Aðalfundur SJÓL hefur verið færður til 10. mars 2018

Ágætu formenn og aðrir félagsmenn innan SJÓL.

Stjórn SJÓL hefur ákveðið að fresta boðuðum aðalfundi frá 3. mars til 10. mars.

Dagskrá aðalfundar stendur óbreytt að öðru leiti.

Kveðja,
Stjórn SJÓL

Auglýsingar
Birt í Óflokkað

Aðalfundur SJÓL 3. mars 2018

Boðað er til Aðalfundar SJÓL þann 3. mars 2018 kl. 11:00 í Höllinni að Grandagarði 18, Reykjavík samkvæmt samþykkt formanna frá 25.11.2017.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að vera búnir að halda aðalfund vel fyrir þann tíma svo að hægt væri að koma með tillögur og lagabreytingar.

Dagskrá aðalfundar:
Kosning fundarstjóra og ritara
Skýrsla stjórnar
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
Lagabreytingar
Kosning stjórnar (ritari & gjaldkeri)
Kosning skoðunarmanna
Ákvörðun árgjalds
Önnur mál

Aðalfundur er æðsta vald landssambandsins. Aðalfund skal halda árlega á tímabilinu mars-apríl. Aðalfundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað og 2/3 þeirra fulltrúa sem rétt hafa til setu á fundinum séu mættir. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Aukinn meirihluti eða 2/3 greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar öðlist gildi.

Birt í Óflokkað

Fundur Sjól með Sjávarútvegsráðherra

Kæru félagsmenn.

Í morgunnsárið sóttum við fund hjá sjávarútvegsráðherra og hans fólki þar sem farið var yfir þau málefni sem við höfum verið að berjast fyrir að leiðrétt verði þegar kemur að þeirri reglugerðabreytingu sem átti sér stað  í lok árs 2016 fyrir áhugamannafélög sem stunda sjóstangaveiðiíþrótt.

Fundur fór vel fram og ekki hægt að segja annað en að hlustað var á okkur og skilningur veittur varðandi óvissuna sem ríkt hefur varðandi mótshald félagana fyrir veiðiárið 2018.  Niðurstaða fundarins var að ráðuneytið mun kynna sér nánar umsóknir félagana,  reglugerðina ofl. með það að leiðarljósi að ná fram sátt milli allra aðila.

Við í stjórn Sjól erum vongóð um farsælan endir á þessu erfiða málefni en ekkert er í hendi á þessari stundu en vitað er að tíminn er knappur og við megum eiga von á svörum fljótlega, þangað til er víst lítið annað að gera en að pússa upp græjurnar þar sem fyrsta sjóstangaveiðimót ársins er áætlað í lok mars.

Bestu kveðjur
Sigurjón

Birt í Óflokkað

Árið sem senn er að líða

Kæru félagsmenn.

Nú er senn að líða árið þar sem engin landsmót voru haldin innan SJÓL og einungis eitt félagsmót, en slík staða hefur ekki áður komið upp frá stofnun SJÓL og í raun ekki í rúmlega 50 ár eða frá upphafi umræddra félagssamtaka innan SJÓL um sjóstangaveiði sér og öðrum til skemmtunar.

Orsökina má rekja til ákvörðunar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að samþykkja nær blindandi tillögu frá Fiskistofu um enn eina reglugerðabreytingu er varðar veitingu veiðiheimildar án samráðs eða ósk um athugasemdir frá hagsmunaaðilunum sem eru meðal annars sjóstangaveiðifélögin innan SJÓL. Frá því að ráðherra fól Fiskistofu umsjón með leyfisveitingu hafa nær árlega verið gerðar reglubreytingar til að leiða félagssamtökin nær hinum almenna fyrirtækjarekstri eins og tíðkast í ferðamennsku og strandveiðum en ekki félagssamtaka. Þegar ljóst var að ekki stæði til að endurskoða fyrri ákvörðun hjá ráðuneytinu var ákveðið að leggja inn stjórnsýsluákvörðun. Stofnanirnar nýttu sér kerfisreglur til hins ítrasta sem varð til þess að niðurstaða kærunnar barst ekki fyrr en seint í september. Í framhaldi var lögð inn kvörtun til Umboðsmanns Alþingis sem sá ástæðu til þess að skoða málið nánar og sú vinna enn í gangi. Stjórn SJÓL hafði einnig sóst eftir fundi með ráðherra en vegna stjórnarslita varð nokkur töf á slíkum fundi sem verður í janúar 2018.

Sumir félagsmenn hafa spurt hvort ekki sé hægt að verða bara við öllum óskum Fiskistofu. Svarið við slíkri spurningu er jú og í raun alveg sjálfsagt svo fremi sem sama stofnun þekki sitt hlutverk og starfi innan meðalhófsreglunnar sem og að gæta þess að hlutverk félagssamtaka sem stunda tvö sjóstangaveiðimót á ári fái það svigrúm til að sinna slíkri félagsstarfssemi eins og almennt þekkist hjá öðrum félögum, og í raun vel skilgreint samkvæmt lögum.

Þetta hefur jú verið mjög annasamt ár hjá SJÓL og því miður ekki í anda þeirrar gleði sem við þekkjum helst til, með því að mætast víða um landið og bleyta öngulinn aðeins sér og öðrum til skemmtunar en það er mín hjartans von að aðilar geti náð saman og að nýja árið geri félagsmönnum kleift að hittast og njóta góðra stunda saman.

Með þessum orðum óskar stjórn SJÓL öllum velfarnaðar á nýju ári og bestu þakkir fyrir árið sem senn er að líða.

Með vinsemd og virðingu.
Sigurjón

 

Birt í Óflokkað

Formannaskipti hjá Sjósnæ

Formannaskipti voru hjá Sjósnæ síðustu helgi þegar aðalfundur félagsins var haldin.
Jón Bjarni hefur nú stigið til hliðar sem formaður en mun áfram vera meðstjórnandi hjá félaginu.

Nýr formaður Sjósnæ er Sigurjón Helgi Hjelm og óskar Sjól honum til hamingju og velfarnaðar innan sem utan félagsins. Sjól þakkar einnig fráfarandi formanni fyrir gott og farsælt samstarf liðinna ára.

Birt í Óflokkað

Enginn Íslandsmeistari 2017

Nú er flestum ljóst að ekki verður unnt að halda öll félagsmóts þær helgar sem eftir eru af veiðitímabilinu. Fjögur aðalmót eru fallinn á tíma og þarfnast algjörlega nýs endurskipulags og ekki síður veiðimenn sem hafa nú þegar jafnvel ráðstafað sínu orlofi í annað og þurfa hugsanlega að velja á milli sjóstangaveiðimóta sem geta komið upp sömu helgi hjá félögunum innan SJÓL.

Eftir að hafa borið undir formenn sjóstangaveiðifélaga stöðu mála varðandi keppni um íslandsmeistaratitil hefur komið fram meirihluti fyrir því að falla frá tilnefningu á nýjum íslandsmeistara 2017. þetta gerir það að verkum að SJÓL mun ekki halda verðlaunaafhendingu þetta árið en félögin munu geta nýtt sér gragnagrunn SJÓL fyrir tvö félagsmót. Ef sjóstangaveiðifélag ákveður að halda tveggja daga mót samkvæmt reglum SJÓL þá mun SJÓL samþykkja fisktegund sem teldist til nýs íslandsmets.

Birt í Óflokkað

Varðandi sjóstangaveiðimót 2017

Umræða hefur komið fram vegna boðaðs félagsmóts Sjóve sumarið 2017 en eins og mörgum er kunnugt um þá liggja inni stjórnsýslukærur vegna ákvörðunar Fiskistofu á synjun heimildar fyrir úthlutun á afla til að mótshald geti átt sér stað þetta sumarið. Ákvörðunin styður við nýbreytta reglugerð sem telst að okkar áliti verulega íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun. Staða mála í dag er á þá leið að ráðuneytið óskaði eftir umsögn frá Fiskistofu og hefur hún frest til að skila inn svörum í dag 21.júní. Eftir að umsögn Fiskistofu hefur borist ráðuneytinu verður félögunum gefinn kostur á að gera athugasemdir við umsögn Fiskistofu.

Í millitíðinni hefur stjórn SJÓL og Bonafide lögmönnum haldið samráðsfundi með ráðuneytinu og Fiskistofu. Því miður hafa mótaðilar okkar ekki fengist til að fá slíka fundi samþykkta með fundargerð og sama á við um sáttanefnd sem stofnuð var til að leysa Fiskistofu undan kærunni og veita sjóstangaveiðifélögunum heimild til veiða.

Á umræddum fundi sáttanefndar var SJÓL boðin sáttarleið sem metin var skynsamleg og hljómaði þannig að ráðuneytið myndi stofna til vinnuhóps sem færi yfir umrædda reglugerð fyrir veiðiárið 2018 og varðandi veiðiárið 2017 mundi Fiskistofa velja eitt félag og fá skýringu við nokkrum spurningum með stuttri greinagerð. Sjóve varð fyrir valinu og voru þær skýringar sem Fiskistofa óskaði eftir útskýrðar í samráði við okkar lögfræðistofu sem og SJÓL. Í kjölfarið veitti Fiskistofa Sjóve heimild en þegar átti að taka fyrir næstu félög breyttist tónninn í Fiskistofu og fóru þeir strax aftur í skotgrafirnar og í óþökk ráðuneytisins sem taldi að aðilar hefðu náð sátt um að leysa veiðiárið 2017 og taka svo upp viðræður um framhaldið.

Sjóve sótti eftir afstöðu formanna félaga og SJÓL sem bar erindið upp við Bonafide lögmenn varðandi að halda sjóstangaveiðimót þrátt fyrir kæruferlið. Niðurstaða lögmanna var sú að slíkt mótshald mundi ekki hafa nein áhrif á kæruferlið enda er það óbreytt og öllum ljóst að þetta hafi verið gjörningur hjá Fiskistofu um að skapa óeiningu milli félagana og vona ég svo innilega að þeim takist það ekki.

Birt í Óflokkað