Varðandi Íslandsmeistaramót sjóstangaveiðifélaga 2017

Ágætu félagar.

Eins og kunnugt er hefur stjórn Sjól undanfarna mánuði átt í viðræðum bæði við Atvinnuvegaráðuneytið og Fiskistofu til að fá fram viðunandi niðurstöðu fyrir aðildarfélög í Sjól en því miður hefur það ekki borið tilætlaðan árangur. Fiskistofa neitar með öllu að endurskoða hvað þeir telja að falli undir mótshald sem og að falla frá þeim breytingum á sem hún náði í gegn á reglugerðinni er varðar afturvirk ákvæði ofl.

Eftir að Stjórn Sjól ráðfærði sig formenn sjóstangaveiðifélaga sem unu ekki niðurstöðu Fiskistofu var metið svo að nauðsynlegt væri að fara í formlegt kæruferli.

Ákveðið að fresta aðalfundi Sjól til 13. maí 2017.

Auglýsingar
Birt í Óflokkað

Aðalfundur SJÓL 8. apríl 2017

Ágætu félagsmenn.

Í ljósi þess verkefnis sem aðildarfélög SJÓL standa í gagnvart úthlutun á veiðiheimild frá Fiskistofu var tekin ákvörðun um að fresta Aðalfundi sem halda átti 11. mars og þess í stað að stefna á 8. apríl. Ákvörðun stjórnar var tekin á þeim grundvelli að á meðan félög innan SJÓL að undanskyldu Sjóís hafa ekki fengið vilyrði um að halda sjóstangaveiðimót þá megi gera ráð fyrir að fundarefni er varðar veiðiárið 2017 gæti orðið marklaus.

Stjórn Sjól hefur átt stöðufundi með Fiskistofu og Atvinnuvegaráðuneytinu um hvernig leysa megi úr þeirri stöðu sem félögin eru stödd í en um er að ræða synjum sem hefur ekki verið beytt frá því að sjóstangaveiðifélög hófu starfsemi fyrir rúmri öld síðan

Birt í Óflokkað

Fiskistofa og vilyrði um afla 2017

Kæru félagsmenn.

Undirritaður hefur síðustu daga verið að fá fyrirspurn varðandi veiðiárið 2017 og þá helst hvaða veiðidagar hafa verið festir niður hjá þeim sjóstangaveiðifélögum innan Sjól.

Skýringin á þeirri bið að birta slíkar upplýsingar eru þær að Fiskistofa hefur ekki gefið frá sér vilyrði um úthlutun á afla fyrir opinber sjóstangaveiðimót árið 2017 hjá þeim aðilum er sóttu um slíka heimild í gegnum Sjól.

Vonandi skýrist þetta á næstu dögum en ég mæli með því að félagsmenn ræði við sinn formann fyrir frekari spurninga ef þær eru einhverjar.

Kær kveðja,
Sigurjón M. Birgisson

Birt í Óflokkað

Formannafundur hjá Sjól

Á laugardaginn næsta mun vera haldinn formannafundur félaga sem standa að Sjól og ákveðið hefur verið að hafa fundinn opinn fyrir félagsmenn þar sem sérstakir fyrirspurnartímar verða í boði eftir hvern fundarlið.

Fundarstaður er í Höllin, félagsheimili SJÓR, Grandagarði 18. kl. 10:00 til ca. kl. 14:00

Dagskrá fundarins:

 1. Fundarsetning
 2. Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðalmóta og innanfélagsmóta sumarið 2016
 3. Farið yfir verklag við uppgjör aðildarfélaga á mótum sumarsins
 4. Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2017
 5. Formaður Sjól flytur yfirlit um gang móta sumarið 2016
 6. Formaður Sjól fer yfir samskipti við Fiskistofu sumarið 2016
 7. Rekstur heimasíðu og reiknikerfi SJÓL
 8. Fjárhagsstaða SJÓL
 9. Kostun og fyrirkomulag verðlauna til Íslandsmeistara sumarið 2017
 10. Umræður um tillögur til breytinga á lögum SJÓL og veiðireglum
 11. Verklag vegna umsókna til Fiskistofu fyrir 2017
 12. Önnur mál
Birt í Óflokkað

Lokaútkall!

Kæru veiðifélagar,

Núna eru 8 dagar þar til við munum klára veiðiárið 2016 með heljarinnar veislu þar sem uppskera ársins er tekin saman hjá öllum veiðifélögunum og nýr íslandsmeistari krýndur ásamt fleirum sigrum sem verðlaunað er fyrir besta árangur ársins.

Svo að það sé alveg á hreinu þá er lokahóf Sjól ekki eingöngu haldið fyrir veiðimenn ársins, heldur fyrir alla skráða félaga í þeim 8 sjóstangaveiðifélögum sem standa að Sjól þannig að ég hvet alla til að gleðjast með okkur þetta kvöld og tilkynna þáttöku til ykkar formanns fyrir lok dags á mánudaginn næsta 26.09.2016

Hófið sjálft er haldið laugardaginn 1. október á Hallveigarstíg 1, 101Rvk.

Húsið opnar kl. 18:00 þar sem tekið er á móti gestum með fordrykk.
Kl. 19:30 er vísað til sætis og um kl. 20:00 hefst dagskrá kvöldsins.

Matseðill kvöldsins.
Forréttur – kremuð Humarsúpa.
Aðalréttur – Naut og bernaises.
Eftirréttur – Súkkulaðikaka og ís.

Miði á lokahófið kostar kr. 10.000,-

Skráning á lokahófið
Stjórn hvers veiðifélags mun halda utan um þáttökulistann og innheimtu á lokahófið þannig að félagsmenn eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þáttöku til síns formanns.

Sjáumst hress.
Sigurjón Már Birgisson

Birt í Óflokkað

Lokahóf SJÓL 1.október 2016

Kæru veiðifélagar,

Nú hefur SJÓL hafið undirbúning fyrir aðalviðburð ársins sem er sjálft lokahófið.
Nánari upplýsingar um dagskrá kvöldsins verða tilkynnt síðar en það sem liggur fyrir á þessari stundu má sjá hér að neðan. Nú er bara að fjölmenna og hafa þetta enn skemmtilegra en síðast.

Hvenær: Laugardaginn 1. október.

Hvar: Hallveigarstígur 1. 101 rvk. (Lídó)

Veitingar: 3. rétta matseðill ásamt fordrykk.

Þátttökugjald: kr. 10.000,-

Skráning á lokahófið
Stjórn hvers sjóstangaveiðifélags mun halda utan um þáttökulistann og innheimtu á lokahófið í samvinnu við SJÓL þannig að félagsmenn sjóstangaveiðifélaga eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þáttöku til síns formanns.

Undirbúningsnefnd
Formenn félaganna hafa verið beðnir um að hafa sama hátt á og í fyrra með því að tilnefna tvo félagsmenn fyrir undirbúningsnefnd og hvetjum við þá sem vilja taka þátt að hafa samband við sinn formann.

Birt í Óflokkað

Aðalmót sjóstangaveiðifélagsins Sjóskips

Sjöunda og síðasta aðalmót sumarins verður haldið hjá Sjóskip 19.-20. ágúst

Fimmtudagur 18. ágúst
Kl. 20:00 Mótssetning verður á Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11.
Skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf.

Föstudagur 19. ágúst
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum.
Kl. 06:00 Siglt á miðin.
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar. Súpa og kaffi í boði á Fiskmarkaðinum.
Aflatölur fyrri dags verða birtar á sjol.is og í nestiskassa daginn eftir

Laugardagur 20. ágúst
Kl. 05:30 Mæting á bryggju.
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný.
Kl. 13:00 Veiði hætt og haldið til hafnar.
Kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending verður á Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11.

Þátttökugjald kr. 15.000,- sem greiðist við mótssetningu.
Aukamiði á lokahófið kr. 5.000,-

Um skráningu.
Veiðimaður tilkynnir þáttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að. Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl. Tilkynning frá formananni hvers félags þarf að berast Sjóskip fyrir kl.20:00 sunnudaginn 14. ágúst.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Jóhannes formann Sjóskips í síma 860-0942 og Sigurjón gjaldkera Sjóskips í síma 669-9612 eða senda okkur tölvupóst á sjoskip@sjoskip.is

Birt í Óflokkað