Aðalmót Sjóve 10. og 11. maí frestað

Sjóstangaveiðimót Sjóve sem halda átti dagana 10. og 11. maí hefur verið frestað.

Frekari upplýsinga má nálgast hjá formanni Sjóve.

Birt í Óflokkað

Aðalmót Sjósnæ 24. og 25. maí 2019

Sjóstangaveiðifélag Snæfellsnes tilkynnir þriðja aðalmót ársins sem telur til íslandsmeistara SJÓL 2019

Fimmudagur 23.maí
Kl. 20.00 Mótssetning í íþróttahúsi Ólafsvíkur, Engihlíð 1
Boðið verður uppá kvöldverð og kaffi á saðnum

Föstudagur 24.maí
Kl. 05.30 Mæting á bryggju
Kl. 06.00 Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14.00 Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar
Kl. 14.30 Þegar komið er í höfn er boðið uppá kaffi í íþróttahúsinu

Laugardagur 25.maí
Kl. 05.30 Mæting á bryggju
Kl. 06.00 Haldið til veiða frá Ólafsvík
Kl. 14.00 Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar
Kl. 14.30 Þegar komið er í höfn er boðið uppá kaffi í íþróttahúsinu
Kl. 20.00 Lokahóf í Björgunarsveitarhúsinu Von á Rifi

Mótsgjald er Kr 15.000.-
Innifalið í mótsgjaldi fyrir keppendur: Mótsgögn, nesti í keppni, kaffi við komuna í land, miði í sund og einn miði á lokahófið. Stakur miði á lokahóf er kr. 5.000.-
Lokaskráning er mánudagurinn 20.maí Kl. 20:00

Skráning
Þátttaka tilkynnist til formanns í þínu félagi og síðan mun ykkar formaður
tilkynna formanni Sjósnæ ykkar þátttöku

Nánari upplýngar 
Hjá formanni Sjósnæ, Sigurjón Hjelm sími 844-0330

Birt í Óflokkað

Aðalmót Sjóve 10. og 11. maí 2019

Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja tilkynnir næsta aðalmót ársins

Fimmudagur 9.maí
Kl. 20.00 Mótssetning í félagsheimili Sjóve

Föstudagur 10.maí
Kl. 06.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )
Kl. 07.00 Haldið til veiða frá Smábátabryggju
Kl. 15.00 Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar
Kl. 15.30 Löndun, hressing og fjör
Kl. 20.00 Aflaspjall og afrek dagsins rædd í félagsheimili Sjóve

Laugardagur 11.maí
Kl. 05.30 Mæting á smábátabryggju ( Viktartorgi )
Kl. 06.00 Haldið til veiða frá Smábátabryggju
Kl. 14.00 Veiðafæri dregin upp, og haldið til hafnar
Kl. 14.30 Löndun og ennþá meira fjör
Kl. 20.00 Lokahóf í félagsheimili Sjóve

Mótsgjald er Kr 15.000.-
Innifalið í mótsgjaldi fyrir keppendur : Mótsgögn og gott skap. Kaffi og eða súpa við komuna í land á föstudag. Einn miði á lokahóf. Stakur miði á lokahóf er kr. 5.000.-
Lokaskráning er mánudagurinn 7.maí Kl. 20:00

Skráning
Þátttaka tilkynnist til formanns í þínu félagi og síðan mun ykkar formaður
tilkynna okkur ykkar þátttöku á heimasíðu Sjóve www.sjove.is

Nánari upplýngar
Formaður. Sigtryggur Þrastarsson sími: 860-2759
Gjaldkeri. Ævar Þórisson sími: 896-8803

Birt í Óflokkað

Aðalmóti Sjóve frestað

Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja ( www.sjove.is ) hefur frestað aðalmóti félagsins um óákveðinn tíma vegna veðurs.

Uppfærð dagsetning verður birt eins fljótlega og mögulegt er.

Birt í Óflokkað

Aðalmót Sjóskips 15. og 16. mars

Núna er komið að fyrsta móti ársins sem telur til íslandsmeistara og verður það haldið á Akranesi dagana 15. og 16. mars á vegum Sjóskips

Fimmtudagur 14. mars
Kl. 20:00 Mótssetning verður á Fiskmarkaðnum, Faxabraut 7
Skipstjórar og trúnaðarmenn settir í störf

Föstudagur 15. mars
Kl. 05:30 Mæting á bryggju hjá löndunarkrönum
Kl. 06:00 Siglt á miðin
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar

Kl. 14:30 Léttar veitingar á Fiskmarkaðnum, Faxabraut 7

Aflatölur fyrri dags verða birtar á sjol.is og við bryggju daginn eftir

Laugardagur 16. ágúst
Kl. 05:30 Mæting á bryggju
Kl. 06:00 Haldið til veiða á ný
Kl. 14:00 Veiði hætt og haldið til hafnar

Kl. 20:00 Lokahóf og verðlaunaafhending verður haldið í
Félagsheimili hestamanna á Æðarodda

Þátttökugjald kr. 15.000,- sem greiðist við mótssetningu
Aukamiði á lokahófið kr. 5.000,-

Ekki verður boðið uppá nesti um borð í bátum en drykkjarvatn verður um borð. Formenn eru vinsamlega beðnir um að upplýsa sína keppendur svo að þeir geti tryggt sjálfir það nesti sem þeir kjósa að hafa með sér.

Um skráningu.
Veiðimaður tilkynnir þáttöku til formanns þess félags sem hann er aðili að.
Formenn senda síðan staðfestingu til Sjóskips um fjölda keppenda, sveitaskipan ofl.

Tilkynning frá formananni hvers félags þarf að berast formanni Sjóskip
fyrir kl. 20:00 – 10. mars.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi mótið er hægt að hafa samband við Jóhannes formann Sjóskips í síma 860-0942 eða senda tölvupóst á johannes@skaginn3x.com

Birt í Óflokkað

Niðurtalning hafin 2019

Ágætu félagsmenn,

Nú fer að styttast í að sjóstangaveiðitímabilið fari í gang og ekki seinna vænna að dusta rykið af græjunum. Mót ársins verða eins og áður víða um landið og því miður hefur Ísafjarðarfélagið ekki lagt inn mótskrá þannig að framundan eru líkt og fyrri ár aðeins 7 félög sem munu standa að mótshaldi þetta árið. Aðalmót eru mót sem telja til íslandsmeistara og dagsetningar þar með nokkuð áreiðanlegar. Síðan eru haldin félagsmót sem ætluð eru meira til að kynna félagsskapinn og hversu skemmtilegt er að stunda sjóstangaveiði við strendur landsins. Tvö afmælismót verða haldin þetta árið og eru það Sjóstangaveiðifélögin Sjónes og Sjósigl en bæði félögin fagna 30 ára félagsstarfsemi og má gera ráð fyrir góðri þáttöku þannig að gott er að undirbúa gististað tímalega. Hér að neðan má sjá dagskrá sumarsins.

Sjóskip: Aðalmót 15-16. mars, Akranes

Félagsmót 23. mars, Akranes

Sjóve: Aðalmót 29-30. mars, Vestmannaeyjar

Félagsmót 27. apríl, Vestmannaeyjar

Sjósnæ: Aðalmót 24-25. maí, Ólafsvík

Félagsmót 27. apríl, Ólafsvík

Sjór: Aðalmót 21-22. júní, Patreksfjörður

Félagsmót 27. apríl, staðsetning óákveðin

Sjónes: Aðalmót 5-6. júlí, Neskaupstaður 30 ára afmælismót

Félagsmót 25. ágúst, Neskaupstaður

Sjóak: Aðalmót 16-17 ágúst, Dalvík

Félagsmót 12/13. júlí, staðsetning óákveðin

Sjósigl: Aðalmót 23-24 ágúst, Siglufjörður 30 ára afmælismót

Félagsmót 20. júlí, Siglufjörður

Sjóís: Aðalmót. keppnishald óákveðið

Félagsmót. Keppnishald óákveðið

Birt í Óflokkað

Aðalfundur Sjóskips 2019

Aðalfundur Sjóskips verður haldinn á Fiskmarkaðinum mánudaginn 25. febrúar kl. 19:00 og hvetjum við alla félagsmenn og áhugafólk til að mæta.

Dagskrá aðalfundar: 
1. Skýrsla stjórnar starfsárið 2018
2. Reikningsskil og samþykkt reikninga
3. Tillögur stjórnar um starfsemi starfsársins 2019
4. Lagabreytingar
5. Kosning stjórnar
6. Önnur mál

Kveðja stjórnin

Birt í Óflokkað