Aðalmóti Sjóve 11.-12. maí frestað

Ágætu félagsmenn.

Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja hefur sent frá sér tilkynningu.

Í ljósi andláts í SJÓVE fjölskyldunni hefur stjórnin tekið þá ákvörðun um að fresta aðalmótinu sem átti að fara fram 11. og 12. maí n.k.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær mótið mun fara fram að svo stöddu.

F.h. stjórnar SJÓVE,
Sigtryggur Þrastarson.
860-2759

Auglýsingar
Birt í Óflokkað

Aðalmót Sjóve 11.-12. maí

Skráning á Aðalmót Sjóstangaveiðifélags Vestmannaeyja sem telur til íslandsmeistara SJÓL 2018 rennur út eftir aðeins 2 daga og hvetjum við alla félagsmenn til að taka þátt. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins http://www.sjove.is

Birt í Óflokkað

Tilkynning frá SJÓR

Innanfélagsmóti SJÓR hefur verið frestað til 5. maí en til stóð að mótið yrði haldið þann 28. apríl næstkomandi í Grindavík. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig á mótið fyrir 24. apríl. nánar upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins http://www.sjorek.is

Birt í Óflokkað

Aðalmót Sjóskips 23-34. mars

Sjóstangaveiðifélagið Skipaskagi „Sjóskip“ hefur opnað fyrir skráningu á Aðalmót félagsins sem telur til íslandsmeistara SJÓL 2018. nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins http://www.sjoskip.is

Birt í Óflokkað

Aðalfundur SJÓL hefur verið færður til 10. mars 2018

Ágætu formenn og aðrir félagsmenn innan SJÓL.

Stjórn SJÓL hefur ákveðið að fresta boðuðum aðalfundi frá 3. mars til 10. mars.

Dagskrá aðalfundar stendur óbreytt að öðru leiti.

Kveðja,
Stjórn SJÓL

Birt í Óflokkað

Aðalfundur SJÓL 3. mars 2018

Boðað er til Aðalfundar SJÓL þann 3. mars 2018 kl. 11:00 í Höllinni að Grandagarði 18, Reykjavík samkvæmt samþykkt formanna frá 25.11.2017.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að vera búnir að halda aðalfund vel fyrir þann tíma svo að hægt væri að koma með tillögur og lagabreytingar.

Dagskrá aðalfundar:
Kosning fundarstjóra og ritara
Skýrsla stjórnar
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
Lagabreytingar
Kosning stjórnar (ritari & gjaldkeri)
Kosning skoðunarmanna
Ákvörðun árgjalds
Önnur mál

Aðalfundur er æðsta vald landssambandsins. Aðalfund skal halda árlega á tímabilinu mars-apríl. Aðalfundurinn telst lögmætur sé löglega til hans boðað og 2/3 þeirra fulltrúa sem rétt hafa til setu á fundinum séu mættir. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála. Aukinn meirihluti eða 2/3 greiddra atkvæða þarf til að lagabreytingar öðlist gildi.

Birt í Óflokkað

Fundur Sjól með Sjávarútvegsráðherra

Kæru félagsmenn.

Í morgunnsárið sóttum við fund hjá sjávarútvegsráðherra og hans fólki þar sem farið var yfir þau málefni sem við höfum verið að berjast fyrir að leiðrétt verði þegar kemur að þeirri reglugerðabreytingu sem átti sér stað  í lok árs 2016 fyrir áhugamannafélög sem stunda sjóstangaveiðiíþrótt.

Fundur fór vel fram og ekki hægt að segja annað en að hlustað var á okkur og skilningur veittur varðandi óvissuna sem ríkt hefur varðandi mótshald félagana fyrir veiðiárið 2018.  Niðurstaða fundarins var að ráðuneytið mun kynna sér nánar umsóknir félagana,  reglugerðina ofl. með það að leiðarljósi að ná fram sátt milli allra aðila.

Við í stjórn Sjól erum vongóð um farsælan endir á þessu erfiða málefni en ekkert er í hendi á þessari stundu en vitað er að tíminn er knappur og við megum eiga von á svörum fljótlega, þangað til er víst lítið annað að gera en að pússa upp græjurnar þar sem fyrsta sjóstangaveiðimót ársins er áætlað í lok mars.

Bestu kveðjur
Sigurjón

Birt í Óflokkað