistari Kvenna
1. Beata Makilla, SJÓSNÆ
2. Guðrún Rúnarsdóttir, SJÓAK
3. Guðrún Jóhannesdóttir, SJÓAK

Aflahæsti veiðimaður
1. Marinó Freyr Jóhannesson, SJÓSKIP
2. Lúther Einarsson, SJÓR
3. Sigurjón Már Birgisson, SJÓSKIP

Flestar fisktegundir
1. Arnar Eyþórsson, SJÓSKIP
2. Gilbert Guðjónsson, SJÓR
3. Smári Jónsson, SJÓR

Stærsti Fiskurinn
1. Marínó Njálsson, SJÓR
2. Jón Sævar Sigurðsson, SJÓSIGL
3. Stefán Baldvin Sigurðsson, SJÓAK

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Íslandsmeistarar SJÓL 2020 og aðrir verðlaunahafar

Lokahóf SJÓL 2020 fellt niður vegna Covid 19

Kæru félagsmenn og aðstandendur

Við höfum fram að þessu lifað í þeirri von um að geta haldið okkar árlega lokahóf þar sem veiðitímabilið er gert upp og nýjir íslandsmeistara krýndir

Nú er ljóst að í fyrsta skiptið í sögu SJÓL mun ekkert lokahóf verða haldið vegna
Covid 19 faraldursins sem við höfðum fram til þessa getað aðlagað okkar félagskap að þeim reglum sem settar hafa verið til að halda niðri dreifingunni

Úrslit sumarins standa enn sem áður og SJÓL mun nálgast þá sigurvera í hverjum flokki og afhenda þau verðlaun sem þeir hafa unnið til á mótum sumarsins

Framundan eru bjartari tímar og ef ég þekki mitt fólk rétt þá verður 2021 okkar besta ár þar sem félagar geta komið saman og samgleðst án hindrana í þessari einstöku íþrótt

Með vinsemd og virðingu

Stjórn SJÓL

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Lokahóf SJÓL 2020 fellt niður vegna Covid 19

Lokahófi SJÓL frestað vegna Covid-19 til 5. desember

Á fundi stjórnar SJÓL í gær var farið yfir stöðuna varðandi boðað lokahóf sem til stóð að halda 24. október næstkomandi og niðurstaðan varð sú að fresta hófinu til
5. desember í þeirri von um að Covid-19 faraldurinn verði kominn á það stig að unnt verði að halda hefðbundið lokahóf

Að þessu sögðu mun stjórn SJÓL áfram fylgjast með stöðu mála og staðfesta endanlega hvort dagsetningin standi um að halda lokahófið 5. desember næstkomandi

SJÓL mun því gefa út eigi síðar en 9. nóvember um endanlega ákvörðun hvort sett dagsetning standi eða hvort grípa þurfi til annarra ráðstafanna


Virðingarfyllst
Stjórn SJÓL

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Lokahófi SJÓL frestað vegna Covid-19 til 5. desember

Sjóstangaveiðimót sem telja til íslandsmeistara SJÓL 2020 lokið

SJÓL tilkynnir hér með að sjóstangaveiðimót sem telja til íslandsmeistara er nú lokið

Fiskistofa gaf út heimild fyrir sjóstangaveiðifélögin að halda mót út september mánuð og nú liggur fyrir að ekki verður unnt að halda síðasta mót ársins á vegum SJÓSIGL (Sjóstangaveiðifélag Siglufjarðar)

Sjö mót af átta telja því til íslandsmeistara ofl. verðlauna sem SJÓL veitir ár hvert

Dagskráin fyrir lokahófið er enn í mótun með tilliti til samkomureglna vegna Covid19 en boðuð dagsetning 24. október stendur enn óbreytt á þessari stundu


Virðingarfyllst,
Stjórn SJÓL

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Sjóstangaveiðimót sem telja til íslandsmeistara SJÓL 2020 lokið

Lokahóf SJÓL 24. október 2020

Kæru félagsmenn, vinir og vandamenn

Nú fer SJÓL að hefja undirbúning fyrir aðalviðburð ársins sem er sjálft lokahófið

Óvissan er enn mikil í tengslum við Covid-19 og þær takmarkanir sem okku eru settar hverju sinni, að því sögðu þá vonum við það besta en gerum okkur grein fyrir því að mögulega þarf að aðlaga lokahófið að þeim leikreglum sem okkur verða settar

Til að geta haft tilfinningu fyrir því hversu margir hafa hug á að mæta þá óskum við eftir því að félagsmenn tilkynni sínum formanni sem fyrst um þáttöku á lokahófið

Þegar nær dregur munum við birta nánari upplýsingar en gera má ráð fyrir samskonar fyrirkomulagi og áður

Lokahófið verður haldið laugardaginn 24. október í Höllinni, Grandagarði 18 Rvk

Bestu kveðjur,
Stjórn Sjól

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Lokahóf SJÓL 24. október 2020

Aðalmót Sjósigl – Aflýst vegna veðurs

Ágætu vinir og veiðifélagar

Þar sem veðurspá helgarinnar bíður engan veginn uppá sjóstangaveiði þurfum við að aflýsa aðalmóti Sjósigl sem halda átti nú um helgina

Veiðitímabilinu er nú senn að ljúka og ekki er séð fram á að mögulegt verði að fresta mótinu um viku, en ef slíkt tækifæri gefst verður haft samband við þá aðila sem fyrir voru skráðir á mótið

Sjósigl vill þakka öllum þeim sem höfðu skráð sig í keppnina sem var framar okkar björtustu vonum en Kári gamli er því miður ekki í stuði fyrir að veita okkur smá blíðu

Með vinsemd og virðingu,
Hallgrímur Smári. Formaður Sjósigl.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót Sjósigl – Aflýst vegna veðurs

Aðalmót Sjósigl 18.-19. september

Núna er komið að lokamóti ársins sem telur til íslandsmeistara, spennan í hámarki og ekkert skemmtilegra en að klára tímabilið á Siglufirði í september 🙂

Eins og fram hefur komið þá verður dagskráin með breyttu sniði vegna Covid-19 og þó við vonum að yfirvöld létti ennfrekar á þeim reglum sem okkur eru settar þá getum við ekki annað en skipulagt mótið eins og staðan er í dag

Fimmtudagur 17. september
Kl. 18:00 Mótið sett með rafrænum hætti þannig að röðun keppenda á báta ofl. mun birtast á heimasíðu Sjól. Keppnisgögn verða síðan afhend á bryggju daginn eftir merkt pr. bát ásamt drykkjarföngum ofl. Undirmál fyrir Þorsk og Ufsa eru 50 cm.
Stærstu fiskar sem þarf að vigta sér eru settir í poka sem keppendur fá

Borga þarf mótsgjald kr. 15.000,- með innlögn á reikning Sjósigl þar sem mótsetning er rafræn. reikningsnúmerið er 1187-26-006802 kt. 680289-2559

ATHUGIÐ: Keppendur sjá sjálfir um að taka með sér nesti borð en boðið verður uppá vatn og gos um borð í bátunum.

Föstudagur 18. september
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Lagt úr höfn til veiða
Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið til hafnar

Slysavarnarfélagið Von mun taka á móti keppendum og mökum með kaffi björgunarsveitahúsinu að Tjarnargötu 18

Aflatölur dagsins verða birtar á http://www.sjol.is

Laugardagur 19. september
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Lagt úr höfn til veiða
Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið til hafnar

Slysavarnarfélagið Von mun taka á móti keppendum og mökum með kaffi björgunarsveitahúsinu að Tjarnargötu 18

Lokahóf Sjósigl: Segull 67, Vetrabraut 8-10
Kl. 20:00 verður húsið opnað og í framhaldi boðið uppá pinnamat og drykki samhliða verðlaunaafhendingu. Um er að ræða standandi veisluboð og makar eru velkomnir án endurgjalds

Sjósigl mun einnig bjóða keppendum og mökum í sund báða dagana

Þátttaka tilkynnist til formanns þíns félags, sem mun svo tilkynna Sjósigl um þátttöku þína síðasta lagi fimmtudaginn 11. september fyrir kl. 20:00

Fyrir Sjósigl félagsmenn er skráningin hjá Hallgrími Smára Skarphéðinssyni
Sími 699-6604 eða halli@securitas.is

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á lokamót ársins

Bestu kveðjur,
Stjórn Sjósigl

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót Sjósigl 18.-19. september