Dagskrá fyrir Aðalmót SjóAk 28.-19.ágúst

Kæru veiðifélagar

Nú er komið að mótinu okkar, aðalmóti SjóAk sem gildir í keppninni til
Íslandsmeistara 2020. Þetta mót er næst síðasta mótið í mótaröðinni 2020.
Það er ljóst að undirbúningur og framkvæmd þessa móts er með allt öðru sniði
en hefur verið til tugi ára og öll vitum við að þar spilar Covid-19 veiran aðal rulluna

Hér fyrir neðan gefur að líta framkvæmd mótsins
Áður en lengra er haldið skulum við öll hafa hugfast að við erum hér saman
komin af fúsum og frjálsum vilja og hver og ein persóna er sín almannavörn

Mótssetning:
A) Ekki verður nein mótsetning eins og verið hefur

B) Opnað verður fyrir mótið á http://www.sjol.is þar sem keppendur geta séð röðun á báta

C) Mótsgögn eru til afhendingar á skrifstofu Framtals s/f í Kaupangi Akureyri til klukkan 20:00 á fimmtudagskvöldið. Þá er óskað eftir því að einn frá hverju félagi komi og taki mótsgögn allra sinna félagsmanna. Þau mótsgögn sem eftir verða afhendast á
bryggjunni á föstudagsmorgunn og eftir tilmælum stjórnar Sjól skal
TRÚNAÐARMAÐUR sækja þau og koma þeim mótsgögnum til skila um
borð. Einnig skipstjóragögnin

Með mótsgögnum hvers og eins keppanda og skipstjóra fylgir:
Fjórar andlitsgrímur auk 100ml. af handspritti

Greiðsla á mótsgjaldi:
Mótsgjald er 15.000 og óskast það lagt inn á 0566-26-393, kt. 410607-0340

Veiðimaðurinn: Tilmæli frá stjórn Sjól
A) Veiðimaður sem er með kvef, hita eða önnur einkenni er beðinn um að
virða aðra keppendur með því að taka ekki þátt

B) Ábending til veiðimanna er að allur búnaður og klæðnaður hafi verið
þrifinn ef hann var brúkaður nýlega fyrir mótshald.

Bryggja við brottför:
Báða morgna verður bryggjunni skipt í tvö hólf (Kort fylgir með mótsgögnum)

A) Bátar númer 1-4 í öðru hólfinu nær bryggjukrönum
B) Bátar númer 5-9 fyrir austan borðan

Öll önnur umferð en keppenda og starfsfólks er bönnuð báða morgna
EKKI VERÐUR HÆGT AÐ KOMAST Á SALERNI FYRIR BROTTFÖR

Bryggja við löndun:
Löndunarkrönum hefur verið skipt upp í tvö aðskilin hólf.
Lyftari mun sjá um að hella úr löndunarkari í bryggjukar og trúnaðarmaður sér um að körin séu rétt merkt og að löndunarskýrsla sé í poka og hnýtt í eitt karið. Hanskar og spritt verður á hvorum krana. Ef trúnaðarmaður kýs að fylgja afla síns báts í brúttóvigtun má hann ekki fara inn í vigtarskúrinn

Keppendur skulu yfirgefa svæðið þar sem merkt er gönguleið og af bryggjunni EKKI VERÐUR HÆGT AÐ KOMAST Á SALERNI ÞEGAR KOMIÐ ER Í LAND

Bryggjukaffi: Því miður verður ekkert bryggjukaffi þetta árið.

Bátar:
A) Reynt hefur verið eftir fremsta megni að gæta þess við niðurröðun á báta að hæfilegt bil sé á milli keppenda. Ef dekkið er 4 metrar eða lengra eru 3 keppendur. Ef dekkið er 6 metrar eða lengra eru 4 keppendur. Það þýðir að á flestum bátum hefur ferið fækkað um borð en á örfáum halda þeir sér frá fyrri árum.

B) Ekki er ætlast til þess að keppendur fari inn í stýrishús nema með fullkomnu leyfi skipstjóra. Þá gætu keppendur hugsanlega þurft að sjá alfarið um sjálfan sig þ.e. að blóðga og skera beitu.

C) Skipstjóri hvers báts stýrir og ræður sinni áhöfn og trúnaðarmaður verður að vera verki sínu vaxinn.

D) Það sem hér er ritað að ofan á að uppfylla þau skilyrði til að unnt sé að virða mannhelgi hvers og eins keppanda með tilliti til auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins 12. ágúst svo og 25. ágúst að samkvæmt nýju auglýsingunni verða íþróttir almennt leyfðar.
Fram hefur komið í máli sóttvarnalæknis að tveggja metra reglan sé fyrst og
fremst hugsuð varðandi fólk sem þekki ekki hvort annað ( og treystir,innsk.mótsstjóra)

Lokahóf/verðlaunaafhending:
A) Húsið opnar kl.20:00 og lokar 23:00. Verðlaunaafhending verður í veitingahúsinu Vitinn mathús, Strandgötu 53 (þar sem 50 ára afmæli SjóAk var haldið)
Þetta þýðir að ekki verður um hefðbundið lokahóf að ræða. Boði verður upp á léttar veitingar og drykkir verða bjór, rauðvín, hvítvín og gos. (ekki kvöldmatur). Ekki er um borðhald að ræða heldur standandi verðlaunaafhendingu en þó munu stólar vera á svæðinu

B) Ekkert aukagjald verður tekið fyrir maka

C) Verðlaunagripir verða sprittaðir og afhentir á borð af aðila sem er með hanska

ENGIN RÚTA VERÐUR FRÁ DALVÍK ÞETTA ÁRIÐ

Önnur praktísk atriði sem eru öllu jafna rædd á mótsetningu svo sem stærðarmörk, dómnefnd, ganghraða ofl. verða birt á heimasíðu Sjól svo og í mótsgögnum keppenda

Kæru veiðifélagar, saman getum við þetta annars ekki.

F.h. Stjórnar SjóAk,
Sigfús Karlsson formaður, 896-3277

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Dagskrá fyrir Aðalmót SjóAk 28.-19.ágúst

Aðalmót SjóAk 28. – 29. ágúst

Kæra stjóstangaveiðifólk.

Ákveðið hefur verið eftir miklar vangaveltur að halda aðalmót SjóAk dagana 28.-29. ágúst.

Ljóst er að öll umgjörð um þetta mót verður með allt öðru móti en við eigum að venjast og verða reglur og fleira sett upp þegar nær dregur.

Auðvitað vitum við að þetta er skammur fyrirvari en hefur þó legið í loftinu að ef halda ætti mót þá yrði það svona eftir allt það sem á undan er gengið.

Það sem skiptir máli núna er að hafa hraðar hendur og skrá sig á mótið eins og venjulega til ykkar formanns sem svo sendir undirrituðum skráninguna á sigfus@framtal.com og/eða 896-3277

SEM ALLRA FYRST EKKI SEINNA EN LAUGARDAGINN 22.ÁGÚST KLUKKAN 20:00.

Það er ljóst að ef reglur verða hertar í millitíðinn af þríeykinu okkar þá geta orðið breytingar á.

Með veiðikveðju.

F.h. stjórnar SjóAk.

Sigfús Karlsson, formaður.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót SjóAk 28. – 29. ágúst

Tilkynning: Sjósigl mótinu frestað vegna Covid-19

Kæru veiðifélagar.

Stjórn Sjósigl hefur sent frá sér tilkynningu um að boðað sjóstangaveiðimót helgina 21.-22. ágúst hefur verið frestað vegna Covid-19 faraldursins og þeim takmörkunum sem okkur öllum hafa verið settar til að ná tökum á útbreiðslunni.

Stjórn Sjól hefur fengið samþykkt leyfi frá Fiskistofu um heimild fyrir mótshald út september 2020 en áður útgefið leyfi til veiða var út ágúst. Með þessu er enn opið á að klára þau tvö sjóstangaveiðimót sem telja til íslandsmeistara sem og þau innanfélagsmót sem eftir eru hjá sumum félögum.

Kv,
Stjórn Sjól

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Tilkynning: Sjósigl mótinu frestað vegna Covid-19

Tilkynning: SjóAk mótinu frestað vegna Covid-19

Ágætu félagar.

Stjórn SjóAk ákvað í dag eftir samráð við ráðgjafa félagsins að fresta aðalmóti SjóAk 14.-15. ágúst 2020 vegna Covid-19 faraldursins og þeim takmörkunum sem okkur öllum hafa verið settar til að ná tökum á útbreiðslunni.

Kær kveðja,

F.h. stjórnar SjóAk.
Sigfús Karlsson, formaður.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Tilkynning: SjóAk mótinu frestað vegna Covid-19

SjóAk mótið 14.-15. ágúst og Covid-19

Kæra stjóstangaveiðifólk.

Nú er Covid aftur að stríða okkur á þessu keppnistímabili og sóttvarnarlæknir búinn að gefa út sín viðmið og reglur.

Við í SjóAk höfum fengið sérfræðilækni í lið með okkur og farið fyrir þessi viðmið og reglur ásamt því hvernig við munum bregðast við með mótið okkar.

Öll þessi viðmið sem sóttvarnarlæknir hefur sett fram og gilda til fimmtudagsins 13. ágúst eru ekki eins harðar og í vor.

Förum yfir þau:

Fjöldi manns sem mega koma saman eru 100. Við getum brugðist við því.

Tveggja metra skyldunni er hægt að bregðast við nema kannski um borð en þar eru veiðimenn þannig klæddir að aldrei verður um beina snertingu að ræða, ekki frekar en á fyrri mótum.

Auk þess sem grímur munu fylgja hverjum keppanda til notkunar ef keppendur telja að ekki sé unnt að virða mannhelgina.

Með grímurnar hefur sérstaklega verið rætt um notkun ef viðkomandi er innilokaður í rými með öðrum aðilum s.s. rútum og inni í ferjum til lengri tíma, en við erum úti.

Þá verður setningin að vera með öðru sniði og erum við að setja það upp.

Ekkert kaffi verður á bryggunni við heimkomu.

Bryggjan verður sett upp í tvö hólf við brottför og heimkomu.

Öll önnur umferð verður bönnuð á bryggjunni við löndun.

Ljóst er að lokahóf verður ekki með hefðbundnu sniði en búið er að fá stærri sal þar sem verðlaunaafhending getur farið fram. Hægt er að bjóða upp á einhverjar veitingar við verðlaunaafhendingu.

Salnum verður skipt upp í svæði þar sem nægt verður um rými fyrir hvern og einn og ekki er heimilt að fara inn á önnur svæði.

Afhending verðlauna verður þannig að allir verðlaunagripir verða sprittaðir og afhentir á borð af aðila sem er með hanska.

Verið er fara yfir það hvernig við munum vigta aflann.

Svo það liggi ljóst fyrir þá er stjórn SjóAk og sérfræðilæknir okkar að koma á sambandi við sóttvarnarlækni og bera þessa aðferðarfræði undir hann og munum við að sjálfsögðu fara eftir hans ráðleggingum og skipunum í einu og öllu.

Ekki verður neitt framkvæmt nem með leyfi sóttvarnarlæknis og verði niðurstaðan sú að hann leifi EKKI þetta mót þá munum við að sjálfsögðu ekki halda það.

Semsagt, við í SjóAk erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að mótið geti orðið en virt þær reglur og viðmið sem sóttvarnarlæknir setur.

Hitt er svo aftur annað, eru veiðimenn og skipstjórar reiðubúnir til að taka þátt í þeim stjóstangaveiðimótum sem eftir eru með slíkri aðferðarfræði, það verður að koma í ljós.

Hins vegar erum við með dagsetningar sem eru 9. ágúst sem er loka dagur til að skrá sig á mótið og síðan 13.ágúst sem þessar reglur gilda til og geta verið hertar nú eða á sömu nótum.

Þetta er staðan í dag kæra sjóstangaveiðifólk.

Með veiðikveðju.

F.h. stjórnar SjóAk.

Sigfús Karlsson, formaður.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við SjóAk mótið 14.-15. ágúst og Covid-19

Aðalmót SjóAk 14. – 15. ágúst

Þá er komið að sjöunda og næst síðasta aðalmóti ársins á vegum sjóstangaveiðifélags Akureyrar sem haldið verður á Dalvík helgina 14. og 15. ágúst. Staða keppenda til íslandsmeistara er enn galopin og mikið getur breyst á næstu mótum

Skráning keppenda
Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að
Formenn senda síðan staðfestingu til SjóAk um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Ekki verður boðið uppá eins dags veiði þetta árið
Keppendur sjá sjálfir um nesti sitt um borð en boðið verður uppá vatn & gos

Skráningu lýkur sunnudaginn 9. ágúst kl. 20:00

Mótsgjald
Mótsgjaldið er kr. 15.000,- // Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-

ATH. að ekki er hægt að greiða með korti á mótsetningu. Hægt er að greiða mótsgjaldið með því að leggja inná reikning SjóAk kt. 410607-0340 reikn. 0566-26-393

Mótsstjóri
Sigfús Karlsson, formaður SjóAk s: 461-2842 & 896-3277. sigfus@framtal.com


Dagskrá:

Fimmtudagur, 13. ágúst
Kl. 20:00 Lions salurinn, Skipagötu 14, 4.hæð. Súpa í boði SjóAk
Kl. 20:30 Mótssetning og mótsgögn afhent.

Föstudagur, 14. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn
Kl. 14:00 Veiðum hætt og haldið til hafnar. Kaffi/kakó og bakkelsi á bryggjunni

Aflatölur dagsins verða birtar á netinu, http://www.sjol.is og á bryggjunni daginn eftir

Laugardagur, 15. ágúst
Kl. 05:30 Mæting í síðasta lagi á bryggju
Kl. 06:00 Lagt af stað til veiða frá Dalvíkurhöfn
Kl. 13:00 Veiðum hætt og haldið til hafnar. Kaffi/kakó og bakkelsi á bryggjunni

Lokahóf SjóAk
Kl. 20:00 Opnað fyrir gesti í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2
Kl. 20:30 Hátíðin sett og í framhaldi hefst borðhald og verðlaunaafhending
Kl. 23:00 Mótsslit hjá Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar

Langferðabifreið á lokahóf SjóAk
Kl. 18:45 – 18:55 Dalvík (Olís planið)
Kl. 19:10 – 19:20 Árskógasandur
Kl. 19:25 – 19:35 Hauganes
Kl. 23:30 Lagt af stað til baka frá Rauða krossinum, Viðjulundi 2

Gistimöguleikar
Á Akureyri er fjöldinn allur af gistimöguleikum. https://www.visitakureyri.is/is/komdu-iheimsokn/radstefnur/gisting-og-veitingar

Gistimöguleikar á Dalvík eru: http://www.visittrollaskagi.is/is/gisting

Við viljum benda sjóstangaveiðifólki á að sum stéttarfélög greiða niður gistingu fyrir félagsmenn sína með svokölluðum gistimiðum. Athugaðu hvort þitt stéttarfélag geri slíkt og þá verður gistingin ennþá ódýrari. Þá eru fjölmargir gististaðir sem taka ferðagjöfina sem greiðslu.

Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Stjórn SjóAk

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót SjóAk 14. – 15. ágúst

Aðalmót Sjónes 17. – 18. júlí

Sjötta aðalmót ársins verður á vegum sjóstangaveiðifélagsins Sjónes sem haldið
verður á Neskaupsstað helgina 17. og 18. júlí

Skráning keppenda
Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að
Formenn senda síðan staðfestingu til Sjónes um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Skráningu lýkur föstudaginn 10. júlí, kl. 20:00

Mótsgjald
Mótsgjaldið er kr. 15.000,- // Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-
Keppendur sjá sjálfir um nesti sitt um borð en boðið verður uppá vatn & gos

Mótsstjórar
Matthías Sveinsson, formaður Sjónes s: 477-1663 & 848-7259
Kári Hilmarsson s: 860-7112


Dagskrá:

Fimmtudagur, 16. júlí
Kl. 20:00  Mótssetning og mótsgögn afhent á Hótel Cliff
Matarmikil súpa og brauð verður í boði Sjónes

Sjónes bíður keppendum í sund báða mótsdaga

Föstudagur, 17. júlí
Kl. 05:30  Mæting á bryggju
Kl. 06:00  Haldið til veiða frá vigtarskúrnum
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar
Kl. 14:30 Boðið verður upp á kaffi og brauð á bryggjunni

Kl. 20:30  Aflatölur dagsins tilkynntar í Beituskúrnum

Laugardagur, 18. júlí
Kl. 05:30  Mæting á bryggju
Kl. 06:00  Haldið til veiða frá vigtarskúrnum
Kl. 13:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar
Kl. 13:30 Tekið verður á móti keppendum, aðstandendum og skipstjórum með kaffi og brauði á löndunarstað við vigtarskúrinn

Kl. 19:30  opnar Hótel Cliff fyrir gesti og kl. 20:00 hefst lokahófið með þriggja rétta veislumáltíð ásamt verðlaunaafhendingu

Önnur dagskrá
Á laugardeginum mun Sjónes bjóða uppá makaferð kl. 09:00

Gistimöguleikar
Tónspil herbergi s: 477-1580 & 894-1580 tengil. Pétur
Hótel Cliff & Hildibrand hótel s: 865-5868 tengil. hildibrand@hildibrand.com
Hótel Capitano & Gistihús Sigga Nobb s: 477-1800 tengil. Sveinn
Gistiheimilið við lækinn s: 477-2020
Skorrahestar Norðfjarðarsveit s: 477-1736 & 848-1990

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót Sjónes 17. – 18. júlí

Staða keppenda eftir 4 mót sem telja til íslandsmeistara 2020

Núna er mótaröð sumarsins sem telur til íslandsmeistara hálfnað eftir erfiða byrjun vegna Covid-19 þar sem mótaröð kom upp með mjög stuttu millibili. Framundan er mótaröðin mun þægilegri og vonandi sjá sem flestir sig færa um að fjöldafalda á næstu mót framundan en þau eru á vegum Sjóís, Sjónes, Sjóak og Sjósigl.

Staða 10 efstu keppenda nú þegar 4 mótum er lokið og önnur 4 framundan er á þessa leið, fyrir nánari upplýsingar má sjá ítarlegri gögn á heimasíðunni með því að velja flipann Mótinn. Þess ber að geta að 3 bestu mótin telja við stigagjöf þannig að allir eiga enn möguleika á að slá í gegn og verða íslandsmeistari 2020

#NafnFélagStigAfli
1Marinó Freyr JóhannessonSjóskip7162.656
2Jón Sævar SigurðssonSjósigl6461.921
3Marinó NjálssonSjór6361.590
4Guðjón H HlöðverssonSjór5821.149
5Sigurjón Már BirgissonSjóskip5821.078
6Lúther EinarssonSjór5751.519
7Þorsteinn EinarssonSjór5701.687
8Gunnar MagnússonSjósigl5701.681
9Kristbjörn RafnssonSjósnæ5641.439
10Jóhannes Marian SimonsenSjóskip547994
#NafnFélagStigAfli
1Beata MakillaSjósnæ658841
2Dröfn ÁrnadóttirSjór6551.142
3Elín SnorradóttirSjór443541
4Björg GuðlaugsdóttirSjósnæ399280
5Guðrún RúnarsdóttirSjóak236694
6Guðrún JóhannesdóttirSjóak221591
7Guðrún María JóhannsdóttirSjóak212238
8Fanney JóhannsdóttiSjóak212110
9Helga Guðrún SigurðardóttirSjósnæ207598
10Linda Rós GuðmundsdóttirSjóve10868
#NafnFélagFjöldiTegundir
1Gilbert Ó GuðjónssonSjór11Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Steinbítur, Langa, Lýsa, Sandkoli, Keila, Síld, Marhnútur
2Arnar EyþórssonSjóskip11Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Steinbítur, Langa, Lýsa, Sandkoli, Keila, Síld, Marhnútur
3Kristbjörn RafnssonSjósnæ10Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Steinbítur, Langa, Lýsa, Sandkoli, Keila, Marhnútur
4Guðjón H HlöðverssonSjór10Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Steinbítur, Langa, Sandkoli, Síld, Sandsíli, Marhnútur
5Jóhannes Marian SimonsenSjóskip9Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Langa, Lýsa, Sandkoli, Keila, Marhnútur
6Smári JónssonSjór9Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Steinbítur, Langa, Sandkoli, Marhnútur, Flundra
7Beata MakillaSjósnæ9Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Steinbítur, Sandkoli, Keila, Síld, Marhnútur
8Pétur SigurðssonSjóak9Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Steinbítur, Langa, Lýsa, Sandkoli, Keila
9Jón Sævar SigurðssonSjósigl9Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Steinbítur, Langa, Lýsa, Sandkoli, Keila
10Sigurjón Már BirgissonSjóskip9Þorskur, Ufsi, Ýsa, Gullkarfi, Steinbítur, Lýsa, Sandkoli, Keila, Skarkoli
Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Staða keppenda eftir 4 mót sem telja til íslandsmeistara 2020

Aðalmót Sjóís 3.-4. júlí 2020

Fimmta aðalmót ársins verður á vegum sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga (Sjóís)
sem haldið verður á Ólafsvík helgina 3. og 4. júlí

Skráning keppenda:
Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að
Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóís um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Skráningu lýkur föstudaginn 26. júní, kl. 20:00

Mótsgjald: Mótsgjaldið er kr. 15.000,- // Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-


Dagskrá:

Fimmtudagur, 2. júlí
Kl. 20:00  Mótssetning í Björgunarsveitarhúsinu Von, Rifi
Samlokur og kaffi í boði fyrir keppendur

Föstudagur, 3. júlí
Kl. 05:30  Mæting á bryggju.
Kl. 06:00  Haldið til veiða frá Ólafsvíkurhöfn
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar

Kl. 20:00  Kjötsúpan góða í Björgundarsveitarhúsinu Von, Rifi
Aflatölur dagsins tilkynntar

Laugardagur, 4. júlí
Kl. 05:30  Mæting á bryggju
Kl. 06:00  Haldið til veiða frá Ólafsvíkurhöfn
Kl. 13:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar

Kl. 20:00  Lokahóf í Björgunarsveitarhúsinu Von, Rifi.
Húsið opnar kl. 20:00. Afhent verða verðlaun í helstu flokkum

Eins dags veiði
Vakin er athygli á að mögulegt er að skrá sig í eins dags veiði í aðalmótinu
Tilkynna þarf við skráningu hvorn daginn keppandinn ætlar að veiða

Stjórn Sjóís
Þórir Sveinsson. s: 896-3157 thosve@snerpa.is
Sigríður Jóhannsdóttir s: 897-6782 siggajohanns@gmail.com

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót Sjóís 3.-4. júlí 2020

Aðalmót Sjór 19.–20. júní 2020

Nú er komið að Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur að boða til næsta aðalmót ársins sem telur til íslandsmeistara Sjól og verður það haldið á Patreksfirði dagana 19. og 20. júní

Skráning keppenda:
Veiðimaður tilkynnir þátttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að
Formenn senda síðan staðfestingu til Sjór um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Skráning félagsmanna Sjór er á sjorek.is (AÐALMÓT 2020 – SKRÁNING)
Senda póst á sjorek@outlook.com eða senda SMS í 893 4034 (Gústa)

Skráningu lýkur föstudaginn 12. júní, kl. 20:00

Mótsgjald: Mótsgjaldið er kr. 15.000,- // Stakur miði á lokahófið kr. 5.000,-
Best er að millifæra mótsgjald á 0528-14-405311 kt. 580269-2149
Einnig er hægt að borga með pening (enginn posi) við mótssetningu


Dagskrá:

Fimmtudagur, 18. júní
Kl. 19:00  Kvöldverður í Félagsheimili Patreksfjarðar. Borðhald hefst kl. 20:00
Afhending mótsgagna og greiðsla mótsgjalda

Föstudagur, 19. júní
Kl. 05:30  Mæting á bryggju.
Kl. 06:00  Haldið til veiða
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar
Kvenfélagið á staðnum býður uppá kaffi og kruðerí við komuna í land

Kl. 19:00  Kvöldverður í Félagsheimili Patreksfjarðar
Borðhald hefst kl. 20:00. Aflatölur dagsins afhentar

Laugardagur, 20. júní
Kl. 05:30  Mæting á bryggju
Kl. 06:00  Haldið til veiða og byrjað í höfninni
Kl. 14:00  Veiðum hætt og haldið til hafnar

Kl. 19:00  Lokahóf í Félagsheimili Patreksfjarðar þar sem boðið verður uppá þriggja rétta kvöldverð. Borðhald hefst kl. 20:00. Afhent verða verðlaun í helstu flokkum
Barinn verður opinn fyrir þá sem langar að kaupa sér veigar

Drykkjarvatn:
Föstudagur: 0,5 ltr. Vatn • 0,5 ltr. Coke Cola + Prins pólo
Laugardagur: 0,5 ltr. Vatn • 0,5 ltr. Appelsín + Prins pólo
Skipstjórar og aðstoðarmenn ef þeir eru til staðar fá tilbúna nestispakka

Undirmál:
Þorskur og Ufsi <50cm. telst undirmál og skal hann settur í sér bátakar í hverjum báti

Stærstu fiskar:
Hver keppandi safnar saman uppá vír, stærstu fiskum í hverri tegund

Trúnaðarmenn tryggja…
Að nesti, beita, björgunarvesti og ís sé um borð þegar lagt er frá bryggju
Að skiptingar fari fram á bátnum og á réttum tíma
Að tegundaskýrsla sé rétt skráð (kassakvittun)
Að fylgja bátakörum uppá bryggju og sjá til þess að merkingar skili sér á rétt kör
Að sjá til þess að tegundaskýrsla fari með afla bátsins (afhenda hana manni á lyftara)
Að sjá til þess að vel sé skilið við bátinn og að áhöfnin taki öll þátt í þrifunum
Að nestispokar skili sér til baka báða dagana

Mótsstjórar:
Ágústa S. Þórðardóttir, formaður SJÓR: 893 4034
Lúther Einarsson, gjaldkeri SJÓR: 893 4007
Pálmar Einarsson, varaformaður SJÓR: 8933 3378

Bryggjustjóri: Þorgerður Einarsdóttir: 691 0554

Dómnefnd (kærunefnd): Ágústa S. Þórðardóttir, formaður Sjór
Aðrir aðilar eru formenn félaganna eða fulltrúar á þeirra vegum ásamt formanni SJÓL
Tilkynna skal boðaða kæru í 893 4034 og skal kærufundur haldinn á skrifstofu Fiskmarkaðarins

Gistimöguleikar:
Fosshótel Vestfirðir • 456 2004
Patreksfjörður Heimagisting (Facebook) brunnar4apartment@gmail.com • 866 2679
Sigtún 4 Apartment • 698 9913
Stekkaból • Stekkum 19 • 864 9675
Hótel Vest • Aðalstræti 62 • 456 5020 • 892 3414

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalmót Sjór 19.–20. júní 2020