Enginn Íslandsmeistari 2017

Nú er flestum ljóst að ekki verður unnt að halda öll félagsmóts þær helgar sem eftir eru af veiðitímabilinu. Fjögur aðalmót eru fallinn á tíma og þarfnast algjörlega nýs endurskipulags og ekki síður veiðimenn sem hafa nú þegar jafnvel ráðstafað sínu orlofi í annað og þurfa hugsanlega að velja á milli sjóstangaveiðimóta sem geta komið upp sömu helgi hjá félögunum innan SJÓL.

Eftir að hafa borið undir formenn sjóstangaveiðifélaga stöðu mála varðandi keppni um íslandsmeistaratitil hefur komið fram meirihluti fyrir því að falla frá tilnefningu á nýjum íslandsmeistara 2017. þetta gerir það að verkum að SJÓL mun ekki halda verðlaunaafhendingu þetta árið en félögin munu geta nýtt sér gragnagrunn SJÓL fyrir tvö félagsmót. Ef sjóstangaveiðifélag ákveður að halda tveggja daga mót samkvæmt reglum SJÓL þá mun SJÓL samþykkja fisktegund sem teldist til nýs íslandsmets.

Auglýsingar
Birt í Óflokkað

Varðandi sjóstangaveiðimót 2017

Umræða hefur komið fram vegna boðaðs félagsmóts Sjóve sumarið 2017 en eins og mörgum er kunnugt um þá liggja inni stjórnsýslukærur vegna ákvörðunar Fiskistofu á synjun heimildar fyrir úthlutun á afla til að mótshald geti átt sér stað þetta sumarið. Ákvörðunin styður við nýbreytta reglugerð sem telst að okkar áliti verulega íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun. Staða mála í dag er á þá leið að ráðuneytið óskaði eftir umsögn frá Fiskistofu og hefur hún frest til að skila inn svörum í dag 21.júní. Eftir að umsögn Fiskistofu hefur borist ráðuneytinu verður félögunum gefinn kostur á að gera athugasemdir við umsögn Fiskistofu.

Í millitíðinni hefur stjórn SJÓL og Bonafide lögmönnum haldið samráðsfundi með ráðuneytinu og Fiskistofu. Því miður hafa mótaðilar okkar ekki fengist til að fá slíka fundi samþykkta með fundargerð og sama á við um sáttanefnd sem stofnuð var til að leysa Fiskistofu undan kærunni og veita sjóstangaveiðifélögunum heimild til veiða.

Á umræddum fundi sáttanefndar var SJÓL boðin sáttarleið sem metin var skynsamleg og hljómaði þannig að ráðuneytið myndi stofna til vinnuhóps sem færi yfir umrædda reglugerð fyrir veiðiárið 2018 og varðandi veiðiárið 2017 mundi Fiskistofa velja eitt félag og fá skýringu við nokkrum spurningum með stuttri greinagerð. Sjóve varð fyrir valinu og voru þær skýringar sem Fiskistofa óskaði eftir útskýrðar í samráði við okkar lögfræðistofu sem og SJÓL. Í kjölfarið veitti Fiskistofa Sjóve heimild en þegar átti að taka fyrir næstu félög breyttist tónninn í Fiskistofu og fóru þeir strax aftur í skotgrafirnar og í óþökk ráðuneytisins sem taldi að aðilar hefðu náð sátt um að leysa veiðiárið 2017 og taka svo upp viðræður um framhaldið.

Sjóve sótti eftir afstöðu formanna félaga og SJÓL sem bar erindið upp við Bonafide lögmenn varðandi að halda sjóstangaveiðimót þrátt fyrir kæruferlið. Niðurstaða lögmanna var sú að slíkt mótshald mundi ekki hafa nein áhrif á kæruferlið enda er það óbreytt og öllum ljóst að þetta hafi verið gjörningur hjá Fiskistofu um að skapa óeiningu milli félagana og vona ég svo innilega að þeim takist það ekki.

Birt í Óflokkað

Elín Snorradóttir formaður SJÓL

Á aðalfundi SJÓL sem haldinn var 13. maí síðastliðinn var kosin ný stjórn.

Þetta árið var kosinn nýr formaður til 2. ára. Elín Snorradóttir fékk óskoraðan stuðning frá aðildarfélögunum en Elín hafði um árabil verið formaður Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur með góðum árangri og verið öflugur talsmaður fyrir íþróttinni.

Stefán B. Sigurðsson sem hafði verið formaður SJÓL síðustu 10 árin bauð ekki lengur kost á sér til formanns. Stefán mun vera stjórninni áfram innan handar í gegnum það kæruferli sem er í gangi gagnvart Fiskistofu sem og öðrum málum er varðar störf formanns fyrst um sinn. Fyrir hönd allra félagsmeðlima óskum við Stefáni velfarnaðar og þökkum innilega fyrir allt það framlag sem Stefán hefur gefið af sér í gegnum árin.

Samhliða þessari breytingu var Sigurjón Már Birgisson, Sjóskip kosinn ritari og
Guðrún Rúnarsdóttir, Sjóak gjaldkeri. Hvorugt þeirra hefur gegnt þessum stöðum áður en Sigurjón var áður gjaldkeri félagsins. Við bjóðum Guðrúnu velkomna og hlökkum til samstarfs með henni næstu misserin.

Nýr skoðunarmaður reikninga var einnig kosinn á fundinum og er það Hallgrímur Smári Skarphéðinsson formaður Sjósigl sem tekur við hlutverki Sigfúsar Karlsonar, Sjóak.

Nánari upplýsingar af Aðalfundinum koma síðan inná heimasíðuna þegar hún er tilbúin.

 

 

Birt í Óflokkað

Varðandi Íslandsmeistaramót sjóstangaveiðifélaga 2017

Ágætu félagar.

Eins og kunnugt er hefur stjórn Sjól undanfarna mánuði átt í viðræðum bæði við Atvinnuvegaráðuneytið og Fiskistofu til að fá fram viðunandi niðurstöðu fyrir aðildarfélög í Sjól en því miður hefur það ekki borið tilætlaðan árangur. Fiskistofa neitar með öllu að endurskoða hvað þeir telja að falli undir mótshald sem og að falla frá þeim breytingum á sem hún náði í gegn á reglugerðinni er varðar afturvirk ákvæði ofl.

Eftir að Stjórn Sjól ráðfærði sig formenn sjóstangaveiðifélaga sem unu ekki niðurstöðu Fiskistofu var metið svo að nauðsynlegt væri að fara í formlegt kæruferli.

Ákveðið að fresta aðalfundi Sjól til 13. maí 2017.

Birt í Óflokkað

Aðalfundur SJÓL 8. apríl 2017

Ágætu félagsmenn.

Í ljósi þess verkefnis sem aðildarfélög SJÓL standa í gagnvart úthlutun á veiðiheimild frá Fiskistofu var tekin ákvörðun um að fresta Aðalfundi sem halda átti 11. mars og þess í stað að stefna á 8. apríl. Ákvörðun stjórnar var tekin á þeim grundvelli að á meðan félög innan SJÓL að undanskyldu Sjóís hafa ekki fengið vilyrði um að halda sjóstangaveiðimót þá megi gera ráð fyrir að fundarefni er varðar veiðiárið 2017 gæti orðið marklaus.

Stjórn Sjól hefur átt stöðufundi með Fiskistofu og Atvinnuvegaráðuneytinu um hvernig leysa megi úr þeirri stöðu sem félögin eru stödd í en um er að ræða synjum sem hefur ekki verið beytt frá því að sjóstangaveiðifélög hófu starfsemi fyrir rúmri öld síðan

Birt í Óflokkað

Fiskistofa og vilyrði um afla 2017

Kæru félagsmenn.

Undirritaður hefur síðustu daga verið að fá fyrirspurn varðandi veiðiárið 2017 og þá helst hvaða veiðidagar hafa verið festir niður hjá þeim sjóstangaveiðifélögum innan Sjól.

Skýringin á þeirri bið að birta slíkar upplýsingar eru þær að Fiskistofa hefur ekki gefið frá sér vilyrði um úthlutun á afla fyrir opinber sjóstangaveiðimót árið 2017 hjá þeim aðilum er sóttu um slíka heimild í gegnum Sjól.

Vonandi skýrist þetta á næstu dögum en ég mæli með því að félagsmenn ræði við sinn formann fyrir frekari spurninga ef þær eru einhverjar.

Kær kveðja,
Sigurjón M. Birgisson

Birt í Óflokkað

Formannafundur hjá Sjól

Á laugardaginn næsta mun vera haldinn formannafundur félaga sem standa að Sjól og ákveðið hefur verið að hafa fundinn opinn fyrir félagsmenn þar sem sérstakir fyrirspurnartímar verða í boði eftir hvern fundarlið.

Fundarstaður er í Höllin, félagsheimili SJÓR, Grandagarði 18. kl. 10:00 til ca. kl. 14:00

Dagskrá fundarins:

 1. Fundarsetning
 2. Tillögur aðildarfélaga um mótsdaga aðalmóta og innanfélagsmóta sumarið 2016
 3. Farið yfir verklag við uppgjör aðildarfélaga á mótum sumarsins
 4. Tímasetning og staðsetning aðalfundar SJÓL 2017
 5. Formaður Sjól flytur yfirlit um gang móta sumarið 2016
 6. Formaður Sjól fer yfir samskipti við Fiskistofu sumarið 2016
 7. Rekstur heimasíðu og reiknikerfi SJÓL
 8. Fjárhagsstaða SJÓL
 9. Kostun og fyrirkomulag verðlauna til Íslandsmeistara sumarið 2017
 10. Umræður um tillögur til breytinga á lögum SJÓL og veiðireglum
 11. Verklag vegna umsókna til Fiskistofu fyrir 2017
 12. Önnur mál
Birt í Óflokkað